Morgunblaðið - 28.07.1996, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 28.07.1996, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. JÚLÍ 1996 19 Morgunblaðið/Ragnar Axelsson hefur því miður gerzt, af því að einhveijum þykir gaman að segja frá einhvetju krass- andi. En það er af hinu góða að fjalla um forsetaembættið, og það hefur alltaf verið gert. Mér fínnst það bera vott um skammtíma- minni að segja að það hafi ekki verið gert áður.“ - Hins vegar má segja að þú hafir verið mun meira í sviðsljósi fjölmiðlanna er forverar þínir, ekki sízt vegna breyttra tíma í fjöimiðl- un. Hvað finnst þér um það sjónarmið að af þessum vöidum sé kannski erfiðara en áður fyrir forseta að haida ferskleika í máifiutningi sínum og forðast endurtekningar, ekki sízt í Ijósi hins langa tíma sem þú hefur setið á forsetastóli? „Mér þykir þetta mjög sérkennilegt sjónar- mið. Öll árin hef ég bryddað upp á einhveiju nýju. Á myndum af mér með fólkinu sést að ég er að gera svipaða hluti frá ári til árs. En ef í raun er athugað hvað ég hef verið að gera, hefur það alltaf verið einu skrefi framar eða til hliðar við það, sem ég hef gert áður. Eg hef aldrei farið aftur á bak. Hins vegar hef ég ekki fleygt gömlu umræðuefnunum, þau eru í farangrinum. Eg get nefnt dæmi um nokkur mál, sem aðrir hafa ekki tekið upp. Ég tók til dæmis ein manna upp hanzkann fyrir stærðfræðina í skólum landsins og hef í ræðum mínum verið eindreginn málsvari þess að danska yrði áfram fyrsta erlenda tungumál- ið, sem kennt er. Ég varð fyrst til að fara að tala um margmiðlunina á opinberum vettvangi og allir héldu að ég hefði svo óskaplegan áhuga á margmiðlun. Ég gerði það hins vegar til að vekja menn til umhugsunar um málið. Einu sinni setti ég á langan spurningalista um ís- lenzkt mál; hver gætti að þessu og hinu. Þann- ig gæti ég haldið áfram. En menn líta á ein- stök atriði, sem ég hef verið að fást við, og gleyma að ég er alltaf með eitthvað annað líka.“ - Finnst þér eftir á að sextán ár á forseta- stóii hafi verið hæfilega langur tími? Veltir þú því jafnvei fyrir þér að sitja lengur? „Það gerði ég nú aldrei. En í þessu er að tvennu að hyggja. Annars vegar er staðfesta. Það tekur sinn tíma að hasla sér völl. Hins vegar er auðvitað eitthvað spennandi, einhver ferskleiki, sem kemur með nýju fólki. Tíð út- skipti eru hins vegar mjög erfið, sérstaklega fyrir svona starf, sem er staðfestustarf, löng keðja. Tímarnir eru svo breyttir frá því að forverar mínir voru í þessu starfi. Heimurinn hefur opnazt mikið og það er mikið kallað á mann að fara mun víðar en menn voru beðnir að gera áður. Eg skal segja þér að ég hafna því alveg að það vanti ferskleika. Mér finnst ég miklu nýrri manneskja, miklu meira inni í því, sem er að gerast núna, og horfi yfir víðara svið en áður. Þá var ég föst í bókmenntum, sögu iandsins og þjóðarinnar og nokkuð sérhæfð í leikhúsi, kvikmyndum og einhveiju slíku. Nú er ég komin með miklu víðari sjóndeildar- hring. Er ferskleikinn í þvl fólginn að hlaupa einhvers staðar upp á hól og fara að gefa fullyrðingar um stjórnmálin eða eitthvað slíkt? Forsetinn verður að gæta sín á því að það er einmitt hann, sem segir ekki allt, heldur vinn- ur hljóðlega að ýmsum efnum og imprar á þessu og hinu. Dr. Kristján Eldjárn