Morgunblaðið - 03.06.1995, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 03.06.1995, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JÚNÍ 1995 35 MINNINGAR SELMA RÚN ROBERTSDÓTTIR + Selma Rún Ro- bertsdóttir fæddist í Reykjavík 23. október 1991. Hún lést á Land- spítalanum 29. mai sl. Selma var jarð- sungin frá Háteigs- kirkju 2. júní. Blítt var þitt bros og augun skær, sem sólskin á björtum degi Þú sagðir svo margt þó ei færi hátt þeimorðunumgleymiég eigi. Selma Rún fæddist fyrir tímann og þurfti strax frá fyrsta degi að há erfiða baráttu fyrir lífi sínu og sjúkrahúslegur Selmu voru oft bæði langar og strangar, en með hjálp og velvilja starfsfólks sjúkrahússins og óbilandi dugnaði foreldra sinna tókst Selmu litlu Rún að ná heilsu á ný og komast aftur heim til for- eldra sinna en þar átti hún sínar mestu gleðistundir og var gleðigjafi hveijum þeim sem var svo heppinn að fá að kynnast henni. Á daginn dvaldi Selma Rún á leikskólanum Múlaborg við gott atlæti og naut samvistanna við önn- ur böm. Einnig^ átti Selma Rún góðar stundir á Álfalandi og síðan á Hnotubergi í Hafnarfirði eftir að hún fluttist með for- •eldrum sínum úr Reykjavík að Grundar- hvarfi í Kópavogi, en þar byggðu foreldrar hennar þeim heimili á fallegum stað þar sem öll skilyrði voru eins og best verður á kosið fyrir einstakling sem þarf að fara sinna ferða í hjólastól. Við vorum svo hepp- in að fá að njóta sam- vista við Selmu Rún allt frá fæðingu og síð- ustu mánuðina dvaldi hún reglulega hjá okkur á sunnu- dögum. Það var alltaf eins og vor- geisli bærist inn um dyrnar þegar dyrabjallan hringdi og Selma Rún var komin i heimsókn með brosið sitt fallega. Selma Rún var félagslynd og naut sín vel í hópi glaðværra barna, enda var hún sjálf hláturmild og glaðvær. Það vildu allir fá að leika við Selmu, skoða með henni bækur syngja með henni, fara með henni í gönguferðir og margt fleira sem var svo skemmtilegt að gera með Selmu. Ein af okkar góðu stundum með Selmu Rún var þegar okkur var boðið á tónleika hjá Tónskóla Sigur- sveins D. Kristinssonar og þau voru mörg fallegu brosin sem hún gaf okkur þá stund. Síðan var farið í síðdegiskaffi drukkið kakó og borð- (Gugga.) aðar vöfflur með ijóma. Síðasti sunnudagurinn okkar með Selmu var á afmælisdegi sonar míns, þar sem Selma skemmti sér konunglega með öllum hinum krökkunum, borð- aði fyrstu grilluðu pylsur sumars- ins, drakk kók og naut sín úti í góða veðrinu. Þegar dagur var kom- inn að kveldi hringdi bjallan aftur og foreldrar Selmu voru komnir til að sækja hána þá færðist þetta fallega bros yfir andlitið, síðan kom skeifa og Selmu fannst tími til kom- inn að fara heim. Hún vinkaði bless og við hlökkuðum öll til að fá hana aftur í heimsókn næsta sunnudag. Síðustu dagana átti ég með Selmu litlu Rún á barnadeild Hringsins á Landspítalanum og vil ég þakka starfsfólkinu þar þann hlýhug sem þau sýndu þær stundir. Á spítalanum var allt gert til að létta Selmu Rún lífið, en þó fór það svo að lokum að ekki var hægt að gera meira og Selma litla yfirgaf þetta líf umvafin ást foreldra sinna þann 29. maí síðastliðinn. Við mun- um sakna hennar sárt en vitum að nú líður henni vel hjá Guði. Elsku Ólöf mín og Róbert, Guð vemdi ykkur og styrki í þessari miklu sorg. Drottinn vakir, Drottinn vakir daga og nætur yfir þér. Blíðlynd eins og besta móðir ber hann þig í faðmi sér. Állir þótt þér aðrir bregðist aldrei hann i burtu fer Drottinn elskar, Drottinn vakir daga og nætur yfir þér. (Sig. Kr. Pétursson.) Guðbjörg, Rósa, Vega Rós, Sandra Guðrún og Andreas. INDIANA SIGMUNDSDÓTTIR + Indiana Sig- mundsdóttir var fædd að Vest- ara-Hóli í Flókadal í Fljótum 28. febr- úar 1909. Hún lést í Sjúkrahúsi Skag- firðinga á Sauðár- króki 24. maí sl. Foreldrar hennar voru Sigmundur Jónsson, bóndi á Vestara-Hóli, f. Hugljótsstöðum júlí 1860, d. 29. apríl 1941, og seinni kona hans, Halldóra Baldvinsdóttir