Morgunblaðið - 15.06.1995, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 15.06.1995, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FIMMTUDAGUR 15. JÚNÍ1995 21 Islenska menningarhátíðin í N or drhein-W estfalen Reuter Frá setningu menningarhátíðarinnar í Þýskalandi. Frá vinstri: Heide Doerrhoefer-Tucholski, Ingimundur Sigfússon sendiherra, Valgerð- ur Valsdóttir, Rut Ingólfsdóttir, Björn Bjarnason menntamálaráðherra og Hans Schwier menntamálaráherra Nordrhein-Westfalen. Boðið upp á fjölbreytta dagskrá í júní Bonn. Morgunblaðið. ÍSLENSK menningarhátíð er hafin af fullum krafti i' þýska sambands- landinu Nordrhein Westfalen og í júní kennir ýmissa grasa. Tunglskynseyjan ný kammeróp- era eftir Atla Heimi Sveinsson og Sigurð Pálsson var frumsýnd í Bi- elefeld í gærkvöldi. Verður hún flutt í Köln á morgun og í Bonn á þjóðhátíðardaginn, 17. júní. Gert er ráð fyrir að íslendingar í Þýska- landi fjölmenni á þá sýningu. Söngvarar eru Sigurður Bragason bariton, Ingveldur Ólafsdóttir mezzosópran og Signý Sæmunds- dóttir sópran. Hljómsveitarstjóri er dr. Guðmundur Emilsson. Rut Ingólfsdóttir fiðluleikari og Hjálmar Sighvatsson píanóleikari efna til kammertónleika í Köln í kvöld. Á efnisskránni eru verk eft- ir Jón Leifs, Hallgrím Helgason, Magnús Blöndal Jóhannsson og Atla Heimi Sveinsson. Perlan, leikhópur þroskaheftra, gengst fyrir leiksýningu í Bielefeld 17. og 18. júní. Leikstjóri er Sigríð- ur Eyþórsdóttir. Vikuna þar á eftir mun hópurinn taka þátt í leik- smiðjuvinnu ásamt félögum sínum úr röðum leikfélags Bernel, öflug- ustu samtaka þroskaheftra í Þýskalandi. Afrakstur þeirrar vinnu mun koma almenningi fyrir sjónir 23. júní í Bielefeld. 18. júní hefst dagskráin í Kre- feld með opnun sýningar á verkum Guðlaugs Jóns Bjarnasonar. Borgarstjórinn í Krefeld og sendi- herra íslands í Bonn Ingimundur Sigfússon, flytja ávörp við sama tækifæri. Daginn eftir hefst í Krefeld ljós- myndasýning Kristínar Bogadóttir en hún stendur til 3. ágúst og sama kvöld kemur Jasskvartett Reykja- víkur fram á tónleikum í borginni. 22. júní kemur gjörningalista- maðurinn Sigurður Guðmundsson fram í Bielefeld og daginn eftir fær hann félaga sinn Kristin Harðarson til liðs við sig. Sá síðarnefndi verð- ur síðan einn á ferð hinn 25. en daginn eftir sameina félagarnir krafta sína á ný. Þjóðlagasveitin Víkivaki heldur tónleika í Bonn 25. júní ásamt söngvurunum Bergþóri Pálssyni og Signýju Sæmundsdóttur. Einar Kárason rithöfundur fer víða á hátíðinni, ræðir hann um íslenskar bókmenntir og les úr verkum sínum í Bonn hinn 26., Bielefeld hinn 28., Krefeld hinn 29. og Köln 30. júní. Myndir Friðriks Þórs Friðriks- sonar, Börn náttúrunnar og Bíó- dagar, verða í brennidepli undir lok mánaðarins. Hinn 30. verða þær kynntar í Krefeld og sama dag verður sú fyrrnefnda sýnd í Köln. Bíódagar verður sýnd daginn áður í sömu borg. 30. júní verður síðan flutt dag- skrá tileinkuð Ólafi Hauki Sím- onarsyni rithöfundi í Bielefeld. íslensku menningarþátíðinni í Nordrhein-Westfalen lýkur í sept- ember. Þorri í Greip ÞORRI Hringsson opnar sína níundu einkasýningu í Gallerí Greip á morgun föstudag kl. 18. Á sýningunni verða olíumálverk og teikningar frá árunum 1990, 1991 og 1995. Þorri Hringsson er fæddur 1966 og útskrifaðist frá Myndlista- og handíðaskóla íslands árið 1989. Þaðan hélt hann til Hollands og var frá 1989 - 1991. Þorri hefur haldið einkasýning- ar í Reykjavík og Amsterdam og tekið þátt í fjölda samsýninga bæði hér heima og erlendis. Gallerí Greip er opið daglega frá kl. 14-18 nema mánudaga og stendur til sunnudagsins 2. júlí. -----------»-♦ ♦----- Andi yfir efni; flauta gegn trumbum Á dögunum var haldin Norræn tónlistarhátíð í Gautaborg í Sví- þjóð. Á efnisskrá opnunartónleika hátíðarinnar voru þrjú verk, þar á meðal flautukonsert Atla Heimis Sveinssonar frá 1973. Gagnrýnandi Göteborgposten fer lofsamlegum orðum um kon- sertinn og flutning Kolbeins Bjarnasonar flautuleikara á hon- um. „..konsertinn byijaði á rot- höggi sem síðan var endurtekið nokkrum sinnum af þvílíkum styrk að hljóðhimnur áheyrenda voru þandar til hins ýtrasta og hljóm- leikahöllinni lá við sprengingu. Ruddalegt og ögrandi: á móti þess- ari hljómþyngd er flautan varnar- laus“ En síðan tekur flautan völd- in smám saman og verkið endar í helgum hugleiðslublæ japanskrar bambusflautu. Andinn sigraði efnið og Kol- beinn heillaði alla tónleikagesti með leik sínum. L * ...blabib - kjarni málsins! |E í tilveruna Lydderi, der frenth®¥8íte r.urtige, godo smag i o! - med on blanding af saU og údvalflto kryddeífe Aromat Þessi gamla og góða blanda sem laðar fram rétta bragðið af fisk- og grænmetisréttum, sósum, súpum og salatsósum. Fiskikrydd Klassísk kryddblanda með sítrónubragði, sú rétta á steiktan og soðinn fisk. Gleymdu henni ekki næst þegar þú býrð til fiski- eða grænmetisgratín. Gmnsalcs Grænmetiskrydd Kryddjurtablanda sem kitlar bragð- laukana. Ómissandi í kaldar sósur, græn- metissalöt og gratín. Prófaðu hana líka í fiskrétti. EMuytWeriblandlng, inspireretsl greésVe kokken, der lár martM* at smago ægte grmsk. Grískt hvítlaukskrydd Ekta hvítlauksbragð sem svíkur engan. Prófaðu það á grillað lambalæri, humarinn og heita brauðið og þér finnst þú vera á Grikklandi. krydderi Kjöt- og grillkrydd Kryddblanda sem kallar fram rétta bragðið af öllu grilluðu og steiktu kjöti. Nokkur korn gera kraftaverk fyrir túnfisk- og rækjusalatið og kokteilsósuna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.