Morgunblaðið - 17.11.1995, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 17.11.1995, Blaðsíða 22
MORGUNBLAÐIÐ }-*<» jonrdnnirav'V/rrn'mi.riTn.-V! 22 FÖSTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1995 IÐNSKÓLINN f REYKJAVÍK Innritab verbur á vorönn 1996 mánud. 20. til fimmtud. 23. nóvember kl. 15.00 til 18.00. ✓ -— Itarleg auglýsing birtist í blaöinu á sunnudag. KAUPMENN - INNKAUPASTJÓRAR Umbúbapappír og jólapappír Stórkostlega fallegt og fjölbreytt úrval í mörgum breiddum og lengdum á frábæru verði. Höfum einnig á lager glæsilegt vgSŒgill Guttormsson-Fjölval hf. Mörkin 1 • 108 Reykjavík • Símar: 581 2788 og 568 8650 • Fax: 553 5821 FYRIR AOI SÍÐUMÚLA 34 (Fellsmúlamegin) • SÍMI 588 7332 OPIÐ: MÁNUD. - FÖSTUD. 9-18 • LAUGARDAG 10-16 Baðkar Stærð 170x70 cm. t aveyy ^ 34x45 cm. WC í vegg eða gólf--- með vandaðri | harðri setu í sama lit. 1 “S2s - % __________LISTIR______ Umritanir og fleira TÓNLIST Áskirkja KAMMERTÓNLEIKAR Flytjendur; Osmo Vanska, Sigurður I. Snorrason, Þorkell Jóelsson, Svanhvít Friðriksdótir, Brjánn Ingason og Darren Stonham. Mið- vikudagur 15. nóvember. S.I.S. - skammstafað í efnis- skrá og ég geri ráð fyrir að sé Sigurður I. Snorrason - tók sam- an heimildir um efnisskrá tónleik- anna í kvöld og fróðlegast og kannski vinsælast væri að birta hér samantekt S.I.S. í stað ein- hvers konar gagnrýni, en ekki er víst ætlast til þess, en ég leyfi" mér að vjtna í samantektina. Fyrsta verk kvöldsins var Sext- ett í Es-dúr K.V. 375, verk sem Mozart samdi á Teresíu-daginn, sem er 15. nóvember, og sjálfsagt hefur tónleikadagurinn nú eihmitt verið valinn með hliðsjón af fæð- ingardegi Sextettsins. Svo vitnað sé í efnisskrána segist Mozart hafa skrifað verkið svolítið skyn- samlega vegna einhvers H.V. Stracks, sem hann átti von á að heyrði verkið og vildi sýna.svolít- ið skynsamlega skrifað verk. Hér var Sextettinn fluttur í sinni upp- haflegu mynd, en síðar umritaði Mozart verkið fyrir átta hijóð- færaleikara. Strax á fyrstu tökt- um verksins var áberandi fallegur hljómur og um leið gott jafnvægi og fallegt veikt spil sem til kom af því að Osmo, sem spilaði 1. klarinett, leyfði sér að spila mjög veikt á klarinettið sitt. Osmo Vánska hefur áður sýnt hér að hann er feiknagóður klarinettisti og sem hljómsveitarstjóri mótaði hann eðlilega mjög flutningsmáta hópsins. Nauðsynlegt er góðum hljóm- sveitarstjóra að vera um leið góð- ur hljóðfæraleikari, ef hann hefði ekki verið alinn upp sem slíkur hvernig á hann þá að geta leið- beint öðrum hljóðfæraleikurum? Á sama hátt er erfitt að skilja þær yfirlýsingar, að tónskáld geti skrifað lífvænlega músik án þess sjálf að geta spilað á nokkurt hljóðfæri af viti. Grunnurinn að hvoru tveggja hlýtur að vera góð- ur hljóðfæraleikur, það sannar leikur Osmos, svo skylt er skegg- ið hökunni. Skemmst er frá því að segja að Sextettinn var mjög fallega músiseraður frá upphafi til enda. Að vísu var fyrri Menu- ettinn dálítið hægur, hefði fengið upplyftingu við örlítið hraðara tempó; Adagio-ið fékk fallegt le- gato-spil og síðasti þátturinn var sprúðlandi, og í fyrsta þættinum velti maður fyrir sér hvort Verdi hafi samið fræga óperuaríu upp úr tema fyrsta þáttarins, því tæp- lega hefur Mozart stolið hug- myndinni frá Verdi. Hér kom og nýr hornleikari til sögunnar, Svanhvít Friðriksdóttir, og féll vel inn í hópinn, áberandi var hvað tónmyndun og tónn hennar og Þorkels náðu vel saman. Osmo, Sigurður og Bijánn léku umritanir á aríum úr Figaro og Don Giovanni, umritanir sem að öllum líkindum koma ekki frá hendi Mozarts sjálfs. Aríurnar léku þeir þremenningar fallega en nokkuð varfærnislega og með því hraðavali sem venjulegast heyrist í óperunum. Spurningin er hvort ekki hefði fyrir hreinan hljóðfæraleik mátt hnika hraðav- alinu örlítið til, þ.e. umrita einnig tempóin örlítið? Sextett Beet- hovens op 71 fyrir 2 klarinett, (klarinettur í efnisskrá) 2 horn og 2 fagott „er samsettur úr eldri verkum mínum og þess utan skrif- aður á einni nóttu. Það er fátt annað um þetta að segja, nema að þetta er eftir höfund sem hef- ur látið betra frá sér fara þótt sumum líki svona verk best“. Þetta er haft eftir Beethoven sjáf- um og spurning er hvort taka á manninn alvarlega, því flest tón- skáld teldu sig fullsæmda af slíku verki. Hér reynir víða mjög á hljóðfæraleikarana og sjaldan kom fyrir að út dytti nóta. Kannski er annar