Morgunblaðið - 17.11.1995, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 17.11.1995, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ MINNIIMGAR FÖSTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1995 43 slóð okkar til baka ofan í Mjóafjörð. Seinna fórum við svo aftur og völdum okkur leið inn á hálendið af Eyrarfjalli eða svonefndri Hesta- kleif. Var það miklu auðveldara. Hafþór kenndi einungis einn vetur á ísafirði en við héldum ávallt-góðu sambandi eftir það. Eitt sinn átti hann vetrarmynd af gamla sælu- húsinu á Steingrímsfjarðarheiði í klakaböndum í jólablaði Skutuls, málgagns jafnaðarmanna á Vest- fjörðum, sem ég hef ritstýrt um margra ára skeið. Sú mynd var tekin þegar hann ók yfir heiðina á hjarni snemma á árinu 1987. Það er ekki hægt að segja að nein lognmolla hafi verið í kringum Hafþór þar sem hann fór. Hann'var afskaplega stór og myndarlegur maður og lá mjög hátt rómur og var eftir honum tekið. Hann var mjög glaðsinna og lifði viðburðaríku lífi og var sjálfum sér verstur að margra áliti. Hann var ævintýra- maður af lífi og sál og naut þess að vera til. Síðast hittumst við á Skíðaviku á ísafirði í vor. Hafþór minn, far í friði. Ég veit að þú hefur fundið góð heimkynni í eilífðinni þar sem endalausar snjó- breiður freista þín að glíma við á jeppanum þínum. Ég vona að ég fái að vera með í þeim ferðum þeg- ar við hittumst aftur. Aldraðri móð- ur þinni og.börnum votta ég samúð mína. Gísli Hjartarson ritsijóri, ísafirði. í dag eru níu ár síðan ég kynnt- ist Hafþóri Ferdinandssyni en hann hafði þá ráðið sig til kennslu við Grunnskólann á ísafirði. Varð okk- ur strax vel til vina því við höfðum sömu áhugamál, þ.e.a.s. bíla, úti- veru og íjallaferðir. Strax þennan vetur fórum við að skipuleggja ferðir og var ferð á Drangajökul okkar fyrsta verkefni. Ætlunin var að fara á jeppa þvert yfir jökulinn en það hafði aldrei verið reynt áður. Það var mikið kappsmál hjá Hafþóri að gera eitt- hvað, eða fara eitthvert, sem aldrei hafði verið farið eða gert áður. Einnig minnist ég ferða á Galtar- vita, Glámu, skroppið á Suðureyri þegar allt var ófært. Ferðir á Lang- jökul, í Þórsmörk og núna síðast heilmikla ævintýraferð á Eiríksjök- ul. í þeirri ferð urðum við fyrir því óláni að skemma jeppann okkar þegar hann fauk u.þ.b. 100 m um hlíðar Eiríksjökuls. Sem betur fer vorum við hvergi nálægt þegar þetta gerðist, en samt komumst við alla leið á toppinn að aflokinni bráðabirgðaviðgerð í hlíðinni með hjálp góðra manna. Hafþór var mikill náttúruunnandi og af honum lærði ég margt í fjalla- ferðum og meðal annars hvernig ætti að aka um viðkvæmt land. Þess vegna veit ég að honum sárn- aði að vera ákærður fyrir að hafa „ekið um hlíðar Eiríksjökuls á jeppabifreið sinni svo för mynduð- ust“ eins og stóð í ákærunni. Auð- vitað voru glerbrot og brak úr bíln- um út um allt fjall og fórum við fjórar ferðir síðar um sumarið til að reyna að hreinsa það upp, en ásökunum um að för hafi myndast eftir jeppann vísa ég alfarið til föð- urhúsanna, því ekið var á snjó þar sem farið var utan vegar. Síðustu árin hafði Hafþór starfa af því að aka með ferðamenn um hálendi og jökla íslands, bæði á sumrum og vetrum. í þrettán ár hafði hann farið í svokallaða jólaferð til Hveravalla með vistir og annan jólavarning fyrir starfsfólk Veðurstofunnar. Alltaf var sama góða stemmningin fyrir þær ferðir, mikil eftirvænting, stutt í jólaskapið og helst átti að fara einbíla. í þessum ferðum var Hafþór alitaf í essinu sínu. Sé ég hann fyrir mér þar sem hann var að vanda sig, með opinn gluggann, vinstri höndin lafir út og rýnt á hjólin hvort þau spóluðu. Og alltaf skilaði hann af sér jólavarningnum á réttum tíma þótt stundum færu nokkrir sólarhringar í það. Út af þessum ferðum fékk hann viður- nefnið Hafþór „Hveravallaskrepp- ur“ sem honum fannst mikill heiður að. Hafþór var umdeildur maður. Síðustu árin hafði hann ekki höndl- að hamingjuna í einkalífi sínu en hann var vinur vina sinna og ég er stoltur af