Morgunblaðið - 27.06.1996, Side 27

Morgunblaðið - 27.06.1996, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUÐAGUR 27. JÚNÍ 1996 27 FERÐALÖG ÚRVERIIMU Gönguleiðir á Islandi Vestfírðir - Frá Rauða- sandi til ísafjarðardjúps Ónýttum síldveiðiheim- ildum endurúthlutað Morgunblaðið/Þorsteirin Kristjánsson SJÖTTA bókin í ritröðinni Gönguleiðir á íslandi eftir Einar Þ. Guðjohnsen, sem lést á síðasta ári, er komin út á íslensku, ensku og þýsku. Einar skildi eftir sig bók í handriti, sem fjallar um svæðið frá Rauðasandi til ísa- fjarðardjúps. Synir Einars, Björn og Sigurður, standa að útgáf- unni, en Sigurður starfaði mikið með föður sínum við vinnslu bók- anna. Einar var Ieiðsögumaður hjá Vestfjarðaleið, en í inngangi bók- arinnar sagðist hann byggja mjög á þeirri reynslu og viðtölum við fjölda fólks. í formála að erlendu útgáfunni segir Halldór Blöndal samgöngu- málaráðherra: „Einar Þ. Guð- johnsen var einn af merkustu ferðafrömuðum okkar Islend- inga. Hann var þaulkunnugur landinu og mér er nær að halda að hann hafi gengið um það þvert og endilangt. Það er þess vegna mikiil fengur að því að bækur hans um gönguleiðir á Islandi skuli vera áfram fáanlegar og ég hlýt að fagna því sérstaklega að þær skuli nú koma út á erlend- umtungumálum." Útgáfufélagið Víkingur gefur bókina út og kostar hún 1.950 kr. Félagið hyggst endurútgefa fyrri bækur með nýju útliti, enda sumar þeirra ófáanlegar. Þær verða einnig þýddar á ensku og þýsku og e.t.v. fleiri tungumál í framtíðinni. ■ Um 25.000 tonn eru enn óveidd af síldarkvótanum FISKISTOFA hefur nú úthlutað 18.000 tonna viðbótarkvóta úr norsk-íslenzku síldinni til þeirra nótaskipa, sem hafa • landað meira en helmingi þess kvóta, sem þeim var úthlutað í maí. Þessi viðbótarút- hlutun er til komin vegna þeirra skipa, sem ekki nýta sér kvóta sinn frá fyrstu úthlutun. Þessi viðbót er að hluta til framseljanleg. Heildarkvóti okkar úr norsk- íslenzka síldarstofninum er 190.000 tonn. Í maí síðastliðnum var þessum kvóta úthlutað til þeirra skipa, sem leyfi fengu til veiðanna. 12 togarar fengu úthlutað samtals 6.780 tonn- um, eða sem svaraði til tvegga full- fermistúra hjá hveijum og urðu þeir að hefja veiðar fyrir 20. júní. Nóta- skipin fengu svo alls um 182.000 tonn. Aflaheimildir þessar voru ekki framseljanlegar. Fyrirsjáanlegt að heildarkvóti næðist ekki Nú taldi sjávarútvegsráðuneytið fyrirsjáanlegt að heildarkvótinn næðist ekki nema að endurúthlutað yrði því magni, sem ljost er að náist ekki, en um 25.000 tonn eru óveidd af kvótanum. Aðeins fimm togarar fóru til veiða, en veiðiheimildir hinna féllu í þann sameiginlega „pott“, sem nú er úthlutað úr. Þeir togarar, sem fóru til veiða, en hafa ekki náð kvóta sínum enn, hafa áfram möguleika til að fara til síldveiða á ný, kjósi útgerð- ir þeirra að gera svo, til að ná kvóta sínum. Sömu sögu er að segja af nokkrum nótaskipum, sem ekki fóru til veiða. Þar sem aflaheimildir þeirra voru ekki framseljanlegar falla þær í hinn sameiginlega pott. Hér er því í raun ekki verið að taka frá neinum, held- ur tryggja að sem mest af veiðiheim- ildunum nýtist. Að hluta til framseljanlegt Þau 18.000 tonn, sem nú koma til viðbótar hjá þeim skipum, sem náð hafa helmingi kvóta síns eða meiru, skiptast eins og áður milli þeirra. Helmingur heildarinnar skipt- ist jafnt milli skipanna en helmingur skiptist á milli þeirra eftir stærð. Nú verður heimilt að framselja eftir- stöðvar aflaheimilda til annarra skipa, svo fremi sem þær séu ekki meira en nemur hálfum mesta farmi þess skips, sem eftirstöðvar eru flutt- ar af. Viðbótin nemur 300 til 600 tonnum Þá hefur verið ákveðið að Fiski- stofu sé heimilt að fella niður öll leyfi til veiða úr norsk-íslenzka síld- arstofninum, þegar heildarveiði vert- íðarinnar nemur sem næst 190.000 tonnum. Er það gert til að tryggja að ekki verði veitt umfram þann kvóta, sem kom í hlut íslenzku skip- anna, samkvæmt samkomulagi um veiðarnar frá því í vor. Mjög mörg nótaskip fá nú viðbót- arúthlutun. Þau minnstu fá rúmlega 300 tonn, en tæplega 600 tonn koma í hlut þeirra stærstu. Ekki er ljóst í hve miklum mæli skipin nýta sér þessar heimildir, því stærri nótaskip- in eru öll að búa sig til loðnuveiða, sem mega heijast fyrsta júlí. Nýr mælikvarði í dieseljeppum Kraft- og togmíkil en spameytin og hljóðlát 116 hö. dieselvél með forþjöppu og millikæli. Vökva- og veltistýri. Tregðulæsing að aftan. Aldrif, hátt og lágt. Loflpúði fyrir ökumann og farþega í framsæti. Fjarstýrðar samlæsingar. Rafdrifnar rúður. Lúxus innrétting. Litað gler. Sérstök hljóðeinangmn. Rafdrifnir og upphitaðir hliðarspeglar. ABS-hemlalæsivörn á öllum hjólum. Hraðafesting (cmise control). Loftkæling (air condition). Öflug miðstöð. Fullkomin hljómflutningstæki með þjófavöm. Stillanleg hæð ökuljósa. Hlíf yfir farangursrými. Niðurstöður úr reynsluakstri Morgunblaðsins. □ Stsðal búna&ur Hljóófátur Rá»f«stur a 0 Grand Cherokee Turbo Diesel á Jeep Grand Cherokee er nú á verði sem þú færð ekki annars staðar. Komdu í Jöfur og fáðu þér nýjan Jeep Grand Cherokee á einstöku verði. Jeppi sem kemur þér á óvart hvað varðar rými og kraft. Jeep Grand Cherokee er franileiddur af Chrysler Corporahon. Jöfur hf. er einkaumboðsaðili Chiysler á Íslandi. Chrysler veitir ekki ábyrgð á þeirn bifreiðum sem fluitar eru á milli landa af fyrirtækjum eða einstaklingum, öðrum en Chrysler eða einkaumboðsaðilum þess. Nýbýlavegur 2 Síml: 554 2600

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.