Morgunblaðið - 08.06.1995, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 08.06.1995, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 8. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ ÚRVERINU Morgunblaðið/Guðlaugur Albertsson Þröng í Grundarfjarðarhöfn TVEIR erlendir togarar komu til Grundarfjarðar verkfalls sjómanna voru fjórir togarar við í vikunni með á fjórða hundrað tonn af fiski. byrggjuna fyrir og hefur það aldrei gerzt áður mest karfa. Togarinn Bremen kom með tæp 200 að 6 togarar liggi við bryggju á Grundarfirði í tonn og Ocean Hunter með svipaðan afla. Vegna einu. „Saunleiksgildi slíkra yf- irlýsinga verði kannað“ Yfirlýsing frá Greenpeace MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi yfirlýsing frá Greenpe- ace til britingar. Hún er til komin vegna ummfjöllunar íslenzkra fjöl- miðla um heimsókn fulltrúa banda- ríksu samtakanna Alliance for America hingað til lands í maímán- uði síðstliðnum: „íslenskir fjölmiðlar hafa flutt fréttir af heimsókn fulltrúa banda- rísku samtakanna „Alliance for America“ til íslands. Þar sem ekki kom skýrt fram hvers konar samtök um er að ræða vilja Greenpeace taka fram eftirfarandi: „Alliance for America" voru stofnuð 1991. Um er að ræða regn- hlífarsamtök um 500 samtaka sem teljast vera yst á hægri væng bandarískra stjómmála eða þeirra sem betjast gegn strangari löggjöf um umhverfisvernd. Sum aðildarfé- laganna eru studd fjárhagslega af skógarhöggsfyrirtækjum, námufyr- irtækjum og hagsmunafélögum nautgriparæktenda, sem telja um- hverfísverndarsamtök ógna hags- munum sínum.1 Hægri öfgasamtök Hægri-öfgasamtökin „American Freedom Coalition“ eiga einnig að- ild. Talsmaður þeirra, Ron Arnold, lýsti því yfir í viðtali við norska blaðið Verdens Gang þann 11. maí sl. ár, að hans samtök hafi kostað fyrirlestrarferðir Magnúsar Guð- mundssonar til Bandaríkjanna. Árlega standa „Alliance for Am- erica“ fyrir fundarhöldum í Wash- ington sem nefnast „Fly in for Free- dom“. „Fly in for Freedom“ var síðast haldið í september sl. ár. Magnúsi Guðmundssyni var boðið þangað sem fyrirlesara og var hann þar í félagi við Kristján Loftsson, forstjóra Hvals hf. Sannleiksgildið verði kannað í fréttaflutningi af íslandsheim- sókn talsmanna „Alliance for Amer- ica“ kom fram að afstaða Banda- ríkjamanna til hvalveiða væri nú að breytast. Meiri stuðningur væri nú fyrir hendi í bandaríska þinginu o.s.frv. Greenpeace skora á íslenska fjölmiðla að kanna sannleiksgildi slíkra yfírlýsinga rækilega. Greenpeace skora einnig á ís- lenska fjölmiðla að kanna hvaða öfl búa að baki þeim bandamönnum sem Magnús Guðmundsson,2 kvik- myndagerðarmaður, hefur aflað ís- Ienskum hvalveiðisinnum í félagi við Krisján Loftsson. Er ekki full ástæða til að efast um að slík sam- tök styðji stefnu íslands í umhverf- isverndarmálum almennt? Lýsir það ekki málefnalegu gjaldþroti ís- lenskra hvalveiðisinna að þeir leiti nú í búðir „Alliance for Ámerica“ eftir pólitískum stuðningi? Sam- rýmist það hagsmunum eða mark- miði Fiskifélags íslands eða Lífs og lands að beijast gegn umhverfis- verndarsamtökum? Stuðningsmenn Alliance for America 1. Meðal þeirra sem styðja Alliance for America með fjárframlögum eru: American Freedom Coalition, American Mining Congress, Amer- ican Petroleum Institute, American Pulpwood Association, Chemical Manufacturing Association, Nati- onal Rifle Association, Rocky Mo- untain Oil og Gas Association. 