Morgunblaðið - 17.11.1995, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 17.11.1995, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Boeing og McDonnelI Douglas ræða samruna New York. Reuter. HLUTABRÉF í Boeing og McDonn- ell Douglas hækkuðu í verði í gær vegna frétta um viðræður um sam- runa flugvélaverksmiðjanna. Ef fyrirtækin verða sameinuð verður komið á fót stórveldi, sem fær yfirburðastöðu í smíði farþega- flugvéla jafnt sem herflugvéla. Markaðsvirði slíks fyrirtækis yrði rúmlega 35 milljarðar dollara. Sala þeirra til samans nam 35.1 millj- arði dollara í fyrra. Hlutabréf í McDonnell Douglas hækkuðu um 5 dollara í 91,25 í kauphöllinni í New York, en lækk- uðu í 89,75 dollara þegar á daginn leið. Hlutabréf í Boeing hækkuðu um 1,50 dollara í 75,50 þegar The Wall Street Journal hafði skýrt frá því að fyrirtækið ætti í leynilegum viðræðum um samruna við McDonnell Douglas í íjew York. Vegna yfirburða Boeings í smíði farþegaflugvéla og McDonnells í smíði herflugvéla mundi sameining þeirra vekja mikinn ugg keppi- nauta, einkum Airbus Industrie í Evrópu, sem hefur náð viðskipta- vinum frá keppinautum sínum í Bandaríkjunum. Hvorugt félag vildi láta hafa nokkuð eftir sér um málið. Fréttin í Wall Street Journal var höfð eftir mönnum, sem vissu um viðræðurnar, og samkvæmt henni hefur Boeing hvatt til hreins sam- runa, en í hans stað kunna viðræð- urnar að leiða til meiriháttar eigna- skipta. Ymsir sérfræðingar telja sam- runa ólíklegan vegna uggs um hringamyndun og að eignaskipti séu trúlegri kostur. „Markaðshlutdeild nýja fyrirtæk- * Avöxtunar- krafa hús- bréfa niður ÁVÖXTUNARKRAFA húsbréfa lækkaði lítillega hjá Landsbréfum og Verðbréfamarkaði íslandsbanka í gær, og er krafan nú að nálgast fyrri stöðu eftir að hafa hækkað talsvert í upphafi þessarar viku. Hjá Landsbréfum lækkaði krafan um 4 punkta, niður í 5,59% en hjá VÍB fór hún niður í 5,61%. Engin breyting varð á kröfunni hjá Kaup- þingi og Skandia. Lækkunin nú kemur í kjölfar aukinnar eftirspurn- ar á markaðinum en enn er veltan tiltölulega lítil og talsverð óvissa virðist ríkja um framhaldið. Því má allt eins reikna með því að krafan geti hækkað á nýjan leik. isins yrði of mikil," sagði sérfræð: ingur Pacific Crest Securities. „í Bandaríkjunum yrði einn seljandi farþegaflugvéla og markaðshlut- deildin í heiminum yrði rúmlega 70%.“ Whitlow taldi eignaskipti hugsanlegri. Boeing kynni að fá þyrludeild McDonnell Douglas, eða skotpaHafyrirtæki, og McDonnell kynni að taka við geimsstöðvaum- svifum Boeings. Sérfræðingar segja að viðræð- umar kunni að fara út um þúfur. En þar sem McDonnell Douglas hafi vísað fyrri þreifmgum Boeings á bug og nú fallizt á viðræður bendi það til þess að fyrirtækjunum sé alvara. í marz sameinaðist Lockheed flugvélaverksmiðjunum Martin Marietta, álíka stóru fyrirtæki. Nú er sagt að rætt sé um samruna, sem í raun og veru yrði í því fólginn að Boeing gleypti McDonnell. Mark- aðsverðmæti Boeings er 25.3 millj- arðar dollara, en McDonnells 9.7 milljarðar dollarar. f<ffS' rs fédrsjfwfsistfsisf Aft'fSSfffP'i Fyrsta desember hefst sex vikna fjölskylduhátíð jólasveinsins í verslunum og fyrirtœkjum í Hveragerði og síðast en ekki síst Tívolíhúsinu sem búið er að breyta í 6 þúsund m? Jólaland! *< A IfSt f-fS ► Fjölbreytt skemmtidagskrá fyrir ALLA FJÖLSKYLDUNA ► Leikþættir á fjórum LEIKSVIÐUM ► TÍVOLÍ FRÁ ENGLANDI ► Markaðstorg ÍSLENSKIR JÓLASVEINAR HÚSDÝRAGARÐUR ► Tónlistaratriði ► grýla og Leppalúði ►- STÆRSTA JÓLATRÉ Á ÍSLANDI Forsala vegabréfa í Jólaland hefst 24. nóv. Klippið auglýsingarnar út og safnið. Þeir sem koma með allar 9 auglýsingamar íjólaland fá viðurkenningu frá jólasveininum Sánkti Kláusi. Nöfn þeirrafara í pott og verða glœsilegir vinningar dregnir út á Þorláksmessu. EIMSKIP FLUGLEIÐIR, INNANLANDS• FÖSTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1995 17 w Á einstökum laugardegi Fjölnota skrífstofu- og tölvu- húsgögn Á morgun laugardag kynnum við þér m.a. nýjustu fjölnota tölvuborðin frá SIS. .v>UG^0 % SIS skrifstofuhúsgögnin eru íslendingum vel kunn. Þau eru sterk, endingargóð og þykja einstaklega vel hönnuð. Tilboö laugardagsins! ECOterm 2 = Þægilegt tolvuborð Kjorið toivu- WffFU HHHHH99 borð við allar jKjggj aðstæður. ; ■; •. '.-f Nú á einstöku j ,.rla9B tilboði aðeins I ~ ^ ECOterm 2 kr. 7.900 // /enn Frábær lausn fyrirtölvuna + prentarann! Tilboðsverð á morgun laugardag: ECOtotal 3 = Tolvu- og prentaraborð Verslun tölvumannsins v Misstu ekki af litrikum og liflegum laugardegi í verslun tölvumannsins. Opiðfrá 10.00 til 16.00. Hátækni til framfara Skeifunni 17 • Sími 568-1665 • Fax 568-0664 Jólaefni - 700 gerðir úr að velja. Verð frá kr. 385 til kr. 947 pr. m. Gífurlegt úrval af jólaföndursniðum, bókum, blúndum og satínborðum. Föndurlímið vinsæla ávallt til hjá okkur. VIRKA Mörkin 3 við Suðurlandsbraut. Sími 568-7477 Opið mán.-föst. kl. 10- 18. og laugard. kl. 10-14.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.