Morgunblaðið - 03.11.1995, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 03.11.1995, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 3. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Greinargerð VSI vegna kjarasamninga og forsendna þeirra Stór hópur hefur hækkað um 7-8 þús. kr. á mánuði HÉR á eftir birtist í heild greinar- gerð Vinnuveitendasambands ís- lands vegna forsendna kjarasamn- inga sem í gildi eru milli aðila vinnu- markaðar: „Þegar kjaraviðræður hófust á þessu samningstímabili lá Ijóst fyrir að verkalýðshreyfingin myndi ekki ganga sameinuð til verks eins og í mörgum undangengnum samning- um heldur var áhersla lögð á við- ræður um sérmál einstakra félaga og landssambanda. Samningarnir voru því ekki á forræði ASÍ heldur einstakra félaga. Kröfur einstakra sambanda og félaga sem kynntar voru VSÍ í janúarmánuði voru því að vonum mjög ólíkar bæði hvað varðaði form og efni. Stefna VSÍ Þegar í ársbyrjun markaði sam- bandsstjórn VSI stefnuna gagnvart kjaraviðræðunum sem þá voru framundan. Stjómin lýsti VSÍ reiðubúið til samninga sem miðuðu að hliðstæðum launabreytingum og í nálægum löndum og kallaði eftir samstarfi við verkalýðshreyfmguna um gerð kjarasamninga til lengri tíma sem hefðu það að markmiði að tryggja stöðugleika, fjölga störf- um og treysta kaupmátt. Niðurstaða samninga Niðurstaða kjarasamninga við 5 landssambönd ASÍ þann 21. febrúar voru samningar til tveggja ára sem fólu í sér u.þ.b. 7% launakostnaðar- hækkun á samningstímanum. Þar sem ávalit má gera ráð fyrir því við eðlilegar aðstæður að laun hækki árlega um allt að 1% umfram samningsbundna launaþróun, s.s. vegna starfsaldurshækkana og til- færslna, gerði VSÍ ráð fyrir að launagreiðslur á almennum mark- aði hækkuðu á samningstímanum um nálægt 11 milljarða króna eða um allt að 9% á samningstímanum í heild. Heildarhækkun launakostn- aðar varð skv. þessu vel í efri kanti þess sem áætlað er að verði í öðrum Evrópuríkjum á samningstímabil- inu, en meðaltalshækkun launa í ESB er nú áætluð um 8,5% á sama tímabili. Þessi hækkun launakostn- aðar var með því sniði að þeir sem lægst höfðu launin fengu hlutfalls- lega mestar hækkanir með því að farin var að hluta til svokölluð krónutöluleið. Þessir samningar náðust án þess að samkeppnisstaða atvinnulífsins skertist að marki og því var stöðugleiki áfram tryggður í efnahagslífinu með lágri verðbólgu og vöxtum. Sú leið sem farin var, að stig- hækkandi launahækkanir kæmu til framkvæmda eftir því sem launin væru lægri, hafði í för með sér umtalsverðar hækkanir á lægri launatöxtum. Fyrir samninga voru launataxtar Verkamannasam- bandsins, iðnverkafólks og verslun- armanna á bilinu 43-60 þúsund kr. á mánuði fyrir dagvinnu án álaga og hækka þeir um 6.100- 6.400 kr. eða um 10—15% á samn- ingstímanum. Launataxtar iðnaðar- manna hækkuðu minna þar sem þeir eru hærri með þeirri undan- tekningu að launataxtar málm- og byggingarmanna voru sameinaðir og þeir færðir nær þeim launum sem greidd eru í fyrirtækjunum. Sú breyting var talin ná til innan við tíunda hluta félagsmanna Sam- iðnar og valda 0,25% viðbótar launakostnaðarhækkun á því samn- ingssviði en á móti létu byggingar- menn útvíkkun á flutningslínu og málmiðnaðarmenn óunnin yfir- vinnutíma á laugardögum. Framkvæmd launastefnunnar Við samningsgerðina í febrúar kom fram, að ekki ríkti fullkomin eining meðal landssambanda ASÍ og einstakra félaga um að fara hreina krónutöluleið enda varð nið- urstaðan sú að félögin gátu valið um það hvort þau kysu krónutölu- eða prósentuhækkun þegar laun skyjdu hækka í ársbyrjun 1996. VSÍ lýsti allan tírnann yfir efasemd- um um að full sátt yrði um krónu- töluleiðina meðal þeirra stéttarfé- laga sem sigldu í kjölfarið og var vitnað til reynslunnar frá árinu 1989 en þá hækkuðu laun um fasta krónutölu einungis hjá þeim félög- um sem fyrst sömdu. VSÍ lýsti því mjög skýrt að af þess hálfu væri megináherslan lögð á þá