Morgunblaðið - 04.06.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 04.06.1996, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚNÍ 1996 B 3 IÞROTTIR NBA Martröðin er eftir SHAWN Kemp og félagar í Seattle SuperSonics munu mæta Chicago Bulls í úrslitum bandaríska körfuboltans eftir að hafa sigrað Utah Jazz 90:86 í sjöunda leik liðanna ífyrri- nótt. Það verður því í fyrsta skipti í sjö ár sem Seattle leik- urtil úrslita en það hefur liðið ekki gert síðan 1979. Leikurinn var æsispennandi og var staðan 85:84 fyrir Seattle þegar 1,47 mín. voru til leiksloka. Shawn Kemp átti góðan leik og skoraði 29 stig og tók 14 fráköst og bjargaði hann Seattle á lokamín- útum leiksins. „Þetta hefur verið frábær dagur, þetta hefur verið frá- bær úrslitakeppni og ég er glaður að þeir féllu í dag,“ sagði Kemp eftir leikinn. * John Stockton lék mjög vel með Utah og skoraði 22 stig, eins og Karl Malone sem var þó talsvert frá sínu besta. Utah var sterkara liðið í tveimur seinustu leikjum liðanna og það leit út fyrir að Seattle myndi leika sama leikinn og fyrir ári síðan og missa niður nokkuð öruggt for- skot. „Ég efaðist aldrei,“ sagði George Karl, þjálfari Seattle. „Eg er mjög stoltur af því að þetta skildi allt smella saman því á sama tíma í fyrra héldu flestir að við gætum aldrei unnið neitt." Þegar um sjö mínútur voru eftir var staðan 80:77 fyrir Seattle og náði liðið að auka forystuna í 85:77 með körfum frá Shawn Kemp og Detlef Schrempf. Utah náði að skora sjö stig í röð og minnka for- ystuna í eitt stig og voru aðdáendur Seattle orðnir heldur órólegir. Shawn Kemp jók þvínæst forystuna fyrir Seattle með því að fiska víta- skot en Karl Malone minnkaði mun- inn þegar 32 sekúndur voru eftir. Kemp skoraði aftur úr tveimur víta- skotum og kom Seattle í 89:86 þeg- ar 13 sekúndur voru eftir. Malone hitti ekki úr tveimur vítaskotum og eftir það var öll von úti fyrir Utah. „Það var leiðinlegt að tapa þess- um leik og ég lék ekki vel,“ sagði Malone. „En þeir mega eiga það að þeir börðust vel allan tímann. Við börðumst líka vel en náðum bara ekki að klára leikinn og ég hitti ekki úr nokkrum auðveldum skotum. Við veðum bara að gera betur á næsta ári.“ Það voru vítaskotin sem réðu úrslitum í þessum leik. Kemp hitti en þau fóru ekki niður hjá Malone og það gerði útslagið. Þeir félagar í Seattle fá ekki mikinn tíma til að njóta sigursins því þeir eiga að mæta Chicago í úrslitum NBA- deildarinnar á miðvikudaginn. „Versta martröðin er eftir en það er að finna út hvemig við förum að því að sigra Chicago Bulls,“ sagði George Karl, þjálfari Seattle SuperSonics. HANDKNATTLEIKUR íslendingar í riðli með Dönum, Eistum og Grikkjum eða Kýpurbúum Þorfajöm ánægður með riðilinn ISLENDINGAR voru heppnir þegar dregið var í riðla í undan- keppni heimsemeistarakeppn- innar í handknattieik um helg- ina, en keppnin verður i Kuma- moto í Japan í maí 1997. ér líst vel á riðilinn og ef hægt er að tala um léttan riðil þá held ég að best hafí verið að fá Dani eða þá Slóvena," sagði Þorbjörn Jensson landsliðsþjálfari þegar hann var spurður um riðla- skiptinguna. íslendingar eru í 5. riðli og leika við Dani, Eista og annað hvort Grikki eða Kýpurbúa. Liðunum 24 er skipt í sex riðla og er ísland í örðum styrkleika- flokki. Sigurvegarar hvers riðils komas á HM og það lið sem verður með