Morgunblaðið - 15.06.1995, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 15.06.1995, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FIMMTUDAGUR 15. JÚNÍ1995 21 Islenska menningarhátíðin í N or drhein-W estfalen Reuter Frá setningu menningarhátíðarinnar í Þýskalandi. Frá vinstri: Heide Doerrhoefer-Tucholski, Ingimundur Sigfússon sendiherra, Valgerð- ur Valsdóttir, Rut Ingólfsdóttir, Björn Bjarnason menntamálaráðherra og Hans Schwier menntamálaráherra Nordrhein-Westfalen. Boðið upp á fjölbreytta dagskrá í júní Bonn. Morgunblaðið. ÍSLENSK menningarhátíð er hafin af fullum krafti i' þýska sambands- landinu Nordrhein Westfalen og í júní kennir ýmissa grasa. Tunglskynseyjan ný kammeróp- era eftir Atla Heimi Sveinsson og Sigurð Pálsson var frumsýnd í Bi- elefeld í gærkvöldi. Verður hún flutt í Köln á morgun og í Bonn á þjóðhátíðardaginn, 17. júní. Gert er ráð fyrir að íslendingar í Þýska- landi fjölmenni á þá sýningu. Söngvarar eru Sigurður Bragason bariton, Ingveldur Ólafsdóttir mezzosópran og Signý Sæmunds- dóttir sópran. Hljómsveitarstjóri er dr. Guðmundur Emilsson. Rut Ingólfsdóttir fiðluleikari og Hjálmar Sighvatsson píanóleikari efna til kammertónleika í Köln í kvöld. Á efnisskránni eru verk eft- ir Jón Leifs, Hallgrím Helgason, Magnús Blöndal Jóhannsson og Atla Heimi Sveinsson. Perlan, leikhópur þroskaheftra, gengst fyrir leiksýningu í Bielefeld 17. og 18. júní. Leikstjóri er Sigríð- ur Eyþórsdóttir. Vikuna þar á eftir mun hópurinn taka þátt í leik- smiðjuvinnu ásamt félögum sínum úr röðum leikfélags Bernel, öflug- ustu samtaka þroskaheftra í Þýskalandi. Afrakstur þeirrar vinnu mun koma almenningi fyrir sjónir 23. júní í Bielefeld. 18. júní hefst dagskráin í Kre- feld með opnun sýningar á verkum Guðlaugs Jóns Bjarnasonar. Borgarstjórinn í Krefeld og sendi- herra íslands í Bonn Ingimundur Sigfússon, flytja ávörp við sama tækifæri. Daginn eftir hefst í Krefeld ljós- myndasýning Kristínar Bogadóttir en hún stendur til 3. ágúst og sama kvöld kemur Jasskvartett Reykja- víkur fram á tónleikum í borginni. 22. júní kemur gjörningalista- maðurinn Sigurður Guðmundsson fram í Bielefeld og daginn eftir fær hann félaga sinn Kristin Harðarson til liðs við sig. Sá síðarnefndi verð- ur síðan einn á ferð hinn 25. en daginn eftir sameina félagarnir krafta sína á ný. Þjóðlagasveitin Víkivaki heldur tónleika í Bonn 25. júní ásamt söngvurunum Bergþóri Pálssyni og Signýju Sæmundsdóttur. Einar Kárason rithöfundur fer víða á hátíðinni, ræðir hann um íslenskar bókmenntir og les úr verkum sínum í Bonn hinn 26., Bielefeld hinn 28., Krefeld hinn 29. og Köln 30. júní. Myndir Friðriks Þórs Friðriks- sonar, Börn náttúrunnar og Bíó- dagar, verða í brennidepli undir lok mánaðarins. Hinn 30. verða þær kynntar í Krefeld og sama dag verður sú fyrrnefnda sýnd í Köln. Bíódagar verður sýnd daginn áður í sömu borg. 30. júní verður síðan flutt dag- skrá tileinkuð Ólafi Hauki Sím- onarsyni rithöfundi í Bielefeld. íslensku menningarþátíðinni í Nordrhein-Westfalen lýkur í sept- ember. Þorri í Greip ÞORRI Hringsson opnar sína níundu einkasýningu í Gallerí Greip á morgun föstudag kl. 18. Á sýningunni verða olíumálverk og teikningar frá árunum 1990, 1991 og 1995. Þorri Hringsson er fæddur 1966 og útskrifaðist frá Myndlista- og handíðaskóla íslands árið 1989. Þaðan hélt hann til Hollands og var frá 1989 - 1991. Þorri hefur haldið einkasýning- ar í Reykjavík og Amsterdam og tekið þátt í fjölda samsýninga bæði hér heima og erlendis. Gallerí Greip er opið daglega frá kl. 14-18 nema mánudaga og stendur til sunnudagsins 2. júlí. -----------»-♦ ♦----- Andi yfir efni; flauta gegn trumbum Á dögunum var haldin Norræn tónlistarhátíð í Gautaborg í Sví- þjóð. Á efnisskrá opnunartónleika hátíðarinnar voru þrjú verk, þar á meðal flautukonsert Atla Heimis Sveinssonar frá 1973. Gagnrýnandi Göteborgposten fer lofsamlegum orðum um kon- sertinn og flutning Kolbeins Bjarnasonar flautuleikara á hon- um. „..konsertinn byijaði á rot- höggi sem síðan var endurtekið nokkrum sinnum af þvílíkum styrk að hljóðhimnur áheyrenda voru þandar til hins ýtrasta og hljóm- leikahöllinni lá við sprengingu. Ruddalegt og ögrandi: á móti þess- ari hljómþyngd er flautan varnar- laus“ En síðan tekur flautan völd- in smám saman og verkið endar í helgum hugleiðslublæ japanskrar bambusflautu. Andinn sigraði efnið og Kol- beinn heillaði alla tónleikagesti með leik sínum. L * ...blabib - kjarni málsins! |E í tilveruna Lydderi, der frenth®¥8íte r.urtige, godo smag i o! - med on blanding af saU og údvalflto kryddeífe Aromat Þessi gamla og góða blanda sem laðar fram rétta bragðið af fisk- og grænmetisréttum, sósum, súpum og salatsósum. Fiskikrydd Klassísk kryddblanda með sítrónubragði, sú rétta á steiktan og soðinn fisk. Gleymdu henni ekki næst þegar þú býrð til fiski- eða grænmetisgratín. Gmnsalcs Grænmetiskrydd Kryddjurtablanda sem kitlar bragð- laukana. Ómissandi í kaldar sósur, græn- metissalöt og gratín. Prófaðu hana líka í fiskrétti. EMuytWeriblandlng, inspireretsl greésVe kokken, der lár martM* at smago ægte grmsk. Grískt hvítlaukskrydd Ekta hvítlauksbragð sem svíkur engan. Prófaðu það á grillað lambalæri, humarinn og heita brauðið og þér finnst þú vera á Grikklandi. krydderi Kjöt- og grillkrydd Kryddblanda sem kallar fram rétta bragðið af öllu grilluðu og steiktu kjöti. Nokkur korn gera kraftaverk fyrir túnfisk- og rækjusalatið og kokteilsósuna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.