þátturinn, Adagio-ið, vandasamast í spili, að leiða fleygröddunina fallega fram í dagsljósið og Rondóið í lokin spiluðu þau briljant. Þetta voru tónleikar sem fylla hefðu átt kirkjuna og rúmlega það, en sú var því miður ekki reyndin og maður veltir fyrir sér hvers vegna bestu tónleikarnir eru oft lakast sóttir? Ragnar Björnsson Dauði og von BÖKMENNTIR S aga SUMARLANDIÐ -SAGA UM VON Eyvind Skeie. Þýðing: Sigurður Páls- son. Skálholtsútgáfan, 199.5.47 síður. TILURÐ þessarar litlu bókar er sögð vera dauði lítils barns. Höfundur er norskur prestur og rithöfundur og þegar ung hjón missa lítið barn af slysförum setti hann saman þessa bók ef hún gæti „ef til vilforðið einhveijum til hjálpar við að hefja gönguna á vegi sorgarinnar“. Sagan segir frá litlu barni sem gengur inn í Dimmadal sem sumir kalla dauðann. í upphafi frásagnar er dauðanum lýst sem dal sem enginn sér en er samt alltaf nálæg- ur. „Þú sérð hann ekki fyrr en um leið og þú gengur inn í hann og það gerist þegar þú deyrð.“ (s. 10). Barninu er hjálpað af þrem englum, Engli ljóssins, Engli von- arinnar og Engli huggunarinnar og þeir leiða barnið til „Hans sem alltaf bíður“. Gangan er stundum erfíð og tárin falla enda þótt það séu fremur þeir sem eftir eru sem gráta. Dvölin, sem bíður þeirra sem stíga inn í þessa ósýnilegu veröld, er ánægjuleg. Hægt er að velja um hvort menn vilja dvelja á Sumarsléttunni, í Vorhögum, í Haustgarðinum eða á Vetrarheið- unum allt eftir því hvaða árstíð er okkur helst að skapi. Þegar förinni lýkur klifrar barnið upp í fang „Hans sem alltaf bíður“ sem er enginn annar en Jesús Kristur sem nefnir barnið sínu nafni. Sagan er ljóðræn og stuttorð og frásögnin knöpp. Þýðing á sögu sem þessari er erfið því frásögn af þessu tagi hlýtur að vera mjög nátengd menningarumhverfi sínu. Nafn Krists, „Hans sem alltaf bíð- ur“, verður stirt í beygingu og þegar sögn kemur á eftir slíku sarnsettu nafnorði slitnar nokkuð samhengið og flæði frásagnarinn- ar rofnar. Á hverri opnu er stuttur texti efst á síðu og á síðunni á móti er svart-hvít teikning. Teikningarnar hafa ekki komið vel út í prentun- inni og eru sumar hieldur óskýrar. Umbrotið er einnig nokkuð sér- kennilegt þar sem textanum er þjappað saman efst á síðu og síðan oft tóm fyrir neðan. Bókina hefði mátt gera miklu snotrari með vandaðri uppsetningu textans. Þessa dagana er sorg í mörgum húsum á íslandi. Ef til vill getur frásögn af þessu tagi létt einhveij- um að vinna úr sorginni en samt fínnst mér þessi frásögn talsvert frábrugðin þeim viðhorfum sem við Islendingar höfum til dauðans og þess sem bíður okkar handan landamæranna. En hún boðar von. Sigrún Klara Hannesdóttir „Sögur“ í Gallerí Sævars Karls í DAG verður opnuð sýning á verkum Grétu Mjallar Bjarnadótt- ur í Gallerí Sævars Karls, Banka- stræti 9. Myndirnar á sýningunni eru grafíkverk, koparætingar þrykkt- ar á pappír. Sýningin ber heitið Sögur. Gréta Mjöll fékk til liðs við sig tólf sögumenn, sex konur og sex karla sem leggja til sögur, gerðar með niðurröðun myndtákna. Þetta er þriðja einkasýning Grétu Mjallar en hún hefur tekið þátt í fjölda samsýninga. Hún sýn- ir einnig á sýningunni Samtímis, sem er samsýning fímm grafík- listamanna í Norræna húsinu. Norræna húsið Tónlist fyrir börn í DAG kl. 13 munu dönsku tónlistarmennirnir Jan Irhoj og Thorstein Thomsen segja sögur og flytja dönsk barna- lög í Norræna húsinu. Jan og Thorstein hófu fer- il sinn innan tokktónlistar- innar og hafa þeir spilað með fjöldan öllum af hljómsveit- um gegnum tíðina. En nú í seinni tíð hafa þeir snúið sér alfarið að barnatónlist. Mörg lög þeirra eru þegar orðin sígild barnalög. í Danmörku eru Jan og Thorstein ef til vill þekktasti fyrir „Max og Antonette", sem var gefin út í yfir 300.000 eintökum. Nýjasta útgáfa þeirra er einskonar tónlistarstafróf og kallast „Alle tiders ABC“ og kom út á þessu ári. Sem liður í heimsókn Jan Irhoj og Thorstein Thomsen til íslands, sóttu þeir Vest- firðinga heim í vikunni og fengu þeir góðar viðtökur. I næstu viku munu þeir halda til Austfjarða og heimsækja hina ýmsu skóla og skemmta. Dagskráin í Norræna hús- inu stendur yfir í ca. 45 mín. og er öllum opinn og aðgang- ur ókeypis. Tónleikum Tríós Reykja- víkur frestað TÓNLEIKUM Tríós Reykja- víkur sem vera áttu í Hafnar- borg sunnudaginn 19. nóvember verður frestað til sunnudagsins 26. nóvember.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.