Morgunblaðið - 15.07.1995, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 15.07.1995, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 1995 AÐSENDAR GREIIMAR MORGUNBLAÐIÐ í LEIÐARA Morg- unblaðsins 9. júlí sl. undir heitinu „Eflum einkaframtak“ kom fram sú skoðun að tímabært væri að efna til umræðu um einka- væðingu ríkisfyrir- tækja og um stöðu Pósts og síma. Undir- ritaður þekkir best til rekstrar fjarskipta- hluta Pósts og síma en ætlar þó að drepa á nokkur atriði sem snerta einkavæðingu almennt, sérstaklega þar sem í áðumefndum leiðara er eins og oft áður í slíkri umræðu ekki minnst á hagsmuni viðskiptavina þeirra fyrir- tækja sem á að einkavæða. Sala á þjónustufyrirtækjum í eigu opinberra aðila til að grynnka á skuldum eins og lagt er til, er óráð- leg, þar sem söluverðið verður greitt með hærri þjónustugjöldum til neyt- enda, sem þegar hafa byggt upp fyrirtækið, því að sjálfsögðu vilja nýir eigendur fá kaupverðið til baka sem fyrst. í þeirri umræðu sem átt hefur sér stað um einkarekstur og opin- beran rekstur heyrist því sjónarmiði oft haldið fram að ríkið eigi ekki að skipta sér af hlutum sem aðrir geti séð um og opinber fyrirtæki eigi ekki að standa í samkeppni við einkaaðila. Með þess- um fullyrðingum er ekki litið á aðalatriði málsins sem hlýtur að vera, á hvem hátt hægt sé að veita besta þjón- ustu á hagstæðasta verðinu. Vissulega er það rétt að mjög oft er einkarekstur hag- kvæmasta fyrirkomu- lagið og áreiðanlega era dæmi um fyrirtæki sem ríkið ætti að hætta rekstri á, en engu að síður þarf að meta hvert tilfelli án fordóma. Sama má raunar segja um samkeppnina, hún getur stuðlað að lægra verði og hagkvæm- ari rekstri, ef markaðurinn er nógu stór miðað við tilkostnaðinn við að koma á fót samkeppnisfyrirtæki. Enginn efast um að samkeppni hef- ur skilað sér í lægra verði á mat- vöra á höfuðborgarsvæðinu, en ekki er jafn ljóst að hún skili sama ár- angri í sveitarfélagi á stærð við Fiat- eyri. Nákvæmlega sömu lögmál gilda Stundum þarf að seilast ansi langt til að rök- styðja trúarkenningar, segir Bergþór Hall- dórsson, sem hér svar- ar leiðara Morgunblaðs- ins um einkavæðingar ríkisfyrirtækja. um rekstur fjarskipta. Þó að menn komist að því að samkeppni gæti skilað árangri í Þýskalandi þar sem 80 milljónir búa á landssvæði, sem er rúmlega þrefalt stærra en ísland, er alls ekki sjálfgefið að sami árang- ur náist í dreifbýlinu hérlendis. Þó að Póstur og sími sé stórt fyrirtæki á islenskan mælikvarða er það lítið miðað við þau fyrirtæki sem standa í hliðstæðum rekstri erlendis. Sú hugmynd Morgunblaðs- ins að btjóta fyrirtækið upp í smærri einingar myndi gera reksturinn óhagkvæmari þar sem ýmsir verk- þættir sem nú eru á einum stað yrðu að deilast upp. Auðvitað yrði auðveldara að standa í samkeppni við fyrirtækið ef byijað er á að gera reksturinn dýrari með ákvörðun stjórnvalda. Þarna horfir leiðarahöf- undur svo ákveðið á mikilvægi sam- keppninnar frá sjónarhóli einkafyr- irtækisins að hagsmunir neytend- anna gleymast. Ef menn tryðu því raunveralega að annað fyrirtæki gæti skilað neytendum hagstæðari þjónustu en P&S gerir nú, þyrfti ekki að gera neinar breytingar áður en sú samkeppni kæmi fram. Reglur Samkeppnisstofnunar voru settar til að tryggja að samkeppni skili sér til hagsbóta fyrir neytendur en ekki til að halda verði á vöru eða þjón- ustu uppi svo líf samkeppnisaðila verði þægilegra. í meira en áratug hefur verið samkeppni í sölu notendabúnaðar og hafa mörg einkafyrirtæki tekið þátt í henni, en Morgunblaðið hefur oft sett fram þá skoðun að Póstur og sími eigi að hætta þeirri sam- keppni og telur enn að það sé