Morgunblaðið - 20.10.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 20.10.1995, Blaðsíða 3
f- MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. OKTÓBER 1995 B 3 DAGLEGT LÍF I ur.“ Hún segir að skýringin á þess- um þekkingarskorti sé að hluta til fólgin í því, á hve lágu stigi getn- aðarvarnarmál séu almennt á ís- landi. Hún bendir á, að Family Planning Associatoin (Samtök um fjölskylduáætlun) hafi verið komið á laggirnar í Englandi árið 1932, en á Islandi voru slík samtök ekki stofnuð fyrr en 1992. Sóley bendir á að úrval getnaðarvarna sé yfirleitt mjög fátæklegt hér- lendis. Hér fáist til dæmis ekki Norplant inngræðslur (implants), leghálssvampar, „vervical caps“, (leghálshettur?) kvensmokkar, eða gamasmokkar fyrir þá sem hafa gúmmíofnæmi. Hormónalykkjan sé aðeins fáanleg eftir sérpöntun. Öðruvísi viðhorf til barnelgna Hin fábreytta getnað- arvarnamenning íslend- inga gæti vel verið tengd hinu sérstaka siðferði okkar gagnvart kynlífi og barneignum. „Það er ríkt í okkar samfélagi að það sé gott að eiga börn snemma og mörg,“ Sóley._,Við höfum allt öði_ vísi viðhorf til bameigna en ná- grannalönd okkar. Stúlkur á Is- landi fá sterk skilaboð frá samfé- laginu - ef þær verða ófrískar þá eiga þær að ganga í gegnum sína þjáningu og eiga sitt barn, og ekki vera að reyna að komast undan með því að fara í fóstureyð- ingu,“ segir Sóley. Hún reiknar með því að svipað viðhorf gæti ríkt gegn neyðargetnaðarvörnum. Hún segir að þekking sé smám saman að breiðast út hér á landi. Það hafi verið fjallað um neyðar- getnaðarvamir í Læknablaðinu, og einnig hafí þær verið kynntar á fundi fræðslusamtakanna í mars sl. Reynir Tómas Geirsson prófess- or í kvensjúkdómalækningum hef- ur einnig fjallað um þetta mál í greinum í Morgunblaðinu, Lyfja- tíðindum og annarstaðar. ' Neyðargetnaðarvarnir munu í framtíðinni fást á göngudeild unglinga í Hinu húsinu í Reykja- vík. Sú deild er eingöngu opin einu sinni í viku og það gæti ver- ið of seint fyrir margar konur. Fyrsta fréttabréf íslenskra sam- taka um fjölskylduáætlun, sem kemur út í næsta mánuði, mun einnig fjalla ítarlega um neyðar- getnaðarvarnir. ■ 3JJ HÖNNUÐIR og tískufröm- uðir þurfa að fylgjast vel ■jjp með tiðarandanum til að 2 geta boðið vöru, sem fellur ,0^ í kramið hverju sinni. Upp- spretta hugmynda er af ýmsum toga og oft er fyrir- mynda leitað aldir aftur í tímann. Sýning á verkum Pauls Céz- anne (1839-1906), sem oft hefur verið talinn faðir nútímamálara- listar, í Grand Palais í París hef- ur vakið mikla athygli, enda í fyrsta skipti í tæp sextíu ár sem gestum og gangandi gefst kostur á að skoða samsafn af helstu verkum meistarans undir sama þaki. í The European Magazine segir að Frakkar liggi ekki á liði sínu að auglýsa og kynna viðburðinn og ferðamenn komist vart hjá að kaupa gripi sem minni á Cézanne og sýning- una. Borðbúnaður í sveitastíl Auk veggspjalda og póstkorta prýða myndir eftir Cézanne forsíður glæsilegustu tískutíma- ritanna með ofurfyrir- sætum eins og Claudiu Schiffer í forgrunni. I v tengslum við sýninguna fékk d’Orsay-safnið tvo þekkta leirkerasmiði til að minnast meistarans. Þeir sóttu innblástur