Morgunblaðið - 04.06.1996, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 04.06.1996, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚNÍ 1996 B 5 Morgunblaðið/Bjami Eiríksson jafnaði nstri fæti, utanfótarsnúningi. Knötturinn hafnaði í hægra horninu. mfína augardal ur leikmaður. Hann lék sem hægri bak- vörður. Miðverðirnir Ólafur Adolfsson og Guðni Bergsson náðu sér aldrei veru- lega á strik, hafa leikið betur. Birkir Kristinsson stóð fyrir sínu í markinu, varði nokkrum sinnum vel. Illilega vantaði fljóta leikmenn eins og Eyjólf Sverrisson og Arnar Gunn- laugsson til að brjóta upp leik íslenska liðsins, hleypa lífi í hann með hraða sínum og krafti. Hreyfanleiki verður að vera meiri á miðjunni, einstaklings- framtak, hraða- og stöðubreytingar verða að krydda Ieikinn og langar send- ingar kantanna á milli. Þegar hreyfan- leiki er á miðjunni er hægt að bjóða upp á hættulegar sóknir og mörk. Að ná ekki nema jafntefli gegn Makedóníu á heimavelli, er ekki ásætt- anlegt - sérstaklega þar sem lið Make- dóníu er ekki sterkt og að öllu eðlilegu á Island að fagna sigri, hvort sem er á heimavelli eða útivelli. Nedzmedin Memedi aukaspyrnu sem dæmd var á Sigurð Jónsson fimm metrum fyrir utan vítateig. Memedi spymti knettinum fram þjá fjögurra manna varnar- vegg, Arnóri Guðjohnsen, Þórði Guð- jónssyni, Rúnari Kristinssyni og Arn- ari Grétarssyni. Knötturinn hafnaði út við stöng án þess að Birkir Krist- insson kæmi vömum við á 63. mín. 1a 4| Guðni Bergsson sendi ■ I knöttinn frá endamörk- um inn í vitateig (65. mín.), þar sem Rúnar Kristinsson tók við knettinum og renndi honum til vinstri á Arnór Guðjohnsen, sem var við markteigs- horn. Hann spyrnti knettinum með vinstri fæti, utanfótarsnúningi — knötturinn hafnaði í hliðarnetinu fjær. iðeins of seint sigra. Við vorum mun betri aðilinn í upphafí, síðan datt þetta aðeins niður hjá okkur. í seinni hálfleiknum fengum við færi en í augnablikinu man ég ekki eftir neinu dauðafæri sem þeir fengu.“ Lárus Orri sagðist þokkalega sáttur með sinn hlut. „Ég er þokkalega sátt- ur með sjálfan mig. Þetta var fyrsti stórleikur minn og ég verð að viður- kenna að ég var dálítið taugatrekktur fram að þjóðsöngnum. Ef maður er ekki aðeins á taugum fyrir leiki þá er eitthvað að. Taugarnar komust í lag um leið og þjóðsöngurinn hljómaði, þá náði þjóðarstoltið yfirhöndinni.“ Þórður Guðjónsson fékk högg á lærið í síðari hálfleiknum og varð að fara útaf. ;,Ég er alls ekki sáttur við eitt stig. Ég er að ná mér á strik eftir að hafa verið í lægð vegna meiðsla og nú er ég að vona að ég sé að komast upp á hæðina. Það vantaði herslumun- inn hjá okkur í fyrri hálfleiknum. Þeir léku mjög þétta vörn sem gerði lítið af mistökum og þeir náðu alltaf að stoppa okkur áður en við komust alveg í færi. Þeir spiluðu greinilega uppá eitt stig, byijuðu að tefja strax í upp- hafi og stíluðu uppá skyndisóknir. Það fór auðvitað um okkur þegar við lent- um undir, en við sýndum styrk með því að jafna,“ sagði Þórður. KNATTSPYRNA Sterkt íslenskt landslið leikmanna 21 árs og yngri Frábær byrjun hjá strákunum Morgunblaðið/Bjarni Gult og svo rautt spjald MAKEDÓNÍUMAÐURINN Goran Hristovski fékk sitt annað gula spjald fyrir að hanga aftan í Bjarna Guðjónssyni. ís- lenska liðið lék vel og vann sannfærandi sigur. ISLENSKA landsliðið í knatt- spyrnu, skipað leikmönnum 21 árs og yngri, sigraði jafnaidra