Morgunblaðið - 03.06.1995, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 03.06.1995, Blaðsíða 34
34 LAUGARDAGUR 3. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ + Björn Guðni Guðjónsson fyrrum bifreiða- sljóri og útgerðar- maður í Garði fæddist 26. ágúst 1916 að Réttarholti í Garði, Gullbringu- sýslu. Hann andað- ist á sjúkrahúsinu í Keflavík 23. júní sl. Foreldrar Björns voru hjónin Guðjón Björnsson, renni- smiður, fæddur 6. október 1876 á íma- stöðum í Vöðlavík, og Guðrún Guðmundsdóttir, f. 6. október 1878 í Réttarholti. Systkinin í Réttarholti í Garði voru fimm. Ein lifir: Halldóra húsmóðir í Hafnarfirði, f. 6. nóvember 1909. Látin eru Þór- anna Lilja, húsmóðir í Reykja- vík, f. 4. júní 1904, d. 17. mars 1970. Guðmundur, bifreiða- stjóri í Réttarholti í Garði, f. 9. maí 1913, d. 20. október 1981, og Svanhildur Ólafía, f. 6. febr- úar 1907, d. 15. júní 1993. Björn fór ungur að vinna fyrir sér við ýmis störf, sem vörubif- reiðastjóri og almenna verka- mannavinnu, lengst af hjá Njáli Benediktssyni við fiskverkun. 1968 fór hann í útgerð með sonum sínum og stundaði hann sjó með þeim þar til síðustu ár að hann annaðist veiðarfæri og annað sem til féll varðandi út- ÞAÐ ER margs að minnast á þeim 23 árum sem við höfum þekkst síð- an ég kom fyrst að Sunnuhvoli og hitti þau hjónin Björn og Guðlaugu. Margar hafa ferðimar suður í Garð orðið síðan og alltaf jafn notalegt gerðina. Hann gift- ist 20.12. 1941 Guð- laugu Sveinsdóttur, f. 8. október 1918. Byggðu þau sér hús, Sunnuhvol í Garði, sem nú er Garðabraut 19. Börn þeirra eru þrjú: 1) Sveinn Ragnar Björnsson, f. 14. febrúar 1942, kvæntur Loftveigu Kristínu Sigur- geirsdóttur 19. maí 1961. Börn þeirra eru Guðlaug Þóra, f. 20. desember 1962, gift Bald- vini Sigurðssyni og eiga þau tvo syni, Svein og Sævar; Sigur- geir, f. 18. desember 1964, sam- býliskona hans er Elín Gunn- arsdóttir og eiga þau eina dótt- ur, Guðnýju; Björn, f. 6. maí 1972, sambýliskona hans er EI- ísa Jakobsdóttir; og Rósa, f. 4. nóvember 1979. 2) Guðrún Erla Bjömsdóttir, f. 14. febrúar 1947, gift Júlíusi Jónssyni 8. október 1972. Börn þeirra eru Guðmunda Harpa, f. 12. febr- úar 1973, gift Þóri Erlends- syni, eiga þau eina dóttur, Jó- hönnu Steinunni; Björn Ágúst, f. 22. júlí 1974, og Guðjón, f. 6. maí 1982. 3) Ásmundur Steinn Björnsson, f. 8. maí 1953, d. 10. september 1992, ógiftur og barnlaus. að koma þangað. Bjöm var mjög iðjusamur og alltaf eitthvað að sýsla heim við meðan heilsan leyfði og jafnvel eftir að hún fór að bresta. Fjöida mörg sumur dvöldu þau hjónin í sumarhúsi sínu í Húsafelli MINIMINGAR og ailtaf var beðið með tilhlökkun eftir að heimsækja þau þangað. Stundum vorum við þar í bústað sem við tókum á leigu til að vera þar um leið og þau og þessi sum- arfrí em börnunum okkar og okkur dýrmæt minning. Þegar flett er upp í minningabók hugans kemur svo ótal margt fram og þær minningar mun ég varðveita í mínum huga. Elsku Lauga, þinn missir er mestur og bið ég góðan Guð að styrkja þig. