Morgunblaðið - 15.07.1995, Side 8

Morgunblaðið - 15.07.1995, Side 8
8 LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Guðjón Hjörleifsson, lundakarl og bæjai-stjóri, um hin umdeildu veiðikort: Ósanngjarnt að lunda- menn þurf i veiðikort ÞIÐ hefðuð getað sparað ykkur að koma með háfinn, snillingar. Þeir dóu allir úr hlátri þegar þeir fréttu af kortunum... Aldrei mælst fleiri atvinnuleysisdagar í júní Atvinnuleysi að meðaltali um 5% ATVINNULEYSISDAGAR hafa ekki mælst fleiri í júní, en skráðir voru rúmlega 151 þúsund dagar á landinu öllu. Jafngildir þetta að um 6.700 manns að meðaltali, eða 5%, af áætluðum mannafla á vinnumark- aði, hafi verið án atvinnu. Síðastl- iðna 12 mánuði voru 6.322 manns atvinnulausir að meðaltali, eða 4,8%, en árið 1994 nam atvinnuleysi 4,7%. Þetta kemur fram í yfirliti Vinnu- málaskrifstofu félagsmálaráðuneyt- isins um atvinnuástandið. Atvinnuleysisdögum hefur fjölg- að um 2.000 daga frá því í maí og um 31 þúsund frá því í júní á síð- asta ári. Atvinnuleysi er meira hjá konum en körlum, hjá konum voru skráðir tæplega 89 þúsund atvinnu- leysisdagar en hjá körlum rúmlega 62 þúsund. Að meðaltali voru um 4.105 konur atvinnulausar eða um 7,1%. Um 2.872 karlar, eða 3,5%, voru atvinnulausir í júní. Aukning minni en búist var við Undanfarin 10 ár hefur atvinnu- leysi minnkað að meðaltali um 4% frá maí til júní, en vegna sjómanna- verkfalls var búist við verulegri aukningu atvinnuleysis í júní. Aukningin frá maí til júní í ár var 1,1% og því töluvert minni en búist var við. Umtalsverður fjöldi fisk- verkafólks fór þó aldrei á atvinnu- leysisskrá, þrátt fyrir vinnustöðvun víða í fískvinnslu, því greiðslur at- vinnuleysisbóta runnu beint tjl fyr- irtækja á grundvelli kauptrygging- arsamninga fiskvinnslufólks. Mest atvinnuleysi á Suðurlandi Atvinnuleysi er mest á Suður- landi eða 7% að meðaltali og næst koma Suðurnes með 6,2%. Minnst er atvinnuleysið á Vestíjörðum, eða 1,2% og næstminnst á Vesturlandi þar sem 3,6% eru að meðaltali at- vinnulaus. Atvinnuleysi eykst alls staðar nema á höfuðborgarsvæðinu, Vest- fjörðum og Vesturlandi. Mest er aukningin á Austur- og Suðurlandi og er hlutfallsleg aukning mest á síðarnefnda stáðnum. Búist er við því að atvinnuleysi minnki í júlímán- uði og verði á bilinu 3,9-4,6%. Hafísrannsóknir og heimskautafræði Hafísrannsóknir hafa margþætt- an tilgang HAFÍS í umtals- verðu magni tók aftur að reka til íslands upp úr seinni hluta sjöunda áratugarins eftir um 40 ára hlé. Svo virtist sem sumir væru búnir að gleyma þessum hvimleiða vanda sem storkað hafði íslendingum frá aldaöðli. í kjölfar hafísráðstefnu sem haldin var í Reykjavík 1969 var stofnuð hafís- rannsóknadeild á Veður- stofu íslands. Ingibjörg Jónsdóttir, starfsmaður deildarinnar, hefur nýlokið meistaraprófi í heim- skautafræðum og hyggur á doktorsnám í hafísfræð- um. Eflaust eru hafísrann- sóknir býsna framandi fyr- ir þá sem ekki þekkja til, hvað fela þær í sér? -„Rannsóknir á hafís fela í sér margs konar þætti. Þær eru þverfaglegar og koma inn á marg- ar og oft ólíkar fræðigreinar. Á hafísrannsóknadeild Veðurstof- unnar er upplýsingum um hafís, m.a. á siglingaleiðum, safnað sam- an, en auk þess er upplýsingum um hafísrek fyrri tíma safnað og þær síðan túlkaðar. Tvö viðamikil samstarfsverkefni eru í gangi á vegum stofunnar við erlenda aðila. Annars vegar verkefni sem heitir Áhrif veðurfars á íslandi (Impact of climate in Iceland) og felur að stórum hluta í sér upplýsingaöflun um hafís frá fyrri tíð. Hitt verkefn- ið, ESOP (stendur fyrir European subpolar ocean program), er fjöl- þjóðlegt en dr. Þór Jakobson hefur umsjón með því fyrir hönd Veður- stofunnar. Mitt starf hefur að stór- um hluta falist í upplýsingasöfnun og úrvinnslu gagna um hafís á árunum 1901 til 1925.