2. Sbr. frétt Ríkissjónvarpsins þann 19. maí, kl. 20.00. Fiskifélag Islands, Líf og land og Sjávarnytjar: Ekki svaraverður mál- flutningur Greenpeace MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi tilkynning frá Fiskifé- lagi íslands, Lífi og landi og Sjávar- nytjum til birtingar: „AÐ GEFNU tilefni (yfirlýsingu frá Greenpeace, dags. 22. maí 1995) vilja ofangreind félög koma eftirfarandi á framfæri: Fiskifélag íslands, umhverfis- samtökin Líf og land og Sjávarnytj- ar eru einhuga í stefnu sinni um nauðsyn sjálfbærrar nýtingar lif- andi sjávarauðlinda, hvort sem um er að ræða fiskistofna eða sjávar- spendýr. Stefnuskrá bandarísku samtakanna „Alliance for America" er í fullu samræmi við okkar stefnu í þessum málum og er vert að þakka veittan stuðning tugmilljóna með- lima þeirra við sjónarmið íslendinga um nýtingu náttúruauðlinda á vís- indalegum forsendum. Ofangreindir aðilar geta á engan hátt verið sam- mála því þrönga sjónarhorni Gre- enpeace varðándi nýtingu náttúru- auðlinda og þá algeru dýrafriðunar- stefnu sem þau samtök hafa rekið, og því síður verið sammála þeim aðferðum sem Greenpeace-samtök- in hafa kosið að beita, þ.e. lagabrot- um og sjálfteknu valdboði og beit- ingu ofbeldis við að vekja athygli á málum sínum. Einnig virðast sam- tökin stunda þá iðju að kasta fram fullyrðingum um „staðreyndir" sem við nánari skoðun reynast tóm rök- leysa og með öllu ósannar, sbr. „yfirlýsingu frá Greenpeace um „Alliance for America““, dags. 22. maí 1995. Slíkur málflutningur er ekki svaraverður og dæmir sig sjálf- ur. Þau samtök sem að þessari til- kynningu standa eru tilbúin til málefnalegrar umræðu um náttúru- vernd og eðlilega nýtingu auðlinda jarðar, bæði hafs og lands, við hvaða samtök sem er og hvenær sem er, en þau frábiðja sér mál- flutning eins og Greenpeace virðist stunda, sbr. fyrrnefnda yfirlýs- ingu.“ Fiskifélag íslands Bjarni Kr. Grímsson fiskimálastjóri Líf og land Páll Björgvinsson formaður Sjávarnytjar Þórður Hjartarson stjórnarmaður FRÉTTIR: EVRÓPA Fiskveiðisamningar við Marokkó Bonino segir stuðning við Spán þverrandi Madríd. Reuter. EMMA Bonino, sem fer með sjávarútvegsmál í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, sagði í viðtali við spænska ríkisútvarpið í gær að stuðningur almennings í ESB við málstað spænskra sjó- manna færi þverrandi. Sjómenn hafa gripið til margvíslegra mót- mælaaðgerða vegna þess að enn hefur ekki tekizt samkomulag um endurnýjun fiskveiði- samnings ESB við Ma- rokkó og meðal annars hindrað fisk- innflutning frá Marokkó. „Enginn vafi leikur á að ofbeldis- verk snúa almenningsálitinu í Evr- ópu gegn Spánverjum," sagði Boni- ono. „Við verðum að hafa í huga — Andalúsíumenn öðrum fremur — að við höfum ekki sjálfvirkan rétt til að veiða í lögsögu annarra landa.“ Ólöglegar aðgerðir Sjómenn í Andalúsíu segjast munu halda áfram að stöðva allan inn- flutning sjávarafurða frá Marokkó þar til samkomulag hefur náðst um nýjan fiskveiðisamning. Talsmenn sjómanna segjast aldrei munu sætta sig við jafnmikinn niðurskurð veiði- heimilda og Marokkómenn fara fram á. „Þetta eru ólöglegar aðgerðir, sem að mínu mati er alls ekki hægt að una við,“ sagði Bon- ino. „Það er spenna í loftinu og það gerir framkvæmdastjórn- inni ekki auðveldara fyrir.