Morgunblaðið - 03.11.1995, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 03.11.1995, Blaðsíða 28
28 FÖSTUDAGUR 3. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ AÐSEINIDAR GREINAR Sameining sveitarfélaga Fyrir dyrum stendur að kosið verði um sameiningu Þingeyrarhrepps, Mýrahrepps, Mosvallahrepps, Flateyrarhrepps, Suðureyrar- hrepps og Isafjarðarkaupstaðar. Ástæður sameiningar þessara sex sveitarfélaga eru af tvennum toga. í fyrsta lagi ástæður sem eru sér- staklega bundnar við þetta svæði. Má þar nefna fólksfækkun, erfíð- leika í atvinnulífí og jarðgöngin í gegnum Breiðadals- og Botns- heiði, sem gjörbreyta öllum að- stæðum á svæðinu. Með þeim er svæðið að renna saman í eina heild burtséð frá því hvort sveitarfélögin sameinast eða ekki. í öðru lagi á sameining sveitarfélaga sér al- mennar orsakir, svo sem aukin samskipti fólks með bættum sam- göngum og aukin verkefni sveitar- félaganna. í þessari grein verður einkum rætt um hinar almennu forsendur fyrir sameiningu sveitarfélaga og hvernig þær snúa að okkur sem búum á norðanverðum Vestfjörð- um Fjölbreytt verkefni Framkvæmdavald hins opinbera skiptist á ríki og sveitarfélög. Sveitarfélögin, eða hrepparnk, eru eldri ríkisvaldinu og er talið að þau hafí frá upphafi Islandsbyggðar verið hornsteinar stjórnskipunar- innar. Lengst af gegndu hrepparn- ir fyrst og fremst framfærsluhlut- verki, þótt fleiri verkefni bættust við í aldanna rás. Hlutverk hins opinbera hefur farið mjög vaxandi á þessari öld, einkum seinustu áratugina. Fyrst í stað var aukn- ingin fyrst og fremst í skóla- og heilbrigðis- málum, síðan í margs konar upplýsingaöflun og rannsóknum og nú í seinni tíð einkum í margs konar eftirlits- starfsemi (eftirlitsiðn- aði). Þessi auknu umsvif hafa fyrst og fremst oðið hjá ríkinu, en í mun minna mæli hjá sveitarfélögunum. Stafar það af því hve sveitarfélög- in eru mörg og smá og því hve stjórnskipulag þeirra hefur verið veikburða. . Aukin ríkisumsvif hafa fyrst og fremst skapað störf á höfuð- borgarsvæðinu og eiga dijúgan þátt í þeirri byggðaröskun sem hefur átt sér stað á seinni hluta 20. aldarinnar. Þrátt fyrir að mest- ur hluti þeirrar aukningar sem orðið hefur á umsvifum hins opin- bera hafi orðið hjá ríkinu og flest störfín fallið til í Reykjavík, hefur hlutverk sveitarfélaganna stór- aukist á þessari öld. Jafnframt hefur öll stjórnsýslan orðið flókn- ari, pappírsvinnan hefur stórauk- ist, sífellt eru gerðar auknar kröf- ur um að upplýsingar liggi fyrir á aðgengilegu formi o.s.frv. Við þessu verða sveitarfélögin að bregðast með aukinni sérhæfíngu starfsmanna. Til að sú sérhæfíng geti átt sér stað er æskilegra að viðskiptahópurinn sé nokkuð stór. Breyttar forsendur Grundvöllur að núver- andi skiptingu lands- ins í sveitarfélög er sennilega meira en eitt þúsund ára gam- all. Hreppaskipanin byggði á því að hver hreppur væri land- fræðilega ein heild. Hreppamörkin réðust því í flestum tilfellum af landfræðilegum hindrunum. Hreppurinn takmarkaðist af fjall- görðum, við einn fjörð