“ Hvert er gildi hafísrannsókna? -„Þær hafa margs konar gildi. Um er að ræða hagnýtar og nauð- synlegar uppiýsingar fyrir skip og viðvaranir og eftirlit vegna íss. Aðrar rannsóknir hafa meira veð- urfarslegt og eðlisfræðilegt gildi. Breytt magn hafíss gefur veðurf- arsbreytingar til kynna, en fleira spilar þar inn í, svo sem haf- straumar, loftþrýstingur og vindar svo og ástand sjávar.“ Nú hefur þú lokið meistaranámi í heimskautafræðum, hvað fela þau fræði í sér? _________ -„Segja má að heim- skautafræði sé í raun réttri landafræði heim- skautasvæða. Nemend- ur sitja námskeið í náttúrufari og mannvist þessara svæða og komið er inn á fjöl- marga þætti sem þau áhrærir, s.s. stjórnmál, auðlindanýtingu og könnunarleiðangra. Leitast er við að svara spurningum á borð við hver eigi heimskautasvæðin, hvort hvala- og seladráp sé rétt- iætanlegt og fleira. Ég hygg á frekara nám og langar til kynna mér sérstaklega hvernig veðurfar og hafís hafði áhrif á lífsafkomu fólks í landinu. Alkunna er að hafís hafði slæm áhrif á afkomu fóiks en lítið hefur verið rannsak- að og gefið út um þetta efni hér á landi. Afleiðingar hafíss gátu verið skelfilegar fyrir landsmenn. Oft mátti lítið út af bregða í þeim línudansi sem lífið var í okkar harðbýla landi. Hafís leiddi af sér hallæri ef hafíssumur urðu tvö eða fleiri í röð. Bændur urðu að halda gripum sínum lengur inni, hey- fengur varð minni en ella og oftar Ingibjörg Jónsdóttir ►ingibjörg Jónsdóttir fæddist þann 1. apríl 1969. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskól- anum við Sund árið 1988 og BS-prófi í landafræði árið 1992. Um þessar mundir er hún að ljúka meistaraprófi frá Cambridge University í heim- skautafræðum og fjallar loka- verkefni hennar um hafís við ísland á fyrri hluta aldarinnar. Ingibjörg vann við hafísrann- sóknir á Veðurstofu Islands á árunum 1992-1994 og er hún nú komin þangað aftur til starfa eftir dvölina í Cam- bridge. Hún hyggur á frekara nám í hafísfræði. Afleiðingar hafíss oft skelfilegar en ekki varð afleiðingin almennur fjárfellir og harðindi. Hafís orsak- aði einnig vöruskort því hann hindraði skipaferðir oft á tíðum. Metár hvað hafís varðar er talið vera 1695 en þá rak hafís austur og svo suður fyrir land í norðan- verðan Faxaflóa að Snæfellsnesi. Til þess að fólk átti sig á því geysi- lega hafísreki sem um ræðir skal tekið fram að hafís rekur alltaf réttsælis í kringum landið og fylg- ir hafstraumum. Eflaust brygði mörgum í brún ef slíkt endurtæki sig nú. -„Hvaða heimildir notar þú helst í rannsóknum þínum?" Heimildirnar eru margs konar, m.a.frá dönsku veðurstofunni, úr --------- blöðum og annálum. Þorvaldur Thoroddsen náttúrufræðingur var iðinn við að skrá upp- iýsingar og Norsk polar institut hefur kortlagt upplýsingar frá norskum selveiði- skipum við ísland og þær upplýs- ingar hafa reynst mjög gagnleg- ar. Skemmtilegast hins vegar hef- ur mér þótt að glugga í dagbækur bænda sem bjuggu við ströndina frá því í byrjun aldarinnar. Eðli- lega slæðast þar með ýmsar upp- lýsingar sem oft hafa lítið með veðurfar að gera og eru þær oft skondnar og áhugaverðar, þrátt fyrir að nýtast ekki beint í rann- sóknunum. Það er hins vegar með ólíkindum hve margir bændur rit- uðu ýmiss konar veðurfarslegar upplýsingar samviskusamlega niður, rétt eins og þeir vissu hve gagnlegar upplýsingarnar yrðu síðar meir. Mig langar að lokum að benda öllum, sem gætu haft dagbækur frá fyrri tíð undir hönd- um,'á að um merkar sagnfræði- legar heimildir gæti verið að ræða og því skyldi koma þeim á skjala- söfn sem fyrst.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.