sína frá Makedóníu á Kapla- krikavelli á laugardaginn. ís- lenska iiðið var sterkara og gerði tvö mörk úr vítaspyrnum en gestirnir náðu ekki að svara fyrir sig. Þetta var fyrsti leikur liðsins í undankeppni Evrópu- keppninnar þannig að óhætt er að segja að byrjunin lofi góðu. Íslendingar hófu leikinn af miklum krafti og áhorfendur, sem voru allt of fáir, höfðu mjög gaman af því strákarnir léku Skúli Unnar hratt og fengu mörg Sveinsson ágæt færi. Markið lét skrifar heldur ekki á sér standa því á 6. mín- útu skoraði Bjarnólfur Lárusson úr vítaspyrnu sem dæmd var þegar Þorbjörn Atli Sveinsson var felldur í teiginum. Þorbjörn Atli var aftur á ferðinni síðar á sömu mínútu, komst þá óvænt einn á móti markverði en lék beint í fangið á honum. Frekar klaufalegt hjá honum. Mínútu síðar áttu Make- dóníumenn gott skot sem Árni Gaut- ur yarði vel. Áfram hélt fjörið, mikill hraði og alltaf nóg um að vera þó svo færin létu á sér standa. Gestirnir komu nú meira inn í leikinn og réðu gangi hans síðustu 25 mínúturnar. íslenska vörnin gaf þó engin færi á sér og miðjumennirnir voru duglegir að hjálpa til. Menn voru þolinmóðir og það kom ekki oft fyrir að varnar- menn lentu einn á móti einum, alltaf var einhver til aðstoðar. Svæðum var lokað af kostgæfni og þrátt fyrir skemmtilegan og stuttan samleik gestanna komust þeir hvergi, enda reyndu þeir helst að leika alveg upp að marklínu. Islendingar skutust snöggt í sóknina öðru hveiju og vörn Makedóníu var óörugg, sérstaklega þegar sóknarmennirnir pressuðu stíft. Þorbjörn Atli gerði gestunum oft lífíð leitt með dugnaði sínum. Síðari hálfleikur hafði aðeins stað- ið i fímm mínútur þegar Valur Fann- ar komst inn fyrir vöm gestanna og skaut í varnarmann og yfir, en hefði hæglega getað rennt boltanum fyrir markið á samheija. Þremur mínútum síðar kom besta færi leiksins, og færin gerast ekki betri. Andri Sig- þórsson komst í gegn á miðjuhringn- um, lék í átt að marki með samheija sér til hvorrar handar, en markvörð- ur gestanna náði boltanum af Andra rétt innan vítateigs. Svona færi verð- ur að nýta. Einn leikmanna Makedóníu var rekinn af velli á 69. mínútu og eftir það sóttu íslendingar nær stans- laust. Atli Eðvaldsson þjálfari setti Skagamennina Bjarna Þórðarson og Jóhannes Harðarson inná þegar hálf- tími var eftir og þann þriðja, Stefán Þórðarson, þegar stundarfjórðungur var eftir. Stefán átti eftir að koma mikið við sögu. Hann var felldur inn- an vítateigs á 85. mínútu og skoraði sjálfur úr vítaspymunni og á síðustu sekúndu leiksins átti hann fastan skalia í þverslána. Allt íslenska liðið lék vel og það er langt síðan menn hafa skemmt sér eins vel á landsleik yngri lands- liða okkar. Svo virðist sem Atla Eð- valdssyni sé að takast að búa til mjög gott lið í þessum aldursflokki. í liðinu á laugardaginn voru sex leik- menn sem ekki hafa leikið landsieik í þessum flokki og aðrir sex höfðu leikið einn leik. Skynsemin réð ríkjum hjá strákunum og þó svo ekki gengi að skora úr öllum þeim færum sem liðið skapaði sér sýndu leikmenn þolinmæði og héldu áfram. Brynjar Gunnarsson átti stórleik í vörninni og hinn miðvörðurinn, Guðni Helga- son, var einnig mjög góður. Á miðj- unni stjórnaði Valur Fannar og á vængjunum áttu Sigurvin og Ólafur góðan dag. Þorbjörn Atli var spræk- ur frammi, en var samt ansi oft rang- stæður. Besti maður vallarins var samt fyrirliði Makedóníu, Blaze