eða á milli tveggja vatnsfalla. Víða eru þessar landfræðilegu hindranir ekki leng- ur fyrir hendi og hafa forsendur sveitarfélagamarkanna þar með breyst. Þegar landfræðilegum hindrun- um er rutt úr vegi aukast sam- skipti fólksins. Fólk ber sig saman og krefst sömu þjónustu af hinu opinbera og fólkið í nágrannasveit- arfélaginu. Sveitarfélögin verða eitt atvinnusvæði, eitt félagssvæði, eitt menningar- og skólasvæði og eitt þjónustusvæði. Fyrirtækin taka upp samstarf yfír sveitarfélaga- mörkin, þau sérhæfa sig, vinna saman eða jafnvel sameinast. Þetta er að gerast hér á norðan- verðum Vestfjörðum. Núverandi sveitarfélagamörk gera eðlilega Sameining sveitarfé- laga er, að mati Smára Haraldssonar, grund- völlur þess að þau geti tekið við auknum verk- efnum og risið undir þeirri þjónustu sem af þeim er krafist þróun í samskiptum fólks og fyrir- tækja erfiðara en ef svæðið væri eitt sveitarfélag. Samgöngubylt- ingin sem jarðgöngin valda á svæðinu kalla á ný viðhorf á öllum sviðum, þar á meðal sameiningu sveitarfélaganna, þótt einungis sé miðað við aðstæður dagsins í dag. Aukin verkefni sveitarfélaga Mikil umræða fer nú fram um að auka hlut sveitarfélaga í sam- neyslunni á kostnað ríkisins. Sú þróun verður ekki stöðvuð, t.d. munu stærri sveitarfélögin taka við auknum verkefnum, jafnvel þótt minni sveitarfélög verði ekki með í þeim breytingum. í dag gilda ein lög og að mestu einar relgur um sveitarfélögin í landinu. Þannig getur það ekki orðið áfram ef sveitarfélögin verða svo misstór sem þau eru núna. Við munum með því móti fá tvenns konar sveitarfélög. Smári Haraldsson geisladrifin eru komin! mmmmmmmmmamm • Nýja Zip geisiadrifið er byltingarkennd nýjung í afritun, flutningi og geymslu tölvugagna. • Drifin eru lítil og meðfærileg og fáanleg bæði fyrir PC og Macintosh tölvur. • Tilvalið fyrir einstaklinga og fyrirtæki, t.d auglýsingastofur. m» tm m mt smmnk mt mm rm wn Drifin kosta: 27.000 fyrir PC og 29.000 fyrir Mac. 100 mb. diskur fylgir drifinu. Tölvu-Pósturinn Hámarksgæði * Lágmarksverð GLÆSIBÆ ÁLFHEIMUM, SÍMI 533 4600 Hver á að úrskurða í bamaverndarmálum? Barnaverndarnefndir eða dómstólar? Á síðustu árum hef- ur verið meiri umræða um barnaverndarmál og meðferð þeirra hjá barnavemdamefndum og starfsmönnum þeirra en oft áður. Umræðan hefur þó oftar en ekki verið bundin við einstök mál þar sem foreldrar eða aðrir telja sig hafa ver- ið órétti beitt vegna afskipta bamavemd- amefndar eða starfs- manna hennar. Lítið hefur verið fjallað um ýmis grundvallaratriði barnavemdar — atriði sem varða rétt barna á vemd og öryggi ann- ars vegar og afskiptum hins opin- bera af málefnum Qölskyldunnar hins vegar. Ein ástæðan fyrir því hversu lítil opinber umræða er um þennan málaflokk er eflaust sú að hann fjallar um viðkvæma þætti einkalífsins og einnig að við emm ekki alltaf tilbúin að horfast í augu við ýmiss konar ofbeldi og van- rækslu. Umræða um börn, aðstæð- ur þeirra og aðbúnað hefur einnig lítinn forgang í okkar þjóðfélagi. Margir foreldrar standa oft og