frá Lambanesi, f. 20. nóvember 1872, d. 27. maí 1955. Systkini Indiönu voru: Guðrún, f. 3. sept- ember 1886, látin. Jón, f. 15. júlí 1890, látinn. Stefán Einar, f. 1892, drukknaði af hákarla- skipinu Flink 1921. Anton Þor- steinn, f. 8. ágúst 1895, fórst með Mariönnu 1922. Baldbjörgvin f. 14. ágúst 1896, fórst með Mariönnu 1922. Jón, f. 10. des- ember 1897, látinn. Sigrún Steinunn, f. 29. september 1902. Sveinn Guðberg, f. 24. mars 1907, lát- inn. Guðrún, f. 29. desember 1911, bú- sett á Siglufirði. Indiana átti heimili á Vestara-Hóli til ársins 1956. Síðari hluta ævinn- ar bjó hún á Sauðárkróki og nú hin siðari ár á Dvalarheim- ili aldraðra við Sjúkrahús Skag- firðinga á Sauðárkróki. Indiana verður jarðsett frá Sauðárkrókskirkju í dag og hefst athöfnin kl. 14. ÞEGAR ég fékk að heyra um and- lát Díu komu minningamar fram. Að kveðja konu í hinsta sinn, svo dýrmæta sem Día mér var, er erf- itt að lýsa í fáum orðum. Ljúf- mennskan, hæglætið, gleðin og ylurinn sem Día sýndi mér, var sem sólargeisli á heitu sumarkvöldi. Hún var traustur og góður vinur og félagi sem hafði ákveðnar skoð- anir á mönnum og málefnum. Ég minnist þess þegar ég sem ungling- ur var á sundnámskeiði á Krókn- um. Þegar við gengum á Borgar- sandi eða um fjörur í leit að skel, smásteini, kuðungum og öðra sem þú gætir notað í myndagerð þína. Þú varst vandlát í þínu vali. Ég hef verið svo heppinn að eignast listmuni eftir þig og þeir vekja minningar. Við fórum studnum í göngutúra, um bæir.n eða upp á Nafír til að líta eftir kindunum og horfa út yfir Skagafjörðinn. Á þessum ferðum okkar lærði ég að meta það sem við höfum í kringum okkur og passa vel upp á það. Þetta er lærdómur sem hefur verið í fylgd með mér gegnum lífið. Eft- ir að ég flutti út skrifðumst við á. Ég fékk mörg kær bréf frá þér með fréttum úr Fljótum og af fjöl- skyldunni. Día var hagmælt og skrifaði margar vísur og átti létt með það. Við áttum það sameiginlegt að dá mest Jónas Hallgrímsson. Síðast þegar ég var hjá þér gafstu mér ljóðmælin hans. Kvæði hans vora þér fegurst og hugnæmust. Að lokum vil ég þakka þér fyrir allt liðið elsku Dísa mín. Hvíl í friði. Hóglega, hæglega á hafsæng þýða, sólin sæla síg þú til viðar Nú er um heiðar himinbrautin för þín farin yfir fijóvga jörð. (Jónas Hallgrimsson.) Pétur Lúðvíksson. Með nokkrum fátæklegum orð- um vil minnast frænku minnar, Díu frá Vestrahóli, eins og hún var gjaman kölluð. Kynni mín af Díu vora fyrst og fremst tengd mínum bams- og unglingsáram, en fyrst man ég eft- ir Díu sem glaðlegri konu sem kom í heimsókn til móður minnar, konu sem var afskaplega kvik í hreyfing- um og sagði alltaf eitthvað sem allir er á hlýddu hlógu að. Þegar ég sem unglingur var send- ur á Sauðárkrók með mjókurbíl og átti að sinna hinum og þessum erind- um, bæði fyrir foreldra mían og sjálfan mig, var mitt fyrsta verk að fara til Díu sem spurði mig spjöran- um úr um heima og geima hvort sem það var um sauðburð í Fljótun- um eða eitthvað annað sem viðkom sveitinni, síðan spurði hún hvað ég þyrfti að gera á Sauðárkrók og skipulagði hvemig erindum skyldi sinnt og rölti hún gjaman með mér og hjálpaði mér eins og ég þurfti, þessarar hjálpar hefði ég ekki viljað vera án þó svo að erindin hafí nú ekki alltaf verið flókin úrlausnar. Día varð 86 ára nú í mars, það er hár aldur sem hún bar vel. Fyrir ári sá ég Díu síðast þá var hún enn furðu hress og sýndi sama glaðlega viðmótið og þó hún hafí verið studd við gang þá geislaði af henni. Ég kveð kæra frænku með nokkrum ljóðlínum eftir Einar Benediktsson. Hreinu sálir, göfgar, góðar, guðs í heim þér lífið enn. Oðals vors og ættarslóðar örlög skulu ráðin senn. Kveikið neista guðdómsglóðar gröfum frá í hjarta þjóðar, Sólarlandsins landsnámenn. Gylfi Björgvinsson. Að hryggjast og gleðjast, hér um fáa daga. Að heilsast og kveðjast, það er lífsins saga. (Páll J. Árdal.) Ég vil með fáum orðum