Morgunblaðið - 26.11.1995, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 26.11.1995, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 26. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Bflheimar hf. og Ingvar Helgason hf. Seldir nýir fólksbílar 1.03311.009 Markaðshlutdeild 23,6% 20,2% 18,75 17,0% 1991 1992 1993 1994 1995 til 17. nóv. 1991 1992 1993 1994 1995 til 17. nóv. Morgunblaðið/Kristinn GOÐURISTURTU Eftir Guðmund Guðjónsson JÚLÍUS Vífill er fæddur í Reykjavík 18. júm' 1951 og einn átta systkina. Foreldr- ar hans eru Sigríður Guð- mundsdóttir og Ingvar Helgason. Eiginkona hans er Svanhildur Blön- dal heilsugæsluhjúkrunarfræðing- ur og börnin þeirra þrjú eru Helgi Vífill 12 ára og Gunnar Snær og íris Þóra, 7 ára tvíburar. Auk þess á Júlíus Vífíll soninn Halldór Krist- in sem er 22 ára. Júlíus Vífill fór „hefðbundna menntaleið“, útskrif- aðist frá MR 1972 og fór þá í lög- fræðinám í HÍ. Þegar því var að hálfu lokið lagði hann námið á hill- una um sinn til þess að halda til Vínarborgar, en þar nam hann söng við hinn fræga tónlistarháskóla borgarinnar. Hann útskrifaðist sem lögfræðingur frá HÍ árið 1979. Á árunum 1979 til 1982 var hann á Ítalíu og nam sönginn og starfaði samhliða sem fararstjóri. Júlíus var og er mikill tenór og var áberandi í sönglífi landsmanna á árunum eftir að hann kom heim og hafði lokið lögfræðináminu, en við kom- um nánar að því á eftir. Hann hóf störf hjá fjölskyldufyrirtækinu Ing- vari Helgasyni hf. fljótlega eftir heimkomuna frá Italíu og þar kom að hann varð að gera upp á milli söngferils og ferils í viðskiptalífinu, en það síðamefnda varð ofan á. Bílheimar í bili Ingvar Helgason hf. er eitt af stærstu, þekktustu og nafntoguð- ustu bifreiðaumboðum landsins, hefur lengi höndlað með Nissan og vmsnpn/ÆviNNUiíF ASUNNUDEGI ►Júlíus Vífill Ingvarsson er einn þriggja framkvæmda- stjóra Ingvars Helgasonar hf. og Bílheima hf. Um þessar mundir standa yfir flutningar á starfsemi Bílheima frá Fosshálsi 1 í nýtt húsnæði við Sævarhöfða 2b. Fer þá starf- semin þar með fram í alls 6.000 fermetra húsnæði sem er að mörgu leyti óvenjulega uppbyggt miðað við í hveiju starfsemin er fólgin. Júlíus hefur borið hitann og þungann af flutningunum og málefnum Bflheima. Subaru, tegundum sem reynst hafa afburðavel við íslenskar aðstæður og náð vinsældum samkvæmt því. Hins vegar er mál málanna þessa dagana hið nýja fyrirtæki fjölskyld- unnar, Bílheimar, sem keypt var af SÍS árið 1993. Áður var fyrir- tækið bifreiðadeild SÍS og gekk undirnafninu Jötunn. Með Jötni komu Izuzu, Opel og General Mot- ors, en helstu tegundir þess eru Chevrolet, Pontiac, Cadillac og fleiri. í-byrjun þessa árs bættist síðan Saab við úrval Bílheima er ljóst var að Globus myndi hætta með umboðið. Sneru hinir sænsku framleiðendur sér þá til Bílheima og varð úr að fyrirtækið hefur nú umboð fyrir Saab. Bílheimar hafa verið reknir í leiguhúsnæði á Fosshálsi, en um þessar mundir mun starfsemin öll flytjast í nýhýsi upp á 2.000 fer- metra og er það tengibygging við byggingu þá sem Ingvar Helgason hf. hefur verið starfrækt í síðan árið 1989. Júlíus lýsir því með nokkru stolti að húsin, það gamla og það nýja, séu ekki beinlínis í anda hefð- bundnu stóru steinbyggingana. Þau séu reist úr límtréi sem sé hagkvæmari byggingarmáti af fleiri ástæðum en einni. Hráefnið er ódýrara og fljótlegra að smíða úr því en steypa og tími eru pening- ar. „Auk þess setur það skemmti- legan svip á húsakynnin, það eru aðrar línur og salir og skrifstofur eru opnari og bjartari. Þetta er samkvæmt ákveðinni „fílósófíu" sem fjölskyldan er sammála um að hafa í heiðri, að forðast allan íburð á sama tíma og húsakynnin verða aðlaðandi fyrir viðskiptavini," segir Júlíus Vífill. Erum stærstir En hver er hlutdeild IH í mark- aðnum á íslandi? „Það sem af er árinu er Nissan með 13,7% og Subaru 4,4%. Að viðbættum Opel með 5,5%. Þetta gerir tæplega fjórðung markaðar- ins og talan hækkar með hinum tegundunum sem við erum með og ég nefndi áðan. Þetta segir auðvit- að að við erum stærstir og sinnum stærsta flotanum í varahlutum." Þetta eru bara prósentur, hvaða tölur eru þetta f raun? „Þetta merkir 1.480 nýja bíla það sem af er árinu og það er hluti af heildarsölu í landinu sem er inn- an við 6.500 bíla.