Morgunblaðið - 27.06.1996, Síða 64

Morgunblaðið - 27.06.1996, Síða 64
 <Ö> AS/400 er... ...með PowerPC 64 bita örgjörva og stýrikerfi ttrjgtuifrlftfrlto <o> NYHtHJi ’.m OPIN KERFI HF. Sími: 567 1000 ^IP Vectra MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1, 103 REYKJA VÍK, SÍMI 669 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL<SCENTRUM.IS / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTl 85 FIMMTUDAGUR 27. JÚNÍ 1996 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Guðrún bætir við sig 7 prósentustigum í könnun Félagsvísindastofnunar Fylgi Olafs Ragnars mælist nú 36,4% Ekki er niarktækur munur á fylgi Olafs og Péturs fylgis 36,4% kjósenda sem afstöðu taka, Pétur Kr. Hafstein 32,6%j Guð- rún Agnarsdóttir 27% og Astþór Magnússon 4%, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Félagsvísindastofn- unar fyrir Morgunblaðið á fylgi for- setaframbjóðenda sem gerð var í gær og fyrradag. í seinustu könnun mæld- ist fylgi Oiafs 41,7%, fylgi Péturs 33,3%, Guðrúnar 20,1% og Ástþórs 4,9%. Ekki er nú marktækur munur á fylgi Óiafs og Péturs, né heldur á fylgi Péturs og Guðrúnar, að mati Félagsvísindastofnunar. Svarendur voru fyrst spurðir hvem frambjóðendanna þeir vildu helst fá sem næsta forseta og sögðust þá 36,9% þeirra sem afstöðu tóku styðja Ólaf Ragnar, 34,2% Pétur Hafstein, 25% Guðrúnu og 3,9% Ástþór. 20% sögðust óákveðin, rúm 3% sögðust ekki ætla að kjósa eða skila auðu og tæp 2% neituðu að svara. Hinir óráðnu voru þá spurðir hvem þeir teldu líklegast að þeir myndu kjósa og jókst þá fylgi Guðrúnar en fylgi Ólafs og Péturs minnkaði. Hlutfall óákveðinna fór niður í 6,4% eftir síð- ari spurninguna. Fylgissveiflur meðal kvenna og yngstu og elstu kjósenda Guðrún eykur fylgi sitt verulega frá seinustu könnun meðal kvenna og kjósenda í yngri aldurshópunum. Einnig hefur stuðningur hennar með- al þeirra sem segjast hafa kosið Framsóknarflokk eða Sjálfstæðis- flokk í seinustu kosningum aukist umtalsvert. Nú segjast 36,6% kvenna styðja Guðrúnu samanborið við 26,9% í seinustu könnun og hún fær stuðn- ing 16,5% karla samanborið við 13,2% síðast. 41,6% karla styðja Ólaf Ragnar en hlutfall þeirra var 49,2% í seinustu könnun, 31,6% kvenna styðja hann nú en 34,2% síðast. 35,9% karla og 29,7% kvenna styðja Pétur en í seinustu könnun naut hann stuðnings 32,3% karla og 34,4% kvenna._ 6% karla og 2,1% kvenna styðja Ástþór en hann fékk stuðning 5,3% karla og 4,4% kvenna í seinustu könnun. 35% kjósenda á aldrinum 18-25 ára og 30,7% kjósenda 25-34 ára styðja nú framboð Guðrúnar saman- borið við 24,8% og 23,5% í þessum aldurshópum í seinustu könnun. Ólaf- ur Ragnar hefur einnig aukið fylgi sitt í yngsta aldurshópnum en nú segjast 36,9% 18-24 ára kjósenda styðja hann en þeir vpru 27,4% í sein- ustu könnun. Fylgi Ólafs meðal eldri kjósenda hefur aftur á móti minnkað um rúm 10 prósentustig frá seinustu könnun. Nú segjast 40,4% kjósenda 45-59 ára og 42,6% 60-75 ára kjós- enda