Morgunblaðið - 28.04.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 28.04.1995, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 28. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Árni Sæberg Sumarið undirbúið ÞAÐ ER ef til vill fullmikil bjart- sýni að halda sumarið í raun komið, þrátt fyrir að fyrsta sum- ardegi hafí verið fagnað fyrir rúmri viku, en vorið er svo sannarlega farið að láta á sér kræla víða. Garðeigendur eru famir að athuga hvemig gróðurinn kemur undan vetri og ýmiss konar tiltektir í garðin- um em hluti vorverkanna þjá mörgum. Melnikov farinn til Kaupmannahafnar Morgunblaðið/Rax Ásgeir Þórðarson umboðsmaður ístogs hf. fylgdi Alexander Melnikov út í Leifsstöð í gærdag. FÓTBROTNI Rússinn Alexander Melnikov hélt til Kaupmannahafn- ar í gær eftir sex daga legu á Land- spítalanum. „Mér var sagt að ég þyrfti að fara og búið væri að ganga frá öllu,“ sagði hann í sam- tali við Morgunblaðið í gærmorgun. Meðferðis fékk hann umbúðir og sýkla- og verkjalyf til tveggja vikna og heldur áleiðis til Kallningrad í dag þar sem móðir hans býr. Auk sjúkragagna fékk hann 200 banda- ríkjadali í laun, um 12.000 krónur, og 1.900 krónur danskar, tæp 20.000, til þess að greiða bílferðir, hótelgistingu og uppihald í einn sólarhring í Danmörku. Fótur Alexanders brotnaði þvert yfir sköflunginn, rétt ofan við ökla- lið og er hann með stálpinna gegn- um beinið á tveimur stöðum til að halda brotinu stöðugu. Eins og fram hefur komið hafði fjöldi fólks samband við bæklunardeild Landspítalans í fyrradag til þess að bjóða piltinum aðstoð sína, þeirra á meðal var Rauði kross ís- lands. Buðu dvöl á sjúkrahóteli Sigrún Árnadóttir framkvæmda- stjóri samtakanna sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að til hafi staðið að leyfa honum að dvelja á sjúkrahóteli. „Það var eitthvað óljóst hvort hann ætti aðgang aftur inn í Rússland þannig að við hefð- um viljað leyfa honum að vera hérna á sjúkrahótelinu í einhvern tíma meðan hans mál væru að skýr- ast,“ segir Sigrún. Hún segir ennfremur að svar hafi síðan borist frá spítalanum þar sem fram hefði komið að umboðs- maður togarans væri búinn að hafa samband við lækni á sjúkrahúsi í Kalíningrad sem myndi taka á móti honum. Einnig væri búið að senda læknabréf þangað, sem pilt- urinn hefði einnig undir höndum. Jafnframt hefði hann meðferðis afrit af röntgenmyndum af fætin- um. Hann gengi nú um á hækjum og því væri ekkert því til fyrirstöðu að hann færi í fyrirhugað ferðalag, eins og hver annar útlendingur sem slasast hefði hér á landi. „Við tók- um þetta því gott og gilt,“ segir hún loks. Aðalfundi Vinnuveitendasam- bands frestað um eina viku AÐALFUNDI Vinnuveitendasam- bands Islands hefur verið frestað um viku, frá 9. til 16. maí. Magnús Gunnarsson formaður VSÍ segir ástæðuna þá að Davíð Oddsson forsætisráðherra, sem-ætl- ar að halda ræðu á aðalfundinum, verður í útlöndum 9. maí. „Okkar niðurstaða var að þar sem mjög forvitnilegt væri að fá Davíð til að ræða við okkur væri rétt að fresta fundinum um viku. Við erum þarna að hitta forsætis- ráðherra fyrir nýrri ríkisstjóm. Þetta verður fyrsta stóra ræðan sem Davíð flytur sem slíkur og því er auðvitað mjög áhugavert fyrir okkur að fá að hlýða á hann,“ sagði Magnús. Tengist ekki formennsku Nokkur átök hafa verið um val á nýjum formanni VSÍ, en Magnús sagði aðspurður að það tengdist ekkert þeirri ákvörðun að fresta aðalfundinum. Páll Sigutjónsson formaður kjör- nefndar VSI sagði að nefndin væri enn að störfum, en samkvæmt lög- um sambandsins á hún að skila til- lögum um menn í trúnaðarstöður þremur sólarhringum fyrir aðal- fund. Nöfn Víglundar Þorsteinssonar og Eysteins Helgasonar hafa eink- um verið nefnd í tengslum við for- mennsku í VSÍ. Fyrsta reglulega þingi Samiðnar lokið Meira mið tekið af hag’smunum fj ölskyldunnar Efnt var til fyrsta reglulega þings Samiðnar, sam- bands iðnfélaga, í Munað- amesi í Borgarfírði 20.