Morgunblaðið - 03.06.1995, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 03.06.1995, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 3. JÚNÍ1995 MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Haraldur Sveinsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. GUÐNIKEKTOR OGMR GUÐNI Guðmundsson, rektor Menntaskólans í Reykjavík, út- skrifaði síðasta stúdentahópinn sinn síðastliðinn fimmtudag. Hann lætur nú af störfum eftir 44 ára starf við Menntaskólann, þar af 25 ár sem rektor. Guðni Guðmundsson tók við rektorsembættinu árið 1970. Á fyrstu rektorsárum hans reis sú bylgja róttækni, sem gekk þá yfir Vesturlönd, einna hæst á íslandi. Hér sem annars staðar voru háværar raddir um, að gömlum hefðum í skólastarfi yrði kastað fyrir róða og slakað á kröfum um mætingu, aga og ástundun. Bekkjakerfinu var fundið flest til foráttu og áfangakerfi átti að leysa flestan vanda. Á þessum tíma var hart sótt að Menntaskólanum í Reykjavík, þessari elztu menntastofnun landsins, og haft á orði, að áherzlur þar væru gamaldags og úreltar. Undir stjórn Guðna Guðmundsson- ar bar Menntaskólinn hins vegar gæfu til að halda í hinar gömlu hefðir, festu og aga, þótt þær breytingar hafi auðvitað verið gerð- ar, sem stuðla að því að nemendur MR fái áfram þá traustu og fjölbreyttu undirstöðumenntun, sem skólinn hefur leitazt við að veita. Talsmenn umbyltinga í menntakerfinu hafa fengið nokkuð fyrir sinn snúð með stofnun hinna fjölmörgu fjölbrautaskóla víða um land, sem standa vel fyrir sínu og henta eflaust mörgum nemend- um vel. Menntaskólinn í Reykjavík hefur hins vegar sýnt og sann- að, að hann er áfram í fremstu röð framhaldsskólanna. Allflestir stúdentar, sem Guðni rektor hefur útskrifað, kunna honum væntan- lega beztu þakkir fyrir að hafa haldið í hinar gömlu hefðir. Og ef eitthvað er hafa breytingar á bóknámi í framhaldsskólum á seinni árum frekar verið í þá átt að hverfa aftur til kennsluhátta, sem tíðkazt hafa í MR, en að halda áfram á byltingabrautinni. Um leið og Morgunblaðið óskar fráfarandi rektor alls hins bezta, óskar það hinum nýja, Ragnheiði Torfadóttur, velfarnaðar í starfi. Vonandi heldur hún ekki síður fast við gamlar hefðir Menntaskól- ans í Reykjavík en forveri hennar. MIKILVÆGIFERÐA- ÞJÓNUSTU FERÐAÞJÓNUSTA skilaði á síðasta ári 12% af gjaldeyr- istekjum íslendinga eða um sautján milljörðum króna. Á fyrstu þremur mánuðum þessa árs hækkuðu tekjur af ferðamönnum um 51% miðað við síðasta ár. Ferðaþjónustan er að verða helsta gjaldeyristekjulind þjóðarinnar að frátöldum sjávarútvegi. Ema Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Sambands veitinga- og gistihúsa, segir í Morgunblaðinu í gær að stefna ríkisins í þessum málum sé ekki til. Þrátt fyrir að gera megi ráð fyrir að beinn hlutur ríkissjóðs af gjaldeyristekjunum sé að minnsta kosti þijátíu prósent. „Áhugaleysi ríkisins gagnvart ferðaþjónustunni hefur í gegnum tíðina verið nær algjört en núna síðustu árin eru menn farnir að sjá ljósið og tala um greinina við hátíð- leg tækifæri. Stjórnmálamenn vita hins vegar ákaflega lítið um ferðaþjónustu og hafa afskaplega lítinn áhuga á henni. Það er leitun að þingmönnum, sem hafa einhvern raunverulegan áhuga á greininni eða hafa sett sig inn í þessa atvinnugrein. Okkur í ferðaþjónustunni hefur satt að segja alltaf vantað talsmenn inni á þingi, eins og t.d. sjávarútvegur eða landbúnaður hafa,“ segir Erna Hauks- dóttir. Bendir hún á að meðan aðrar atvinnugreinar hafi eigin ráðuneyti vinni enginn í stjórnsýslunni fyrir ferða- þjónustuna og að fyrirtæki og hagsmunaaðilar í ferðaþjón- ustu útvegi 90% af þeim fjármunum, sem