Morgunblaðið - 15.09.1995, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 15.09.1995, Blaðsíða 34
34 FÖSTUDAGUR 15. SEPTEMBER 1995 AÐSENDAR GREIIMAR MORGUNBLAÐIÐ „Er að brjótast út styijöld milli lækna um sjúklinga“? Spyr Víkverji I Morgunblaðinu, þann 12. september sl; undrast Víkveiji stór- lega hörð viðbrögð for- svarsmanna Lækna- vaktarinnar sf. við þeim áformum nokkurra barnalækna að hefja skipuiagða vaktþjón- ustu utan dagvinnutíma með aðsetur í Domus Medica. Víkveiji fer lof- samlegum orðum um framtak bamalækn- anna um leið og hann lýsir vanþóknun á við- brögð heimilislækna. Og hann spyr jafn- framt, hvort brotizt hafi út styijöld um sjúklingana. Ekki er undirrituð- um ljóst, hversu skólaður Víkveiji er í þeim lögum, reglugerðum, samn- ingum og því skipulagi, sem heil- brigðisþjónusta utan sjúkrahúsanna lýtur. Hins vegar bendir pistill hans til þess, að hann hafi ekki kynnt sér málið nógu vel. Hér verður reynt að bæta úr því. Bæði yfirvöld heilbrigðismála og helztu samtök lækna eru sammála um það grundvallaratriði, að sam- skipti sjúklings og læknis skuli hefj- ast hjá frumþjónustunni, þ.e. hjá heimilislæknum. Á því byggist samn- ingur sérfræðinga við Trygginga- stofnun ríkisins og þannig hljómar viðkomandi grein í gild- andi reglugerð ráð- herra. Fyrirhuguð vakt- þjónusta barnalækn- anna fellur undir áður- nefnda fmmþjónustu lækna - starfssvið heim- ilislækna - og brýtur því klárlega í bága við bæði samninga og reglugerð. Þess vegna mótmæla heimilislæknar, en ekki bara vegna þess. Fleira kemur til. Eins og til dæmis spurning- amar um faglega þörf og meðferð opinbers íjár. Varðandi fyrri spuminguna, þá ber þess að geta, að heimilislæknar em flestir sérfræðingar líka og em m.a. sérþjálfaðir í því að stunda vaktir utan sjúkrahúsa. Á þessum vöktum, þar sem stór hluti sjúklinganna er böm, greina heimilislæknarnir vand- ann og koma þeim strax í hendur sérgreinalæknanna, sem á því þurfa að halda. Þannig er skipulagið um allt land og hefur reynzt vel. Á bráðum tíu ára starfsferli Læknavaktarinnar sf. hafa hvorki komið fram óskir né kröfur um breytt þjónustuform. Þess í stað hefur starf- seminni frekar verið hrósað af um- boðsmönnum neytenda, þ.e. land- lækni og Tryggingastofnun ríkisins. En þá komum við að spumingunni um styijöldina um sjúklingana. Er hún yfirvofandi? Já, svo mætti halda. Sennilega er fáum leikum og sumum lærðum það ekki enn ljóst, að lang- varandi stjómleysi sérfræðiþjón- ustunnar utan sjúkrastofnana hefur leitt af sér ofmönnum innan sumra sérgreina. Því stöndum við nú frammi fyrir því að eiga úrvalslið velmenntaðra sérfræðinga, sem Fyrirhuguð vaktþjón- usta brýtur klárlega reglugerð og samninga, segir Gunnar Ingi Gunnarsson, sem hér svarar Víkverja. standa verkefnalitlir frammi fyrir vinnumarkaði, sem er að lokast. Sí- fellt bætast fleiri ungir læknar í þennan hóp. Við horfum því beint framan í áður líttþekkta atvinnuleys- isvofu lækhastéttarinar. Við slík skil- yrði getur hæglega skollið á stríð um sjúkiinga. Og ef það gerist, þá er nú augljóst hveijir neyðast til að hefja það og hvernig. Höfundur er formaður stjórnar Læknavaktarinnar sf. GunnarIngi Gunnarsson Móttaka auglýsinga Til að tryggja auglýsendum að efni þeirra birtist á réttum tíma er mikil- vægt að auglýsingar berist blaðinu í tæka tíð. Frestur til að skila auglýsingum tilbúnum á filmu eða pappír er til kl. 