-22. apríl sl. Þingið sóttu 116 fulltrúar um 6.000 félaga í sambandinu. Félagar í Samiðn vom áður í stétt- arfélögum innan Málm- og skipasmíðasambands ís- lands, Sambands bygging- armanna, Félags garð- yrkjumanna og Málarafé- lags Reykjavíkur. Grétar Þorsteinsson, formaður Sartiiðnar, segir að nokkur aðdragandi hafi verið að sameiningu sam- bandanna fyrir tveimur árum. „Víða, sérstaklega úti á landsbyggðinni, höfðu málmiðnaðarmenn og byggingarmenn starfað saman í iðnsveinafélögum. Síðan voru líf- eyrissjóðir byggingarmanna og málmiðnaðarmanna sameinaðir fyrir röskum þremur árum. Sú breyting ýtti auðvitað á umræð- una um sameiningu samband- anna. Við vildum sameina kraft- ana í helmingi stærri samtökum. Fjölmennari samtök eru h'ag- kvæmari og sterkara vopn til allra hluta, þ.e. að hafa á bakvið sig 5.-6.000 manns í stað 2.500 til 3.000. -Hvað kom út úr þinginu? „Við vorum ekki mikið að velta fyrir okkur fortíðinni heldur að velta því fyrir okkur hvað framtíð- in bæri í skauti sínu og hvernig við ættum að bregðast við. Hugs- unin var fyrst og fremst að skapa umræðu í takt við yfirskrift þings- ins „Verkalýðshreyfingin á nýrri öld“. Eftir fjórar framsögur var fulltrúum á þinginu skipt í 6 um- ræðuhópa. Mönnum var efst í huga að áfram þyrfti að huga að skipulagi eigin hreyfingar, stækk- un eininga og þjónustusvæða. Af öðru má nefna að áhersla var lögð á að nýta möguleika tækninnar og ekki síst í sambandi við fjöl- miðlana. Við eigum að nota fjölm- iðlana sem tæki fremur en að láta þá stjóma okkur. Sambandið ætti að vera opið fyrir nýjungum og við ættum að hafa frumkvæði en ekki að vera í vörn. Síðan má nefna að áhersla var lögð á að samtökin væru virk í alþjóðlegu samstarfi og alveg sér- staklega norrænu. Að við værum ekki bara einangruð hér á skerinu og ef við vildum fylgjast með væri nauðsynlegt að taka þátt í þessu alþjóðlega starfi.“ -Mér skilst að málefni fjölskyld- unnar hafi borið á góma á þinginu? „Já, mér kom á óvart hvað mikil áhersla var lögð á að tengja kröfú- gerð og allt starf verka- lýðshreyfingarinnar meir en áður heildarhagsmunum fjölskyldunnar. Mér kom umræð- an á óvart því segja má að hér sé um algjört karlasamfélag að ræða. Engu að síður var þessi umræða mjög áberandi á þinginu. Fulltrúar bentu á nauðsyn þess að tryggja viðunandi laun fyrir styttri vinnutíma þannig að menn verðu einhvetjum tíma með fjöl- skyldunni. Lífið snerist ekki, fyrstu áratugi lífsbaráttunnar, aðeins um að sofa, borða og vinna.“ -Hvernig verður stefnumótuninni fylgt eftir? „Það er verkefni nýkjörinnar ►Grétar Þorsteinsson, formað- ur Samiðnar, er fæddur í Fróð- holtshjáleigu á Rangárvöllum 20. október árið 1940. Grétar er húsasmiður frá Iðnskólanum í Reykjavík og stundaði iðnnám hjá Pétri Laxdal. Hann starfaði við húsasmíð þar til hann tók við formennsku og varð starfs- maður Trésmíðafélags Reykja- víkur árið 1978. Þegar Samiðn var stofnuð var Grétar formað- ur Sambands byggingarmanna Grétar er kvæntur Elísu Þor- steinsdóttur, starfsmanni Flug- leiða. miðstjómar sambandsins að koma henni í ákveðinn farveg. Nú er það reyndar svo að skipulega hefur verið unnið í þessum anda á vegum Alþýðusambandsins að undan- fomu. Við emm auðvitað þátttak- endur í því starfi en það kom mjög fram í umræðunni að menn þyrftu að gera enn betur og bentu á Inter- net, textavarp og enn fleira í því sambandi. Ný tækni væri mikil- vægur hluti af nútímanum." -Sendi þingið frá sér einhverjar formlegar samþykktir? „Þingið samþykkti, hvað okkar félagsmenn varðar, að gera landið að einu vinnusvæði. Við væmm ekki að bítast um hvort starfsmað- ur einhvers fýrirtækis væri búsett- ur í Reykjavík, á Egilsstöðum eða ísafírði. Samþykktin hefur átt langan aðdraganda. Hugmyndin hefur lengi verið til umfjöllunar í bygg- ingariðnaðar- og málmiðnaðarsam- tökunum áður en Samiðn varð til. Síðan hefur hún haldið áfram að þróast á tveggja ára tímabili sam- takanna. Þar fyrir utan höfum við varla þurft að hafa áhyggjur af þessu allra síðustu árin. Á þinginu var hins veg- ar tekin formleg af- staða og ég á ekki von á öðm en aðildarfélögin muni stað- festa þetta á næstu mánuðum. Á sama hátt var á þinginu gerð tillaga að reglum fyrir sjúkrasjóð- ina. Með þeim er verið að reyna að tryggja samræmda lágmarks reglugerð fyrir alla sjúkrasjóði í Samiðn. Síðan reynir auðvitað á að félögin staðfesti breytinguna. Þingið hefur ekki vald til þess en ég hef enga ástæðu til að ætla annað en að það gerist. Meginnið- urstaðan snýst um að fjögurra manna fjölskylda fái 85.000 kr. greiðslu á mánuði þegar allt er talið, þ.e.a.s. með greiðslu frá sjúk- rasjóði og tryggingakerfi.“ Þingið lagði áherslu á alþjóðlega samvinnu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.