“ Bonino mun eiga fundi með Felipe Gonzales forsætisráð- herra Spánar og Luis Atienza sjávarútvegs- ráðherra í Madríd á morgun. Þar er búizt við að hún reyni að fá Spánveija til að gefa eftir og samþykkja umboð til fram- kvæmdastjórnarinnar að koma lengra til móts við kröfur Marok- kómanna, en þeir vilja skera kvóta ESB-skipa niður um 30-65%. ESB hefur hingað til aðeins léð máls á 10-30% niðurskurði kvóta. Nútímavæðing sjávarútvegs Bonino hvatti spænskar útgerðir til að sækja á önnur mið, þar sem ESB á veiðiheimildir, þar til deilan leystist. Hún sagði jafnframt að hagsmunaaðilar í sjávarútvegi yrðu að horfast í augu við nýja tíma. „Sjávarútvegurinn þarf á nú- tímavæðingu að halda, og athyglin þarf að beinast að viðskiptum með sjávarafurðir ekki síður en aflanum. Menn verða að horfast í augu við heimsmarkaðinn,“ sagði Bonino. „Sjómenn verða að átta sig á að heimurinn er breyttur.“ Emma Bonino Evrópuþingið áminnir Tyrki Brussel. Reuter. RENZO Imbeni, varaforseti Evr- Erdal Inonu, utanríkisráðherra ópuþingsins, segir öruggt að þingið Tyrklands, sagðist á þriðjudag vera samþykki ekki samning Evrópu- fullviss um að þingið samþykkti sambandsins við Tyrki um tolla- tollasamninginn í haust. Samninga- bandalag ef Tyrkir bæti ekki viðræður stóðu yfir í tvo áratugi frammistöðu sína í mannréttinda- og það var ekki fyrr en í mars að málum. utanríkisráðherrar ESB og Tyrk- „Ég vil minna tyrknesku stjórn- lands gátu undirritað samning. ina á að hótanir þingsins eru ekki Inonu sagði að ríkisstjóm Tyrk- innantómar. Við munum hafna lands myndi á næstu dögum leggja samningnum ef Tyrkir uppfylla umfangsmiklar umbótatillögur fyrir ekki þau skilyrði sem við höfum þingið og stefna að því að fá þær sett,“ sagði Imbeni á blaðamanna- samþykktar fyrir lok mánaðarins. fundi. Ekki yrði gengið frá samn- Imbeni sagði skref Tyrkja í lýð- ingnum fyrr en kúrdískum sam- ræðisátt aftur á móti ekki nægilega' viskuföngum hefði verið sleppt úr sannfærandi og mjög ólíklegt að haldi og veigamiklar breytingar Evrópuþingmenn myndu falla frá gerðar á stjórnarskrá landsins. frekari kröfum. ESB fær ekki aðild að bifreiðaviðræðum Genf. Reuter. BANDARÍKJASTJÓRN hefur hafnað beiðni Evrópusambandsins um þátttöku í samningaviðræðum Bandaríkjanna og Japan um bíla og varahluti. Greindi háttsettur evr- ópskur embættismaður frá þessu í gær. Japanir fóru fram á það við Al- þjóðaviðskiptastofnunina (WTO) að skipulagðar yrðu viðræður til að finna lausn á deilunni, og hefjast þær í Genf á mánudaginn. Er talið að í viðræðunum muni þeir fara fram á að Bandaríkjastjórn falli frá fyrirhuguðum refsitollum á jap- anska eðalvagna. Bandaríkin vilja hins vegar setja málið í víðara sam- hengi og reyna að opna Japans- markað frekar. Embættismaðurinn sagði að Bandaríkjastjórn hefði sagt ESB að þeir gætu sótt um eigin viðræð- ur ef þeir hefðu áhuga á að ræða málið. Ekki var ljóst í gær hvort að sambærilegri beiðni frá Ástralíu hefði einnig verið hafnað. Evrópusambandið hefur mikinn áhuga á því að eiga aðild að hugsan- legu samkomulagi um aðgang að Japansmarkaði. : i i ! f i t i i :
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.