tíðum frammi fyrir erfiðum spurn- ingum varðandi börn sín og umönnun þeirra, spumingum sem ekki er svo auðvelt að fá svar við eða vita hvar aðstoðar sé hægt að leita. Barnaverndamefndir og starfsmenn þeirra fá á ári hvetju tilkynningar um fjölda barna sem búa við óviðunandi aðstæður. I flestum tilvikum er góð samvinna við foreldra um að bæta það sem aflaga hefur farið. Þó kemur það fyrir að aðstæður foreldranna eða möguleikar eru þann- ig, að þau eru ekki tilbúin til samvinnu um að breyta aðstæð- um barnsins. Þá er oftast þannig komið, að hagsmunir barns- ins og foreldranna rekast á — alla vega tímabundið — og stjórnvöld, þ.e. barna- 'verndamefnd þarf að grípa til þvingunarúr- ræða gagnvart for- eldram til þess að koma baminu til hjálpar. En hvenær er réttlætanlegt að grípa til þannig úrræða og hver á að taka þessar ákvarðanir?. Við gerð núgildandi laga um vemd barna og ungmenna (nr 58/ 1992) varð mikil umræða um það hvar úrskurðarvald í. bama- verndarmálum ætti að liggja; hjá barnaverndarnefndum eða hjá dómstólum? Niðurstaðan varð sú að þetta skyldi vera óbreytt, þ.e. barnaverndarnefndirnar hafa áfram bæði rannsóknarskyldu og úrskurðarvald. Hlutverk nefndanna er þannig tvöfalt, þ.e. nefndin (eða starfs- menn hennar) sinnir málinu á rannsóknarstigi, tekur ákvarðanir um stuðningsaðgerðir og þarf síð- an í nokkrum tilvikum að grípa til þvingunaraðgerða. Þvingunarúr- ræðin geta varðað; * ýmsan stuðning við bömin svo sem læknisskoðun, skólagöngu, vistun barns á stofnun o.fl.; * ákvörðun um að svipta foreldri forsjá bams — tímabundið eða varanlega; * ákvörðun um hvernig umgengni Það fyrirkomulag sem við höfum í dag er óheppilegt, segir Anni G. Haugen, og spurnin, hvort það uppfylli kröf- ur sem við gerum til stjórnsýslu og réttaröryggis. barns við kynforeldra verður eftir að því hefur verið komið í fóstur * ákvörðun um að barn verð kyrrt á fósturheimili. Helstu rökin sem fram hafa komið fyrir því að þetta ákvarðana- vald eigi að vera áfram hjá nefnd- unum er að dómstólaleiðin sé ekki nægilega skilvirk og of kostnaðar- söm. Erfítt geti orðið að tryggja nauðsynlega sérþekkingu innan dómstólanna og efasemdir hafa verið um að dómstólarnir muni tryggja öryggi og velferð barnsins. Ennfremur að rödd barnsins heyr- ist síður innan dómskerfisins. Þá hafa verið vangaveltur um að færðist þetta vald frá nefndunum yfír til dómstóla myndu nefndirnar missa möguleika á að hafa heildar- sýn á velferð bamsins. Þessi rök era vart haldbær í dag. Ekki verður annað séð en að hægt yrði að tryggja sérþekkingu með því að kalla til sérfræðinga í hveiju einstöku máli. Hvað varðar máls- meðferð þá ætti einnig að vera hægt að tryggja hraðmeðferð þess- ara mála. Nefndin sjálf myndi síðan Anni G. Haugen. Til að taka við auknum verkefn- um frá ríkinu verða sveitarfélög annaðhvort að vinna saman, svo sem í héraðsnefndum, byggða- samlögum o.