12.00 daginn fyrir birtingu og fyrir kl. 16.00 á föstudegi ef birting er i sunnudagsblaðinu. Auglýsingum sem skilað er á tölvudiskum eða á Interneti skal skila sóiahring fyrr en filmum. Auglýsingar sem fara í filmuvinnslu í Morgunblaðinu og birtast eiga í sunnudagsblaðinu þurfa að berast til blaðsins fyrir kl. 12 á fimmtudögum. Skilafrestur á auglýsingum Fyrir virka daga Fyrir sunnudags- í Morgunblabið og laugardaga blaðið Sérauglýsingar Atvinnuauglýsingar Raðauglýsingar Smáauglýsingar Fasteignaauglýsingar Leikhús/bíóauglýsingar Dánarauglýsingar kl. 16.00 tveimur dögum fyrir birtingu kl. 12.00 daginn fyrir birtingu kl. 12.00 daginn fyrir birtingu kl. 12.00 daginn fyrir birtingu kl. 12.00 daginn fyrir birtingu kl. 16.00 tveimur dögum fyrir birtingu kl. 16.00 daginn fyrir birtingu kl. 16.00 á föstudegi kl. 16.00 á föstudegi kl. 16.00 á föstudegi kl. 16.00 á föstudegi kl. 16.00 á föstudegi kl. 16.00 á föstudegi kl. 16.00 á föstudegi Skilafrestur á auglýsingum í sérbiöð Morgunblaðsins Útgáfudagur Skilatími íþróttablað þriðjudagur kl. 12.00 laugardag Úr verinu miðvikudagur kl. 12.00 mánudag Myndasögur Moggans miðvikudagur kl. 12.00 mánudag Viðskipti/atvinnulíf fimmtudagur kl. 12.00 þriðjudag Dagskrá fimmtudagur kl. 16.00 þriðjudag Daglegt líf/ferðalög föstudagur kl. 12.00 þriðjudag Fasteignir/heimili föstudagur kl. 16.00 þriðjudag Lesbók laugardagur kl. 16.00 miðvikudag Menning/listir laugardagur kl. 16.00 miðvikudag Bílar sunnudagur kl. 16.00 miðvikudag Netfang: mblaugl@centrum.is Iðgjöld, tjón og bótareglur vegna umferðarslysa ÞAÐ ER í senn flókið og viða- mikið að bera saman á raunhæfan hátt iðgjöld-í ökutækjatryggingum milli ríkja. í því sambandi skipta höfuðmáli tjónatíðni í hlutaðeig- andi landi og þær bótareglur, sem þar er beitt, komi til tjóns. Bótareglur eru afar mismunandi milli ríkja, og í þessu sam- bandi verður bæði að líta til reglna umferð- arlaga í hlutaðeigandi landi og skaðabóta- réttar. Af hálfu vátrygg- ingafélaga hér á landi hefur verið bent á, að opinberar tölur sýndu, að fjoldi slasaðra af völdum ökutækja væri meiri hér á landi en í mörgum nágranna- ríkjum okkar. Þessar opinberu tölur gefa ákveðnar vísbendingar, en segja þó ekki alla sögu. Tölur vátrygg- ingafélaga einstakra ríkja ' um bótaskyld tjón hafa meiri þýðingu í þessu sambandi. Að svo miklu leyti sem unnt hefur verið að afla slíkra upplýsinga kemur í ljós, að bótaskyld slys vátryggingafélaga eru tiltölulega fleiri hér á landi en í nágrannaríkjunum, t.d. tvisvar sinnum fleiri en í Svíþjóð og meira en þrisvar sinnum fleiri en í Frakk- landi. Af þessu leiðir, að íslensk vátryggingafélög verða að greiða meira í slysabætur en erlend félög. Ástæður þessa geta verið ýmsar, eins og hér á eftir verður drepið á. Mikil tíðni umferðaróhappa Almennt virðist fjöldi óhappa í umferð meiri hér á landi en í mörg- um Evrópuríkjum. Ástæður þess eru vafalaust margar og samverk- andi, t.d. óvarkámi og jafnvel van- hæfni ökumanna, slæmt ástand vega- og gatnakerfis svo að fátt eitt sé nefnt. Breytilegar matsaðferðir Mikill fjöldi bótaskyldra slysa á fólki hér á landi verður þó ekki einungis skýrður með meiri fjölda umferðaróhappa. Matsaðferðir og matsreglur, t.d. hvað telst varanleg örorka, eru mismunandi milli landa. Ástæða er til að ætla, að mat á því hvað teljist bótaskylt slys, sem leiði til varanlegrar ör- orku, sé öðruvísi hér á landi en í ýmsum ríkjum öðrum. M.