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. (V. Briem.) Júlíus Jónsson. Legg ég nú bæði líf og önd ljúfi Jesú í þína hönd. Síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (H. Pétursson.) Hann afi minn er dáinn, þessi hræðilegi sjúkdómur sem leggst af afli á fólk hefur haft vinninginn. Það sem einkenndi afi minn helst var vinnusemin og hvað hann var alltaf góður við alla. Ég kom aldrei svo í Garðinn til þeirra ömmu að hann væri ekki að vinna eitthvað við veiðarfæri og annað í skúrnum hjá sér og núna seinni árin þegar hann var farinn að eldast þá hnýtti hann á, meira að segja í síðasta skiptið sem ég hitti hann þá sat hann á rúminu sínu við hliðina á ömmu rúmi og hnýtti á, þá var hann orðinn svo veikur að hann ætlaði varla að geta staðið upp. Afi hafði mikinn áhuga á öllu BJORN GUÐNI GUÐJÓNSSON FRÍÐA JÓHANNA JÓNSDÓTTIR + Fríða Jóhanna Jónsdóttir fæddist í Reykjavík 3. júní 1914. Hún lést í Grindavík 26. maí sl. Foreldrar hennar voru Hall- dóra Jónsdóttir og Jón Sigurðsson. Systkini Fríðu voru sjö og eru öll látin. Fríða bjó með Jó- hannesi Guðbjarts- syni í Vestmanna- eyjum fram að gosi og eftir það í Grindavík. Þau eignuðust tvö börn, Guðrúnu Halldóru, f. 5.6. 1948; og Jón Ólaf, f. 29.10. 1949. Aður átti Fríða Ebbu Unni Jakobsdóttur, f. 23.2. 1945. Guðrún Halldóra er gift Guðmundi Einarssyni, f. 28.9. 1947. Börn þeirra eru fjögur og barnabörn- in þrjú. Jón Ólafur kvæntist Ingibjörgu Bergrós Jóhannes- dóttur, f. 6.12.1953. Þau eignuðust eitt barn. Þau sjitu sam- vistir. Jón Ólafur er kvæntur Ólöfu Andrésdóttur, f. 14.12. 1953. Þau eiga tvö börn. Barnabarn Jóns og Ingibjargar er Benedikt Geir Jó- hannesson. Ebba Unnur er gift Jón- asi Helga Guðjónssyni, f. 28.3. 1943. Þau eiga sjö börn og fimm barnabörn. Fríða Jóhanna verður jarð- sungin frá Grindavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin kl. 11.00. NÚ ER hún amma mín dáin. Hún „amma í Grindó" eins og ég var vanur að kalla hana. Þegar ég lít til baka og minnist ömmu minnar þá sé ég fyrir mér þessa litlu og broshýru konu, en ég man ekki eftir að hafa séð hana öðruvísi en með bros á vör, eða þá hlæjandi. Já, hlæjandi með þennan yndislega smitandi hlátur. Þó að þessi litla amma mín hafí máski ekki verið há í loftinu var hún með þeim mun stærra hjarta, en betri ömmu er erfítt að ímynda sér. Hún var mjög dugleg og lét fátt aftra sér ef hún ætlaði sér eitthvað, t.a.m. tók hún bílpróf þegar hún var 65 ára. Ég man svo vel helgarnar sem ég gisti hjá ömmu og afa í Grinda- vík. Alltaf hiakkaði ég til þeirra stunda, og var orðinn spenntur mörgum dögum áður en helgarnar loks runnu upp. Það var búið um mig í svefnsófanum í stofunni og alltaf voru konfektmolar í skál á stofuborðinu sem var fyrir framan svefnsófann. Afi sat með pípuna í munninum í stólnum sínum og amma að elda lambalæri inni í eld- húsi, en oftast var lambalæri og brúnaðar kartöflur í matinn. Ég man svo vel þessa lykt, þessa ömmu og afa lykt. Já, það var alltaf gott að koma til ömmu og afa. Ég man einnig mörgum árum seinna hvað ég var stoltur þegar ég sagði henni að ég hefði eignast son, og hvað hún ljómaði öll í skírn- arveislu sonar míns. Þeirri stund gleymi ég aldrei. Ég veit að þér og afa Iíður vel, þar sem þið sitjið saman núna og njótið góðra endurfunda. Elsku amma mín, ég sakna þín. Ég vil minnast ömmu minnar og afa míns með eftirfarandi ljóði: Ég lít í anda liðna tíð, er leynt i hjarta geymi. Sú Ijúfa minning létt og hljótt hún læðist til mín dag og nótt, svo aldrei, aldrei gleymi svo aldrei, aldrei gleymi. (Halla Eyjólfsdóttir) Þinn sonarsonur, Jóhannes. Ertu horfin? Ertu dáin? Er nú lokuð glaða bráin? Angurs horfi ég út í bláinn, autt er rúm og stofan þín, elskulega mamma min. Gesturinn með grimma ljáinn glðggt hefur unnið verkin sín. Ég hef þinni leiðsögn lotið, líka þinnar ástar notið, finn, hvað allt er beiskt og brotið, burt er víkur aðstoð þín elsku