Morgunblaðið - 20.10.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 20.10.1995, Blaðsíða 8
8 B FÖSTUDAGUR 20. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FERÐALÖG Verkefni sveitarfélaye á hfifuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum Gönguleið í óbyggðum bar sem byggðin er béttust NÚ ER ástæða fyrir göngugarpa og áhugafólk um óbyggðaferðir að kætast því þess er ekki langt að bíða að ný og falleg, stikuð gönguleið steinsnar frá höfuð- borginni verði opnuð til útivistar. Fáar eða engin höfuðborg í heim- inum geta státað af sömu nánd við stikaða óbyggðaleið sam- kvæmt því sem kom fram á frétta- mannafundi sem haldinn var í Ráðhúsi Reykjavíkur föstudaginn 13. október á vegum fram- kvæmdanefndar um gerð göngu- leiðar frá Þingvöllum að Reykja- nesvita. Hugmyndin að gerð göngu- leiðarinnar var fyrst lögð fram í stjóm Ferðamálasamtaka höfuð- borgarsvæðisins af Ara Trausta Guðmundssyni, jarðeðlisfræðingi. Sagðist hann, á fundinum, vera afar ánægður með hversu góðar undirtektir hugmyndin hefði feng- ið og hann hefði ekki órað fyrir að hún yrði að veruleika á svo skömmum tíma. Bláar stikur og rauöar Pétur Rafnsson, formaður ferða- málasamtakanna, sagði að þörfín fyrir merktar gönguleiðir væri mikil og að það hefði háð göngumönnum að geta ekki gengið þær merktu leiðir sem til væru fyrr en nokkuð væri liðið á sumarið. Nýja gönguleið- in frá Þingvöllum að Reykjanestá ætti að bæta úr þessu. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri, sagði að stefnt væri að því að koma upp hvíldar- og hreinlætisaðstöðu með reglulegu millibili á leiðinni. Sveitarfélög innan Samtaka sveit- arfélaga á höfuðborgarsvæðinu og Samtaka sveitarfélaga á Suðumesj- um standa sameiginlega að verkefn- inu. Hafíst var handa í sumarbyrjun og er stefnt að því að ganga geti hafist næsta vor. Leiðin frá Þingvöll- um um Nesjavelli í Sleggjubeins- skarð var stikuð fyrir og er nú langt komið að stika leiðina frá Sleggju- beinsskarði í Bláfjöll. Um sex til átta daga tekur að ganga leiðina alla en einnig er hægt að skipta henni í tvennt, vesturlegg og austur- legg, um Kaldársel. Vesturleggurinn er áætlaður flórar dagleiðir og aust- urleggur þjjár dagleiðir. Gönguleiðin verður merkt með bláum stikum en einnig verða settar upp rauðar stik- ur sem vísa mönnum veginn niður í sveitarfélögin og að fallegum stöð- um utan höfuðleiðarinnar. Áætlað er að verkefnið muni kosta um 17 milljónir króna. í þeim kostnaði er falin stikun leiðarinnar, gerð tjaldstæða, uppsetning salema og aðstöðu fyrir rennandi vatn, bygging skála og gerð kynningar- efnis. Gönguleiðinni hefur ekki verið gefíð nafn en hún hefur verið kölluð Reykjavegur. Einnig hefur verið stungið upp á nafninu Reykjanes- vegur. ■ Reykjavegur frá Nesjavöllum oð Reykjanestá >. Tll vestur 1. Kaldársel Djúpavatni Keflavík Reykjá- nestá 4. Þotb örn a& 3. Sandfell Reykjanestá aö Þorbirni — 2. Bláfjalla- austurs. skáli í Hamragil 1. Kaldársel í Bláfjallaskála l2. Djúpvatn ab Sandfelli . 1° km, Morgunblaðið/Sverrir ARI Trausti Guðmundsson sýnir hvar gönguleiðin um óbyggðir Reykjaness liggur. TO EUROPE. .an t* ->»>»■ * Qg AUGLYSINGAR frá Flug- ™ leiðum hafa undan- S farnar JjJ vikur ^3 verið áberandi í -J bandarísk- ™ um dag- blöðum og tíma- ritum. Einar Sig- urðsson, upplýs- ingafulltrúi Flug- leiða, segir ástæðuna þá að félagið leggi nú vaxandi áherslu á ferðir utan háanna- timans. Aukin áhersla Flug- leiða á Bandaríkjamark- að hófst í fyrra í kjölfar endurskipulagningar fé- lagsins á markaðstarfinu þar. Einar sagði að nú á haustmán- uðum væri starfið að fara af stað fyrir alvöru og þá með áherslu á ferðir utan háanna- tíma. „Þegar Bandaríkjamenn kaupa ferð til Evrópu leggjum við sérstaka áherslu á tenging- una um ísland og reynum að nota það sem aðdráttarafl. Þá seljum við helgarferðir til ís- lands þar sem áhersla er lögð Aukin áhersla á Bandaríkin á ævintýraþáttinn og stuttar sérferðir af ýmsu tagi.