sinn í nokkrar af fjöl- mörgum uppstillingarmyndum eftir Cézanne og framleiddu leir- muni eins og þar má sjá. Einfald- an, fremur sveitalegan bolla með blárri rönd með tilheyrandi und- irskál eins og á myndinni La femme a la cafetiere má fá fyrir sem samsvarar tæpum 2.500 íkr. og fyrir um 7.800 kr. býðst kanna eins og á myndinni StiIILife of Peaches and Pears. NÚTIMA borðbúnaður hann aður eftir þeim sem sjá má á málverkum Céz- annes, StiII Life with Peaches and Pears og La femme a la cafetierea. Birna H. Helgadóttir TISKUHONNUÐURINN Ferre fékk innblástur úr verkum Cézannes þegar hann hannaði silkibindi og gullhúð- aða tiskuskartgripi. Listin að selja Cézanne Cézanne-áhrif á tfsku Tiskuhönnuðurinn Ferre heiðraði minningu Cézanne á haust- og vetrartískusýningu Christians Dior. Litasamsetning- ar, efnisáferð og snið minntu um margt á klæðnað kvenna á fræg- ustu málverkum Cézannes. Ferre hannaði einnig ýmsa fylgihluti, sem hann sótti í smiðju Cézannes og kom til skila ástríðu meistar- ans á sívalnings- og kúlulöguðum formum. Á sýningunni gaf að líta háa sívalningshatta og gljá- fægða, rúnnaða skartgripi úr gulli og demöntum, sem voru í laginu eins og epli, perur og appelsinur, Verðið á skartgripunum þykir ekki á hvers manns færi, en þeir sem ekki sligast með þungar peningabuddur geta hins vegar keypt ódýrari skartgripi frá Dior sem einnig draga dám af verkum Cézannes. Til dæmis duga um fimm þúsund islenskar krónur fyrir gullhúðuðum eymalokkum, silkibindi eða slæðu auk þess sem á boðstólum er ýmiss konar borð- búnaður á viðráðanlegu verði. Gripimir fást í tískuverslunum Christians Dior og em jafnframt til sölu í Grand Palais og d’Orsay- safninu þar til sýningunni lýkur 7. janúar á næsta ári. ■ 4- NÍ, oh púss! Purr, murr og urr. Þetta er ótrúlegt. Ohh. JÆJA. Hvað er mikið eft- ir? Núll, núll er eiginlega ekki nógu mikið. Morgunblaðið/Þorkell MEÐ útvarpslýsingu í eyrum og fótbolta- leik í augiun er erfitt að standast freist- inguna að benda mönnum á tækifærin sem þeir glata. HJÚKK. Nei, úúú. útaf með manninn. Þetta er ekki hægt. Hvað er að manninum? þjóðlið og skipist í sveit. Skjótum upp fána, skært lúðrar hljóma, skundum á Þingvöll og treystum vor heit. Fram, fram, aldrei að víkja! Fram, fram, bæði menn og fljóð! Tengjumst tryggðaböndum, tökum saman höndum, stríðum, vinnum vorri þjóð! Hálfleikur; flatbökur, kóla, popp, kaffi, pylsur með öllu, prins póló, svo hefst leikurinn á ný. Það var rétt þetta. Úúú, víti, víti, víti, úúú. Útaf með manninn! Það var rétt. Áminning - Je! „Já, hann er rosa góður þessi, en þetta er hræðilegur leikur." „Hvað er að dómaranum eigin- lega?“ Segja tveir vinir og horfa hvor á annan. Stórvaxinn maður rís upp með bijóstkassann út í loftið. Hann horfir grimmúðlega fram á völl- inn. Bendir og er feikilega reiður. Ógnvægnlegur stendur hann stutta stund og sest svo aftur niður, tekur fyrir andlitið og gæg- ist á úrið sitt. Áfram strákar! Eyjólfur, Bjarki. Tromm, tromm, tromm. Já, já, já, klapp, klapp, klapp. Æ, æ, æ. Búið, allt búið. Núll núll sem samanlögð eru tvö núll. ■ Gunnar Hersveinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.