varið er til kynningar á íslandi sem ferðamannalandi. Það er aðdáunarvert hvað tekist hefur að byggja upp öfluga ferðaþjónustu. En er það endilega víst, að ríkisvald- ið eigi að koma þar meira við sögu? Flestum finnst nóg um afskipti hins opinbera af atvinnumálum. Meiri ástæða sé til að draga úr þeim en að auka þau. Ferðaþjónustan hefur verið byggð upp að langmestu leyti án afskipta hins opinbera. Að vísu má ekki gleyma því, að ríkisvaldið hljóp hvað eftir annað undir bagga á árum áður, þegar illa ár- aði hjá þeim flugfélögum, sem héldu uppi flugsamgöngum milli íslands og annarra landa. Það er vonandi liðin tíð. Þá er líka ljóst, að margvísleg opinber fyrirgreiðsla hefur kom- ið við sögu í sambandi við uppbyggingu gistiaðstöðu í land- inu. Og ferðamálin heyra undir samgönguráðuneytið. Þær greinar atvinnulífsins, sem eru lausar við opinber afskipti, eiga að fagna því. En auðvitað á ferðaþjónustan kröfu á því líkt og aðrar atvinnugreinar, að hún búi al- mennt við viðunandi starfs- og rekstrarskilyrði. Möguleik- arnir í ferðaþjónustu eru miklir, en það kostar átak - og áhuga - ef nýta á þá til fulls. MEIMIMINGARFULLTRÚINN í LONDON Jakob Magnússon Magnús Magnússon Joe Allard Sigríður Elia Magnúsdóttir Jakobsglín Jakob Magnússon hefur veríð kallaður heim frá London þar sem hann hefur gengt embætti menningarfulltrúa íslands síðast- liðin fjögur ár. Þröstur Helgason innti nokkra þeirra sem fylgst hafa með störfum Jakobs á Bretlandi eftir áliti á þeirri kynn- SKIPTAR skoðanir hafa verið á störfum Jakobs Magnús- sonar menningarfulltrúa íslands í London síðastliðin fjögur ár. Segja má að Jakob hafi hafið kynningarátak sitt á nokkuð óvenjulegan og óvæntan hátt með frægu búksláttaratriði á fyrstu ís- lensku menningarhátíðinni í Lond- on. Þrátt fyrir almenna hneykslan hér upp á íslandi virtist gjömingur- inn þó hafa tekist með ágætum að því leytinu til að hann vakti at- hygli breskra fjölmiðla. Magnús Magnússon, sjónvarpsmaður, segir raunar að þetta atriði hafí vakið almenna kátínu í Bretlandi: „Fjöl- miðlunum hér þótti þetta alveg frá- bært og þeir áttuðu sig nú á því að íslendingar hefðu húmor; þeir ættu ekki bara góðar bókmenntir, fallegustu konurnar og sterkustu mennina heldur hefðu þeir líka góð- an húmor. Enginn hér tók þessu jafn alvarlega og íslendingar virt- ust gera.“ Magnús Magnússon segir að Jak- ob hafí staðið sig mjög vel í starfí sínu í London og bendir á að það hafí tvímælalaust verið meira um að vera á Bretlandi hvað íslenska menningu varðar síðan hann kom til starfa haustið 1991. Allir þeir sem blaðamaður ræddi við voru sammála um að meira hafi verið að gerast þessi ár en áður, en einn- ig var bent á að sennilega hefðu fæstir þessara viðburða vakið at- hygli á meðal Breta; um þetta voru þó skiptar skoðanir. ■ Sumir töldu að sennilega hefði Jakob ráðist í of mörg verkefni til þess að geta sinnt þeim ölluin sem skyldi. Sökum þessa hefðu sumir viðburðir á ingu á íslandi og íslenskri menningu sem hann hefur staðið fyrir. Undirbúningi viðburða stundum ábótavant vegum Jakobs e.t.v. ekki verið jafn vel undirbúnir og þ'eir hefðu getað verið. ímynd íslands „Ég myndi segja að starf Jakobs hafí borið meiri árangur en nokkurs annars norræns menningarfulltrúa á Bretlandi og það þrátt fyrir að hann hafí augljóslega haft mun minni peninga til verksins en aðrir," segir Peter Cowie ritstjóri fréttablaðsins Varíety en hann hefur fylgst gjörla með íslenskum og skandinavískum menningar- viðburðum í'Bretlandi undanfarin ár og er sérstakur áhugamaður um norrænar kvikmyndir. „ísland og íslensk menning hefur aldrei svo ég muni fengið jafn mikla athygli og nú síðustu árin. Jakob hefur gengið mjög skörulega fram í því að kynna bæði íslenskar kvik- myndir og tónlist, bókmenntir og myndlist en það er ekki síður mikil- vægt að hann hefur mótað mjög jákvæða ímynd af íslandi og raunar Norðurlöndunum yfírleitt.