Morgunblaðið - 17.11.1995, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 17.11.1995, Blaðsíða 50
50 FÖSTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Innilegar þakkir fœri ég öllum, œttingjum og vinum, sem glöddu mig á 90 ára afmceli mínu, þann 6. nóvember síðastliöinn, með heimsókn- um, gjöfum og kveðjum. Guð blessi ykkur öll. Margrét Jónsdóttir, Hrafnistu, Hafnarfirði. Förðunar- sýning Allt þoð nýjasta og heitasta fyrir veturinn í dag- og kvöldförðun. Laugardaginn 18. nóv kl. 16.30 - 19.30 Hanna Kriátín DidrLkjen Helga Sæunn Árnadótt Lína Rut KarLdóttir Súdanna Heiðarddóttir Þórunn Höqna FACE til föróunar Nánarí upplýsingar í s. 58B 8677,5887677. r <7^ muNM t muismii Ábendingar á mjólkurumbúöum, nr. 26 af 60. Veistu svarið? í íslensku er gömul hefð fyrir margvíslegum orðaleikjum og gátum. Hér er ein gömul að glíma við: Ég er barin, brennd og gegnum rekin, fótum troðin, úti æ, en ómissandi á hverjum bæ. MJÓLKURSAMSALAN Íslenskitfrœðsla á mjólkurumbúðum er samstarfsverkefni Mjólkursamsölunnar, íslenskrar málnéfndar og Málrœktarsjóðs. ÍDAG VELVAKANDI Fyrsta lestrarfélagið í Flatey ÉG LAS grein í Morgun- blaðinu 10. nóvember sl. Hugleiðingar um menn- ingu eftir Steingrím St.Th. Sigurðsson. í þess- ari grein fullyrðir Stein- grímur að fyrsta lestrarfé- lag á íslandi hafi verið stofnað í Þingeyjarsýslu af rithöfundinum Þorgilsi gjallanda (Jóni Stefáns- syni), engin ártöl eru nefnd. Ég vil leiðrétta þessa fullyrðingu. Fyrsta lestrarfélagið sem stofnað var á landinu var bókasafn Flateyjar á Breiðafirði, stofnað árið 1836. Hús yfir safnið var byggt 1864. Ég vitna í bókina Vestlendinga eftir hinn merka fræðimann Lúðvík Kristjánsson. Ávallt skal hafa það er sannara reyn- ist. Sigurborg Guðmundsdóttir. Þakkir til heilsuhælisins í Hveragerði GUÐMUNDA Davíðsdótt- ir vill koma þakklæti á framfæri til starfsfólks heilsuhælisins í Hvera- gerði. Sérstakar þakkir eru til Sólveigar Þráins- dóttur sjúkraþjálfara, Brynju Daníelsdóttrur sjúkranuddara og Gunn- ars læknis og er hún á hraðferð á fjallahjólinu. Tapað/fundið Laugarvatn og nágrenni KVENÚR með svartri leðuról og lítill gullhringur töpuðust við Laugarvatn eða nágrenni í september. Finnandi vinsamlega hringi í RG í síma 555 1904. Fundarlaun. Taska tapaðist GÖMUL svört skólataska sem innihélt mikilvæg skjöl tapaðist sl. mánu- dagskvöld á leiðinni frá verslunarmiðstöðinni við Eiðistorg og út að Seilu- granda. Finnandi vinsam- lega hringi í síma 552 8716. Bindisnæla tapaðist BINDISNÆLA úr gulli með áletruðum stöfum tapaðist í Næturgalanum aðfaranótt sl. sunnudags. Finnandi vinsamlega hringi í síma 565 7758. Myndavél tapaðist GRÁ Canon-myndavél í grænni og vínrauðri tösku tapaðist á Hótel íslandi fímmtudaginn 9. nóvem- ber. Finnandi vinsamlega hafi samband í síma 552 5708. Hattur tapaðist SVARTUR flauelshattur tapaðist