Morgunblaðið - 20.10.1995, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 20.10.1995, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. OKTÓBER 1995 B 7 FERÐALÖG nefndu Heliopolis. Má raunar sjá merki langrar og margbreytilegrar menningarsögu í rústunum. Arabískar minjar í Aanjar Ekki langt frá eru í Bekadalnum aðrar stórkostlegar fornminjar, víð- attumikil skipulögð borg innan borg- armúra, sem reist var af Omayyad Caliph al-Valid á 8. öld fyrir Krist. Þarna er Aanjar með sínum fornu götum með súlnaröðum á báða bóga og 600 búðum og minna á daga fyrstu múslimsku lénsherranna sem teygðu áhrif sín allt til Damaskus og Indlands og til Spánar í vestri. Þetta minnir á að Líbanir eru enn orðlagðir kaupmenn af guðs náð. Hvar sem verða vegamót setja þeir upp búð. Það er gaman að fara um þessar rústir með góðum fylgdarmanni, sem getur skýrt forna siði og bent á merkilega hluti, enda eru slíkar heilsdagsferðir frá Beirút. Þarna eru einu arabísku rústirnar í Líbanon og sérkennilega hlaðnir veggir í byggingum þeirra. Svæðinu innan borgarveggjanna er skipt með 385 m langri breiðgötu og síðan aftur 350 m löngum þvergötum, sam- kvæmt þessu 28 alda gamla skipu- lagi. Okkar fylgdarkona kvað frjálst að fara um helminginn af svæðinu, þar sem alls staðar er unnið að uppgreftri, en varhugavert að flækj- ast inn á hinn helminginn þar sem sýrlenski herinn ræður ríkjum. En sem kunnugt er er Líbanon í raun hernumið land og sýrlenski herinn í Bekadalnum. Þessa verður maður þó lítt var á ferðalagi um þessar framandi slóðir. Þar eru þegar risnir aftur bæir með glæsilegum veitingahúsum með lí- bönskum mat og við heimsóttum fræga vínhella sem grafnir eru inn í ljallið. Má skoða vínárganga allt frá 1918 í rekkum í holum, og smakka á nútímauppskerunni. Líb- anir eru semsagt aftur með allan viðbúnað til að að taka á móti og veita ferðafólki með glæsibrag í þessu faliega landslagi. í fjöllunum eru að rísa og risin hótel með dýrð- legu útsýni og ekki úr vegi að fá sér þar einmitt næturgistingu á ferð í Bekadalinn. ■ Elín Pálmadóttir Ný fargjöld Flugleiða - Saga Class 2 FLUGLEIÐIR ogSAS hafa kynnt ný fargjöld fyrir Islendinga og hafa þau hlotið nafnið Saga Class 2. Þau eru 10 - 40% lægri en hefðbundin Saga Class gjöld, skv. fréttatilkynningu frá Flug- leiðum. Saga Class 2 gjald til Kaupmannahafnar er 65.000 krónur, sem er 33% lægra en fullt Saga Class gjald. Lækkunin til London er 37% og Saga Class 2 gjaldið þangað er 59.000 krón- ur. Enn meiri munur er á gjald- inu til New York eða 39% og Saga Class 2 gjaldið þangað er 74.900 krónur. Einar Sigurðsson hjá Flugleið- um segir að markmiðið sé að stækka Saga Class markaðinn hér á landi. Nú geti fólk í við- skiptaerindum nýtt, sér þann sveigjanleika og þjónustu sem Saga Class býður upp á fyrir lægra verð en áður. „Fólk getur valið Saga Class þjónustu á lægra verði í miðri viku án kvaðar um dvöl yfir helgi eins og er á af- sláttargjöldunum," segir Einar „og það er hægt að gera breyt- ingar á heimfarardegi eða stað, allt að fjórum dögum fyrir brott- för.“ „Við teljum að nýja fargjaldið muni henta mjög mörgum fyrir- tækjum,“ segir Einar Sigurðsson „og það ætti að spara þeim veru- Iegar fjárhæðir í dagpeningum og hótelkostnaði.“ Á LEIÐINNI upp á IVIont Blanc du Tacul. Toppurinn sést í baksýn. TVEIR leiðangursmanna, Gunnar og Arnar á flæðiskeri staddir. upp og litaði fjöllin með gullnum roða sínum. Sú tilkomumikla sýn fékk okkur til að gleyma erfiðri fjallgöngunni. En skömmu síðar versnaði veðrið með roki og snjó- komu og við byijuðum að mæta hópum sem höfðu snúið við vegna veðursins. Vanir íslensku veðurfari héldum við ótrauðir áfram. Fjallgangan varð erfiðari eftir því sem ofar dró og nokkrir úr hópn- um voru farnir að fínna fyrir væg- um hæðarveikiseinkennum. Þegar við áttum um 200 metra ófarna á toppin lægði vindinn, skýin tók af fjallinu og við okkur blasti stórfeng- legt útsýni til allra átta. Upp síð- ustu brekkuna komumst við allir að lokum, másandi og blásandi, og stóðum sigri hrósandi á toppnum eftjr rúmlega sex tíma göngu. Þreyttur, sólbrenndur og ánægður hópur Betra veður var vart hægt áð hugsa sér. Við reyndum að koma ofan í okkur mat, með mismunandi árangri þó, tókum nokkrar myndir af hópnum og héldum síðan af stað niður, eftir um hálftíma dvöl. Farin var önnur leið niður. Hafði hún það fram- yfir uppgönguleiðina að við lækkuðum okkur mjög hratt. Urðum við því hress- ari og kátari með hveiju skrefi ásamt því að haus- verkurinn