minnast Indiönu. Díu, eins og hún var kölluð dags daglega, kynntist ég fyrir nærri 20 árum, er ég fluttist til Sauðárkróks. Hún var að jafnaði glaðsinna, blandaði þó ekki geði við alla. Hún átti létt með að gera vís- ur og var listræn í sér. Hún hafði ekki orð um það sem hún rétti að þeim er hún taldi þess þurfa með. Ég þakka Díu góða viðkynningu og tryggð hennar við fjölskyldu mína. Guðrún Kristófersdóttir. Vertu sæl, vor litla, hvíta lilja, lögð í jörð að himnafóður vilja, leyst frá lífi nauða; ljúf og björt í dauða, lézt þú eftir litla rúmið auða. Vertu sæl, vor litla ljúfan blíða lof sé Guði, búin ertu’ að stríða. Upp til sælu sala saklaust bam, án dvala! Lærðu ung við engla Guðs að tala! (Matth. Joch.) Elsku Ólöf og Robert, megi góð- ur Guð styrkja ykkur í sorginni og geyma litlu yndislegu stúlkuna ykk- ar, sem átti svo fallegt bros. Bless- uð sé minning hennar. Allir í Álfalandi 6. Ég kynntist Selmu síðla sumars árið 1993. Þá var Selma tæpra tveggja ára og var að hefja skóla- göngu sína á leikskólanum Múla- borg. Ég var þroskaþjálfi hennar og átti að hafa umsjón með þjálfun hennar innan leikskólans. Þótt Selma hafí verið mikið fötluð og ófær um að tjá sig með orðum kom fljótt í ljós sterkur persónuleiki hennar og vilji til tjáningar. Oftast var stutt í fallega brosið herinar. Hin börnin á deildinni kepptust oft um að leika listir sínar fyrir Selmu því hún hafði svo smitandi hlátur. Eitt það skemmtilegasta sem Selma gerði með okkur var að fara í sundþjálfun hjá Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra. Þar tók hún virkan þátt í æfíngu og skríkti í henni af ánægju. Núna er hún Selma farin frá okkur, laus við allar þjáningar sem fylgdu veikindum hennar. Eftir sitj- um við með minningar um káta stúlku með mikla lífsreynslu þrátt fyrir stutta ævi. Kæra Ólöf og Robert. Guð styrki ykkur í ykkar miklu sorg. Guðrún Másdóttir. Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar end- urgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjóm blaðsins í Kringl- unni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akur- eyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í simbréfi í númer 691181. Það era vinsamleg tilmæli blaðsins að lengd greinanna fari ekki yfir eina og hálfa örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfílega línulengd — eða 3600-4000 slög. Greinarhöfundar era beðnir að hafa skímarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins era birtar greinar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar afmæl- isfréttir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprent- uninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tví- verknað. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í daglegu tali era nefndar DOS-textaskrár. Þá eru ritvinnslukerfin Word og Wordperfect einnig auðveld í úrvinnslu. t Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúfi og hlýhug við and- lát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, GUÐRÚNAR GUÐMUNDSDÓTTUR, Fossvogsbletti 18, Reykjavík. Gísli Gunnarsson, Guðmundur Gíslason, Sigriður Gísladóttir, Magnús F. Jónsson og barnabörn. t Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við and- lát og útför sonar okkar og bróður, HILMARS GUNNÞÓRSSONAR, Skólavegi 10a, Fáskrúðsfirði. Sigurbjörg Guðmundsdóttir, Eygló Gunnþórsdóttir, Rut Gunnþórsdóttir, Kristín A. Gunnþórsdóttir, Guðjón Gunnþórsson, Gunnþór Guðjónsson, Rebekka Gunnþórsdóttir, Rakel Gunnþórsdóttir, Guðmundur Þ. Gunnþórsson, Þorgils G. Gunnþórsson. t Alúðar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför systur okkar, SIGRÍÐAR SIGURJÓNSDÓTTUR, Droplaugarstöðum. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Ásmundur Sigurjónsson, Sigurlaug Sigurjónsdóttir, Ágústa Sigurjónsdóttir, Helga Sigurjónsdóttir, Guðmundur Sigurjónsson, Ásdis S. Sorensen.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.