Morgunblaðið - 15.09.1995, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 15.09.1995, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. SEPTEMBER 1995 17 ERLENT Ellefta Afríkuför Páfa JÓHANNES Páll páfi kom í gær til Kamerún sem er fyrsti viðkomustaður hans í elleftu Afríkuför hans sem tekur viku. Páfi, sem er 75 ára, fer meðal annars í fyrstu opinberu heim- sókn sína til Suður-Afríku á laugardag. Hann neyddist að vísu til að millilenda í Jó- hannesarborg þegar hann ætl- aði til Lesotho í september 1988 vegna slæms veðurs. Rússnesk „mafía“ upprætt YFIRVÖLD í Los Angeles hafa handtekið ellefu liðsmenn „rússnesk-armenskrar mafíu“ sem flutti inn rússneskar vændiskonur til Bandaríkj- anna, stundaði heróínsölu og skattsvik sem námu jafnvirði 250 milljóna króna á einu ári. Mennirnir eru einnig sakaðir um að hafa kúgað fé af auðug- um Rússum og Armenum sem hafa sest að í suðurhluta Kali- forníu. Mennirnir voru handteknir á þriðjudag eftir árs rannsókn alríkislögreglunnar FBI og skattrannsóknastofnunarinn- ar IRS. Höfuðpaur glæpa- hringsins er Hovsep Miaelian, 44 ára rússneskur innflytjandi sem kallaði sig „Guðföðurinn“ og ók um í glæsibifreiðum. Ráðist á börn á stríðs- svæðum GRACA Machel, formaður nefndar á vegum Sameinuðu þjóðanna sem rannsakar að- stæður barna á stríðssvæðum, sagði í gær að hermenn víða um heim réðust í æ ríkari mæli á börn af ásettu ráði. „Þegar átökin sem eiga sér nú stað eru könnuð kemur í ljós að ráðist er vísvitandi á börn, en slíkt gerðist varla áður,“ sagði Machel. Nefndin leggur skýrslu fyrir allsheijarþing Sameinuðu 'þjóðanna á næsta ári og mun leggja til að alþjóðalögum verði breytt þannig að börnum á stríðssvæðum verði tryggð aukin vernd. Olechowski styður Walesa ANDRZEJ Olechowski, fyrr- verandi fjármála- og utanríkis- ráðherra Póllands, kvaðst í gær styðja Lech Walesa forseta í baráttu hans fyrir endurkjöri í kosningunum í nóvember. Hann kvað Walesa nógu sterk- an leiðtoga til að treysta lýð- ræðið í sessi, koma á markaðs- hagkerfí og knýja fram aðild Póllands að Evrópusambandinu og Atlantshafsbandalaginu. Olechowski er leiðtogi hreyfingar sem beitir sér fyrir sameiningu miðju- og hægri- manna og stuðningur hans er mikilvægur fyrir Walesa, sem stendur frammi fyrir erfiðri baráttu við hægrisinnaða frambjóðendur, einkum Hanna Gronkiewicz-Waltz seðla- bankastjóra. 6 Oder por&9 LUsuígqe verseucht dle Umwelt Ciberall P ^VF á&OHVAcC Reuter ífpÉ 'P'ir 5 Saka Alu- suisse um mengun TVEIR félagar Greenpeace-sam- takanna á mótmælafundi í Siders í Sviss styðja hér við bakið á beinagrindum sem notaðarvoru til að vekja athygli á meintri umhverfismengun Alusuisse-fyr- irtækisins. Er Alusuisse sagt menga jarðveg á stöðum þar sem úrgangsefnum frá framleiðslunni er komið fyrir og er um að ræða staði í Sviss og Portúgal. A spjald- inu stendur: „Hvort sem það er í Wallis [svissneskt hérað] eða í Portúgal, Alusuisse saurgar um- hverfið alls staðar“. Tölvur og tækni Fimmtudagsblaði Morgunblaösins, 28. september nkv fylgir blaðauki sem heitir Tölvur og tækni, en þann dag hefst í Laugardalshöll tölvusýning. í þessum blaðauka verður fjallað um sýninguna, það nýjasta í tölvutækni, alnetið (Internetið) og tækni því tengdu, aukna samkeppni á einkatölvumarkaðinum, nýjungar í fyrirtækjatölvum, CD-ROM tæknina og forrit og leiki á CD-ROM diskum, nýjar leikjatölvur og tölvubækur. Einnig verður fjallað um nýjustu tækni í hljómtækjaheiminum og þróun sjónvarps- og farsímatækni. Þeim, sem áhuga hafa á ab auglýsa í þessum blabauka, er bent á ab tekib er vib auglýsingapöntunum til kl. 13.00 fimmtudaginn 21. september. Nánari upplýsingar veita Rakel Sveinsdóttir og Dóra Gubný Sigurbardóttir, sölufulltróar í auglýsingadeild, í síma 569 1171 eba meb símbréfi 569 1110. -kjarni málsins!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.