æski- leg byrjun! Þegar rekstur farsímakerfisins hófst árið 1986 ákvað ráðherra að farsímar yrðu einungis til sölu hjá einkaaðilum og var svo þijú næstu árin. Tíu fyrirtæki börðust um hit- una hvert með sina símategund og seldu árið 1989 alls 1500 síma, en á þeim tíma fór verð farsíma lækk- andi í nágrannalöndunum án þess að nokkuð bólaði á lækkun hér. Það var við þessar aðstæður sem ákveðið var að Póstur og sími hæfí sölu farsíma og náðust fljótt mjög góðir samningar við framleiðanda á símum með þeim árangri að verðið lækkaði úr 160 þús. árið 1989 í undir 60 þús. árið 1993 og salan jókst í 2500 síma á ári. í kjölfar margra verðlækkana fylgdu kvart- anir eða kærur frá samkeppnisaðil- um og einnig Verslunarráði en verð- ið lækkaði þó einnig hjá þeim þó margir hinna smærri heltust úr lest- inni. Morgunblaðið og aðrir sem stöð- ugt hamra á því að P&S eigi að hætta þátttöku í þessari sam- keppni, þar sem hún sé ekki réttlát setja önnur sjónarmið ofar hags- munum neytenda. Það var fyrst þegar GSM-símar komu á markað- inn sem kom fram verð hjá sam- keppnisaðila, sem var veralega lægra en hjá P&S og þá birtist grein í Mbl. (Víkveiji 25. okt. 1994), þar sem sagði að rannsaka þyrfti verð- lagninguna, þar sem líklega hafí verið okrað á neytendum í langan tíma og hafði blaðið þá gleymt hveijir kvörtuðu áður þegar verðið lækkaði! Samkeppnin í sölu notendabúnað- ar hefur gefíst mjög vel og þátttaka bæði einkaaðila og ríkisins hefur tryggt góðan árangur séð frá sjónarhóli neytandans, en erfiðara er að koma við samkeppni í rekstri ijarskiptakerfa. Samkeppni í rekstri GSM-kerfa hefur verið nokkuð til umræðu og sýnist sitt hveijum. Fram hefur komið í fjölmiðlum að kerfi sem nái til meginhluta vegakerfisins og allra kaupstaða og þorpa landsins kosti 1.500-2.000 milljónir og er sá kostn- aður mjög lítið háður því hvort not- endur í kerfinu verða 10.000 eða 50.000 enda eru þessi símkerfi hönnuð fyrir mun fleiri notendur. Spurning sem þarf að svara áður en heimilað verður að setja upp annað kerfi er auðvitað hveijar af- leiðingar samkeppninnar verða. Ef samkeppnin gengi upp yrðu hér rek- in tvö kerfí, þar sem hvort fyrir sig gæti þjónað margfalt fleiri notend- um en möguleikar era á hérlendis en stofnkostnaður tvöfaldaðist. Er líklegt að verð fyrir þjónustuna lækkaði við þetta? í flestum löndum Vestur Evrópu er stefnt að því að reka tvö GSM- kerfi í þeirri von að samkeppnin skili lægra verði, þegar fram líða stundir, en í flestum þeirra landa búa vel yfir 100 íbúar á ferkíló- metra en innan við 10 á íslandi, þannig að aðstæður eru ekki svipað- ar. Dreifbýlið á íslandi hefur valdið því að ýmis þjónusta er hér dýrari en í nálægum löndum. Þetta á þó ekki við um símaþjónustu því þrátt fyrir ýmsa erfiðleika við að byggja ÍSLENSKT MÁL Á dögunum skrifaði ég ofurlít- inn stúf um þágufall, merkingu þess og eðlilega notkun. Sjá þátt nr. 795. Komið hefur til liðs við mig Steinar bóndi Pálsson í Hlíð í Gnúpveijahreppi, sem stundum fyrr, og segir meðal annars: „Þágufallið má ekki falla nið- ur. Málið tapaði þá miklu af reisn sinni. Gætum við þá ekki notið jafnvel ljóða snillinganna, svo sem Steingríms og Jónasar, sem kunna að beita því af miklum fimleik. Steingrímur sagði „að fossum og dimmbláum heið- um“, og hjá Jónasi „liðu skín- andi ár að Ægi blám“. Eins og fyrr biður Steinar menn að fara að Selfossi, síður á Selfoss, og alls ekki til Sel- foss. Umsjónarmaður færir Steinari bónda þakkir fyrir tryggð hans við þáttinn og ódræpan hug á íslensku máli. ★ Erik Skytte í Hillerod sendir mér svofellt bréf: „Kæri Gísli! Það fyrsta sem ég les í laugar- dagsútgáfunni