Morgunblaðið - 04.06.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.06.1996, Blaðsíða 2
2 B ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR ■w Undan ni HM '97 í handknattleik í Kumamoto í Japan 1. RIÐILL: Rúmenía Tyrkland Belgía Noregur 2. RIÐILL: Ungverjal. Makedónía Litháen Georgía/ Úkraína 3. RIÐILL: Tékkland Hv.-Rússland Holland ísrael 4. RIDILL: Þýskaland Slóvakía Pólland Portúgal 5. RIÐILL Danmörk ihvjsij Eistland Grikkland/ Kýpur __H___ 6. RIDILL Slóvenía Sviss Austurríki Ítalía Eistland Liöin sem sigra í hverjum ribli komast til japans Auk þess fcer þaö lib sem nœr besta árangri í ööru sœti riöils leik viö liö frá Eyjaálfu um farsebil til japans GLEDIEFNI ■ TVEIR Serbar hafa bæst í leikmannahóp Boltafélags ísa- fjarðar, BÍ, sem leikur í 4. deild. Þeir heita Davle Pavlovic, 33 ára markvörður, og Dragon Ftoj- anvic, 31 árs miðvallarleikmaður. Þjálfari BI er Omar Torfason og mun hann einnig leika með liðinu. ■ ÞORSTEINN Þorsteinsson, gjaldkeri FRÍ, var eftirlitsdómari á vegum Frjálsíþróttasambands Evrópu í úrvalsdeild Evrópubikar- keppninnar, sem fram fór á Spáni um helgina. Þorsteinn sótti ný- lega námskeið á vegum Evrópu- sambandsins á Irlandi og var í kjölfar þess valinn til starfans. Hann er annar íslendingurinn sem fær alþjóðaréttindi, en Birgir Guðjónsson læknir hefur haft þau í nokkur ár. ■ KLAUS Jurgen Ohk, sem hefur verið sundþjálfari Sundfé- Iags Hafnarfjarðar sl. fimm ár, hættir störfum hjá Sundfélaginu um næstu mánaðamót. Hann hef- ur verið ráðinn landsliðsþjálfari Lúxemborgar. Ekki hefur verið ákveðið hver tekur við af Jurgen Ohk hjá SH. ■ ELIN Sigurðardóttir, sund- kona úr SH, var í gær útnefnd Mm FOLK heiðursvalkyija við Goðabyggð í Fjörugarðinum í Hafnarfirði. Ástæðan er góður árangur hennar í sundíþróttinni að undanförnu. Hún fékk afhent horn og viður- kenningarskjal af þessu tilefni. ■ LEIKNIR á Fáskrúðsfirði hefur kært leik félagsins við KVA í bikarkeppninni. Leiknir telur að Sigurjón Gísli Rúnarsson hafi verið ólöglegur. Hann fékk rautt spjald í síðasta leik síðasta sumars með 2. flokki en þegar KVA-menn athuguðu máiin hjá KSÍ var þeim sagt að hann væri ekki í banni. Þegar Leiknis-menn athugðu málið eftir leikinn fannst hins veg- ar skýrsla sem sagði að hann væri í banni. ■ JAKOB Laursen varnarmaður danska landsliðsins og Silkiborg- ar var í gær seldur til enska úr- valsdeildarliðsins Derby fyrir 500.000 pund. Þetta er annar er- lendi leikmaðurinn sem Jim Smith knattspyrnustjóri kaupir á einni viku því fyrir helgina festi hann kaup á Króatanum Aljosa As- anovic. ■ LINFORD Christie, breski Ólympíumeistarinn í 100 m hiaupi, sigraði bæði í þeirri grein og 200 m hlaupi í úrvalsdeild Evrópu- bikarkeppninnar um helgina. Svaraði þar með þeirri spurningu hvort hann væri enn í hópi þeirra bestu, en því sem allir velta nú fyrir sér vildi hann ekki svara - hvort hann ætli að standa við þá ákvörðun að keppa ekki á Ólymp- íuleikunum í Atlanta. ■ CHRISTIE, sem er orðinn 36 ára, er langbesti spretthlaupari Evrópu. Þetta var í fjórða skipti sem hann sigrar bæði í 100 og 200 m hlaupi í úrvalsdeild Evrópu- bikarkeppninnar. ■ ÍTALSKA hjólreiðakeppnin stendur nú sem hæst og eftir 16 leiðir hefur Pavel Tonkov frá Rússlandi forystu. Landi hans Alexander