bestan árangur í öðru sæti leikur aukaleik við eitthvert lið úr Eyjaálfu. Evrópa mun því að minstakosti vera með tólf lið í Jap- an næsta vor því auk sigurvegar- anna úr riðlunum sex verða heims- meistarar Frakka þar og Spánveij- ar, Rússar, Svíar, Júgóslavar og Króatar, en lið þessara þjóða urðu í fimm efstu sætum nýafstaðinnar Evrópukeppni á Spáni. Svo gæti farið að Evrópa fengi 13 sæti því sigri lið frá Evrópu lið frá Eyjaálfu í leik um eitt sæti verða 13 lið frá Evrópu. „Danir komu mér á óvart í Evr- ópukeppninni. Mér hefur sýnst þeir vera á górði siglingu en þeir léku illa á Spáni og voru langt frá sínu besta þar. Um Eista veit ég afskap- lega lítið en Boris segir mér að á meðan Sovétríkin voru og hétu hafi Eistar verið með lið í annarri deild- inni þar þannig að þeir leika trúlega rússneskan handknattleik. Grikkir vinna væntanlega Kýpurbúa í leikn- um um sætið í riðlinum og um þá veit ég álíka mikið og Eistana. Ég veit þó að Grikkir hafa verið að vinna ísraela," sagði Þorbjörn. Hann sagðist ekki vita í hvaða röð leikirnir yrðu, en leikið verður með sama hætti og í Evrópukeppn- inni. Fyrsta umferð verður leikin 2. til 6. október, önnur umferð 30. október til 3. nóvember og síðustu leikirnir verða 27. nóvember til 1. desember. Ef við eigum til dæmis Dani í fyrstu umferð verður leikið hér heima á miðvikudegi eða Reuter TALANT Dousjebajev, leikstjórnandi Spánverja, reynir að brjótast framhjá Oleg Grebnev, til hægri, og Igor Lavros I úrslitaleiknum. Þessi frábæri leikmaður var kjörinn maður mótsins. Rússar meistarar Rússar urðu um helgina Evr- ópumeistarar í handknattleik karla, sigruðu Spánveija 23:22 í úrslitaleik. Júgóslavar unnu Svía 26:25 í leik um þriðja sætið. Rússar voru með undirtökin all- an tímann gegn Spánverjum og staðan var meðal annars 23:19 þegar skammt var til leiksloka. Þá tóku Spánveijar góðan kipp, léku stífa maður á mann vörn og skoruðu þrjú mörk í röð. Þegar skammt var til leiksloka náðu þeir boltanum aftur og freistuðu þess að jafna en Lavrov markvörður Rússa varði skot Dousjebajevs, fyrrum félaga síns í landsliði Sov- étríkjanna - sem gerðist spænskur ríkisborgari skömmu fyrir HM á íslandi - og sigurinn var þar með í höfn. Áðurnefndur Dousjebajev var valinn besti leikmaður mótsins, enda var hann allt í öllu hjá Spán- veijum. Svíinn Pierre Thorsson, sem leikur í hægra horninu, var valinn skemmtilegasta skytta mótsins, en hann er lunkinn við snúningsskotin. Thorsson var besti maður Svía í mótinu, en þeir gul- klæddu eru óhressir því þetta er í fyrsta sinn á þessum áratug sem Svíar lenda ekki í verðlaunasæti á stórmóti í handknattleik. Svo virðist sem bestu hand- boltaþjóðirnar séu búnar að finna svar við hraðaupphlaupum Svía, en þeir voru hins vegar kokhraust- ir og sögðu að það væri ákveðinn styrkur að lenda í fjórða sæti þrátt fyrir að spila mjög illa. Þeir sögðu einnig að einhveijir leikmenn liðs- ins hefðu verið komnir með hug- ann á Olympíuleikana í Atlanta. Vésteinn kast- aði 61,80 metra VÉSTEINN Hafsteinsson kringlukastari kastaði 61,18 metra á fyrsta móti sínu á þessu ári, en hann var meðal þátttakenda á Brunce Jenner mótinu í San Jose í Bandaríkjunum. Vésteinn hefur ekkert getað keppt fram til þessa vegna meiðsla í nára. Þess má geta að B-lágmarkið fyrir Ólympíuleikana er 60 metrar og A-Iágmarkið 62 