styðja Ölaf samanborið við 50% og 54,4% elsta aldurshópsins í sein- ustu könnun. Fylgi Péturs meðal 18-25 ára hefur minnkað um tæp 18 prósentustig frá seinustu könnun. Hann nýtur nú fylgis 21,4% þessa aldurshóps samanborið við 39,8% síð- ast. Fylgi Péturs meðal 60-75 ára kjósenda hefur aftur á móti aukist verulega eða úr 33% síðast í 43,4% nú. 25,6% stuðningsmanna Framsókn- arflokksins sögðust nú ætla að kjósa Guðrúnu en þeir voru 13,9% síðast og 19,1% stuðningsmanna Sjálfstæð- isflokks samanborið við 13,6% í sein- ustu könnun. 55,6% kjósenda Fram- sóknarflokks ætla að styðja Ólaf Ragnar en þeir voru 60,3% síðast og 18,4% sjálfstæðismanna samanborið við 21,8% síðast. Pétur nýtur svo til sama fylgis meðal sjálfstæðismanna og í seinustu könnun. Nú segjast 15,4% framsóknarmanna styðja Pét- ur en þeir voru 19,2% síðast en fylgi hans meðal alþýðuflokksmanna eykst lítillega, fer úr 22% í 24,7%. Könnunin var gerð í gær og fyrra- dag og náði til 1.200 manna úrtaks á aldrinum 18-75 ára. Nettósvörun var 72,2%. Morgunblaðið/Golli Verðlauna- hryssa kast- ar tveimur folöldum ÞAÐ er svo sem enginn viðburð- ur að það fæðist folöld í Mos- fellsbænum, en þegar fyrstu- verðlaunahryssan Vorsól frá Laugasteini kastaði aðfaranótt þriðjudags, þá kom ekki bara eitt heldur tvö merfolöld. Að sögn eigandans, Kristjáns Friðriks Karlssonar, heilsast móður og dætrum vel. Þær stuttu hafa fengið nöfnin Sóley og Sóldís en faðirinn er enginn ómerkari en Gustur frá Grund, sem sló svo eftirminnilega í gegn í Reiðhöllinni í vetur. Helgi Sigurðsson dýralæknir segir það mjög sjaldgæft að hryssur kasti tveimur lifandi og heilbrigðum folöldum í einu. Morgvnblaðið/Sverrir Aðalfundur Prestafélagsins Sr. Geir Waage fær mótframboð TVEIR prestar ætla að bjóða sig fram til embættis formanns Prestafélags íslands, en formaður verður kosinn á aðalfundi félagsins á morgun. Séra Geir Waage, prest- ur í Reykholti, óskar eftir endur- kjöri, en séra Gunnar Kristjánsson, prestur á Reynivöllum í Kjós, hefur einnig ákveðið að bjóða sig fram. Búist er við að átök verði á aðal- fundi Prestafélagsins. Ekki eru allir sáttir við störf stjórnarinnar og hvernig séra Geir Waage hefur haldið á málum í þeim átökum sem verið hafa í kirkjunni á liðnum vetri. Fleiri framboð ekki útilokuð Þeir sem eru óánægðir með störf séra Geirs hafa unnið að því að finna frambjóðanda á móti honum. Séra Gunnar Kristjánsson hefur ákveðið að verða við áskorunum presta að bjóða sig á móti Geir. Ekki er talið útilokað að fleiri prestar bjóði sig fram. ■ Ætti að stuðIa/6 Björguðust af Mýrafelli FJÓRUM skipverjum var bjargað af sökkvandi skipi í mynni Arnar- fjarðar laust eftir miðnætti í fyrrinótt. Mýrafell ÍS 123 fór skyndilega á hliðina þegar verið var að toga dragnót um borð og hvolfdi bátnum á nokkrum sek- úndum. Telja skipveijar að spil hafi bilað. Reynt verður að ná bátnum upp, að kröfu trygginga- félags útgerðarinnar, Rana hf. á Þingeyri, segir skipstjórinn. Tal- ið