var mjög góður vísinda- maður, hann talaði um þjóðina og var með þjóðinni og hefur verið mín fyrirmynd í einu og öllu. Þetta er einmitt hans munstur, að síga hægt og rólega áfram og fylgja samtíð- inni. Það hef ég reynt að gera. Ég hef komið að öllum nútímamálunum, nema stjórnmálun- um - og það geri ég ekki fyrr en eftir mörg ár, alltént ekki strax. En ég hef fylgzt með stjórnmálunum og finnst þau spennandi." - Þú minnist á stjórnmál; þú hefur starfað með fimm forsætisráðherrum og sjö ríkis- stjórnum. Hvernig finnst þér þau samskipti hafa gengið? AU HAFA gengið ágætlega. Auðvitað erum við ekki alltaf sammála og ég læt lítið fyrir því fara. Ég læt samt vita, ef ég er ekki sátt við einhveija hluti. Ég hef haft af því ánægju og mikið gagn að forsætisráðherrar, aðrir stjórnmála- menn og einstaklingar úr öllum flokkum hafa komið reglulega til mín og upplýst mig um allt sem er að gerast. Það hafa verið trúnaðar- samtöl, sem ég hef varðveitt. Ég stend undir þeim trúnaði og ætla að gera það áfrarn." - Hefur svigrúm þitt til að láta íijós skoðan- ir þínar eða beita áhrifum þínum, hér innan- lands eða í samtölum við erienda þjóðhöfð- ingja, einhvern tímann verið takmarkað af háifu stjórnmálamanna? „Nei, ég hef alltaf vitað um minn ramma og ekki farið út fyrir hann. Mér myndi aldrei detta slíkt í hug, vegna þess að ég er lýð- ræðiskjörin en ekki kjörin af pólitískum flokk- um. Ég er ekki talsmaður pólitískrar stefnu, hvorki einnar né annarrar. Ég er kjörin í þjón- ustuhlutverk, til að sinna þeim verkefnum sem ég er beðin um. Forsetinn er stuðnings- maður málaflokka, það er til dæmis mikils- vert fyrir ýmis samtök í landinu að vita að forsetinn styðji málstað þeirra. Forsetinn á aldrei að draga af sér að styðja við alls kyns Forseti segir ekki allt „Forsetinn verður að gæta sín á því að það er einmitt hann, sem segir ekki allt, heldur vinnur hljóðlega að ýmsum efnum og imprar á þessu og hinu.“ mál, sem eru til góðs fyrir þjóðina og styrkja hana á allan hátt. Það er styrkur hveijum og einum, sem eitthvað liggur á, að fara og segja forsetanum frá því. Hann veit þá að forsetinn veit og getur látið þessi tíðindi ganga áfram, sem ég oft geri. Ég hef haft það fyrir sið að öll mál, sem berast mér eru send áfram, hvort sem það eru óhamingju- mál manna eða eitthvað annað. Allir, sem hafa leitað til mín, hafa vitað að farið yrði með mál þeirra áfram.“ - / framhaldi af þessu má spyija hvort þér finnist embættið og hiutverk þess hafa breytzt í þinni forsetatíð, hvort þú hafir sett þitt mark á það með því að vera virkari í ýmsum málum, sem verið er að vinna að ísamfélaginu? „Ég vil ekki gera neinn samanburð. En ég er mjög virk - ég er í vinnunni allan sólar- hringinn. Ég held að margir átti sig ekki á að þessi embættismaður, forsetinn, er alltaf í vinnunni. Hann fer kannski heim klukkan fimm en heldur áfram í vinnunni og er aldrei búinn að ljúka verkefnunum. Hann vinnur hjá þjóðinni og er þess vegna reiðubúinn hvenær sem er að koma í vinnuna, hvort sem það er upp á Kjöl eða eitthvert annað, þar sem fólk er statt og vill fá þennan þjón sinn. Forseti á að vita hvað er að gerast í landinu og hver er að vinna að hverju." - En embættið hefur væntaniega iika ►

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.