því að hafa verið einn þeirra og þekkt þennan sómapilt sem nú er farinn í sína síðustu ferð. Móður hans og börnum votta ég mína dýpstu samúð. Minningin geymir góðan dreng. Páll Halldór. Vetur er nú genginn í garð, snjór til fjalla og ýmsir farnir að hugsa til hreyfings, sem fundið hafa fyrir hinu seiðandi aðdráttarafli óbyggða íslands. Hin endalausa víðátta drif- hvítrar náttúru og óijúfanleg kyrrð hennar er þessu fólki allt. Hafþór Ferdinandsson var á meðal fyrstu manna til þess að nýta sér sérbúna bíla til ferðalaga um óbyggðirnar og ófáar ferðirnar fór hann með vistir til veðurathugunarfólks á Hveravöllum um jól eða áramót. Athygli vakti að veður og færð virt- ust sjaldnast hefta för hans, til hinnar mestu ánægju og öryggis fyrir það fólk sem vinna þurfti sín störf svo langt úr alfaraleið. En nú, svo langt fyrir aldur fram, hefur Hafþór lagt upp í sína síð- ustu ferð. Sú för, kemur okkur fé- lögum hans og vinum í opna skjöldu. Við kynntumst nokkrir byggingamenn á vinnustað fyrir tæpum tuttugu árum og tókst afar sérstæð og ánægjuleg samvinna með okkur, þótt við kæmum hver úr sinni áttinni. Kynni þessi leiddu til félagsskapar sem haldist hefur æ síðan og margar voru þær ánæg- justundirnar sem við nutum í þess- um góða hópi og þá oftast á heim- ili einhverra okkar. Hafþór lagði mikið upp úr því að við færum sam- an til fjalla og helst af öllu haustlita- ferð í Þórsmörk. Víst fórum við saman til fjalla, en ekki í Þórsmörk, það tækifæri kom ekki en núna þegar Hafþór er farinn í sína haustlitaferð, sitjum við eftir hin, svo hljóð en þakklát kynnum af okkar góða vini. Börnum hans, móður og systkin- um færum við okkar innilegustu samúðarkveðjur. ^ S.Í.Ö.L. félagar. Nú líður óðum á lokaþáttinn. Mér er örðugt og þungt um andardráttinn.. Hið ytra virðist i engu breytt, en sært er hjartað og sál mín þreytt. (Stefán frá Hvítadal) Er við heyrðum andlát vinar okk- ar var eins og tíminn stöðvaðist Um stund. Við horfðum hvort á annað og spurðum hvers vegna, af hveiju, en það verður fátt um svör. Hafþór var tíður gestur á heimili okkar. Við sátum oft lengi og spjöll- uðum um lífið og tilveruna, gleði og sorg. Það voru margar sögurnar sem hann sagði okkur um fjallaferð- irnar sínar, sem voru líf hans og yndi, það má með sanni segja að hann .var barn náttúrunnar. Hafþór var ákaflega greiðvikinn, fljótur til að hjálpa ef á þurfti að halda og vinur vina sinna. Litlu dætur okkar hændust fljótt að Haf- þóri, enda var hann sérstaklega barngóður. Litla stelpan okkar sagði um daginn að hún sæi stjörnuna hans Hafþórs á himninum og hann væri að kíkja niður til okkar. Sýnir það best hug hennar til hans. Við fráfall hans myndast djúp gjá sem ekki verður hægt að fylla í hjörtum okkar allra. Guð gefi okkur styrk í sorg til að standa saman og hugga hvert annað. Tíminn græðir sárin, en góðar minningar lifa. Við vottum öllum aðstandendum dýpstu samúð okkar. Elsku Bára mín og Arnar á ykk- ur, hefur mikið verið lagt. Megi góður guð styrkja ykkur. Að lokum, Hafþór minn, viljum við kveðja þig með sömu orðum og þú kvaddir okkur öll í síðustu heim- sókn til okkar: „Við sjáumst." Torfi, Anna og dætur. GUNNAR VERNHARÐSSON t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SVANFRÍÐUR KRISTJÁNSDÓTTIR frá Hellissandi, sem andaðist 14. nóvember, verður jarðsungin frá Ingjaldshólskirkju laugar- daginn 18. nóvember kl. 14.00. Sætaferðir verða frá BSÍ kl. 10.00. Þeim, sem vilja mihnast hinnar látnu, er bent á Minningarsjóð slysavarnadeildar Helgu Bárðardóttur, Hellissandi. Friðjón Jónsson, Bylgja Halldórsdóttir, Þyri Jónsdóttir, Haukur Sigurðsson, Sigurður Jónsson, Metta Guðmundsdóttir, Kristján Jónsson, Arnheiður Matthíasdóttir, Baldur Jónsson, Albína Gunnarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir færum við öllum, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengda- föður, afa og langafa, OTTÓS LAUGDAL. Jóhanna Sveinsdóttir, Erna M. Ottósdóttir Laugdai, Gunnar Ottósson, Naowarat Ottósson, Jónas