Morgunblaðið - 29.11.1995, Side 56

Morgunblaðið - 29.11.1995, Side 56
N__G L«TT* alltaf á Miövikudögxun MORGUNBLABIÐ, KRINGLAN 1, 103 REYKIA VÍK, SlMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.1S / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 MIÐVIKUDAGUR 29. NÓVEMBER 1995 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Morgunblaðið/RAX Leggja til aukningu á loðnukvótanum Gæti þýtt 3,5 milljarða útflutn- ing’stekjur HAFRANNSÓKNASTOFNUNIN hefur lagt það til við sjávarútvegs- ráðuneytið að heildarloðnukvóti verði hækkaður upp í 1.150.000 tonn, en áður hafði verið gefinn út bráðabirgðakvóti upp á 800.000 tonn. Aukningin, sem lögð er til, gæti fært þjóðarbúinu um 3,5 millj- arða í útflutningstekjur. Verð á fiskimjöli og lýsi er nú hið hæsta sem um getur í mörg ár. Verð á mjöli er nálægt 40.000 krónum tonnið og verð á lýsi um 35.000 krónur. Verð á venjulegu mjöli hefur hækkað mjög ört að undanförnu, vegna skyndilegs skorts á markaðnum, en búizt er við að það ástand vari aðeins í skamman tíma. Einnig er sjald- gæft að bæði verð á lýsi og mjöli sé í hámarki á sama tíma. Öll þessi aukning kemur í hlut íslendinga vegna ákvæða í samningi okkar við Norðmenn og Grænlendinga um sameiginlega nýtingu loðnu- stofnins. Þeir fá hærri hluta upp- hafskvótans, en aukningin síðar rennur öll til íslands sé hún ekki meiri en 33%. Verð á Ioðnu upp úr sjó er nú um 6.000 krónur á tonnið, þannig að til útgerðar og sjómanna renna um tveir milljarðar króna, náist þessi viðbót öll. Tekjur vinnslunnar af bræðslu loðnunnar yrðu þá 1,4 milljarðar króna að frádregnu hrá- efnisverðinu. ■ Leggja til 350.000/C2 Jólatré sótt UM mánaðamótin nóvember/des- ember eru jólatré Garðabæjar sótt upp í Skógrækt ríkisins í Skorradal. í ár voru tíu tré valin. Tréð á myndinni er tæpir 10 metrar að hæð og var fellt í Stálpastaðahlíð. Agúst Árnason, skógarvörður, Sigurður Magnús- son, starfsmaður garðyrkjudeild- ar Garðabæjar og Ingi Ágústsson, starfsmaður Skógræktarinnar, drógu jólatréð til byggða. Aðstoð vegna greiðsluerfiðleika leysir vanda minnihluta umsækjenda Greiðslubyrði meirihluta áfram illviðráðanleg Morgunblaðið/Kristján Kristjánsson Þrettán radda pípu- orgel á bænum JÓHANN Ólafsson, kúabóndi og organisti á Ytra-Hvarfi í Svarfaðardal, er að setja upp gamla orgelið úr Eyrarbakka- kirkju í einu herbergjanna á bænum, en það ætlar hann að nota til æfinga. Orgelið er 13 Tradda, með tveimur spilaborð- um og fótspili og eru pípurnar hátt á annað hundrað talsins. „Ég hef verið að leita eftir hljóðfæri og var að velta fyrir mér að kaupa rafmagnsorgel, en þau eru mjög dýr,“ segir Jóhann, sem fékk orgelið á Eyrarbakka gegn því að sókn- arnefnd kirkjunnar þar þyrfti ekki að bera kostnað af brott- flutningi þess. Jóhann er organisti í tveimur kirkjum í Svarfaðardal og stundar nám í orgelleik í Tón- listarskólanum á Akureyri. Hann er nú á 7. stigi „og stefni að því að klára fyrir aldamót," segir hann. Jóhann segir orgel- ið spara sér heilmikla fyrirhöfn og ferðir, hann hafi fengið að æfa sig í Dalvíkurkirkju, en geti gert það heima þegar hljóðfærið sé komið upp, sem vonandi verði fyrir jól. ■ Setur pípuorgel/12 ÍBÚÐAREIGENDUR, sem sækja um aðstoð hjá Húsnæðisstofnun rík- isins vegna greiðsluerfiðleika, bera að jafnaði greiðslubyrði af lánum, sem svarar til 9'8% af heildarlaunum þeirra. Eftir að fólkið hefur fengið aðstoð tekst aðeins 42% að koma greiðslubyrði sinni niður fyrir 30% af heildartekjunum, en 58% — þar með talinn sá þriðjungur umsækj- enda, sem ekki uppfyllir skilyrði til að fá aðstoð — eiga áfram að