metrar. Sigui-vegari í kringlukastskeppni mótsins var Banda- ríkjamaðurinn Anthony Washington, þeytti kringlunni 67,18 metra. Vésteinn keppir næst á móti í Svíþjóð 8. júní. Kúluvarparinn Pétur Guðmundsson var einnig meðal keppenda á mótinu og kastaði lengst 18,21 metra, sem erþað iengsta sem hann hefur kastað á þessu ári. KNATTSPYRNA Nýr Júgóslavi til Grindavíkur Kekic Siusa, 27 ára leikmað- ur frá Radnicki í Jú- gólslavíu, hefur gengið til liðs við 1. deildar lið Frimann Grindavíkur og Ólafsson mætti á sína skrifar frá fyrstu æfíngu í Gnndavík gærdag. Hann fékk sig lausan frá liði sínu úti þrátt fyrir að keppnistíma- bilinu sé ekki lokið í þar því lið hans hefur ekki að neinu að keppa. Hann hefur leikið sem fram- heiji og verður væntanlega kærkominn í lið Grindavíkur sem hefur vantað tilfinnanlega framlínumann. Koma hans var möguleg núna þar sem Milan Stefán Jankovic fékk íslenskan ríkisborgararétt á dögunum og því mátti bæta við öðrum út- lendingi í Grindvík. Milan kveðst hafa heyrt um Kekic í gegnum vini sína í Júgóslavíu og látið vel af honum en hann mun væntanlega vera tilbúinn slaginn gegn Fylki í Árbænum á föstudaginn kemur. fimmtudegi og síðan farið til Dan- merkur og leikið þar á laugardegi eða sunnudegi. Hafí lið áhuga á að semja um að leika báða leikina heima eða að heiman er hægt að gera slíkt, en aðeins ef öll liðin í riðlinum samþykkja það. „Við hefjum undirbúning keppn- innar núna 10. júní og ég mun í vikunni tilkynna 17 eða 19 manna hóp sem tekur þátt í æfingunum og ég legg mikla áherslu á að fá alla leikmennina til æfínga. Við verðum til loka júní, leikum þá tvo landsleiki við Svisslendinga ytra og þar með er undirbúningi okkar lok- ið. Ég fæ síðan leikmenn í nokkra daga fyrir hvern leik,“ sagði landsl- iðsþjálfarinn. Yngra liðið til Dan- merkur ÍSLENSKA landsliðið í hand- knattleik, skipað leikmönn- um 20 ára og yngri, heldur á föstudaginn til Danmerkur þar sem það tekur þátt í und- ankeppni Evrópukeppninn- ar. Leikið verður við Dani og Finna og það liðs em verð- ur efst kemst í Evrópukeppn- ina sem fram fer í Rúmeníu í ágúst. „Við höfum æft síð- ustu vikurnar frá fimmtu- degi fram á sunnudag. Við hittumst síðan á fimmtudag- inn kemur og höldum til Danmerkur á föstudaginn,” sagði Þorbjörn Jensson, sem þjálfar liðið ásamt Boris Abk- ashev. JÚIÍUS til Þýskalands JÚLÍUS Gunnarsson, hand- knattleiksmaður úr Val, hef- ur gert samning við þýska 3. deildar félagið Hildesheim um að leika með þvi á næstu leiktíð. Þá hefur Hilmar Bjarnason sem lék með Fram I vetur einnig ákveðið að ganga til liðs við félagið. Að sögn Júlíusar var félagið nærri þvi að komast upp í aðra deild i vor og nú á að leggja allt í sölurnar að ná þvi takmarki. Góð byrjun hjá Jóni JÓN A. Sigurjónsson sleggjukastari úr FH byijar keppnistímabilið af krafti ef marka má árangur hans á móti í Hafnarfirði á laugar- daginn. Þá kastaði hann sleggjunni 65,62 m og og er það annar besti árangur ís- lendings frá upphafi, aðeins íslandsmethafinn Guðmund- ur Karlsson hefur kastað lengra, en íslandsmet hans er 66,28 m. Fimm af sex köst- um Jóns voru gild og það stysta var 62,82 m. Annar varð Bjarki Viðarsson HSK, sem kastaði 55,38 m. Stefán R. Jónsson Breiðabliki sigr- aði í kringlukasti á sama inóti, kastaði 44,14 m.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.