Morgunblaðið - 04.06.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 04.06.1996, Blaðsíða 8
JM*r£!ntMafeife Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson SCHUMACHER siglir hér fram úr Kanadamanninum Jacques Vileneuve sem ekur fyrir Williams. Heimsmeistarlnn þýski sigraði í fyrsta sinn eftir að hann hóf að keppa fyrir Ferrari, en aðstæður voru mjög slæmar. Schumacher í sérflokki Heimsmeistarinn Michael Schumacher á Ferrari sigraði með yfirburðum í spænska kappakstrinum. Gunnlaugur Rögnvaldsson fylgdist grannt með því sem fram fór í rigningunni í Bareelona. SCHUMACHER varð rúmri mínútu á undan Frakkanum Jean Alesi á Benetton og Kanadabúanum Jaques Villenueve á Williams. Úrhellisrign- ing var á meðan keppnin fór fram og tók hún sinn toll, aðeins sex kepp- endur af 22 komust í mark. Meðal þeirra sem féllu úr keppni var Bret- inn Damon Hill á Williams, sem ók á vegg í tíunda hring. „Eg gerði þrenn mistök og í raun var ég hálf feginn þegar þessu lauk,“ sagði Hill í samtali við Morgunblað- ið eftir keppnina. „Aðstæður voru þær verstu sem Formula 1 ökumað- ur getur hugsað sér, brautin var flughál og ósjaldan flutu menn upp. Margir fóru út af og voru þeppnir að ekki fór illa fyrir þeim. Ég verð að gera betur í næstu keppni og vona að brautin verði þurr. Þetta er önnur keppnin í röð þar sem helli- rignir,“ sagði Hill. A meðan hver keppandinn af öðr- um féll úr leik, ók Schumacher af snilld. Ósjaldan fór hann á hliðar- skriði í gegnum hraðar beygjur og komst fram úr Villenuve, sem hafði náð forystu. „Schumacher hvarf mér sjónum eftir að hann komst fram úr. Hann er líklega lærður skip- stjóri. Ég sá vart út úr augunum þannig að Schumacher er gífurlega kaldur við þessar aðstæður, ók ótrú- lega hratt. Ég er ánægður með að hafa saxað á forskotið sem Hill var búinn að ná í heimsmeistaramótinu, við Schumacher erum með 26 stig en Hill 40 þannig að þetta verður spennandi ár,“ sagði Villenueve, sem varð meistari í Indy-kappakstri í fyrra en sneri sér að Formula 1 í ár. Jean Alesi komst fram úr Villenu- eve og hélt öðru sætinu til loka. „Fjórum eða fimm sinnum átti ég von á því að fljóta út af því bíllinn flaut oft upp á hálli brautinni, sér- staklega við viðgerðarsvæðið þar sem Hill fór á vegginn. Á yfir 200 kílómetra hraða er það ekki skemmtileg tilfinning, en ég slapp með skrekkinn. Núna vona ég að framhaldið verði jafn árangursríkt, en það átti enginn möguleika í Schumacher í dag,“ sagði Alesi. Schumacher var að vonum ánægður með fyrsta sigur sinn á Ferrari og ítalska liðið líka, en það borgar honum 20 milljónir dollara á ári - um 1,3 milljarða króna. „í byrjun hélt ég að ég myndi klúðra þessu, kúplingin var eitthvað erfið. Ég var aftarlega á merinni en náði fljótlega að komast fram úr mörg- um keppendum. Aðstæður voru mjög hættulegar og stundum bjóst ég við að lenda á einhvetjum, ók oft án þess að sjá mikið. Um mið- bik keppninnar stríddi vélin mér, missti 1-2 sylindra, en hún hefur tíu þannig að ég hafði nokkra til vara,“ sagði Schumacher. „Mér var ótrúlega kalt í keppninni, þetta var eins og að sigla skipi í stórsjó. Vatn- ið kom að ofan, neðan, var út um allt og stundum leit brautin út eins og sundlaug. Mér tókst að synda ágætlega í dag, en vonandi verður ekki önnur svona keppni i ár. Það var samt gott að vinna og gleðja félaga sína hjá Ferrari," sagði heimsmeistarinn. Boldon á 9,92 sek. ATO Boldon frá Trinidad náði besta tíma ársins í 100 m hlaupi karla, 9,92 sek., á bandaríska háskólameistara- mótinu í Eugene í Oregon á laugardag og lýsti því svo yfir að hann myndi bæta heimsmetið í sumar. „Sleppi ég við meiðsli er ég viss um að mér tekst það,“ sagði þessi 22 ára hlaupari, sem keppir fyrir UCLA háskólann í Los Angeles. Hann jók hraðaim mikið um miðbik hlaupsins, stakk keppinautana af og einungis fimm menn hafa nokkru sinni hlaupið á betri tíma. Ekki vildi Boldon lýsa yfir að hann væri sigurstrangleg- astur á Ólympíuleikunum í Atlanta en sagði þó að ein- ungis hann, heimsmeistarinn Donovan Bailey frá Kanada og