“ Eru þetta góðar tölur? Er efna- hagsbatinn sem stjórnvöld tala um búinn að skila sér í sölu á nýjum bílum? „Þetta eru góðar tölur hvað okk- ur varðar, en í heildarsölu hefur þetta ár verið eins og þau tvö síð- ustu, mjög slakt. í góðu ári eigum við að vera að selja 2.000 - 2.500 bíla. Bílafloti landsmanna telur 131.000 bíla og endurnýjunin er langt frá því að geta talist eðlileg. Það er því engin sveifla upp á við í bílasölu og það er bagalegt, því •það er beinlínis slæmt ef bílaflotinn fer að ganga sér til húðar. Ástand- ið stendur reyndar aðeins í stað eins og er, bílum hefur ekki fækk- að um tíma, en flotinn er samt ekkert að yngjast upp,“ svarar Júl- íus. Hvað þarf að breytast til þess að hleypa lífi í þessi mál? „Það er kannski óraunhæft og jafnvel óeðlilegt að miða við ástand eins og varð árin 1986-87. 1. mars 1986 lækkuðu tollar þannig að út- söluverð lækkaði um þriðjung í tengslum við gerð kjarasamninga og margir notuðu tækifærið og festu kaup á nýjum bíl. Ég myndi hvorki biðja um eða vonast til þess að slíkt gerðist aftur. Miklu raun- hæfara er að gera sér vonir um að stjórnvöld breyti aðflutnings- gjöldum varfærnislega. Bílar eru of hátt tollaðir. Það er engin raun- hæf lógík í því hvernig miðað er t.d. við vélarstærð þegar ákveðið er í hvaða flokk ákveðin bifreið skal falla. Það ýtir undir að fluttir séu inn bílar með minni vélar í nafni bensínsparnaðar, þegar minni vélin hentar ef til vill verr við hér- lendar aðstæður. Þessi mál þarf öll að endurskoða og því fyrr því betra, því íslendingar þurfa að endurnýja sinn bílaflota.“ Hlutdeild Subaru er ekki mikil miðað við heildina hjá ykkur. Það kemur nokkuð á óvart miðað við miklar vinsældir skutbílsins gamla? „Hann var og er gífurlega vin- sæll, ótrúlega vel gerður og ending- argóður bíll fyrir íslenskar aðstæð- ur. Málið er hins vegar að verk- smiðjurnar hættu með týpuna og bíllinn sem kom í kjölfarið var bú- inn sömu kostum en bæði stærri og dýrari, Subaru Legacy. Á sama tíma styrktist japanska jenið. Nú höfum við náð góðum samingum um nýjustu árgerðina af Legacy og hann mun kosta innan við tvær milljónir. Þá er að koma nýr Sub- aru, Impreza, sem er nær gamla bílnum að stærð og búnaði og hann verður á enn betra verði. Þetta er allt breytingum undirorpið. Það sem er gott og gilt í dag gengur ekki á morgun og það á ekki síst við vegna óstöðugleika í gengismál- um. Við reiknum sem sagt með því að Subaru fari í hærri sölutölur á næsta ári og það sama má segja um Opel. Við höfum rifið hann úr nánast engri sölu upp í 5,5 prósent af heildarsölu á örfáum árum. Þetta eru geysivandaðir og góðir bílar, þýsk smíð, og hafa verið mest seldu bílarnir í Evrópu ár eftir ár og feng- ið viðurkenningar fyrir smíð og hönnun. Uppistaðan í sölunni er Opel Astra og Opel Tigra er sportbíll sem við komum fljótlega með sem höfð- ar eflaust ríkulega til unga fólks- ins. Eins og allir hafa vonandi tek- ið eftir vorum við að kynna glæsi- legan nýjan bíl frá Nissan nú ný- lega, Nissan Almera, sem er arf- taki Nissan Sunny en þó stærri og að að mörgu leyti skemmtilegri bíll. Almera og Nissan Micra eru uppistaðan í sölunni ásamt jeppun- um Terrano 2 og Patrol. Nissan hefur verið einn af mest seldu bíl- unum hérlendis í mörg undanfarin ár og segir það sína sögu. Við spáum því að Nissan muni halda sterkri stöðu sinni. Nú þessa dag- ana munum við svo kynna nýjung- ar í Izuzu Crew Cab. Við bjóðum þann bíl nú með 3,1 lítra turbo dísel vél, sem er aflmesta vélin í bílum af þessu tagi,“ svarar Júlíus. Að varast varahluti Þú nefndir áðan að þið væruð í varahlutaþjónustu fyrir stærri bíla- flota en nokkurt annað umboð. Þið hafið ekki fengið að heyra það að varahlutir væru alltaf dýrastir hjá umboðum og best að kaupa allt slíkt hjá sérverslunum? „Þetta er lífseigur orðrómur og auðvitað verðum við að taka alla samkeppni alvarlega, sama hver hún er. Hins vegar eru þessar þrá- látu raddir svo oft hreinlega rangar að gaman væri að það sanna kæmi einhvern tíman fram. Varahluta- verslanir umboða eru geysilega mikilvægur þáttur í starfseminni og þjónustunni og ég veit mörg dæmi um að slæm þjónusta með varahluti hafi skaðað fyrirtæki verulega. Sala nýrra fólksbfla eftir tegundum I Nissan lOOO 800 600 400 200 Opei □ Aðrarteg. ilLLfc 1991 1992 1993 1994 1995 til 17. nóv.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.