ö.o. að áverki sem hér á landi hefur verið metinn til varanlegrar örorku, get- ur verið metinn til lægra örorku- stigs í öðru ríki og jafnvel til engr- ar örorku.. Þegar á hinn bóginn örorkustigið er fundið, eru sjón- armiðin frá einu ríki til annars e.t.v. ekki ýkja frábrugðin, þ.e. áætlað launatap hins slasaða til frambúðar er haft að leiðarljósi. Strangar bótareglur íslenskra umferðarlaga í umferðarlögum hér á landi, og raunar sumum ríkjum öðrum, er mælt fyrir um mjög stranga og fortakslausa bótareglu, þ.e. svo- nefnd hlutlæg ábyrgð eða ábyrgð án sakar. í slíkri ábyrgð felst, að skaðabótaskylda er fyrir hendi, þótt slys verði ekki rakið til ámælisverðrar háttsemi eða óvar- kárni ökumanns bifreiðarinnar, sem olli tjóni. í sumum ríkjum eru skaðabótareglur ekki jafn fortaks- lausar. Þetta þýðir í örstuttu máli, að slasist t.d. gangandi vegfarandi hér á landi af völdum bifreiðar, er honum jafnaðarlega greiddar full- ar bætur, óháð því hvort hann eigi sök á slysinu að einhveiju eða veru- legu leyti sjálfur. í þeim ríkjum, þar sem hlutlaagar ábyrgðarreglur gilda ekki, er tjóni skipt í hlutfalli við sök. Hinn slasaði gæti þá orðið að bera hluta tjóns síns sjálfur eða jafnvel allt. Mismunandi hámarksbætur í hverju tjóni Samkvæmt um- ferðarlögum hér á landi eru hámarks- bætur vegna slyss á fólki, er bifreið kann að valda, 447 milljónir króna vegna hvers at- burðar. Til viðbótar greiðast allt að 105 milljónir króna vegna eignatjóns. Dæmi má finna um hærri mörk en hér á landi, og jafnvel má nefna ríki, þar sem ábyrgð vegna slysa er ótakmörkuð, þ.e. engin föst vátryggingafjárhæð. í allmörgum tilvikum eru þó vátryggingafjár- hæðir í lögboðnum ábyrgðartrygg- ingum miklu lægi-i en hér á landi. Sem dæmi má nefna, að í Þýska- landi eru hámarksslysabætur vegna venjulegra bifreiða 45 millj- Raunhæf umræða til að fækka slysum væri betur við hæfi, segir Sigmar Armannsson, en viðleitni til að gera tryggingastarfsemina tortryggilega. ónir króna, en eru þó 67 milljónir króna, ef hinir slösuðu eru fleiri en einn. í Hollandi eru sambærileg- ar hámarksíjárhæðir vegna hvers atburðar 80 milljónir króna. í sum- um ríkjum Evrópu eiga menn því á hættu, ef nokkrir slasast í einu, að fá aðeins hlutfallslegar skaða- bætur. Umferðarslys eru þjóðarmeinsemd Umferðaróhöpp eru alltof tíð á íslandi. Þeim fylgir nánast alltaf eignatjón og iðulega slasast fólk einnig. Á síðasta ári slösuðust um 2.500 manns í umferðinni hér á landi og fjöldi skemmdra og ónýtra bifreiða í fyrra var um 17.000. Þetta þýðir að á hveijum einasta degi ársins slasast 7 Islendingar í umferðinni og tæplega 50 bifreiðar skemmast. Kostnaður vátrygg- ingafélaga og samfélagsins alls vegna þessa ástands er hár, og áhrif á fórnarlömb umferðarinnar og á aðstandendur þeirra eru ómæld. Bótaréttur tjónþola hér á landi er ríkur, þótt sumir aðilar af ótilgreindum ástæðum leggi á sig ótrúlegt erfiði við að halda öðru fram. Það er undarlegt, að opinber umræða um þetta þjóðar- mein skuli um þessar mundir snú- ast um lagaflækjur og tilraunir til að gera vátryggingastarfsemina tortryggilega. Nær væri að menn eyddu tíma sínum og orku til að benda á raunhæf úrræði til að fækka slysum og lækka þannig iðgjöldin. Höfundur er lögfræðingur og framkvæmdastjóri Sambands ís- lenskra tryggingafclaga. Sigmar Ármannsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.