“ Einar nefndi sem dæmi að í nóvember væru væntanlegir um 300 Bandaríkjamenn yfir Þakk- argjörðarhátíðina. Um áramót- in er gert ráð fyrir að á annað hundrað manns verði hér frá Bandaríkjunum og í febrúar verður sér- stök ferð í tengslum við Valentínusardag- inn. „Þá má nefna inn- kaupaferðir fyrir jólin, sérstaklega stUaðar á ömmur og afa með barnabörnin og snjó- sleðaferðir þegar líða tekur á veturinn.“ Einar segir að því sé spáð að fjölgun erlendra ferðamanna á Islandi á næstu árum verði mest meðal bandarískra ferða- manna. Þeim eigi að geta fjölgað um 10-13% árlega á meðan ferðamönnum almennt til landsins fjölgi um 5-6%. Frá áramótum til september sl. komu til íslands 23 þúsund ferðamenn frá Bandaríkjunum. Um er að ræða 14,2% af heildar- fjölda útlendinga sem komu til landsins. Á sama timabili í fyrra komu til landsins rúmlega 16 þúsund Bandaríkjamenn eða 10,5% af heildarfjölda útlend- inga sem hingað kom. ■ FERÐIR UM HELGINA Ferðafélag íslands Sunnudaginn 22. október verða tvær dagsferðir hjá Ferðafélaginu. Brott- för í þær báðar er kl. 13 frá BSÍ, austanmegin og Mörkinni 6. Annars vegar er ganga á Keili og hins vegar auðveldari ganga að Sogaselsgíg og Selsvöllum. Miðvikudaginn 25. október verð- ur fyrsta kvöld- vaka vetrarins að Mörkinni 6, stóra sal. Kvöldvakan er tileinkuð kvæði Jóns Helgasonar Áfangar og hefst kl. 20.30. Útivist Sunnudaginn 22. október efnir Úti- vist til dagsferðar fyrir alla fjölskyld- una og verður lagt af stað kl. 10.30 frá BSÍ, bensínsölu. Gengið verður niður í Húshólma, gömlu Krísuvík og sérstæðar minjar um byggð í Ögmundarhrauni skoðaðar. Þær fóru undir hraun á síðari hluta tólftu ald- ar að því er talið er. Nokkrar tölulegar upplýsingar um rekstur Ferðamálaráðs 1994 Inneign hjá Seðlabanka íslands 01.01.1994 329.774 TEKJUR GJÖLD Framlag Ríkissjóðs á árinu 94.765.040 Laun og almennur rekstur skrifstofu í Reykjavík og á Akureyri 20.796.984 Rekstur skrifstofu í Frankfurt (hlutur Ferðamálaráðs) 16.706.561 Rekstur skrifstofu í New York (hlutur Ferðamálaráðs) 13.481.751 Rekstur skrifstofu í Japan (hlutur Ferðamálaráðs) 3.909.183 Ráðstefnuskrifstofa íslands 7.551.649 Rekstur Upplýsingamiðstöðvar í Reykjavík (hlutur Ferðamálaráðs) Þátttaka í Nordisk Turistrad og European Travel Commission 4.000.000 1.378.776 Þátttaka í ferðasýningum 2.791.264 Til Ferðamálasamtaka landshlutanna 4.000.000 Önnur verkefni, þ.m.t. fundir og ráðstefnur 1.615.309 Ýmis landkynningarverkefni þ.m.t. kostnaðurvegna fslandsbæklings 11.709.940 Ýmis verkefni í umhverfismálum á Norður- og Austurlandi 4.040.029 Vest Norden samstarfið 2.452.046 Alls tekjur og gjöld Inneign 31.12.1994 95.094.814 94.433.492 661.322 Samtals 95.094.814 95.094.814 Hvað ef hótelið er yfirbðkað? í Travel Holiday er að fínna ráð- leggingar fyrir þá sem lenda í því að hótelið sem þeir hafa bók- að gistingu í, reynist yfirbókað þegar þeir mæta á staðinn. Athugaðu hvað þér er boðið. Engin lög eða neytendareglu- gerðir skylda hótelið til þess að virða pöntun þína. Flest hótel munu þó gera allt sem í þeirra valdi stendur til að útvega þér gistingu í nágrenninu, koma þér þangað án viðbótarkostnaðar og veita þér ókeypis langlínusímtal. Haltu ró þinni. „Þrátt fyrir að þú sért að springa úr reiði vegna stöðii mála er best að halda ró- seminni og sýna þolinmæði, hef- ur Travel Holiday eftir Ken Hine, yfírmanni Samtaka bandarískra hótela og gististaða. „Ef nauðsyn krefur, sýndu óánægju þína og farðu fram á betri þjónustu á yfirvegaðan hátt án þess að hækka róminn.“ Farðu samningsleiðina. Ekki hika við að gera nokkrar sann- gjarnar kröfur aukalega, svo sem um stærra og betra herbergi, ókeypis máltíð, eða jafnvel fría helgargistingu einhvern tíma síðar. Hótelið hefur þrátt fyrir allt valdið þér óþægindum með mistökum sínum. Það er hins vegar ólíklegt beinar peninga- greiðslur verði samþykktar. ■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.