Morgunblaðsins er alltaf greinin þín um íslenska málið. Fyrir hálfíslending sem ég er, hvers leikni í málinu er aðeins í meðallagi, eru greinam- ar þínar einskonar vikulegur inn- blástur til þess að auka orðaforð- ann og ekki hvað síst að uppr- æta óíslenska málvenju. Mér fannst skemmtilegt að þú skyldir ræða einmitt um orðið rabarbari í 802. þætti, því að fyr- ir skömmu var ég að grennslast eftir uppruna orðsins í spænsku þar sem jurtarheitið er ruibarbo. Samkvæmt orðabók spánsku málnefndarinnar er uppruni orðsins latína (rheubarbarum), og væri orðið þá samsett af Rheum(Volga) og barbar- um(erlent/ósiðmenntað - þ.e.a.s. ekki rómverskt/ekki grískt) Er þetta rétt? Hver veit! Umsjónarmaður Gísli Jónsson 805. þáttur En þannig gafst mér tækifæri til að skrifa þér og þakka þér fyrir umsjónina með íslenska málinu í Morgunblaðinu. Bestu kveðjur.“ Umsjónarmaður færir bréfrit- ara kærar þakkir fyrir þetta vin- gjamlega og góða bréf en getur ekki lagt dóm á hvað hálærðir menn hafa sett á bækur um upp- runa orða. Við áttum eftir orsakarsagnir af tvöföldunarsögnum. Fáein dæmi: Ef við hleypum reiðskjót- anum, er augljóst að við látum hann hlaupa. Þegar menn fella tré, láta þeir það falla, og ef við erum svo vond í okkur að græta einhvem, þá höfum við auðvitað látið hann gráta. ★ Hlymrekur handan kvað: ísland er orðið að klessu (elskan mín, taktu eftir þessu) þó að feður sálvænir reyni að fara með bænir bæði fyrir og eftir messu. ★ Ég veit ekki nema slakað hafi verið of mikið á kennslu í setn- ingafræði. Eitt er víst. í frétta- mannamáli er of algengt að ekki sé gætt samræmis milli umsagn- ar og frumlags. Umsögnin á að laga sig eftir framlagi setningar- innar. En tökum nú raunverulegt dæmi úr útvarpsfréttum: „Tugir skattsvikamála hafa verið rann- sökuð“. Þarna á sögnin að rann- saka að laga sig eftir frumlag- inu tugir, en ekki einkunninni skattsvikamál. Rétt er setningin þannig: Tugir skattsvikamála hafa verið rannskaðir. Tugir er karlkyns. Þess vegna eru þeir rannsakaðir. Öðra máli gegnir, ef mál er frumlag. Þá eru málin rannsökuð, af því að mál er hvorugkyns. Fjölda dæma af þessu tagi er því miður fljótlegt að taka. ★ Umsjónarmanni hefur borist í hendur verðlisti sem svo er herfi- legur að frágangi, einkum staf- setningu, að engu tali tekur og ætti líklega að heyra undir refsi- lög. Nokkur dæmi af ósköpunum (stundum er reyndar erfitt að sjá hvernig á að prenta): „Hjóla- bugsur . .. Öll Verð An VSK ... í kassanum er 6 stk í lidt... 2 dozn Ljós grár ... Nærbugsur Bama ... í kassahum eru 100 pakkar með sjö stikjum í.. . Takmarkaðar birðir . . . vonast til að getta haldið þessum verðum . .. Von- ast til að heira frá ykkur, og þetta sje eikvað sem vegi áhuga iðar .. . Virðingarfylst." ★ Sigurður Óskarsson í Krossa- nesi Skag. reið graðhesti. Hann kvað: Eru ijögur undir mér eistu dável sprottin. Af öllu hjarta þakka ég þér þessa sköpun, drottinn. Vísa þessi er frábær vegna þess að ekkert orð nema sköpun dugar þar sem það á sér stað. ★ Sigfríður sunnan kvað: Hann Gústav á Arnbjargareyri var að ártali velflestum meiri. Hann var orðinn svo stór, hann var orðinn svo sljór, að honum fannst oft að þeir væru fleiri. ★ Auk þess er framför gott orð, og enda þótt tilbreyting í orðavali sé góðra gjalda verð, þykir mér orðið „bæting“= framför heldur púkalegt. Neta- bætlngar eru hins vegar í góðu lagi. Að gefnu tilefni. Ur prófrit- gerð: „Víkingar heijuðu aðallega austan við sig og lögðu lag sitt við klaustur.