föstudaginn 10. nóvember á planinu við verslunarmiðstöðina við Lóuhóla í Breiðholti. Finnandi vinsamlega hringi í síma 557 8999. Gæludýr Pæja er týnd PÆJA býr í Furulundi 5 í Garðabæ en fór að heim- an mánudaginn 8. nóvem- ber og hefur ekki sést síð- an. Hún er svargrábrönd- ótt og hvít, lítil, en hefur stækkað síðan myndin var tekin. Hafi einhver séð til hennar er hann beðinn að hringja í síma 565 6436 eða 896 3642. Kettlingur AF sérstökum ástæðum fæst fallegur og blíður þriggja mánaða kettlingur gefins á gott heimili. Upp- lýsingar í síma 551 7252. Svartur köttur SVARTUR köttur hefur verið á flækingi í Beija- rima í nokkurn tíma. Hann var með hálsól sem á hékk hjarta en er búinn að týna hvoru tveggja. Kannist einhver við köttinn má hann hringja í síma 587 3157. Hxc5 - Rxc5 37. Dxc5 - Dxc5 38. * Rxe6+ verður hvít- ur tveimur peðum 7 yfir í endatafíi) 36. s Hcl - fxe6 37. Hc7 - Rc8 38. Dd3 - « df7 39. Hxd7! - Dxd7 40. Dxg6+ - s Kf8 41. Dxh6+ - s Ke7 (Nú verður svartur mát, en eftir 2 41. - Kg8 42: Rh5! var svarta staðan ' einnig vonlaus) 42. Df6+ - Ke8 43. BRIDS Umsjön Guðmundur Páll Arnarson ~ Fjöimargir spilarar fóru illa að ráði sínu í sex grönd- um suðurs hér að neðan, en spilið kom upp á stór- móti í Egyptalandi fyrr á árinu. Lesandinn ætti að gera áætlun áður en hann skoðar aliar hendur. Suður gefur; allir á hættu. Norður ♦ D V K92 ♦ Á10974 4 10854 Suður .. ♦ ÁKG V ÁD74 ♦ D62 ♦ ÁKG Vestur Norihir Auslur Suður - - 2 lauf Pass 2 tíglar Pass 2 grönd Pass 6 grönd Allir pass Útspil: spaðaþristur. Hvemig á suður að spila? Sex sagnhafar af átta tví- svínuðu beint í tígli og töp- uðu spilinu þegar í ljós kom að austur átti bæði kóng og gosa. Einn iagði niður tígulás og fékk óverðskuldaða um- bun fyrir þá íferð, en aðeins Egyptinn Hani Dagher spil- aði rétt. Norður ♦ D V K92 ♦ Á10974 4 10854 Vestur Austur ♦ 108743 4 9652 V 1085 illlll * 663 ♦ 853 1 111111 ♦ KG 4 D3 4 9762 Suður ♦ ÁKG f ÁD74 ♦ D62 ♦ ÁKG Hani tók fyrsta slaginn heima og spilaði tígli á tíuna. Austur fékk á gosann og spilaði spaða til baka. Hani henti hjarta í borði. Og í stað- inn fyrir að svína tígli strax aftur, tók hann fyrst á ÁK í laufi. Þegar drottningin kom, átti Hani fjóra slagi á lauf. Hann tók á gosann, fór inn í borð á hjartakóng til að spila lauftíu og henda tíg- uldrottningu heima. Síðan prófaði hann hjartað. Þegar það féll 3-3 voru tólf slagir í húsi án þess að eiga meira við tígulinn. SKÁK Umsjón Margeir Pétursson HVÍTUR leikur og vinnur. Staðan kom upp á rúss- neska meistaramótinu í haust í viðureign tveggja stórmeistara. Konstantín Asejev (2.530) hafði hvítt og átti leik, en Maksím Sorokin (2.550) hafði svart. Hvítur blés nú til glæsilegrar atlögu: 35. Bxe6! - Hxcl (Þving- að, því eftir 35. - fxe6 36. Dh8+ og svartur gafst upp, því eftir 43. - Kf7 44. Dh7+ - Ke8 45. Dg8+ - Ke7 46. Rg6 