Morgunblaðið - 11.11.1995, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 11.11.1995, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 1995 47 Kristniboðs- dagurinn í Seltjarnar- neskirkju KRISTNIBOÐSDAGURINN verður haldinn hátíðlegur í Seltjarnarneskirkju í ár sem fyrr. Kristniboðsdagurinn er annar sunnudagur í nóvem- ber og er þá minnst þeirrar skyldu sem allir kristnir menn hafa, sem er að koma boð- skapnum um Jesú Krist til allra þjóða. Prestar kirkjunn- ar samþykktu á Prestastefnu í sumar að gefa kristniboði meira rúm í safnaðarstarfinu og nýlega tók Kirkjuþing í sama streng. Sunnudaginn 12. nóvem- ber mun Friðrik Hilmarsson kristniboði predika við messu í Seltjarnarneskirkju og eftir messu mun hann segja frekar frá hinu íslenska kristniboði erlendis í safnaðarheimilinu en þar verður boðið upp á léttan hádegisverð. Breyttur sölutímií Kolaportinu KOLAPORTIÐ hefur hingað til verið opið á laugardögum kl. 10-16 en nú breytist sá sölutími í 11-17 og verður þá sami sölutími og á sunnu- dögum. Nú um helgina verður sér- staklega mikið um kompudót í Kolaportinu. Breskra hermanna minnst I STUTT minningarathöfn um hermenn frá Bretlandi og bresku samveldislöndunum verður haldin í hermanna- grafreitnum í Fossvogs- kirkjugarði sunnudaginn 12. nóvember kl. 10.45. Athöfnin er til minningar um þá sem létu lífið í heims- styijöldunum. Sr. Arngrímur Jónsson stjórnar athöfninni og öllum er velkomið að taka þátt í henni. „Frumbyggja- messa“ í Kópavogs- kirkju GUÐSÞJÓNUSTA, „frum- byggjamessa", verður haldin í Kópavogskirkju sunnudag- inn 12. nóvember kl. 14. Tilefni hennar er 40 ára afmæli Kópavogskaupstaðar. Allir eru hjartanlega vel- komnir en sérstaklega er vænst þátttöku „frum- byggja“ Kópavogs og þeirra sem lengi hafa búið í bænum. Stefán M. Gunnarsson, for- maður sóknarnefndar, flytur stólræðu og kirkjukór Kópa- vogskirkju syngur undir stjórn Arnar Falkner, organ- ista. Að lokinni guðsþjónustu verður boðið upp á kaffiveit- ingar í Safnaðarheimilinu Borgum og þar mun Jóhanna Björnsdóttir sýna litskyggn- ur. Boðið verður upp á akstur til og frá kirkju. Biblíusýning í Kringlunni Á ÞESSU ári eru liðin 180 ár frá stofnun Hins íslenska Biblíufé- lags. Af því tilefni hefur verið sett upp í Kringlunni sýning er nefnist: Biblían - hvernig varð hún til? Á sýningunni er rakin í máli og mynduni saga Biblíunnar, bæði Gamla- og Nýja testament- isins, þar til hún tekur á sig nú- verandi mynd. Einnig er stutt- lega rakin saga Bibliuþýðinga og sagt frá þýðingu Biblíunnar á íslensku. Þá er einnig kynning á Hinu íslenska Biblíufélagi. Sýningin, Biblían - hvernig varð hún til? er farandsýning og geta söfnuðir, og trúfélög og einnig stórmarkaðir, hvort held- ur er í Reykjavík eða annars staðar, óskað að fá hana. Hönnunsýningarinnar annað- ist Búi Kristjánsson en myndaval og textagerð var í höndum sr. Sigurðar Pálssonar. FRÉTTIR Morgunblaðið/Ámi Sæberg Handbók um málfræði ÚT ER komin Handbók um málfræði eftir Hö- skuld Þráinsson, pró- fessor við Háskóla ís- lands. Bókin er hugsuð sem hjálparrit bæði fyr- ir nemendur og kennara á grunn- og framhalds- skólastigi, í fyrri hluta bókar- innar er að finna stuttar skilgreiningar á liðlega 420 hugtökum og heit- um í íslenskri skólamál- fræði. Þurfi menn að lesa sér nánar til er við hveija einustu flettu vísað í grein í síðari hluta bókarinnar. Þar er yfirlit yfir íslenska málfræði í víðasta skilningi. Sá hluti skiptist í sjö meginkafla og nefnast þeir: Framburður, málhjóð og atkvæði, Beygingar og orðflokk- ar, Orðmyndun, Setn- ingafræði, Merking orða og setninga, Mál- rækt, málvöndun og mállýskur og Nútíma- mál, fommál og önnur mál. Útgefandi er Násm- gagnastofnun, en Lýð- veldissjóður, sem stofn- aður var í tilefni af 50 ára afmæli lýðveldis ís- lands árið 1994, styrkir útgáfu bókarinnar. Hef- ur verið ákveðið að láta nemendur og skóla njóta þess í verðlagn- ingu bókarinnar og jafnframt með því að gefa bókina öllum nemendum sem nú eru í 8. bekk. í þessu skyni hafa á fimmta þúsund eintök fengið sérstaka gjafaáritun. Höskuldur Þráinsson KRISTNIBOÐSSTÖÐIN í Gisma, Voitódal, S-Eþíópíu. Kristniboðsdagur- inn á sunnudag Basar í Neskirkju KVENFÉLAG Neskirkju stendur fyrir kaffísamsæti og basar í safn- aðarheimili að lokinni guðþjónustu í kirkjunni næstkomandi sunnudag, 12. nóvember. Messan hefst kl. 14. Kvenfélagið, sem er eitt elsta