Morgunblaðið - 26.11.1995, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 26.11.1995, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. NÓVEMBER 1995 25 Miklu raunhæfara er að gera sér vonir um að stjórn- völd breyti aðflutnings- gjöldum varfærnislega. Bíl- ar eru of hátt tollaðir. Þetta er nú þannig hjá okkur, að bílarnir eru seldir með þriggja ára ábyrgð, þannig að margar við- gerðir falla hreinlega undir ábyrgð. Eg get svo sem vel skilið að ein- staklingar með mjög gamla bíla freisti þess að kaupa ódýra vara- hluti hjá partasölum til þess að lengja lífdaga bílsins, en þó með skammtíma markmið fyrir augum. Það breytir því ekki, að „orginal" varahlutur hlýtur alltaf að vera besti kosturinn í bílinn. Auk þess hefur varahlutaverslun breyst mjög hin síðari ár. Um fjórðungur henn- ar er nú sala á ýmiss konar auka- búnaði, s.s. vindskeiðum, álfelgum, kösturum og m.fl.“ Snúum okkur að öðru, stendur til að sameina IH og Bílheima þar sem þessi fyrirtæki eru rekin af sömu aðilum að heita má í sama húsnæði hér eftir? „Nei, ekki stendur það til. Þessir stóru framleiðendur eru eftir sem áður í samkeppni á markaðinum og hafa óskað eftir því að við höld- um fyrirtækjunum aðskildum. _Að sjálfsögðu verðum við við því. Það er ekkert óeðlilegt að sama fyrir- tæki, eða fjölskylda, hafi umboð fyrir tvö eða fleiri umboð. Slíkt er algengt erlendis og er sérstaklega hagkvæmt í íslensku samfélagi þar sem markaðurinn er jafntakmark- aður og raun ber vitni. í þess hátt- ar viðskiptaumhverfi sem við búum við getur verið lífsnauðsynlegt að hafa fleiri en eina körfu til að tína eggin í. Annars er hætt við að reksturinn geti orðið þungur. Ef við hefðum t.d. aðeins verið með Subaru, hefði verið erfitt að takast á við það þegar sala á Subaru minnkaði." En þið haldið í horfínu og eruð bjartsýnir á framtíðina? „Já, já, því ekki það, okkur hef- ur gengið vel og það væri vanþakk- læti að kvarta. Við erum með góð vörumerki og raunar fleira en ég hef sagt þér, því við erum bæði með landbúnaðarvélar á borð við Massey Ferguson og mikið úrval landbúnaðarvéla og lyftara á borð við hina þýsku Linde sem eru stærstir í heiminum í framleiðslu lyftara. Þá er því ekki að neita, að léttara er yfir viðskiptavinum okkar í seinni tíð en áður og alveg hugsanlegt að betri tímar sú fram- undan, a.m.k. verðum við varir við stóraukna bjartsýni, ekki síst eftir að samið var um stækkun álvers- ins. Þá stöndum við ekki síst vel að vígi vegna þess að Ingvar Helga- son og Bílheimar eru samhent fjöl- skyldufyrirtæki. Það standa allir saman og heill fyrirtækisins er það sama og heill fjölskyldunnar. Yfír- bygging er í lágmarki og menn deila ábyrgðinni og ákvarðanataka er sameiginleg. Pabbi, Ingvar Helgason, er forstjóri, en ég og bræður mínir, Helgi og Guðmundur Ágúst, erum framkvæmdástjórar. Ég hygg að þau atriði sem ég hef nefnt segi þá sögu að fyrirtæki verði varla byggð á traustari grunni.