Gorgioski (nr. 10), hann var allt í öllu á miðjunni. íslensku stúlkum- ar töpuðu stórt Kvennalandslið íslands átti ekki möguleika gegn Frökkum og tapaði 0:3 í undanriðli Evrópumóts landsliða í knattspyrnu í Frakklandi á laugardag. Þa_ð var aðeins fyrstu mínúturnar sem Islendingar léku eðlilega en eftir fímm mínútur tóku Frakkarnir völdin og yfírspiluðu íslensku stúlkumar nánast það sem eftir var. Þær spiluðu mjög fast, voru fljótari og leiknari og sigur þeirra var því mjög sann- gjam. Islenska liðið náði aldrei að spila almennilega saman, nýtti kant- ana illa og saknaði greinilega Guð- laugar Jónsdóttur og Hjördísar Sím- onardóttur sem verið hafa á köntun- um. Fyrsta mark Frakkanna kom eftir tæplega hálftíma; eftir spil upp hægri kantinn myndaðist þvaga í teignum og Marinette Pichon skoraði af stuttu færi. Markið var frekar ódýrt og hálf- klaufalegt. Annað markið kom fljót- lega í seinni hálfleik, á 54. mín., er Emanuelle Sykora fékk nógan tíma til að athafna sig yst í vítateignum og skora með þrumuskoti. Þriðja markið kom svo aðeins sex mín. síð- ar, Sigfríður markvörður sió boltann frá eftir fyrirgjöf en Pichon náði hon- um og gerði annað mark sitt. Hún lagði knöttinn reyndar greinilega fyr- ir sig með hendinni áður en hún skor- aði en annars ágætur belgískur dóm- ari sá það ekki. Inga Dóra Magnúsdóttir - sem valinn var í landsliðshópinn á síðustu stundu fýrir Guðlaugu Jónsdóttur sem meiddist - kom inn á sem varamaður fyrir Kristbjörgu Ingadóttur er nokkr- ar mín. voru liðnar af síðari hálfleik. Á sama tíma kom Ingibjörg Ólafsdótt- ir inn fyrir Erlu Hendriksdóttur. Þarna lét Kristinn þjálfari Margréti og Ásthildi fara í fremstu víglínu, spilið batnaði við breytingamar og ísland komst meira inn í leikinn, án þess þó að skapa sér nein tækifæri. Inga Dóra stóð sig mjög vel í fyrsta landsieiknum, Sigfríður var örugg í markinu, Sigrún Óttarsdóttir átti mjög góða spretti i bakvarðarstöðunni og skapaði usla í frönsku vörninni, og Vanda, Guðrún og Ragna Lóa voru baráttuglaðar að vanda en máttu ekki við margnum. í heildina lék íslenska liðið illa og búist var við mun meiru eftir ágætis undirbúning. Liðið lék t.d. ágætlega í æfingaferð til Portúgals í apríl og níu leikmenn Breiðabliks, sem em í hópn- um, léku á móti í Danmörku í vor. Næsti leikur er á morgun í Holiandi. Síðasti leikur Islands er svo við Rússa úti 17. ágúst og þurfa íslensku stúlk- umar að sigra í báðum leikjunum til að eiga möguleika á að komast áfram. Gat varla verið betra „ÉG er mjög ánægður með strákana og þetta gat varla verið betra,“ sagði Atli Eð- valdsson, þjálfari landsliðs- ins, sem skipað er leikmönn- um 21 árs og yngri, eftir sig- urinn í Hafnarfirði. „Strákarnir spiluðu mjög vel. Við komumst í gegnum vörnina fjórum til fimm sinn- um og hefðum átt að skora fleiri mörk. Þetta er nýtt lið sem ég er með og þetta var fyrsti leikurinn, þannig að maður getur ekki heimtað allt. Makedóníumenn komust inn í leikinn síðari hluta fyrri hálfleiks, en það er eðlilegt. Við vorum yfir og strákarnir höfðu leikið af miklum krafti og þá er oft hætt við að menn gefi aðeins eftir. Ég hef þá trú að þetta sé bara fyrsti sigurinn þjá okk- ur því það verður stígandi í leik okkar í keppninni. Þetla eru toppstrákar og þeir léku mjög vel, bæði agað og af mikilli skynsemi,“ sagði Atli.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.