Morgunblaðið - 28.07.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.07.1996, Blaðsíða 2
2 SUNNUDAGUR 28. JÚLÍ 1996 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Könnun Félagsvísindastofnunar Háskóla íslands fyrir Morgunblaðið Um 75% kjósenda sætta sig vel við Ólaf Ragnar STÓR hluti kjósenda í forsetakosn- ingunum sem ekki studdu Ólaf Ragnar Grímsson telja að þeir muni sætta sig vel við hann sem forseta, samkvæmt könnun Félagsvísinda- stofnunar Háskóla íslands um nið- urstöður kosninganna, sem gerð var fyrir Morgunblaðið. 11,5% sætta sig illa við Ólaf Ragnar Grímsson sem forseta Þátttakendur voru spurðir hversu vel eða illa þeir héldu að þeir myndu sætta sig við Ólaf Ragnar Grímsson sem forseta. 46,8% þeirra sem af- stöðu tóku töldu að þeir myndu sætta sig mjög vel við Olaf Ragnar og 27,7% sögðust sætta sig frekar vel við hann. 6,4% sögðust sætta sig frekar illa við Ólaf Ragnar og 5,1% mjög illa. 13,9% svöruðu hvorki vel né illa. Séu svörin greind eftir stuðningi kjósenda við stjómmálaflokkana kemur í ljós að 80% stuðnings- manna Alþýðuflokks telja að þeir muni sætta sig vel við Ólaf Ragnar sem forseta en 6,4% illa. 87,9% stuðningsmanna Framsóknarflokks sætta sig vel við Ólaf Ragnar en 4,4% illa. 56,3% stuðningsmanna Sjálfstæðisflokks sætta sig vel við Ólaf Ragnar en 23,7% illa, 95,5% stuðningsmanna Alþýðubandalags sætta sig vel við Ólaf Ragnar en enginn þeirra sagðist sætta sig illa við hann sem forseta. 70,8% stuðn- ingsmanna kvennalista telja að þeir muni sætta sig vel við Ólaf Ragnar en 12,5% illa. Fleiri telja stjórnmálaferil löst Stjórnmálaferill Ólafs Ragnars var íöstur á forsetaframboði hans að mati 46,6% þeirra sem afstöðu tóku. 27% taldi hins vegar stjórn- málaferilinn kost en rúmlega fjórð- ungur taldi stjómmálaferilinn ekki skipta máli. í könnuninni kemur fram að mun fleiri karlar en konur kusu Ólaf Ragnar í forsetakosningunum eða 50% karla og 39% kvenna. Hann naut mun meira fylgis meðal verka- fólks (59,3%) en meðal stjórnenda (31,3%), fólks í tækni- og skrif- stofustörfum (31%). 85,3% stuðn- ingsmanna Alþýðubandalags sögð- ust hafa kosið Ólaf Ragnar, 62,6% framsóknarmanna, 57,1% alþýðu- flokksmanna, 28,6% kvennalista- fólks og 18,4% stuðningsmanna Sjálfstæðisflokks sögðust hafa greitt Ólafi Ragnari atkvæði sitt. ■ Um 60% verkafólks/4 Niðurskurður á Sjúkrahúsi Reykjavíkur Borgarstjóri vill hitta ráðherra INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borgarstjóri hyggst óska eftir fundi með ráðherram fjármála og heil- brigðismála vegna þeirrar þjón- ustuskerðingar sem sparnaðartil- lögur stjórnar Sjúkrahúss Reykja- víkur leiða til. „Auðvitað hlýtur sú spuming að vakna hvort ástæða er til þess fyrir borgaryfirvöld að bera rekstrarlega og pólitíska ábyrgð á þessu sjúkrahúsi þegar yfirvöld fjármála hjá ríkinu skera fjármuni það mikið við nögl að það er bein- línis farið að bitna á borgarbúum, og reyndar landsmönnum öllum,“ segir borgarstjóri. Ingibjörg Sólrún segir ennfrem- ur að þótt það sé ekki hlutverk borgaryfírvalda að leggja til fé í heilbrigðisþjónustuna, sé ekki hægt að sitja hjá án aðgerða. „Nei, og þetta hlýtur að kalla á það að borgaryfirvöld og þingmenn Reykjavíkur fari