Gonchenkov varð fyrst- ur að fara hina 180 kílómetra leið í 16. áfanga. Ekki er langt síðan margir ótt- uðust að dauft væri fram- undan á næstu árum í fijáls- íþróttum á íslandi og ekki að ósekju. Kastararnir okkar hafa náð góðum árangri af og til síðustu árin og haldið uppi merki ís- lenskra fijálsíþrótta en virðast nú á niðurleið og hafa ekki náð árangri sem hægt er að hrópa húrra fyrir upp á síðkastið. Fleiri voru ekki til sem þoldu samanburð við það besta; ekki var hægt að bregða alþjóðlegum mælikvarða á aðra íslenska fijálsíþróttamenn og ekkert virt- ist í sjónmáli. En skyndilega kviknaði vonarneisti og áhuga- menn um fijálsíþróttir tóku að brosa á ný. Jón Arnar Magnússon fór að taka tugþrautina alvarlega og árangurinn lét ekki á sér standa - hann komst fljótt í fremstu röð í heiminum og var kjörinn íþróttamaður ársins hér- lendis í fyn'a. Vala Flosadóttir stökk allt í einu fram á sjónar- sviðið sem stangarstökkvari í hópi þeirra bestu og nú hefur Guðrún Arnardóttir sýnt hvað í henni býr með stórgóðri frammi- stöðu á bandaríska háskólameist- aramótinu. Tími hennar í 400 metra grindahlaupi hefði fleytt henni í tíunda sæti heimsafreka- listans í greininni í fyrra og dug- að í fímmta sæti á heimsmeist- aramótinu í Gautaborg! Árið í fyrra er liðið og líklega ekki til neins að nefna svona staðreyndir, en þær hljóma þó of vel til að sleppa því. Állt í einu geta íslendingar aftur farið að draga úr pússi sínu heimsmælikvarðann marg- umrædda og brugðið honum á afreksfólk sitt. Jón Amar meidd- ist lítillega um daginn, hann meiddist líka á heimsmeistara- mótinu í fyrra og hætti keppni, en vonandi verður heppnin með honum á Ólympíuleikunum. Verði svo er vitað mál að hann getur orðið meðal þeirra fremstu þó engin ástæða sé til að setja of mikinn þrýsting á hann. Vala verður ekki meðal keppenda í Atlanta en stangarstökk kvenna verður aftur á móti keppnisgrein á Ólympíuleikunum í Sydney eft- ir fjögur ár, og þá verður spenn- andi að sjá hvernig henni reiðir af. Þá verður Vala 21 árs. Vert er að geta að þýska stúlkan sem setti heimsmet unglinga á dögun- um (4,12 m) er 19 ára, en Vala aðeins 17 og hún stökk 4,06 m á sama móti og á best 4,16, inn- anhúss. Framtíð Völu í stangar- stökkinu er sannarlega björt. Skemmst er að minnast sigurs hennar á Evrópumeistaramótinu innanhúss; hún hefur því þegar kjmnst því að fagna sigri á „al- vöru“ móti og það hlýtur að hleypa í hana enn meiri vilja en áður að gera vel. Guðrún Arnardóttir hefurtekið stórstígum framförum undanfar- ið. Og hún horfir fram á veginn: „Ég vona að þetta sé bara byrjun- in - að þetta sé ekki endapunkt- urinn, að ég standi ekki í stað það sem eftir er ársins því allt er miðað við Óiympíuleikana. Þar á besti árangur ársins að nást en ekki hér,“ sagði hún í Morgun- blaðinu á sunnudaginn, eftir 400 m grindahiaupið á háskólameist- aramótinu. Óskandi er að enginn þessara efnilegu íþróttamanna sé kominn að endapunkti. Skapti Hallgrímsson Aftur er hægt að bregða alþjóðlegum mælikvörðum á loft Átti hafnfirska sundkonan ELÍIM SIGURÐARDÓTTIR von á þvíað ná ÓL-lágmarki? Varvissumað ná lágmarkinu ELÍN Sigurðardóttir, sundkona úr Sundfélagi Hafnarfjarðar, varð fyrst íslenskra sundmanna til að ná Ólympíulágmarki fyrir leikana í Atlanta í