Morgunblaðið - 15.07.1995, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 15.07.1995, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUG ARDAGUR 15.JÚLÍ1995 13 VIÐSKIPTI Emerald Air leigir rússneska vél EMERALD Air tók í gær á leigu rússneska flugvél og komu fyrstu farþegarnir með henni til landsins í gær. Að sögn Kristins Sigtryggsson- ar, framkvæmdastjóra Emer- ald Air, er hér aðeins um þessa einu ferð að ræða og mun vélin ekki verða notuð frekar. Hann segir þetta vera nýja vél af gerðinni Jak-42, sem hafi staðist allar örygg- iskröfur í Bretlandi, sem séu með þeim ströngustu í heiminum í dag og, hann hafi ekkert nema gott eitt um þessa vél að segja. Kristinn segir að Emerald Air hafi ekki enn fengið fullgilt flugrekstrarleyfi í Bretlandi. Ástæðuna segir hann vera þá að félagið hafi fram til þessa notast við leiguvélar frá öðrum flugfé- lögum. Hins vegar sé nú ver- ið að þjálfa áhöfn á Boeing 737-200 vél sem félagið hafi tekið á leigu og öll leyfi verði í fullkomnu lagi þegar að vélin verður tekin í gagnið. Hann segir að gert sé ráð fyrir því að Emerald taki vélina í notkun í lok næstu viku. Flugleiða- bréf hækka MIKIL viðskipti voru á Verð- bréfaþingi íslands í gær með hlutabréf í Flugleiðum. Námu viðskiptin rúmum 26 milljónum króna. Lokaverð Flugleiðabréfa á Verðbréfaþinginu þriðjudaginn 11. júlí var 2,03. Lokaverð í gær var hins vegar 2,14 og nemur hækkunin á þessum þremur dögum því 5,41%. Heimildamenn blaðsins á verðbréfamarkaði telja að ástæður fyrir þessari hækkun og miklum viðskiptum megi rekja til frétta um fjölgun far- þega hjá Flugleiðum. í þeim var meðal annars greint frá því að farþegum í innanlands- og milli- landaflugi hefði fjölgað um 10-12% á fyrri helmingi ársins, miðað við sama tíma í fyrra. Krefjast gjald- þrotaskipta AB LÍFEYRISSJÓÐUR verslunarmanna og Nýheiji hf. hafa krafist þess fyr- ir Héraðsdómi Reykjavíkur að Al- menna bókafélagið hf. verði tekið til gjaldþrotaskipta. Fyrir liggur árangurslaust flárnám hjá fyrirtækinu. Gjaldþrota- beiðnin var tekin til úrskurðar hjá Héraðsdómi Reykjavíkur á miðviku- dag en uppkvaðningu úrskurðarins var frestað. Friðrik Friðriksson, framkvæmda- stjóri Almenna bókafélagsins, sagði í samtali við Morgunblaðið, að unnið væri að því að bjarga félaginu frá gjaldþroti. Reynt yrði að fá beiðni um gjaldþrot afturkallaða á næstu tveimur vikum eða áður en málið yrði tekið fyrir hjá Héraðsdómi í bytjun ágúst. Þá þyrfti að grípa til frekari ráðstafana á næstu tveimur vikum til að halda félaginu í rekstri. „Það er fátt um góða kosti en við erum að fara yfir stöðuna og meta hvað við getum best gert.“ Umsvif félagsins hafa verið mjög lítil undanfarið ár og eru starfsmenn þess nú einungis fjórir talsins. Nýjar vörur Sólar úr mjólkurafurðum SÓL hf. hefur ákveðið að ganga að tilboði Osta- og smjörsölunnar um kaup á smjöri, undanrennudufti og mjólkurdufti vegna framleiðslu á nýjum vörum úr þessum hráefnum. Fyrirtækið hyggst hefja framleiðslu á nýju viðbiti úr smjörfitu en hingað til hefur það eingöngu framleitt við- bitin Léttu og Sólblóma úr jurtaol- íum. Einnig barst tilboð frá Mjólkur- samsölunni um sölu á ijóma til fram- leiðslu á viðbiti en það reyndist óhag- kvæmt fyrir fyrirtækið, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins. Sól hefur sömuleiðis á pijónunum að heija framleiðslu á kókódrykk þar sem notuð verður mjólkurfita. Fyrirtæki í mjólkuriðnaði fram- leiða vörur í beinni samkeppni við Sól auk framleiðslu á vörum úr mjólkurfitu. Fyrirtækið hefur því átt á brattan að sækja á markaðnum sem felst í því það hefur ekki getað boðið allar sömu vörur. Er hinum nýju vörum ætlað að bæta úr þessu og styrkja samkeppnistöðu Sólar. 