Morgunblaðið - 20.10.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 20.10.1995, Blaðsíða 6
6 B FÖSTUDAGUR 20. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FERÐALÖG Altui í aldii í Bekadal BEKADALURINN lætur kunnug- lega í eyrum. Nafnið hljómaði í frétt- unum í 17 ár, meðan óeirðir og stríðsátök voru daglegt brauð í Lí- banon. Nú er það liðið hjá og ferða- fólk aftur farið að sækja heim þetta land, sem var eitt af eftirsóttustu ferðamannalöndum heims áður en ósköpin dundu yfir, vegna landslags- ins með háfjöllum og ströndum, glæsimennsku og ekki síst forn- minja, sem ná allt aftur til árið 9000 fyrir Krist. Ekki er nema 20 mín- útna flug frá Kýpur til höfuðborgar- innar Beirút á ströndinni fyrir botni Miðjarðarhafsins. Borgina ber í há ijöll, sem ná upp í 3.000 metra hæð, að hluta með jökli með skíða- svæðum. Að baki þessum fjöllum liggur Bekadalurinn frá norðri til suðurs og í fjallgarðinum handan þessa 15 km breiða og 176 km langa dals eru landamæri Sýrlands. Leið ferðamannsins liggur því upp þessar háu bröttu skógi vöxnu og klettóttu fjallshlíðar og um skörðin, sem geta Iokast af snjó á vetrum í þessu heita landi, og svo niður í dalinn. Eftir Bekadalnum lá um aldir leið úlfaldalestanna á leið milli Evrópu- landa og Miðausturlanda. Þar hafa því fundist merkar minjar um marga ættflokka, sem lögðu þar leið sína suður og norður í þúsundir ára. Sumir komu þar aðeins við, eins og Egyptar, Hittítar, Persar og frönsku krossfararnir. Aðrir höfðu þar nokkra viðdvöl, svo sem Grikkir, Rómveijar og Býsansmenn, en arabaþjóðir settust þar varanlega að. Má þar af lesa mikla sögu. Hún hefur skilið eftir sig frægar forn- minjar. I því ljósi er ekki stór kafli 17 ára styrjöld, sem skilið hefur eft- ir sig sundurskotin hús og mann- virki meðfram allri leiðinni yfir fjöll- in, eftir vel við höldnum herflutn- ingaveginum milli Beirút og Sýr- lands, þar sem nú rísa óðum glæsi- byggingar. Er Baalbek enn óskemmt? Við heimkomuna úr Líbanonsferð á þessu hausti spurðu margir: Er Baalbek enn óskemmt? Og þarna norðarlega í dalnum er óskemmdur einn af þessum mest eftirsóttu ferða- mannastöðum á þessari öld, aðeins 85 km frá Beirút. Upp úr þurri slétt- unni í 1.100 metra hæð rísa þessar stórkostlegu rómversku rústir og teygja súlur sínar og hof upp í himin- inn, best varðveittu rómversku min- jamar um byggingarlist Rómveija, og draga að ferðafólk úr öllum átt- um, vestrænt fólk frá Ameríku og Evrópulöndum í stuttbuxum í hitan- um og araba að sunnan og austan svo sjá má alsveipaðar konur, eins og svarta pakka með léttklædd börn dinglandi utan á umbúðunum. En í Bekadalnum búa mest Drúsar og þar finnast Hisbolamir alræmdu, sem hafa nálægt Baalbek sett upp hvatningarborða um eyðingu ísraels. Má þar lesa: „Vitnisburður hisbola til heimsins er að islam er lausnin á öllum vanda“ eða „Islam er trú mannúðar, réttlætis og jafnréttis“. Sem við ökum þangað má sjá með veginum hessianstrigatjöld hirðingj- anna, sem fara flakkandi um og fá