sumar. Logi Jes Kristjánsson úr Vest- mannaeyjum og Eydís Konráðsdóttir úr Keflavík hafa einnig náð lágmarki. Sérgrein Elínar er 50 metra skriðsund og náði hún lágmarkinu í þeirri grein á sundmóti í Mónakó fyrir skömmu. Hún synti á 26,79 sekúndum og bætti íslandsmet Helgu Sigurðardóttur, Vestra, um 0,03 sekúndur. Jjjlín, sem er 23 ára, var fyrst spurð að því hvemig henni hafi liðið eftir að hafa náð lág- markinu í Mónakó; VaiurB. -Það var Fóð Jónatansson finning að líta á skrífar tímatöfluna eftir sundið. Það tók mig smátíma að átta mig á þessu, en árangurinn gefur mér spark í rassinn til að gera enn betur. Eg var alltaf viss um að mér tækist að synda á þessum tíma. Ég held að það hafi líka hjálpað Loga og Eydísi að ég skyldi hafa verið búin að ná lágmarkinu - brotið ísinn fyrir þau.“ Hvenær byijaðir þú að æfa sund og hvað æfir þú oft í viku? „Ég byijaði að æfa 10 ára göm- ul, eða fyrir 13 árum. Ég hef ekk- ert unnið eða verið í skóla frá áramótum því ég hef eingöngu einbeitt mér að sundinu. Ég lyfti sex sinnum í viku og þá tvo tíma í senn. Síðan syndi ég níu sinnum í viku þannig að þetta eru um 15 æfingar á viku.“ Nú leggur þú áherslu á sprett- sund, eru ekki aðrar áherslur þar en í lengri sundunum? „Jú, ég lyfti meira en þeir sem æfa lengri sundin. Það er mikil- vægt að vera sterk í fótunum og snerpan verður að vera í lagi.“ Hvaða eiginleikum þarf góður sundmaður að vera gæddur? „Góður sundmaður þarf að hafa tilfínningu fyrir vatni - líða vel í vatni. Það er líka mjög gott að sundmaður sé stór, með langa fætur og langar hendur." Mikill uppgangur hefur verið í sundíþróttinni í Hafnarfirði síð- ustu árin og SH varð hikarmeist- ari í fyrsta sinn sl. vetur. Hverju þakkar þú þennan árangur? „Það hefur verið mjög vel hald- Morgunblaðið/Þorkell ELÍN Sigurðardóttir kom tii landsins í gær úr velheppnaðri keppnisferð til Mónakó og Canet í Frakklandi. ið utan um sundið í Hafnarfirði. Við höfum verið með frábæran þjálfara, Þjóðveijann Klaus Júrg- en Ohk, síðustu fimm árin. Hann er því miður að hætta og við vitum ekki enn hvaða þjálfara við fáum í staðinn. Það er allt miklu jákvæð- ara í sambandi við sundið núna en áður. Foreldrastarfið hefur ver- ið öflugt hjá félaginu og það hefur mikið að segja í uppbyggingunni. Við eigum marga unga og efnilega sundmenn og ég er viss um að það verða fleiri hafnfirskir sund- menn meðal þátttakenda á Ólymp- íuleikunum í Sydney árið 2000.“ Hverjar eru væntingarnar hjá þér í Atlanta? „Ég stefni að því að komast í B-úrslit, ég held að það sé raun- hæft markmið. Annars reyni ég auðvitað að gera mitt besta.“ Nú hafa sundmenn kvartað yfir því að ekki skuli vera til 50 metra innilaug hér á landi. Stendur það sundíþróttinni fyrir þrifum hér á landi? „Já, auðvitað er mjög slæmt að hafa ekki 50 metra innilaug. Við höfum reyndar getað æft í 50 metra útilaug í Kópavogi en vandamálið er að ekki skuli vera hægt að keppa í 50 metra innilaug hér á landi. Við þurfum alltaf að ijúka til útlanda til að sækja í þannig aðstöðu. Annars er ég mjög ánægð með aðstöðuna hér í Hafnarfirði. Við erum bæði með inni- og útilaug. Þar sem ég legg áherslu á 50 metra skriðsund æfi ég oftast í gömlu sundlauginni - það er nóg fyrir mig.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.