8.2% Svm an atvmnu Stokkhólmi. Reuter. ATVINNULEYSI í Svíþjóð jókst í 8,2% í júní úr 6,8% í maí, en var 8,5% í júní í fyrra samkvæmt opin- berum upplýsingum. í júní voru 363.000 Svíar án atvinnu, í maí 292.000 og í júní í fyrra 375,000 Samkvæmt könnun Reuters gerðu hagfræðingar ráð fyrir 7,6% atvinnuleysi i júní. Hrávara Utflutningur á kaffi skertur um 16% London. Reuter. REYNA mun á samkomulag Brasilíu og annarra kaffiframleiðslulanda um að draga úr útflutningi og þrýsta upp verð í næstu viku og efazt er um að það sé framkvæmanlegt. Framreiknað verð á kaffibaunum hefur lækkað að undanförnu í um 2.000 dollara tonnið, sem er um helmingi lægra verð en fyrir 10 mánuðum, enda er ekki búizt við frostskemmdum í Brasilíu í ár. Verðið hækkaði i um 2.500 tonn í vikunni vegna samkomulags um að draga úr útflutningi um 16%. Frekari hækkanir geta farið eftir því hvort kaupendur sannfærast um að Brasilía, Kólombía og önnur fram- leiðsluríki hafa einurð í sér að fram- fýlgja samningnum. Gullverðið komst ekki yfir 390 dollara únsan, hvað þá 400 dollara, sem hefur verið erfíður þröskuldur. Hveiti treysti hins vegar stöðu sína vegna uggs um dvínandi birgðir í heiminum 1995/96. Bandaríska landbúnaðarráðuneytið spáir því að birgðir muni minnka í 107.07 millj- ónir tonna, en hafði áður spáð birgð- um upp á 112.65 milljónir. Kakó hélt áfram að lækka í verði og það hefur ekki verið lægra í 14 mánuði. Verð á olíu lækkaði í 15,80 dollara tunnan og hefur ekki verið lægra á þessu ári. Birgðir virðast nægar og eftirspurn eftir benzíni virðist minnka í Bandaríkjunum. .Verð kopars fór yfír 3.000 dollara tonnið í London. Það hjálpaði áli, sem hækkaði í 1.915 dollara tonnið á miðvikudag, hæsta verð í þijá mán- uði. Staða málma kann að styrkjast ef lægri vextir í Bandaríkjunum og Japan leiða til aukinna umsvifa, en síðasta hækkunin á málmverðinu varð að engu undir lok vikunnar. Franskt álfyrirtæki einkavætt á næstunni París. Reuter. FRANSKA stjórnin, sem nýlega seldi stálfyrirtækið Usinor Sacilor, kann að einkavæða álfyrirtækið Pechiney í júlílok samkvæmt áreiðanlegum heimildum. Einkavæðingin kann að hefjast eftir að stjórnin birtir skrá um vænt- anlegar einkavæðingar í næstu viku. Auk Pechiney stendur til að einka- væða Renault og skipafélagið CGM. Jean-Pierre Rodier stjómarfor- maður áætlaði í júní að ríkið gæti hagnazt um átta milljarða franka af einkavæðingu Pechiney. Fyrir- tækið þarf einnig fjármagnsaukn- ingu upp á þrjá milljarða franka meðan einkavæðingin fer fram eða að henni lokinni. Hagnaður franska ríkisins af sölu Usinor Sacilor nam rúmlega 17 milljörðum franka. Alls hyggst stjórnin hagnast um 40 millj- arða franka af einkavæðingu 1995. Pechiney hefur hug á að njóta góðs af hækkuðu verði á áli og hef- ur reynt að fá einkavæðingarsölunni flýtt. Fyrirtækið bendir á að vel- gengni í álgeiranum kunni að ná hámarki fyrir árslok 1996. Til þess að búa sig undir einka- væðingu tilkynnti Pechiney í apríl að fyrirtækið hygðist selja 10 millj- arða franka eignir á tveimur árum. Pechiney tapaði 3.753 milljörðum dollara 1994, en býst við bættum hag á fyrri árshelmingi 1995 vegna góðrar afkomu áldeildarinnar. ANTIK TVEIR GÁMAR Á LEIÐINNI T.d. mikið af sófaborðum, kommóðum og eldhússtólum. Einnig bókaskápar, sófar, kóngastólar, speglar, klukkur, borðstofusett, stök borðstofuborð, skápar, ljósakrónur, koparstyttur, postulín, listmunir og handhnýtt persknesk teppi. VÆNTANLEGT UM 20. JÚLÍ Þess vegna rýmum við til og bjóðum allt að 70% AFSLÁTT af þeim vörum, sem eru í versluninni. OPIÐ UM HELGINA KL. 12 TIL 16. Næsta antik-uppboð verður með haustinu. BÖRG antik FAXAFENI 5, SÍMI 581 4400 & &

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.