stefnu- mörkun samtakanna að laun hækk- uðu hér með sambærilegum hætti og meðal samkeppnisþjóða. Ef unnt væri að hækka laun lægstu hóp- anna hlutfallslega meira væri það ánægjuefni en til þess þyrfti sam- staða launþegahreyfingarinnar að vera mikil. Engar launalöggur Afstaða VSÍ í viðræðum vetrar- ins var því sú að samtökin gætu ekki ein tryggt framgang ætlaðrar launastefnu ASI eða einstakra landssambanda þess í harðvítugum ■ kjaradeilum við önnur stéttarfélög sem væru henni andsnúin. Var í þessu skyni m.a. kanriað hvort áhugi væri á því, að ASÍ og lands- samböndin gengjust í ábyrgð fyrir tiltekna stefnumótun með því að gera það að forsendu samninga, að ekki yrði samið við aðra hópa um frekari hækkanir. Fordæmi voru fyrir slíku ákvæði í samningum á árinu 1990. Að þessu sinni reyndist ekki áhugi á slíku ákvæði og e.t.v. að vonum þar sem stefnumörkun verkalýðshreyfingarinnar byggði á því að ekki yrði um einn samning að ræða, heldur skyldi áherslan lögð á mismunandi aðstæður og þarfir einstakra félaga og sambanda. Það væri ekki hlutverk verkalýðshreyf- ingarinnar að vera „launalöggur“ með ákvæðum sem skert gætu samningsmöguleika annarra. Hækkanir í kr. eða %? Samningur Rafiðnaðarsam- bandsins við fjármálaráðúneytið fyrir hönd félagsmanna sinna í aprílbyijun skapaði mikilvægt for- dæmi þar sem horfið var frá krónu- töluleiðinni og samið um prósentu- hækkun. RSI var eitt þeirra lands- sambanda sem stóðu að febrúar- samningunum og taldi sig með öllu óbundið af fastri krónutölu í síðari samningum. Þessi samningur markaði farveg samninga við hærri launaða hrópa sem á eftir fylgdu og miðaði VSÍ við að þeir samning- ar færu ekki umfram 6,5%o-7,0% á samningstímanum í heild. Við þá stefnu hefur síðan verið staðið í meginatriðum, þó með örfáum und- antekningum í samningum við smærri hópa sem knúið hafa fram meiri launahækkanir með verkföll- um í krafti yfirburða stöðu sinnar. Ýmis af aðildarfélögum ASÍ og fleiri launþegasambönd vörðu verk- föll þessara hópa og lýstu stuðningi við þá, eins þótt verkföllin miðuðu að því að þvinga fram meiri hækk- anir til þeirra. Af sjálfu sér leiðir því að sömu samtök geta ekki gagn- rýnt samninga við þessa hópa eða talið þá tilefni til riftunar sinna samninga. Niðurstöður Kjararannsóknarnefndar Launaþróunin eins og hún birtist í niðurstöðum Kjararannsóknar- nefndar staðfestir að markmið aðila með samningsgerðinni í febrúar náðust í öllum meginatriðum því þær sýna að lægst launuðu hóparn- ir hafa fengið mestu launahækkan- irnar. Samkvæmt nýbirtum gögn- um fyrir 2. ársfjórðung þessa árs eru launahækkanir verkafólks og afgreiðslukvenna á bilinu 5-6% á þessu ári og á bilinu 9-10% á samn- ingstímanum í heild, sé á'fanga- hækkunin um næstu áramót með- talin. Gögnin sýna hins vegar að meðaltals launahækkanir fyrir hóp- inn í heild séu á svipuðum nótum og gert var ráð fyrir við samnings- gerðina. í fréttatilkynningu Kjararann- sóknarnefndar, dags. 20. okt., kem- ur fram að heildarlausn lielstu starfsstétta í úrtaki nefndarinnar og hækkun þeirra hafi verið eftir- farandi: Heildarniðurstaða Kjara- rannsóknarnefndar fyrir 2. ársfj. 1995: Sjá töflu 1. Þessar tölur um heildarmánaðar- tekjur sýna heldur meiri breytingar en þegar litið er eingöngu til dag- vinnulauna vegna nokkurrar leng- TILBOÐSUIKUHHÍ LÝKUR Á MORGUN, Á LÖNGUM LAUGARDEGI FJÖLDI GÓÐRA TILBOÐA T.D.: PEYSUR ÁÐUR 4.990 KR. NÚ 2.990 KR BUXUR (FLAUELSVSTRETCH-) ÁÐUR 4.990 KR. NÚ 2.990 KR BOLIR | ÁÐUR 1.590 KR. NÚ 990 KR. W GÚMMÍJAKKAR (FÓÐRAÐIR) ÁÐUR 5.990 KR., NÚ 2.990 KR m ALLAR ÚLPUR 15% AFSLÁTTUR wi GlerQugnaverslunin í Mjódd í dag föstudaginn 3. nóvember | veitir Anna og útlitið ráðgjöf við val á umgjörðum í verslun okkar frá kl. 13-18. 2,8 grömm Air Titanium léttasta umgjörð í heími gleraugu „Air Títaníum" Laugavegi 83 í sambandi vib ncytendur frá morgni til kvölds! - kjarni málsins!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.