þ.h. eða að samein- ast. Reynslan af samvinnu sveitar- félaga hefur verið misjöfn. Óhætt er að fullyrða að það gengur ekki að sveitarfélög taki við stórum og útgjaldafrekum verkefnum og myndi yfirsveitarstjórnarlegar stofnanir utan um hvert þeirra, t.d. hafnamál, heilsugæsiu og grannskóla. Ráðstöfun meirihuta útgjalda sveitarfélagsins yrði þannig tekin frá sveitarstjórninni, sem kjörin er af íbúum sveitarfé- lagsins með beinum hætti , og falin yfirsveitarstjórnarlegri stofn- un til ráðstöfunar. Sh'kt væri bæði ólýðræðislegt og kallaði á óánægju. Grundvallaratriði til að sveit- arfélögin geti tekið við auknum verkefnum í einhveijum mæli er að þau sameinist og myndi stærri og sterkari heildir. Með því að samþykkja sameininguna er engu að tapa en allt að vinna. Að óbreyttu mun ekkert sveitarfélag- anna á svæðinu fá staðist. Samein- ing þessara sex sveitarfélaga er ein af forsendum þess að okkur íbúunum á svæðinu takist að snúa vörn í sókn. (Helstu heimildir: Félagsmála- ráðuneytið: Skipting landsins í sveitarfélög. 1. Áfangaskýrsla 1991 Björn Friðfínnsson. Sveitar- stjórnarlög, nr. 8/1986. Fræðslurit nr. 8. 3. útg. Umsjón Unnar Stef- ánsson. Samband íslenskra sveit- arfélaga 1995). Höfundur er bæjarfulltrúi & ísafirði. vinna málin áfram og vera í því hlutverki að styðja bamið, kynfor- eldrana og fósturforeldra ef við á. Þó má draga í efa að hægt yrði að tryggja sambærilega málsmeð- ferð á öllu landinu. Þá ber einnig að hafa í huga að eðli barna- verndarmála er að tryggja velferð barnsins og öryggi en alls ekki að refsa foreldrum. Flytjist úrskurð- arvald yfir til dómstóla er málið flutt af sækjendum og veijendum og aðilar þannig settir upp sem andstæðingar hvor gegn öðrum, þ.e. foreldrarnir gegn barninu eða foreldrarnir og barnið gegn barna- vemdarnefnd. Barnavernd fjallar um að styðja böm og fjölskyldur þeirra — ekki um það að einhver einn eigi að vinna málið og annar þá að tapa því. Farsælustu lausn- irnar fyrir barnið eru þær sem hægt er að komast að samkomu- lagi. Sjálf vinnsla barnaverndar- mála tekur því langan tíma, þar sem stöðugt er verið að reyna að fínna heppilegustu lausnina fyrir bæði bamið og foreldrana. Það fyrirkomulag sem við höfum í dag er óheppilegt og spuming hvort það uppfylli kröfur sem við geram til stjómsýslu og réttarör- yggis. Sum lönd hafa gripið til þess ráðs að hafa sérstakan dómstól fyrir þennan málaflokk — dómstól sem sérhæfír sig í meðferð þessara viðkvæmu mála. Hér á landi mætti t.d. hugsa sér að Bamaverndarráð Islands hefði þetta hlutverk. í dag fjallar Bamavemdarráð um úr- skurði sem bamavemdamefndimar era búnar að kveða upp og er þann- ig málsskotsaðili. Með því að breyta þessu fyrirkomulagi yrðu bama- verndamefndirnar losaðar við það erfíða hlutskipti að vera bæði rann- sóknar- og ákvörðunaraðili í máli. Verkefni nefndanna yrði að rann- saka málið og veita stuðning en ef þyrfti að grípa til þvingunaraðgerða yrði málinu vísað til Bamavemdar- ráðs. Úrskurðum Barnaverndarráðs væri síðan hægt að skjóta til dóm- stóla. Höfundur er yfirmaður fjöl- skyldudeildar hjá Félagsmála- stofnun Reykjavikurborgar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.