er hann mát. Það er frí á Metro mótinu - Skákþingi íslands í dag. Víkveiji skrifar... Víkverji skundaði vongóður í ónefnt kvikmyndahús hér í bæ fyrir nokkru, þar sem tekin hafði verið til sýningar „fyrsta ís- lenska" teiknimyndiri í fullri lengd, ef marka má auglýsingar. Með Vík- veija i för var fjögurra ára gamalt bam hans og mikill aðdáandi góðra teiknimynda. „íslenska“ afurðin hófst á því að lítill apaungi söng lagstúf um móð- ur sína, sem lægi rænulaus í ölvun- arsvefni heima við með drykkju- bræður sína í grenndinni. Átriðin sem þessu fylgdu vóru álíka smekk- leg, og eftir að helstu apar myndar- innar höfðu klæmst eða slegið um sig með tvíræðum athugasemdum um tíma, apunga einum hafði verið kastað fyrir krókódíl og hann étinn til hálfs af maurum, auk þess sem annar til hafði verið barinn til bana með rörbút eða kylfu, var Víkveija nóg boðið. XXX Hann telur sig hvorki sérlega viðkvæman né teprulegan í viðhorfi sínu til myndefnis, en taldi efnisþætti þessarar teiknimyndar ekki hæfa barni sínu — né nokkru öðru barni, ef út í það fer. Kannski má segja að apamynd þessi endur- spegli veruleikann eins og hann er í raun, en börnin okkar kynnast nægjanlega snemma óhroða og lág- kúru þeirri sem hann geymir vissu- lega, þótt slíkt sé ekki matreitt sem „saklaus" dægradvöl fyrir þau. Hið merkilegasta var þó kannski að engum vandkvæðum reyndist bundið að telja teiknimyndaaðdá- andann unga á að yfirgefa kvik- myndahúsið hið snarasta; enda nægði um hálftími af þessu apa- spili til að hræða nærri líftóruna úr honum þrívegis. Víkveija var svo í mun að hafa sig á brott að hann kannaði ekki til hlítar viðbrögð ann- arra kvikmyndahússgesta, en af þruskinu í salnum að dæma ætluðu fleiri foreldrar og afkvæmi að fara sömu leið. Þetta var ekki boðiegt. xxx að vakti athygli Víkveija, þeg- ar á dögunum var sagt frá rannsóknastyrkjum Evrópusam- bandsins, hversu rýr hlutur Há- skóla íslands virtist vera miðað við aðra rannsóknaaðila. í ritstjórnarspjalli síðasta frétta- bréfs Háskóla Islands er vikið að því, að í útlöndum eigi háskólar í vök að veijast sem vaxtarbroddur rannsókna, því þungamiðja þeirra sé að færast til öflugra fyrirtækja, sem hafi uppgötvað mátt rann- sókna til nýsköpunar og sterkari markaðsaðildar. Þessu sé hins veg- ar öðru vísi farið hér á landi, þar sem fyrirtækin séu yfirleitt svo smá og veikburða og forstöðumenn þeirra oftar en ekki vantrúaðir á gildi rannsókna. Því muni ríkið - háskólinn og opinberar rannsókna- stofnanir, enn um sinn verða burðarás rannsókna í landinu. Víkveiji hefur þá tilfinningu, að þróunin utan háskólans sé hraðari en þessi ummæli gefa til kynna. Og að hlutur rannsóknaverkefna, sem unnin eru utan skólans, í rann- sóknastyrkjum Evrópusambands- ins sýni að þessi tilfinning er ekki út í bláinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.