yfir þessi mál. Ég mun á næstunni óska eftir við- ræðum við heilbrigðis- og fjár- málaráðherra um þá stöðu sem upp er komin. Það hlýtur að vera þeirra að skilgreina hvaða þjónustu þeir vilja kaupa og fyrir hvaða ijár- muni. Það hefur ekki verið gert,“ segir hún. Borgarstjóri segir jafnframt á huldu hversu mikið fé spítalinn hafi til umráða á næsta ári. „Mað- ur hlýtur að spyrja sig þeirrar spurningar hvort verið sé að svelta sjúkrahúsin til sameiningar því mér heyrist á Ingibjörgu Pálma- dóttur heilbrigðisráðherra að hún viðurkenni þörf spítalans fyrir aukna fjármuni. Þess vegna skil ég ekki hvernig á því stendur að svona er reynt á þolrif starfsfólks og stjórnar spítalans, og af hveiju þjónusta er skorin niður með þess- um hætti," segir Ingibjörg Sólrún. Sjúkrahúsin ekki svelt til sameiningar Friðrik Sophusson fjármálaráð- herra segir að engum komi til hugar að svelta Sjúkrahús Reykja- víkur og Ríkisspítala til samein- ingar. „Ég kannast ekki við það og bendi á að Sjúkrahús Reykja- víkur er stofnað upp úr samein- ingu Landakots og Borgarspítala og átti að skila verulegum ár- angri. En það er hins vegar ljóst að ef samvinna skilar sér í betri árangri fyrir minni fjármuni er það auðvitað kostur sem menn verða að líta á,“ segir fjármálaráð- herra. ■ Aðgerðirnar/8 Ertu með greiðslukort? Annað Sportkort Atlas Farkort Euro-gull Eurocard VISA-gull VISA Þau sem eru með greiðslukort: Notarðu greiðslukortið við eftirtalið? Notkun erlendis HHHHHHH^HHHEEXEI Kaup á sérstökum hlutum HHHHHHHHIH 34,6% Ýmsar áskrrftir HHHHHHHHHi 31,8% Raðgreiðslur HHHHHHHHH 28,6% Ýmsir fastir reikningar HHHHHHHH 26,8% Dagleg innkaup HHHHHHHH 26,1% hár er greiðslukortareikningurinn að jafnaði? Yfir kr. 200 þúsund 10,4% 100-200 þúsund HHH 9,3% 50-100 þúsund HHHHHHHHHi 31,7 20-50 þúsund HHHHHHHHEESSI Undir 20 þúsund HHHHHHHH 24,8% 17,2% 111,3% Hvaða greiðslukort notar þú? I 62,3% NEYSLUKÖNNUN FÉLAGSVÍSINDASTOFNUNAR 1996. Úrtak 1.200 manns, 882 svöruðu. ÞÝÐI neyzlukönnunarinnar. þ.e. sá hópur þjóðarinnar sem úrtakið var tekið úr, eru allir (slendingar á aldrinum 14-80 ára. Petta eru 185.173 einstaklingar, samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu islands. Hvert prósentustig f könnuninni samsvarar því um 1.850 manns. Taka verður tillit til skekkjumarka, sem eru á niðurstöðum i könnun sem þessari, þegar prósentustig eru umreiknuð í mannfjölda.. Morgunblaðið/Sverrir Gunnfáninn að húni VALUR Freyr Eiðsson hafði sig allan við að smiða á meðan Davíð Björgvinsson dró gunn- fána að húni á virkisturni sínum. Vonandi er að sæmi- legur friður ríki á milli kastala- eigendanna á smíðavellinum í Vogum. Fékk golfkúlu í gagnaugað Saltfiskur- inn bjarg- aði mér. SALTFISKUR getur verið til margra hluta nytsamlegur. Það fékk hún Rósa Margrét Sigur- steinsdóttir, félagi í Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar, að reyna, er hún varð fyrir því óhappi á landsmótinu i golfi i Vestmannaeyjum í vikunni að fá golfkúlu í höfuðið. Kúlan lenti rétt ofan við gagn- augað á Rósu, sem varð að eigin sögn fyrst svolítið vönkuð og svo hissa, en hún hafði ekki heyrt þegar kylfingurinn sem átti kúl- una kallaði að kúla væri á leið- inni. „Þetta var