“ Einkarekstur eða opinber rekstur Bergþór Halldórsson gott símakerfí upp hér á landi hefur tekist að hafa þjónustuna á lægra verði en annars staðar samkvæmt öllum skýrslum um símagjöld sem birst hafa undanfarin ár. Gildir þá einu hvort litið er á gjöld fyrir far- símanotkun eða almenna innanland- snotkun. Þetta hefur þó ekki gerst á kostnað uppbyggingar kerfisins, því nú í sumar verður íslenska síma- kerfið það fyrsta í Norður-Evrópu sem verður algerlega stafrænt. Óvíða hefur þess verið gætt betur en í Þýskalandi að samkeppni í fjar- skiptum sé á jafnréttisgrundvelli. Rekstur tveggja GSM-kerfa hófst nákvæmlega á sama tíma og eru nú alls 2,5 milljónir notenda í land- inu eða nærri helmingur allra GSM- notenda í heiminum. Samkeppni er mikil milli kerfanna og hafa notend- ur orðið hennar varir á ýmsum svið- um en þó ekki í verði þjónustunnar, en fast verð á ársfjórðungi er rúm- lega 10.000 kr. og kostar notkun á mínútu innanlands 63 kr. og er verð mjög áþekkt hjá báðum aðilum. Sambærilegar tölur í íslenska kerfinu era ársfjórðungsgjald 1.900 kr. og verð á mínútu 25 kr. með VSK en í Þýskalandi er ekki virðis- aukaskattur á símaþjónustu. Verð í íslenska GSM-kerfinu er það lægsta sem þekkist í slíkum kerfum og er raunar óskiljanlegt, hvers vegna ýmsir hérlendir fjöimiðlar svo sem Víkveiji í Morgunblaðinu reyna stöðugt að koma því inn hjá lands- mönnum að verðlagning hjá fyrir- tækinu sé óréttlát eða jafnvel óheið- arleg. Auðvitað gilda sömu lögmál um rekstur símans og Morgunblaðsins þannig að lægri gjöld á ákveðnu sviði eða aukinn tilkostnaður kemur fyrr eða síðar fram í verðlagi þjón- ustunnar, enda hefur hvorugt fyrir- tækið aðra sjóði til að sækja í. Símaþjónustan sem Póstur og sími veitir landsmönnum er senni- lega eina þjónustan sem stendur til boða á lægra verði hér en í ná- grannalöndunum. Væri því verð- ugra verkefni fyrir leiðarahöfund Mbl. að leita leiða til að koma verð- lagi á öðrum hlutum niður á sam- bærilegt stig í stað þess að leggja til „að bijóta það fyrirtæki upp“ sem náð hefur þessum árangri. Morgunblaðið spyr hvers vegna P&S sé í samkeppni við sterkt einka- fyrirtæki á sviði póstflutninga sem annast vel þá þjónustu. Að sjálf- sögðu veit blaðið betur en svo að spyija þurfi, því einkafyrirtækið hefur einungis áhuga á að dreifa pósti í þéttbýlinu en stjórnvöld hafa ákveðið að póstburðargjöld skuli vera þau sömu um allt land. Póstur og sími þarf raunar að koma Morg- unblaðinu til afskekktustu býla landsins fyrir þriðjung þess verðs sem kostar að senda 20 gr bréf milli húsa í Reykjavík og hefur einkafyrirtækið ekki sóst eftir að yfirtaka þá þjónustu. Þessi stuðningur við Morgunblað- ið er þó alls ekki eina dæmið um félagslega aðstoð sem fyrirtækið veitir, t.d. fá aldraðir og öryrkjar eftirgefin afnotagjöld af síma sem ætti auðvitað að vera í höndum Tryggingastofnunar. Undirritaður velti mikið fyrir sér hvort lok leiðarans ætti að vera fyndni en hann endaði svona: „Einkafyrirtæki taka áhættu. Vel- gengni þeirra fer eftir rekstrinum. Þau geta ekki sent tapið til skatt- borgarans." Sennilega kunna þeir ekki að meta fyndnina sem verst hafa orðið úti vegna gjaldþrota og nauðasamninga sem átt hafa sér stað á undanförnum misserum. Við gjaldþrot eða nauðasamninga fyrir- tækja lendir tjónið oftast á ríki, bönkum og öðrum fyrirtækjum sem koma því með einum eða öðram hætti yfír á herðar almennings, auk þess sem margir einstaklingar verða oft beint fyrir fjárhagslegu áfalli í slíkum tilvikum. Eftir þá miklu hrinu gjaldþrota sem gengið hefur yfir er furðulegt að sjá svona full- yrðingu í stærsta blaði landsins, en ljóst er að stundum þarf að seilast ansi langt til að rökstyðja trúar- kenningar. Höfundur er yfirverkfræðingur hjá Pósti og síma.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.