Bandaríkjamaðurinn Carl Lewis, áttfaldur gullverð- launahafi á Ólympíuleikum, kæmu til greina sem sigur- vegarar í 100 m hlaupinu í Atlanta. Létt hjá Áströlum ÁSTRALIR áttu ekki í erfið- leikum með Englendinga í úrslitaieiknum í heimsmeist- arakeppni liða í skvassi í Kuala Lumpur um heigina, unnu 3:0. Brett Martin vann Mark Chaloner 9:4,9:2 og 9:5, Michelle Martin vann Suzönnu Honer 9:3,9:4, 5:9 og 10:8 og var þetta eini spennandi leikurinn. Rodney Eyles vann síðan Chris Wal- ker 9:6,9:6 og 9:1. Florida mætir Colorado Þ AÐ verða Florida Panthers og Colorado Avalanche sem mætast í úrslitum NHL deiid- arinnar í íshokki, en Florida vann Pittsburgh, 3:1, í sjö- unda leik liðanna um réttinn tii að mæta Colorado. TENNIS / OPNA FRANSKA Ivanisevic og Muster úr leik FRJALSIÞROTTIR Þýskur sigur í úrvalsdeild Austurríkismaðurinn Thomas Muster, sem átti titil að vetja á opna franska meistaramótinu í tennis, var sleginn út í gær af Mich- ael Stich frá Þýskalandi og Króatinn Goran Ivanisevic var sömuleiðis sleginn út. Muster tapaði í fjórum settum, 4-6, 6-4 6-1, 7-6 og var þetta að- eins annar tapleikur hans á leirvelli á þessu tímabili. Ivanisevic, sem tvívegis hefur leikið til úrslita á Wimbledon, tap- aði fyrir lítt þekktum spilara, Bernd Karbacher frá Þýskalandi. Ivan- isevic var meiddur og gat því ekki beitt hinum föstu uppgjöfum sínum sem hafa verið vörumerki hans. Karbacher harðneitaði hins vegar að meiðsli mótherjans hefðu auð- veldað honum sigurinn. „Eg vann leikinn ekki vegna meiðsla Ivan- isevic,“ sagði Karbacher. „Það kom honum á óvart hvernig ég spilaði. Uppgjafirnar mínar voru betri og ég lék nær óaðfinnanlega." Svíinn Stefan Edberg lék mjög vel á móti Michael Chang á laugar- daginn og sigraði. Tony Pickard, fyrrum þjáifari Svíans, sagði eftir þann leik að hann hefði sjaldan séð eins góðan tennisieik og taldi miklar líkur á að haun næði að sigra í mótinu. Edberg hefur lýst því yfir að hann ætli að hætta í ár og hefði því gjarnan viljað sigra í París. En draumur hans var úti í gær er hann tapaði fyrir Svisslendingnum Marc Rosset í þremur settum. Blakarar í öðru sæti ÍSLENSKA karlalandsliðið í blaki náði besta árangri sem íslenskt blaklandslið hefur náð til þessa er það varð í öðm sæti á smáþjóðaleikunum í blaki sem fram fóru á ítaliu. Kýpur varð í fyrsta sæti, vann ísland 3:0 (15:9,15:7 og 15:5) á föstudaginn en á laugardag- inn sigraði Island lið Lúxem- borgar 3:2 í hörkuleik og tryggði sér þar með annað sætið. Það byijaði þó ekki vel hjá íslenska liðinu því Lúxemborg vann fyrstu tvær hrinurnar 15:10 og 15:12. íslensku strák- arnir settu þá í annan gír, höfðu gaman af þvi sem þeir voru að gera og börðust eins og berserkir og það bar árangur. ísland sigraði i næstu þremur hrinum, 15:8, 15:9 og 15:11. g%jóðverjar sigruðu bæði í karla- og kvennaflokki í úrvalsdeild Evrópubikarkeppninnar í fijáls- íþróttum í Madrid um helgina. Hlutu 142 stig í karlaflokki, Bretar urðu í öðru sæti með 125 og ítalir þriðju með 110. Þýsku konurnar hlutu 115 stig, þær rússnesku 97 og lið Hvíta-Rússlands 79. Bresku Ólympíumeistararnir Lin- ford Christie og Sally Gunnell stóðu sig vel á mótinu. Christie sigraði bæði í 100 og 200 m hlaupi og Gunnell - sem keppti ekkert í fyrra vegna meiðsla - sigraði í 400 m grindahlaupinu á 56,84 sek. Að- stæður voru erfiðar í því hlaupi vegna mikils vinds. Christie hljóp 100 m á 10,04 sek. sem er besti tími hans í ár. Hann virkaði ekki eins frískur í 200 m hlaupinu á sunnudag, en sigraði þó nokkuð örugglega, á 20,25 sek. Hann sagð- ist aldrei hafa hlaupið vegalendinga jafn hratt á þessum árstíma og var hinn ánægðasti. Þjóðveijinn Florian Schwarthoff gerði sér síðan lítið fyrir og sigraði heimsmethafann Colin Jackson frá Bretlandi í 110 m grindahlaupinu á sunnudag. Jackson byijaði vel að vanda en Schwarthoff var kominn fram úr strax á þriðju grind og Bretinn átti í miklum vandræðum seinni hluta hlaupsins. ■ Úrslit / B6 SVIÞJOÐ: 1X2 121 222 X212 LOTTO: 16 19 21 22 27 + 17

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.