rosalega vont, en ég vorkenndi manninum svo mik- ið, því að hann var að fara að keppa hálftíma seinna, svo ég bar mig bara vel og fór inn í golfskála. Þá var hlaupið til og náð í frosinn saltfisk, sem var settur beint á gagnaugað, og það varð til þess að bólgan fór,“ seg- ir Rósa. Fékk saltfisk í nesti Saltfiskurinn og þolinmæði hennar gerðu það að verkum að hún fór ekki verr út úr þessu ævintýri, en hún segist aðeins Morgunblaðið/Sigurgeir RÓSA Margrét Sigursteins- dóttir með saitfiskinn góða. vera svolítið marin, en það sé í raun eins lítið og hugsast geti. „Saltfiskurinn bjargaði mér, það er engin spurning,“ segir Rósa. Rósa lét þessa uppákomu ekki aftra sér við golfiðkunina. „Aum- ingja maðurinn tók ekki annað í mál en að draga fyrir mig kerr- una þegar ég spilaði daginn eftir og það gerði hann með miklum myndarbrag, því ég hef aldrei spilað betur en þann daginn,“ segir Rósa, sem nú er komin heim til sín í Garðabæinn. í nest- ið fékk hún heilan kassa af salt- fiski með vörumerkinu 200 mílur frá Vinnslustöðinni í Vestmanna- eyjum. Erfiðleikar aðstand enda fórnarlamba ► Harmleikurinn í kringum það er þota TWA-flugfélagsins fórst, hefur tekið á sig ýmsar rpyndir. /10 Það á enginn hálendið ► Fyrrihluti úttektar á því álita- máli hver eigi hálendi íslands en það er einmitt mjög í brennidepli um þessar mundir. /14 Alltaf með annan fót- inn íframtíðinni ►Sextán ára forsetatíð frú Vigdís- ar Finnbogadóttur er senn á enda. í viðtali lítur forsetinn yfír farinn veg og fjallar um viðhorf sitt til embættisins og áranna, sem hún hefur gegnt því. /18 Björninn I Búkarest ►í Viðskiptum/Atvinnulífi á sunnudegi er rætt við Björn Krist- jánsson, markaðsstjóra hjá Coca Coia í Rúmeníu. /22 B ► 1-28 Með Strandirnar í blóðinu ► Mikið vatn hefur runnið til sjáv- ar frá því að síðasti ábúandi á Ófeigsfirði á Ströndum pakkaði saman. Afkomendur hafa þó ekki skorið alveg á taugina og í þrjá mánuði á ári er líf í Ófeigsfírði. /1&14-15 Tölum ekki um aldur heldur ástand ►Hulda Sigurðardóttir kynntist jóga fyrir 30 árum og kennir það nú, komin á áttræðisaldur. /8 Allt sem er skrítið er gott ►Bræðurnir Joel kvikmyndaleik- stjóri og Ethan framleiðandi Coen eru á meðal virtustu kvikmynda- gerðarmanna heims. Þorflnnur Ömarsson hitti þá í Cannes. /12 FERÐALÖG ► 1-4 Winnipeg ►Á sióðum V-íslendinga í Kanada má fínna ferðaskrifstofu þar sem margir viðskiptavinanna eru ís- ienskir og fá heimagistingu hjá íslenskri konu. /2 Ferðapistill ►Sjálfbær ferðamennska er skref íréttaátt. /4 BÍLAR______________ ► 1-4 Nissan Almera „góð- ur“ í árekstri ► í árekstrarprófun, sem Motor, málgagn samtaka danskra bif- reiðaeigenda, og systursamtök þeirra í Þýskalandi gengust fyrir, stóð Almeran sig best. /2 Reynsluakstur ►Vito - nýr fjölnotabíll frá Merce- desBenz. /4 FASTIR ÞÆTTIR Fréttir 1/2/4/8/bak Skák 38 Leiðari 26 Fólk í fréttum 40 Helgispjall 26 Bíó/dans 42 Reykjavíkurbréf 26 íþróttir 46 Minningar 28 Útvarp/sjónvarp 48 Myndasögur 36 Dagbók/veður 51 Bréf til blaðsins 36 Mannlífsstr. 6b ídag 38 Gárur 6b Brids 38 Dægurtónlist lOb Stjömuspá 38 Kvikmyndir llb INNLENDAR FRÉTTIR: 2-4-8-BAK ERLENDAR FRÉTTIR: 1&6

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.