hvergi ríkisfang þar sem þeir hafna alfarið fastri búsetu, en kjósa hið fijálsa líf í fátækt. Fá þann vilja virtan þama. Tignarlega rísa af hæð við himin súlur og hof. Þarna era þijú gríðar- BAALBEK dregur að ferðafólk úr vestri og austri. Að þessum rómversku rústum liggur leiðin upp 51 þrep. Arabakonur á leið þar niður. í BANJAR eru innan borgarmúra miklar og glæsi- legar minjar fyrstu múslima lénsherranna frá 8. öld e.Kr. Myndir/Elín Pálmadóttir SEX risasúlur úr hofi Júpiters teygja sig til himins. stór hof, helguð Júpiter, Venusi og Bakkusi, reist á 2. og 3. öld fyrir Krist. Rústirnar mynda mikla borg, tvö heilleg hof, tvo mikla hofgarða með formlegum móttökuinngangi og miklum borgarveggjum í kring, þar sem merki má sjá um arabíska bygg- ingarlist. Sex gífurlegar rómverskar súlur gnæfa enn við himin þar sem Júpitershofið stóð, en ekkert hof í allri rómversku menningunni var jafn stórt og reisulegt. Bakkusarhof- ið eitt er stærra en Panþeon. Ekki verður hér reynt að lýsa þessum frægu fornminium með margvísleg- um listaverkum, en það er ævintýri að skoða þær. Og óskiljanlegt hvern- ig hægt var að reisa slíkt mannvirki og koma tilhöggnum súlubjörgum á staðinn og á sinn stað. Raunar á Baalbek lengri sögu en til Rómveij- anna. Löngu áður hafði .verið reist hof sólguðsins. Baalbek þýðir borg Baals, sem Grikkir m.a. yfirtóku eftir sigra Alexanders mikla og ÞAÐ er væntanlega ekki spilað miðnæturgolf í Tælandi. * Islenskt golf í Tælandi TÆL AND bætist í vetur í hóp þeirra landa sem íslendingar fara í skipulagðar golfferðir til. Það eru Samvinnuferðir-Landsýn sem bjóða þennan möguleika með þriggja vikna ferð þangað 18. jan- úar næstkomandi. Kjartan L. Pálsson hjá Sam- vinnuferðum-Landsýn, segir slæmt veðurfar síðasta sumar leiða til mikillar eftirspurnar eftir golfferðum til útlanda. „Við erum að tala um nokkur hundruð manns sem fara í skipulagðar golfferðir ferðaskrifstofanna í haust. Hjá Samvinnuferðum-Landsýn ákváð- um við að auka úrvalið og bæta Tælandi í pakkann, en það hafa aldrei verið skipulagðar golfferð- ir þangað frá íslandi áður. Þá er tímasetningin líka nokkuð óvenju- leg miðað við golfferðir. Þær eru venjulega famar á haustin." A Tælandi munu golfleikararn- ir gista á hótelinu Wong Amat sem að sögn Kjartans stendur við strönd og hefur í kringum sig fjölda glæsilegra golfvalla. ✓ TOSSALISTI TÚRISTANS A S iA-r'fe „Big Bensínkr. ^ Aðurenlagter Hótel* Matur** Bjor fj|ac“ pr. líter Uppihald*** i'ann Kaupíð bókina „There goes 0 kr. Maine! A Sort of History" eftir John Gould Þýskaland Des Moines, írland Kuala Lumpur, Malasía Rapid City, Suður-Dakóta, Bandaríkin Reykjavík, ísland Santiago de Compostela, Spánn Saratoga Springs, New York, Bandarikin Savoniinna, Finnland South Bend, 4.875 kr. 1.365 kr. Bar Harbor Real Ale, 195 kr. - 19,9 kr. 11.700 kr. 1.495 kr. Berliner Kindl, 188 kr. 227 kr. 74,5 kr. 6.500 kr. 1.300 kr. Old Depot Premium, 162 kr. 136 kr. 19,8 kr. 9.880 kr. 1.885 kr. Guinness, 211 kr. 178 kr. 76,6 