H. Ottósson, Ingunn Sveinsdóttir, Pétur Ottósson, Anna Shárlin, Lena Ottósdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, HALLGRÍMS PÉTURSSONAR frá Hellu, Jökulgrunni 6, Reykjavík. Ásta Vilhjálmsdóttir, Erna Hallgrimsdóttir, Finnbogi Böðvarsson, Helga Hallgrimsdóttir, Konráð Beck, Herdís Hallgrímsdóttir, Sigurður Ólafsson, Pétur V. Hallgrímsson, Hafdís Ragnarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Gunnar Vernharðsson fæddist að Hvítanesi í Ögur- hreppi í N-ísafjarðarsýslu 23. nóvember 1912. Hann lést á heimili sinu, Grænuhlíð við Bústaðaveg, 24. október síðast- liðinn og fór útförin fram 3. nóvember. ÞAÐ VAR fyrir fjórum árum, sem kynni okkar Gunnars Vernharðs- sonar hófust. Þá hafði ég keypt lít- ið hús á næstu lóð við hans í landi Vatnsenda. Eiginlega var það hún Trína, tíkin þeirra Gunnars og Þor- bjargar, sem flýtti fýrir þeim kynn- um, því hún var nefnilega hreint ekki sátt við þessa nýju manneskju, sem var komin til að vera svona ofan í hennar yfirráðasvæði og gelti án afláts fyrstu dagana. Og það var aðeins ein lausn á því, að kynna sig fyrir henni og Gunnari. Gunnar heilsaði mér með handabandi að gömlum íslenskum sveitasið og fljótlega kom í ljós að við áttum bæði rætur vestur í Djúp, hann í Hvítanesi, ég á Vonarlandi og upp frá því urðum við góðir grannar. Síðan kynntist ég Þorbjörgu og þau hafa verið ófá skiptin sem boð- ið var inn í kaffi og spjall um tíðina. Það var gott að geta leitað til Gunnars, hvort sem var til þess að fá lánuð verkfæri, fá hjá honum grænmeti eða góð ráð með gróður- inn. Gunnar var hæglátur og fallegur gamall maður með ákveðnar skoð- anir á lífinu og tilverunni. Hann hafði báða fætur á jörðinni og nautn af vinnu. Ég sá hann helst aldrei öðruvísi en með báðar hendur í moldinni, hlúandi að öllu sem óx og dafnaði eða með hamar og sög og viti menn, nokkrum dögum síðar var búið að girða kringum bústaðinn og varla heyrst hamarshögg. Gunnar var öllum stundum sem fært var í gróðurreitnum sínum. Einn veturinn upp úr áramótum þegar suðaustanáttin verður hvað kröftugust og snjó getur kyngt nið- ur eins og hendi sé veifað, tók ég eftir að einhver var að moka snjó af miklum ákafa úr heimreiðinni til Gunnars. Það var að gera blindbyl, svo ég sá óljóst úr stofuglugganum hver þar fór, en fannst af rösklegum og strákslegum hreyfingunum að þetta hlyti að vera einhver hjálpleg- ur afkomandinn. Þegar rofaði til milli hryðja, sá ég mér til skelfingar að þetta var Gunnar blessaður og nú var ég viss um að hann gengi fram af sér, hljóp út í ofboði með skóflu, en þegar ég náði til hans var hann hinn bratt- asti og búinn að moka sig út. Og það var svo sem ekkert til að gera veður út af. Þetta var aðeins eitt af mörgum skiptum, sem strákur- inn Gunnar, aðeins rétt rúmlega áttræður, skákaði sér yngra fólki og fór létt með. Það var gott að kynnast því að enn voru við lýði þeir gömlu sveita- siðir að nágrannar hjálpuðust að og létu sér annt um velferð hvor annars. En nú er slcarð fýrir skildi. Ég vil þakka þér kæri vinur góð kynni og góða samveru og óska þér vel- farnaðar á nýjum grundum, þar sem nærfærnar hendur þínar fá hlúð að nýju lífi. Björk í Skógum. t Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, fÖður okkar, tengdaföður, sonar og afa, JÓHANNS Þ. ALFREÐSSONAR hafnarstjóra, Heinabergi 23, Þorlákshöfn. Björg Sorensen, Elisabet Steinunn Jónsdóttir, Halldór M. Ólafsson, Jón Guðmundur Jóhannsson, Vilfríður Vikingsdóttir, Valgerður Jóhannsdóttir, Thorvald Smári Jóhannsson, Elísabet Steinunn Jóhannsdóttir, Ólafur E. Guðmundsson og barnabörn. t Hjartanlegar þakkir til allra, sem auð- sýndu okkur samúð og hlýhug við and- lát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, sonar og bróður, PÉTURS PÉTURSSONAR, Dalsgerði 2d, Akureyri. Guð blessi ykkur öll. Elísabet Pálmadóttir, Elsa K. Pétursdóttir, Sandra R. Pétursdóttir, Elisabet B. Pétursdóttir, foreldrar og systkini hins látna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.