“ Joe Allard, sem er lektor í bók- menntum við norrænudeild Essex- háskóla og hefur ásamt öðrum stað- ið fyrir útgáfu á enskum þýðingum íslenskra samtímabókmennta í Bretlandi, segist einnig telja ímynd íslands mjög jákvæða á Bretlandi. „Ég veit að Islendingar hafa miklar efasemdir um að svo sé. Þeir halda e.t.v. að popptónlistarmaðurinn Jakob Magnússon hafí ekki lagt nægilega mikla áherslu á að kynna hinar sígildu menningarafurðir ís- lendinga en það er ekki rétt. Á ís- lenskri listahátíð sem ég stóð fyrir hér í Essex með hjálp Jakobs sá hann mjög vel til þess að alþýðu- menningu og sígildari list væri gert jafn hátt undir höfði. Á þessa hátíð fengum við bæði eldri og yngri rit- höfunda, tónskáld og myndlistar- menn, Djasskvartet Reykjavíkur ______ kom og við sýndum kvik- myndir eftir Friðrik Þór Friðriksson svo eitthvað sé nefnt.“ Magnús Magnússon segir að Jakob hafi kynnt Bretum alveg nýja hlið á Hann hefur dregið upp og líflega ímynd af ísland í þessum viðtölum. Hvað landkynningu varðar hefur hún gert milljónfalt meira en Jakob Magnússon hefur nokkurn tíman gert og ætti ríkisstjómin kannski að borga henni kaup fyrir.“ Vel undirbúið og sótt? íslandi; nútímalega landi og þjóð; hann hefur ekki að- eins kynnt fomsögurnar og hina klassísku málara heldur einnig samtímalistina." Anna Dís Rúdólfsdóttir, sem hef- ur verið í doktorsnámi í félagssál- fræði við London School of Ec- onomics í tæp fjögur ár, segist hins vegar ekki hafa orðið vör við að ímynd íslands hafi breyst á þessum tíma. „Það sem hefur gerst nú síð- ustu ár er að Björk hefur orðið rosalega vinsæl og fengið mikla umfjöllun í fjölmiðlum. Hún hefur verið mjög dugleg við að tala um Að mati þeirra sem blaðamaður ræddi við hefur skipulag oftast verið gott á þeim viðburðum sem Jakob hefur staðið fyrir. Joe Allard segir að Jakob hafí þó sennilega ekki alltaf gefið sér nægilegan tíma til undirbúnings; „ég myndi kannski ekki segja að Jakob hafí verið kæmlaus en hann virtist stundum hafa tekið að sér of mörg verkefni og þá fóru hlutimir e.t.v. ekki eins vel og þeir hefðu getað gert.“ Peter Cowie tekur undir það að Jakob hafi e.t.v. stundum haft of mörg járn í eldinum en tekur fram að þeir viðburðir sem hann hafí sótt hafi ætíð verið mjög vel heppnaðir. Sigríður Ella Magnúsdóttir söng- kona, sem búið hefur í London í 17 ár, segir að margt hafí verið á seyði síðan Jakob hóf störf og að hún hafi ekki orðið vör við að uppá- komur hafí verið illa skipulagðar. „Þeir viðburðir sem ég hef sótt og tekið þátt í hafa þvert á móti verið vel undirbúnir og vel sóttir, bæði af íslending- um og Bretum. Það verður hins vegar að hafa það í huga þegar aðsóknartölur eru skoð- aðar að framboð er gríð- Meira vera s Jakol stii arlega mikið hér í London á ýmsum menningarviðburðum og er því við ramman reip að draga í þeim efn- um. Anna Dís er ekki sammála því að mikið af Bretum hafi sótt ís- lensku listviðburðina: „Við íslend- ingarnir fréttum alltaf af því sem var að gerast í gegnum íslendinga- félagið en ég efast um að þessar kynningar hafí náð svo mikið til almennings á Bretlandi. Ég sá t.d. aðeins einu sinni sagt frá íslenskum listviðburði í Time Out - en það er vikublað sem allir lesa og segir frá því helsta sem er á döfinni - og það var sennilega vegna þess að Björk

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.