kr. 8.255 kr. 910 kr. Tiger Beer, 188 kr. 98 kr. 71,3 kr. 5.980 kr. 1.430 kr. Firehouse Red, 162 kr. 129 kr. 20,1 kr. 9.295 kr. 1.950 kr. Egils gull, 413 kr. 390 kr. 68,4 kr. 11.245 kr. 1.560 kr. San Miguel, 104 kr. 175 kr. 58,4 kr. 6.370 kr. 1.170 kr. Harp, 195 kr. 154 kr. 19,8 kr. 7.670 kr. 1.560 kr. Lapin Kulta, 268 kr. - 76,6 kr. 5.330 kr. 1.105 kr. Four Horse- men Irish Ale, 97 kr. 119 kr. 16,9 kr. 8.775 kr. 1.365 kr. Whitbread, 195 kr. 251 kr. 77,4 kr. Frakkland *Hótel: Fyrsta flokks. "Matun meðaldýrir til dýrir veitingastaðir. '"Uppihald: meðal dagsneysla. Horfið á „Loforðið“, nýja bíómynd um tilfinningaleg áhrif Berllnarmúrsins Lesið bókina „A Cook's Tour of lowa“ eftir Susan Puckett Sjáið Óskarsverðlauna- myndina „My Left Foot“ með leikaranum Daniel Day-Lewis Kaupið bókina „The Long Day Wanes: A Malayan Trilogy" Sjáið Óskarsverð- launamyndina „Dansar við úlfa“ sem sýnir umhverfið Lesið bókina „Letters from . Iceland" eftir W.H. Auden og L. Mac Neice Lesið spennusögur 8.255 kr. Stephens Dobyn sem gerast í Saratoga Springs Lesið bókina sem vann m 075 kr Nóbelsverðlaun árið 1939 íu.uro Kr. „The made Silja" eftir F. E. Sillanpáá Sjáið kvikmyndina „Rudy“ 7.085 kr. sem gerist á þessum slóðum Kaupið bók eftir Freda 10.920 kr. White „Three Rivers of France“ Veðurfar í júní 15- 21 °C!, sólrikt og þægilegt 12-22°C, oftast sólrikt og þægilegt 16- 28°C, sólríkt og þægilegt 9-17°C, þægilegt, etv. rigning 23-32°C, sól og raki 11-24°C, þægilegt, etv. rigning 7-12°C, þunt, en breytilegt Frægasti rétturinn I sviðsljósinu Humar Jack Perkins fréttaþulur NBC í 25 ár Berlínar karrý pylsa Sykur- maís Ýmsir listviðburðir Kvikmyndin „Brýmar í Madisonsýslu" sem var gerðáþessum slóðum Bestu kaup Furunála- púðar Safnmunirá antíkmörkuðum á sunnudögum Bútasaums- teppi Mary Robinsson, fyrsta yörur úr Reyktur lax konan í forsetastól lýðveldisins angóru ull Satay, krydd- legiðkjotá Dr. : teini með ! hnetusósu “áðherd' Þrvkktklæði Ziolkowski iiwiunj iuui ■ Buffalo sem er að láta reisa Black Hills steik minnismerki um indjánann gullskartgripir fræga Crazy Horse Skyr 13-19°C, að 0 mestu sól, Spænskar einstaka skúrir laxabokur 13-24°C, sólríkt og þægilegur raki j 10-19°C, breytilegt, lítill raki 15-27°C, milt, stundum skýjað 15-25°C, svínakfot sólrikt og þurrt borið fram kalt Saratoga kartöflu- flögur Siika, sérstök laxategund Jarðaberja- baka Lengsti dagur ársins 21. júní þegar sólin sest aoeins í órfáar mínútur Vinsæll grínisti, José Luis Bernal, þekktur sem Farruco Mary Lou Whitney, hrossaræktandi og vinsæll mannvinur Retretti listamlðstöðin sem sameinar list og nátt- úru i hellum sem gerðir eru af manna höndum Séra „Ted“ Hesburgh, þekktur fyrir störf sin i þágu mennta og mannréttinda Borgarstjórinn Jan Royer fyrir að leggja áherslu á uppbyggingu borgarinnar Lopapeysur Postulíns- vörur Að leggja 2 dollara undir á veðhlaupa- brautinni Glervara Claey's sælgætl Livre Tournois súkkulaði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.