góða mamma mín. - Allt sem gott ég hefi hlotið, hefir eflt við ráðin þín. Þó skal ekki víla og vola, veröíd þótt oss bijóti í mola. Starfa, hjálpa, þjóna, þola, það var alltaf hugsun þín, elsku góða mamma mín. - Og úr rústum kaldra kola Kveiktirðu skærust blysin þín. Flýg ég heim úr fjarlægðinni, fylgi þér í hinsta sinni, krýp með þökk að kistu þinni, kyssi í anda sporin þín, elsku góða mamma mín. - Okkur seinna í eilífðinni eilíft Ijós frá guði skín. (Ámi Helgason). Með þessu ljóði, elsku mamma, tengdamamma, amma og lang- amma, viljum við kveðja þig, og biðja þér guðs blessunar á nýrri vegferð. Jón Ólafur, Ólöf og dætur, Ingi- björg Bergrós og fjölskylda. sem viðkom sjómennsku og eftir að ég fór að búa með manninum mínum þá var yfirleitt alltaf það fyrsta sem hann spurði um hvort þeir væru að físka og hvað mikið og svoleiðis. Hann var líka alltaf mjög áhugasamur um Jóhönnu Steinunni, litlu dóttur mína og vildi helst allt fyrir hana gera og ég mun sjá til þess að þegar hún verð- ur eldri og fer að hafa meira vit, þá fær hún að vita hvað hann var góður við okkur. Afí stóð eins og klettur við hlið- ina á ömmu í veikindum hennar og má segja það að hann hafí ekki haft tíma fyrir sín veikindi því að hann sá um hana alveg fram undir það síðasta. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Elsku afí minn. Það verður mjög tómlegt að koma í Garðinn og hitta þig ekki þar. Mér hefur alltaf fund- ist þú vera bestur af öllum og ég man hvað oft ég hef komið til ykk- ar ömmu og hlegið svo til stans- laust allan tímann því að þú gast alltaf komið með sniðugar athuga- semdir um allt sem sagt var. Þú munt alltaf eiga frátekið pláss í huga mínum og ég trúi því og vona að þér líði vel þar sem þú ert núna, takk fyrir allt og allt. Hvíl í friði elsku besti afí minn. Harpa. VIÐAR LOFTSSON + Viðar Loftsson fæddist á Akur- eyri 5. júní 1942. Hann lést 13. _ maí síðastliðinn. Utför Viðars fór fram í kyrrþey. VIÐ gömlu mennimir erum sífellt minntir á það, að óðum gengur á þann akurlendisblett sem okkur er ætlað að yrkja og ævin líður. Þó er þetta aldrei átakanlegra en þegar okkur yngri menn hverfa og það eins og í þetta sinn, án þess byrjast hafi hið raunverulega ævistarf sem við von- uðumst eftir. Viðar Loftsson var einn sá drengur sem hóf æviverk sitt sem vinsæll hljómsveitarmaður og rak með öðmm hljómsveit í Borgarfirði og reyndar um allt Vesturland á ár- unum frá um sextíu og fram um sjö- tíu. Kynni mín og vinátta við foreldra hans á þessum tíma leiddi til vináttu okkar sem stóð um nokkurt skeið. Við unnum töluvert saman og þá á vegum Lofts föður hans og það var ávallt gaman að umgangast Við- ar þó hann væri miklu yngri en ég, hann byijaði með okkur sem drengur og þá var hann mikið með mér sem ók þá bfi Lofts við framkvæmdir hans. Þetta var stórmerkilegur vörubíll sem hét Magirus Deutz og Loftur hafði flutt inn notaðan frá Þýska- landi. Ekki var nú hægt að segja að vel færi um okkur í honum, hann var nauthastur og hávaðasamur með tvígengis dieselvél loftkældri, svo var hann með föstum palli en ekki sturt- um, en samt keyrðum við á honum bæði möl og allt annað byggingar- efni, við sóttum sement á Akranes og við fórum skemmtiferð á Keflavík- urflugvöll að sækja steypujám og sú ferð tók okkur tvo daga. Seinna tók Viðar svo við og keyrði þennan bíl árum saman. Og enn seinna vann hann nokkum tíma með mér í rafvirkjun og Viðar var handlaginn og vann líka við smíðar hjá