frá vinstri: Kristján Ástvalds- son háseti, Sigurður, 13 ára sonur skipstjórans, Magnús Kristjáns- son skipstjóri, Sigurður Friðf- innsson háseti og Ivar Orn Páls- son háseti á bryggjunni á Þing- eyri. ■ Hvolfdi í togi/4 Guðrun Gísladóttir og Viðar Eggerts- son lentu í vopnuðu ráni í Tékklandi Bundin og kefluð af þrem mönnum með vélbyssur GUÐRUN Gísladóttir leikkona og Viðar Eggertsson, fyrrverandi leik- hússtjóri, lentu í vopnuðu ráni í þorp- inu Theresienstadt í Tékklandi á þriðjudagskvöldið. Voru þau stödd í fornmunaverslun þegar þrír menn með vélbyssur ruddust inn, skipuðu þeim að leggjast í gólfið á meðan þeir rændu munum úr búðinni. Voru hendur þeirra bundnar með vír og heftiplástur límdur fyrir munninn. Hvorugt þeirra sakaði en ræn- ingjarnir höfðu á brott með sér greiðslukort þeirra og myndavél. Viðar og Guðrún voru stödd á leiklistarhátíð í Dresden en ákváðu á þriðjudag að fara í dagsferð til Tékkiands og skoða útrýmingarbúð- ir nasista í Theresienstadt. Undir kvöldið brugðu þau sér inn í forn- munaverslun í þorpinu og var eig- andinn þá einn þar inni. Eftir skamma stund opnaðist hurðin og mennirnir þrír ruddust inn og var einn þeirra með sokk yfir höfðinu. „Miðaði á mig byssunni“ Guðrún lýsti atburðunum fyrir Morgunblaðinu í gær: „Þeir skipuðu okkur á einhvers konar hrognamáli að leggjast í gólfið, og við gerðum það umsvifalaust og steinþegjandi. Búðareigandinn stundi aftur á móti og grét og þeir baúkuðu lengi eitt- hvað við hann, en þar sem ég leit ekki upp veit ég ekki nákvæmlega hvað það var. Eftir það sem mér fannst vera heil eilífð kom einn mannanna til mín og miðaði á mig byssunni. Ég benti á töskuna mína og bauð honum „passport", þar sem ég hafði heyrt að íslensk vegabréf væru í hávegum höfð af glæpamönn- um margra ríkja. En þessi sagði bara nei takk. Annar kom þá framan að mér, sagði: „Sorrí“, og setti hefti- plástur fyrir munninn á mér. Því næst batt hann saman hendurnar á mér með einhvers konar vír. Sama var gert við Viðar.“ Guðrún og Viðar reyndu að láta sem minnst fyrir sér fara en um síð- ir fóru mennirnir með stóran poka af málverkum, gömlum byssum og peningum og höfðu þeir þá líka tek- ið greiðslukort Viðars og Guðrúnar auk myndavélar Guðrúnar. Við yfirheyrslur í 7 klst. Guðrún og Viðar voru við yfir- heyrslur í sjö klukkustundir hjá lög- reglunni í Theresienstadt og kom Þórir Gunnarsson ræðismaður ís- lands frá Prag um nóttina, ásamt túlk, til að vera þeim til aðstoðar. Voru þau látin fara aftur á vettvang og leika atburðinn hvort í sínu lagi inn á myndband. „Þau stóðu þarna uppi peninga- laus og allslaus og komust ekki aft- ur til Dresden. Við tókum þau því með okkur til Prag um nóttina," segir Þórir. Þaðan héldu þau svo til Dresden í gær. Þórir sagði að þessi atburður hefði vakið mikla athygli í Tékklandi og var frá honum greint í sjónvarpsfréttum. Mennirnir voru ófundnir í gær. ■ Vopnað rán/10

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.