kirkjukvenfélag landsins, hefur í áratugi staðið fyrir kaffísamsætL og basar á haustin. Þetta hefur að jafnaði verið mjög vel sótt. -----♦ ♦ ♦---- Fyrirlestur um barnaheimspeki HREINN Pálsson heimspekingur fjallar um bamaheimspeki og um- hverfissiðfræði mánudaginn 13. nóvember nk. kl. 20.30 í Alviðru í Ölfusi. Fyrirlesturinn er á vegum Fræðsluskrifstofu Austurlands og Umvherfisfræðslusetursins í Al- viðru og er opinn öllu áhugafólki. Aðgangur er ókeypis. í hléi verður borið fram kaffi í boði hússins. Hreinn Pálsson rekur m.a. Heim- spekiskólann og hefur haldið fjölda fyrirlestra um barnaheimspeki. Yfirlýsing AÐ MARGGEFNU tilefni, vegna fjölda fyrirspuma ónafngreindra að- ila, tek ég undirritaður, Friðrik Vest- mann, eigandi framköllunarfyrirtæk- isins Pedromynda á Akureyri, það skýrt fram að sögusagnir, um að fyr- irtæki mitt tengist dreifíngu á um- ræddri mynd af Heiðari Jónssyni, eiga ekki við nokkur rök að styðjast. Við höfum enga heimild til að sýna eða skýra öðrum frá myndum sem framkallaðar eru í Pedromyndum, hvort sem umræddar myndir hafa verið framkallaðar þar eða ekki. Al- gjörum trúnaði er haldið við viðskipta- vini. Ég tel mig reka traust og gott fyrirtæki og vil því ekki á nokkum hátt vera viðriðinn slík mál, enda ekki okkar vani að rægja einstakar persónur eða atvinnurekstur. Friðrik Vestmann. STÓRSTÚKA íslands hefur mót- mælt harðlega þeirri skammsýni og því ábyrgðarleysi sem birtist í fram- kominni tillögu á Alþingi um lækk- un lögaldurs til áfengiskaupa í 18 ár. I fréttatilkynningur Stórstúk- unnar segir m.a. að reynsla Banda- ríkjamanna af lækkun áfengis- kaupaaldurs hafi orðið sú að þeir hækkuðu þann aldur á ný í 21 ár. Þá hefur Áfengisvamarráð sent frá sér fréttatilkynningu „Áhrif lækkaðs lögaldurs til áfengiskaupa alvarleg." Þar er fjallað um rannsókn í Bandaríkjunum á lækkun lögaldurs og skýrt frá eftirfarandi: „Slysum á ungu fólki ijölgaði uggvænlega, til að mynda um 54% á milii ára í ÞJÓÐKIRKJAN hefur um árabil helgað einn sunnudag á ári málefn- um kristniboðsins. Kristniboðsdag- urinn er að þessu sinni sunnudaginn 12. nóvember nk. Biskup íslands hefur ritað sóknarprestum bréf og hvatt þá til að minnast kristniboðsins í prédikun sinni og gefa kirkjugestum tækifæri til að styðja það með fjár- framlögum. Biskup bendir á að prestastefna hafí sl. sumar hvatt til þess að kirkj- an gæfi kristniboðinu meira rúm í starfi sínu. Nýliðið kirkjuþing tók í sama streng og mælti með því að stofnaðir yrðu starfshópar á vegum. safnaða og prófastsdæma sem hefðu það að markmiði að efla kristniboðið. Samband ísl. kristniboðsfélaga, sem er leikmannahreyfing þjóð- kirkjufólks, hefur um þessar mundir ellefu kristniboða á sínum vegum í Eþíópíu og Kenýu. Nú hafa fjölmenn- ar lútherskar kirkjur risið í báðum Michigan og meira en 100% í Massachusetts. Ekki einasta fjölg- aði banaslysum og öðrum alvarleg- um slysum í umférðinni á fólki 18-20 ára heldur og á 16-17 ára unglingum. Það sýnir að drykkjan færist enn neðar en að mörkum lögaldurs ef lækkuð eru. Þegar sýnt var að hundruð bandarískra ungmenna höfðu gold- ið fyrir lækkun lögaldurs til áfengis- kaupa með lífi sínu tóku ýmis ríki að þumlunga sig upp á við að nýju. Þá kom í ljós að dró úr slysum á ungu fólki og áfengisneysla þess minnkaði. Nú er svo komið að lög- aldur til áfengiskaupa er 21 ár um gervöll Bandaríkin. Á íslandi er hann 20 ár.“ Mótmæla lækkun lög- aldurs til áfengiskaupa þessum löndum. Þær vaxa mjög ört og eru kristniboðarnir í raun réttri starfsmenn þessara kirkna. Auk boðunarstarfs leggja kirkj- urnar í báðum löndunum mikla áherslu á almennt framfara- og þró- unarstarf. Þannig hafa íslenskir kristniboðsvinir í félagi við Norð- menn hjálpað Pókot-mönnum í Vest- ur-Kenýu að koma sér upp 27 grunn- skólum. í 40 ár hafa tugþúsundir barna í Konsó í Eþíópíu notið fræðslu vegna skólahalds kristniboðsins og síðar kirkjunnar. Mjög mikið starf er unnið á vettvangi heilsugæslu og forvarna. Kristniboðssambandið hefur ný- lega ákveðið að ganga til samstarfs við norska útvarpsfélagið NOREA og mun styðja gerð útvarpsþátta á kínversku. NOREA hefur starfað í fjóra áratugi og stendur að fram- leiðslu og útvarpi kristilegs dag- skrárefnis á 20 tungumálum. KÍN' -leikur að Itera! Vinningstölur 10. nóv. 1995 4*8*9»18*19«21 • 22 Eldri úrslit á símsvara 568 1511

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.