ýmsum. Okkar skemmtilegustu tímar sam- an vom þó veiðiferðimar, en þær fórum við nokkrar. Við vorum saman nokkrir til skiptis, Stefán Pétursson, Jónas Þórólfsson og svo Viðar. Oft var farið á Múlana eða í Langavatn og ferðin var yfirleitt farin á föstu- dagskvöldi og stóð til sunnudags. En svo fórum við Viðar saman reisu upp í Reyðarvatn og lágum þar úti um haustnótt. Við fómm nokkrar ferðir upp í Vikravatn, það var minnst þriggja tíma ganga og þar var alltaf legið úti nótt. Einnig fórum við síðla sumars upp á Arnarvatns- heiði og þá fékk Viðar leyfi hjá Kal- manstungumönnum. Þeir áttu land að Sesseljuvík í Amarvatni og þá var ekki enn farið að leigja veiði í vötnun- um sem seinna varð. Þessa reisu fómm við á rússajeppanum mínum og sváfum í honum tvær nætur, það hefur því sennilega verið sumarið ’67. í þeirri ferð lentum við bæði í mink og silungi auk veiðiþjófa að sunnan. Þessar veiðiferðir vom annars nokkuð merkileg lífsreynsla svona eftirá. Oft lent- um við í kuldum og vonskuveðmm enda held ég við höfum aldr- ei spáð í fyrirfram hvemig veður yrði en vorum oftast vel útbún- ir. Svo gátum við líka fengið dásamlega góð veður og þar eru minn- isstæðastar næturnar, þegar lognið var svo algert að ekki bærðist strá og þögnin þegar kliður fuglanna datt niður auk annars og þó maður væri Iangt frá allri byggð gat komið fyr- ir að bæmst hljóð frá bæjum og umferð í fjarska. Nú em þessir veiðifélagar allir farnir á undan í aðrar reisur. Viðar var mikill kvennaljómi og þegar hann var í músíkinni held ég að flestir hafi haldið hann mikinn harkara í stelpum. Hann giftist ungri stúlku í Borg- amesi og þau þjuggu saman nokkur ár og eignuðust tvö böm, en svo skildu þau og ekki fór milli mála að Viðari var kennt um að svo fór og hann ekki talinn þeim kostum búinn að geta staðið fyrir fjölskyldu. Slíkir skilnaðir eru algengari nú til dags en var í gamla Borgarnesi enda mik- ið fordæmt þá. Verið getur svo að fleiri ástæður hafi valdið. Hann fluttist svo burt úr landi og átti lengi heima einhversstaðar í út- löndum og ég held að fáir, ef nokkr- ir, hér heima hafi vitað hvar. Ég fékk einusinni frá honum kort sem skrifað var á gamlárskvöld, en ekki var nokkur leið að lesa í heimil- isfang og helst held ég að við höfum fundið út að staðurinn væri í Finn- landi. Eftir að Loftur faðir hans dó 1982 kom Viðar svo alkominn heim og tók við húsi suður í Höfnum, byggði þar reyndar annað nýtt og flestir vonuðu að hann væri nú sloppinn úr krögg- um. Þá kom hann eitt sinn til fundar við mig og við ræddum saman kvöld- stund og þá held ég að báðum hafi orðið ljóst að leiðir voru endanlega sundur slitnar, enda aldur og aðrar ástæður gert að verkum, svo og fjöl- skyldumál, að líf það sem við áttum í Borgarfirði á árum áður, yrði ekki endurtekið hvort eð var. Samt held ég að báðir hafi þó vonað að við gætum seinna talað saman frekar og þó ég væri ekki sérstaklega að yfirheyra hann, höfð- um við á orði, að hann gæti seinna sagt mér eitthvað sem á dagana hafði drifíð þennan tíma sem hann hvarf héðan í ævintýraleit til annarra landa. Nú er þó endanlega fyrir það girt og ég óska honum velfarnaðar á enn nýjum leiðum. Viðar Loftsson hefði orðið fimmtíu og þriggja ára nú á annan í hvítasunnu ef hann hefði lif- að. Við Hulda sendum bömum hans Þórdísi og Lofti, móður hans og systkinum, okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Helgi Ornisson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.