Morgunblaðið - 29.11.1995, Side 43

Morgunblaðið - 29.11.1995, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. NÓVEMBER 1995 43 FRETTIR A Ferðafélag Islands Myndasýning með Hjálmari R. Bárðarsyni KVÖLDVAKA Ferðafélags íslands verður í kvöld, miðvikudagskvöldið 29. nóvember, í nýja samkomusal félagsins að Mörkinni 6 (miðbygg- ingu). Hjálmar R. Bárðarson kynnir þar nýútkomna bók sína íslenskt gijót í máli og myndum. Hjálmar er löngu orðinn landskunnur fyrir bækur sín- ar og ljósmyndir. Kvöldvaka hefst kl. 20.30. Aðgangseyrir er 500 kr. (kaffi og nieðlæti innifalið). Allir velkomnir, félagar sem aðrir. Áður auglýst kvöldvökuefni um Guðmund frá Miðdal fellur niður af óviðráðanlegum orsökum. Árleg aðventuferð Ferðafélagsins í Þórs- mörk verður 1.-3. desember nk. Ratmótaferðin í Þórsmörk 30. des- ember til 2. janúar. A * Artíð Arna Magnús- sonar haldin hátíðleg í Erlangen ÁRTÍÐ fræðimanns- ins og bókasafnarans Árna Magnússonar var haldin hátíðleg mánudaginn 13. nóv- ember á vegum há- skólans í Erlangen í Bæjaralandi. Við há- skólann í Erlangen er deild í norrænum fræðum og þar hefur íslenska verið kennd um nokkura ára skeið. Helga Kress, pró- fessor í bókmenntum, hélt fyrirlestur á ensku sem hún nefndi Helga Kress „Maighty maidens, gender as the source of narration in the ice- til þess veija á landic sagas“. Fyrir- lestur þessi var vel sóttur og gerður góð- ur rómur að máli Helgu, segir í frétta- tilkynningu. Að fyrir- lestri loknum var mót- taka fyrir gesti í húsa- kynnum háskólans þar sem mönnum gafst kostur á að spjalla saman í þægi- legu andrúmslofti. Fyrirtækið Smith og Norland veitti rausn- arlegan styrk til há- tíðarinnar sem er vel fallin að efla áhuga Þjóð- íslenskum fræðum. Minningargjöf um Helga J. Halldórsson MÁLRÆKTARSJÓÐI hefur borist gjöf til minningar um Helga J. Halldórsson cand. mag. í tilefni af áttræðisafmæli Helga 17. nóvember 1995 hefur ekkja hans, Guðbjörg Guðbjartsdóttir, fært Málræktarsjóði 500.000 kr. að gjöf til minningar um hann. Helgi J. Halldórsson fæddist 17. nóvember 1915 að Kjalvararstöðum í Reykholtdal. Hann tók stúdents- próf frá Menntaskólanum í Reykja- vík 1939 og kandídatsprófi í ís- lenskum fræðum frá Háskóla ís- lands lauk hann 1945. Helgi kenndi íslesku og ensku í Stýrimannaskól- anum frá 1945 til 1985. Hann lést 13. október 1987. Helgi kvæntist 1945 Guðbjörgu Guðbjartsdóttur og eignuðust þau ijórar dætur. Auk kennslu stundaði Helgi ýmis störf á sjó og landi á sumrin. Þrátt fyrir annríki sinnti hann rit- störfum alla tíð. Hann skrifaði m.a. kennslubækur, erindi um bók- menntaleg efni og þýddi bækur og ljóð. Sumt af þessu efni hefur birst á prenti og annað var flutt í út- varpi og sjónvarpi. Þekktastur meðal almennings varð hann fyrir þætti sína um daglegt mál sem hann flutti í útvarpi á árunum 1973-1977 og þætti í sjónvarpi um myndhverf orðtök. Þættirnir um daglegt mál vöktu mikla at- hygli á sínum tíma og stuðluðu að umræðu um málrækt meðal al- mennings, segir í fréttatilkynningu frá Málræktarsjóði. 5 ára afmælishátíð Oddafélagsins FIMM ár verða liðin á föstudaginn síðan Oddafélagið var stofnað í Odda á Rangárvöllum fullveldisdag- inn 1. desember 1990. Af því tilefni er boðað til fræðslufundar í Hall- grímskirkju á Skólavörðuholti, fundarsal norðurálmu, kl. 15-18. Formaður Oddafélagsins, Þór Jakobsson, veðurfræðingur, mun rekja í stuttu máli 5 ára sögu félags- ins og að því búnu flytur Sverrir Tómason erindi um Lærdómssetrið w w í Odda og Snorra Sturluson. Að loknu kaffihléi verður umræða um umsókn Héraðsnefndar Rangæinga til stjórnvalda um staðsetningu náttúrustofu í Gunnarsholti, fram- tíð Oddafélagsins o.fl. Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir REYNIR Sigurðsson, annar eigenda Radix hf., sem flytur inn tempur-heilsudýnur. Flylja inn heilsu- dýnur og kodda Egilsstöðum. Morgnnblaðið. FYRIRTÆKIÐ Radix hf. á Egils- stöðum hefur hafið innflutning á tempur-heilsudýnum, koddum og sessum. Tempur-efnið er seig og teygjanleg froða með mikla öndun- areiginleika. Það var upphaflega hannað og þróað af NÁSA fyrir geimferðir. Dýnan hefur verið notuð á sjúkra- húsum víða um heim, m.a. við með- höndlun bakveikra og vegna legus- ára. Best er að leggja dýnuna ofan á venjulega rúmdýnu sem m.a. hækkar rúmið og verður því léttara fyrir þá sem slæmir eru í skrokknum að fara fram úr rúminu. Eigendur Radix' hf. eru Reynir Sig- urðsson og Guttormur Brynjólfsson. Ólafía Hrönn á Kringlukránni SÖNGKONAN Ólafía Hrönn Jóns- dóttir kemur fram á Kringlukránni miðvikudagskvöldið 29. nóvember ásamt tríói Tómasar R. Einarsson- ar. Þau flytja lög af nýútkomnum geisladiski sínum, Kossi, auk klassískra djasslaga af ýmsum toga. Ólafía Hrönn er landsmönnum vel kunn fyrir leik sinn en á síðustu árum hefur hún sungið töluvert opinberlega og í leikritinu Taktu lagið Lóa. Á geisladiski hennar og Tómasar R. Einarssonar, Kossi, eru flest lög og textar eftir þau tvö og við flutn- ing þeirrar tónlistar sem og á tón- leikunum njóta þau fulltingis píanó- leikararns Þóris Baldurssonar og trommuleikarans Einars Vals Schevings. Tónleikarnir hefjast kl. 22. Félagsfræðing'ar stofna félag STOFNFUNDUR Félags félags- fræðinga verður haldinn í Odda, stofu 201 á 2. hæð, fimmtudaginn 30. nóvember nk. kl. 20.30. Með stofnun félagsins er stefnt að því að skapa vettvang fyrir fé- lagsfræðinga til að ræða málefni sín með skipulögðum hætti. Mark- Gengið á milli útilist- arsvæða HAFNARGÖNGUHOPURINN ætlar í miðvikudagskvöldgöngu sinni að fara inn í Laugardal með því að þræða útilistarsvæðin þangað. Val verður um að ganga til baka eða taka SVR. Gangan hefst kl. 20 við Hafnarhús- ið að austanverðu. Fyrst verður farið upp að styttunni af Ingólfi Amarsyni og áfram að Samstarfí, Sólfari, Sendi- boða guðanna, Öndvegissúlum, Skrúfunni, Sjómanninum, Þorfínni Karlsefni, Þvottakonunni, Fyssu og útilitaverkagöngunni lýkur við verkið Bamið og fískurinn. Allir velkomnir. --------» ♦ ♦-------- Afmælis- tilboð hjá Kaffi list VEITINGASTAÐURINN Kaffí list er tveggja ára í dag. í tilefni afmæl- isins gerir staðurinn gestum sínum dagamun til fimmtudagsins 7. des- ember. í boði verða nýir smáréttir af bætt- um smáréttamatseðli. Lögð er áhersla á úrval ferskra salata, súpur og tap- as. Auk þess hefur köku- og tertuúr- valið verið aukið. Síðast en ekki síst kynnir Kaffí list spænska „skósóla" í afmælisvikunni, en svo kallast grill- uð eða ristuð brauð sem á spænsku heita „suelas“. Þessi réttur hefur ekki fyrr fengist á íslandi. Afmælisverð á tapas-réttum af- mælisvikuna er 300 kr. Til starfa í eldhúsinu er kominn spænski mat- reiðslumeistarinn Eduardo Perez sem er íslendingum að góðu kunnur, m.a. fyrir vera sína á Hótel Búðum. Ýms- ir listamenn koma fram á Kaffí List í afmælisvikunni. 3. desember troða upp Patricio og Enrique og spila og syngja flamenco og suður-ameríska tónlist. 7. desember verður ljóðaupp- lestur. -------» ♦ ♦------- mið þess yrði að efla fræðilega umræðu meðal félagsmanna, hafa áhrif á almenna umræðu um þjóðfé- lagsmál og standa að ráðstefnum og fyrirlestrum um félagsfræðileg efni. Aðild að félaginu verður opin fyrir öllum sem lokið hafa háskóla- prófi í félagsfræði. Fyrir- lestrar um Evrópumál TVEIR stjómmálafræðingar flytja lokaritgerðarfyrirlestra á vegum Fé- lags stjómmálafræðinga í kvöld, mið- vikudagskvöldið 29. nóvember. Annars vegar flytur Baldur Þór- hallsson, MA, fyrirlestur sem kallast „Áhrif og staða smærri ríkja innan Evrópusambandsins", en þetta hefur verið viðfangsefni doktorsritgerðar hans við Essex-háskóla í Englandi. Hins vegar heldur Páll Snævar Brynjarsson, BA, fyrirlesturinn „ís- land og norrænt samstarf í ljósi auk- ins evrópsks samruna", en um þetta efni fjallar hann í MA-ritgerð sinni við Árósaháskóla í Danmörk. Fyrirlestrarnir era fluttir í Odda, Háskóla Islands, stofu 101 og hefjast kl. 20.30. Fyrirspumir og umræður verða að þeim loknum. Fundurinn er öllum opinn. — leikur að lœra! Vinningstölur 28. nóv. 1995 1 • 5 • 6 »7 • 8 • 16 • 30 Eldri úrslit á símsvara 568 1511 Gæði og hreinleiki \«i*| Gustavsberg blöndunar- og hreinlætistækin eru stílhrein og endingargóð. Kynnið ykkur fjölbreytta og fallega hönnun fyrir eldhús og baðherbergi. O I o - þar sem gæði og hreinleiki skipta máli Fæst í öllum helstu byggingavöruverslunum Innflutningsaðili Gustavsberg á Islandi: Krókháls hf. Sími 587 6550

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.