minnkaði. Hitinn hækkaði eftir því sem neðar dró svo að við gengum létt- ' klæddir. Leiðin lá niður fal- legan skriðjökul með útsýni yfir Chamonix sem virtist vera langt langt fyrir neðan okkur. Það var því þreyttur, sólbrenndur, en ánægður * ------------------------------------------------------------------r------------------ hópur sem fagnaði um Myndir/Ólafur Ragnar Helgason kvö,d;ð langþráðum árangri. STRAKARNIR á toppnum. F.v. Hjalti Rafn Guðmundsson, Gunnar Sigurðsson, Björn það var eins og veðurguð- Brynjúlfsson, Olafur Ragnar Helgason (kijúpandi) og Guðmundur Arnar Ástvaldsson. irnir hefðu verið reittir til reiði því næstu daga rigndi og snjóaði langt niður í dal. Eftir nokkra daga gáfumst við upp og yfirgáfum Chamonix með suð- rænni og sólríkari áfangastað í huga. Nokkrum dögum var eytt í klet- taklifur við Miðjarðarhafsströnd- ina og síðan haldið til Parísar á vit fleiri ævintýra, sprengjuleita, , klifur- og hjólaferða. Höfundar eru fimra menntaskólanemar sem allir eru meðlimir í Flugbjörgunar- sveitinni í Reykjavík og Hjálparsveit skáta í Reykjavík; Björn Brynjúlfsson, Guðmundur Arnar Astvaldsson, Gunnar Sigurðsson, Hjalti Rafn Guðmundsson, Ólafur Ragnar Helgason. HUGMYNDIN að klifur- og skemmtiferð til Frakklands hafði blundað lengi í huga okkar. Draum- urinn að sigrast á hæsta fjalli Alp- anna hafði kviknað fyrir mörgum árum. Loks var ákveðið að láta drauminn rætast og drífa sig út. Það var glaðbeittur 5 manna hópur 18, 19 og 20 ára pilta sem kvaddi ísland í sama veðri og verið hafði í mest allt sumar; rigningu. Stefnan var tekin til Frakklands, en að öðru leyti var ferðaáætlunin frekar götótt. Markmiðið var að klífa Mont Blanc (4.808 m) 0g átti að veija afgangnum af tímanum í að kynnast franskri menningu og þjóð. Okkur leist ekki á blikuna, þungklifjuðum í hitanum á Orly flugvelli. Lestin okkar átti að fara eftir eftir eina og hálfa klukkustund og við stóðum aftastir í óendalega langri röð til að fá leigubíl. Allt bjargaðist þó á endanum, þökk sé rallýakstri leigubíl- stjórans og leikfimikennar- anum okkar fyrir allar hlaupaæfingarnar. Með lest- inni komumst við til Chamon- ix sem er fallegur alpabær við rætur Mt. Blanc, nálægt landamærum Ítalíu og Sviss. Bærinn er umkringdur háum fjöllum og jöklum og er vin- sæll ferðamannabær ásamt því að vera “Mekka“ fjallak- lifrarans. Næstu dagar fóru í að bíða eftir almennilegu veðri, og svo virtist sem rign- ingin hefði elt okkur frá ís- landi. Notuðum við því tím- ann í að æfa sportklettaklifur í klettum nálægt bænum. Flúið tilfjalla Þegar við vöknuðum svo einn daginn í beljandi rigninu og búnaðurinn bókstaflega flaut út úr farangui-stjaldinu var tekin skyndiákvörðun að flýja til fjalla næsta morgun hvernig sem viðraði. Mt. Blanc du Tacul var takmark okkar að þessu sinni, enda er það ágætis fjall til að aðlagast hæðinni og sjá hvort einhver okkar væri mjög móttækur fyrir háfjallaveiki. Erfiðleikarnir felast í því að súrefn- ið er af skornum skammti í slíkri hæð og þar af leiðandi mæðist maður mun meira en við göngu á lægri fjöll ásamt því að glíma við hausverk og lystarleysi. Viðbrögð líkamans við þessu er að framleiða fleiri rauð blóðkorn þannig að súr- efnisupptaka blóðsins eykst. Nokk- urn tíma tekur fyrir mann sem býr við sjávarmál að aðlagast þunna loftinu. Er þá notuð sú tækni að SÁI. sniór og sprengjur í Frakklandi fara upp í hæð og lækka sig síðan aftur niður. Við vöknuðum allt of seint eins og svo oft í þessari ferð, tókum okkur til í snatri og þutum út í kláf- stöð. Kláfurinn flutti okkur upp fyrsta áfangann en síðan tók gang- an við í blíðskaparveðri. Á toppnum stóðum við röskum 2 tímum seinna, í 4.248 metra hæð, með Mt. Blanc gnæfandi yfir okkur. Gott var að koma aftur niður í bæinn því höfuð- verkur var farinn að gera vart við sig. Daginn eftir tókum við síðasta kláf upp í fjöllin og gistum í glæsi- legum fjallaskála, skammt frá endastöð kláfsins. Tveir félagar okkar, sem staddir voru í Chamonix á sama tíma, slógust í för með okkur. Másandi og blásandi og sigri hrósandi Við vöknuðum klukkan þijú um nóttina, nærðumst vel, og lögðum af stað í svartamyrkri á “Blank- inn“. Leiðin sem við fórum er ekki tæknilega erfið, það er að ekki þarf að beita klifurkunnáttunni til.að komast hana. Veðrið var ágætt er við lögðum í hann, kalt en lygnt. í byijun eltum við daufan geislann frá höfuðljósunum upp fyrstu brekkuna. Morgunsólin kom' fljótt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.