borga lánardrottnum meira en þriðjung heildarlauna sinna í mánuði hverj- um. í greiðslumati vegna húsbréfalána er hins vegar miðað við að greiðslu- byrði íbúðarkaupenda fari ekki yfir 18% af heildartekjum og talið er að margir geti ekki staðið undir 20-30% greiðslubyrði til lengri tíma. Þetta kemur fram í skýrslu Hús- næðisstofnunar, sem Morgunblaðið hefur undir höndum. Þar er gerð úttekt á greiðsluerfiðleikaaðstoð, sem veitt var frá því í október 1993, en þá hófst samstarf lánastofnana um sérstakar aðgerðir til að leysa vanda íbúðareigenda, og fram í sept- ember á þessu ári. Meðalgreiðslubyrðin 98% Á þessum tíma afgreiddi Hús- næðisstofnun tæplega 2.500 um- sóknir um aðstoð vegna greiðsluerf- iðleika. Greiðslubyrðin af húsnæðis- lánum, lífeyrissjóðslánum og banka- lánum þessa fólks er að meðaltali 98% af heildartekjum þess, þ.e. tekj- um fyrir skatta. Meðallaun umsækjendanna voru á bilinu 160-170 þúsund krónur, en algengt var að þeir væru með marg- föld mánaðarlaunin í vanskilum. Þannig voru lántakar í húsbréfakerf- inu að meðaltali komnir með rúma milljón króna í vanskil, en þeir, sem skulduðu eingöngu Byggingarsjóði ríkisins og Byggingarsjóði verka- manna, voru með 700-800 þúsund krónur í vanskilum að meðaltali. Um 70% umsóknanna voru sam- þykkt, en þeim þriðjungi umsækj- enda, sem var synjað, hefur væntan- lega verið nauðugur einn kostur að reyna að losna við húseignir sínar. Þau 28%, sem fengu fyrirgreiðslu en tókst ekki að lækka greiðslubyrði sína niður fyrir 30% markið, fengu aðstoð í von um að úr rættist í launa- málum þeirra eða að þeir ættu auð- veldara með að selja eignir sínar fijálsri sölu. 62% í erfiðleikum vegna tekjumissis Talið er að um 62% þeirra, sem sóttu um aðstoð, hafi lent í erfiðleik- um vegna lækkandi tekna eða at- vinnumissis, 10% vegna veikinda og 28% af öðrum orsökum, til dæmis vegna ótímabærra fjárfestinga, óráðsíu eða offjárfestingar. Bent er á það í skýrslunni að fjöldi umsækjenda, sem fengið hafi hús- bréfalán til íbúðakaupa, sé aðeins tvöfaldur fjöldi þeirra, sem hafi ein- göngu fengið Byggingarsjóðslán. Mátt hafi ætla að hlutfall umsækj- enda með Byggingarsjóðslán væri lægra. Skýrsluhöfundur telur þetta benda til að vandi íbúðareigenda sé á vissan hátt óháður því húsnæðis- lánakerfi, sem í boði sé. Minnsta atvinnuleysi frá 1991 ATVINNUÞÁTTTAKA hefur aukist umtalsvert á þessu ári samkvæmt vinnumarkaðskönnun Hagstofu ís- lands í nóvember. Könnunin leiðir í ljós að 3,9% vinnuaflsins voru án at- vinnu og er það minnsta atvinnuleysi sem Hagstofan hefur mælt síðan 1991. Hlutfall fólks á vinnumarkaði af öllum svarendum í könnuninni var 83% sem jafngildir um 149.500 manns. Starfandi fólki hefur fjölgað um 5.000 frá því í nóvember 1994 eða úr 138.700 í 143.700 manns. Frá því í apríl síðastliðnum hefur starf- andi fólki fjölgað um 3.500. Skv. könnun Hagstofunnar telst fólk hafa atvinnu ef það hefur unnið eina klukkustund eða lengur í viðmiðunar- vikunni sem könnunin tekur til. Skv. niðurstöðum hennar eru 87,2% karla og 49,8% kvenna í fullu starfí en 43,9% kvenna sögðust vera í hluta- starfi. Atvinnuleysi jafngildir því að um 5.800 einstaklingar hafi verið án atvinnu um miðjan nóvember en í samskonar könnun fyrir ári mældist atvinnuleysið 4,8%. ■ Starfandi fólki fjölgaði/28 - Starfshlutfall eftir kyni í nóvember 1995 Karlar Konur Alls Fullt starf 87,2% 49,8% 69,8% Hlutastarf 4,9% 43,9% 23,0% Óskilgreint 5,3% 3,1% 4,3% ihlaupavinna 2,6% 3,3% 2,9% Alls 100,0 100,0 100,0 Heimild: Hagstolan, nóvember 1995

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.