“ Svanasöngur Jafnan er reynt að kynnast eilít- ið viðmælandanum í viðtölum þess- um. Áður er getið söngnáms Júlíus- ar Vífils við heimfrægan tónlist- arháskóla í Vín og á Ítalíu, en við heimkomuna var mikið að gera, enda grasseraði óperusöngur sem aldrei fyrr á íslandi einmitt á miðj- um síðasta áratug og fram eftir honum. Júlíus Vífill, sem er tenór, segist hafa haft meira að gera en flestir og að hann hafi á fjórum árum, 1982-1986, tekið þátt í á annað hundrað óperusýningum í Þjóðleikhúsinu og Islensku óper- unni. „Það var varla sett upp sú ópera eða sönguppákoma að ég væri ekki meðal þátttakenda og oftast í einu af aðalhlutverkunum." Varstu svona góður? „Ég segi það ekki. Best að aðrir dæmi um það,“ svarar Júlíus Vífill. En hvers vegna hættir þú að syngja? „Eg var fljótlega við heimkom- una kominn í fullt starf hér í fyrir- tækinu og við það bættist allur söngurinn. Þetta var hreinlega of mikið. Ég upplifði það mánuðinn út og mánuðinn inn að mæta til vinnu á mánudögum gersamlega útkeyrður eftir eril helgarinnar. Eg vissi að það kæmi að því að störf mín á báðum vígstöðvum myndu líða fyrir og því var það er ég söng hlutverk svansins í Carmina Bur- ana í upgfærslu með Sinfóníu- hljómsveit íslands og Söngsveitinni Fílharmóníu árið 1986, að ég ákvað að það yrði minn svanasöngur. Mér fannst það viðeigandi. Það var annaðhvort það, eða að koma mér út til Þýskalands eins og kollegar mínir Kristinn Sig- mundsson og Viðar Guðnason gerðu. Það sem réð ákvörðun minni var einfaldlega að mér líður vel á íslandi. Þá eru það mikil forréttindi að geta stundað vinnu sem heillar mann í samvinnu við fjölskyldu sína. Ég er nú þannig gerður að ég hef ýmis áhugamál og það er hægt að sækja lífsfyllingu og ham- ingju í fleiri hluti en einn.“ Hefurðu aldrei séð eftir að hafa hætt að syngja? „Ég er mjög sáttur við ákvörðun mína og hef ekki fengið bakþanka. Auk þess væri það stórmál ef ég fengi þá flugu í kollinn að fara að syngja aftur. Það myndi kosta margra mánaða uppbyggingu, 2-3 klukkustunda æfingar á degi hveij- um með miklum aga og ég sé mig ekki í því hlutverki nú. Maður má ekki vera blindur á sjálfan sig. Það breytir því ekki að tónlist er mitt áhugamál númer eitt, tvö og þijú og ég hef geysilega ánægju af því að hlusta á vel fluttan óperusöng. Þá langar mig helst til að spretta á fætur og taka undir með flytj- anda. Eftir stendur að þetta var yndislegur tími og góður í minning- unni. Auðvitað fylgdi þessu mikill spenningur, t.d. að vera á sviði og syngja fyrir fullu húsi. En þegar ljóminn bráði af þessu kom í ljós að þótt óperusöngur sé listgrein, þá er hann líka starf. Kollegar mínir margir hafa verið að hneyksl- ast út í mig vegna þess að ég hætti og helgaði mig viðskiptum. „Hvernig gastu hætt?“ er ég búinn að heyra æði oft. Við því er ekkert að segja annað en að ég hef gaman af spennunni og margbreytileika viðskiptanna." Ertu þá alveg hættur? Syngur ekki einu sinni fyrir þína nánustu? „Jú, ég syng enn þá og þá helst í sturtu. Ég er góður í sturtunni og tek þá allar raddirnar. Ég er líka fínn upp úr miðnætti í góðra vina hópi. lilboð yikunnar ^Tímamótatilboð verit með VSK. LEO*$§ PREDATOR Pentium 90Mhz • 8 MB RAM • 1080 MB diskur • 15" litaskjár • 105 hnappa Windows'95 lyklaborö • Mús • Meiriháttar Creative SBL4X margmiðlunarpakki-12 titlar f haiS skiplir mali \ i(1 kati|> á marfími<Miinarl<">l\ii aA (lisknrinn sr nó{íii <">Hii{iiir... Ilúr lijúónm \ ió S<*ajial<‘ <lisk iiK'ó 5400 snúniiijiiim á mínrou (Itl'IVI) oji mró sóknarhraóa 10.5 msrk. V____________________________
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.