Morgunblaðið - 28.07.1996, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 28.07.1996, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. JÚLÍ 1996 37 BRÉF TIL BLAÐSINS Kvennasiðfræðin Eg er: Eg Frá Ásdísi Erlingsdóttur: í ÞÆTTI Stefáns J. Hafstein á Stöð 2, 24.4. 1995 var gestur hans fr. Sigríður Lillý Baldursdóttir starfskona í utanríkisráðuneytinu og umræðuefnið var væntanleg kvennaráðstefna í Kína, en S. LHlý var í forsvari fýrir alla um- ræðuhópa sem störfuðu að und- irbúningi kvenn- aráðstefnunnar. í þessum þætti útskýrði S. Lillý kvennasiðfræði sína sem er þessi: Við konur eigum okkur sjálfar, við eigum okkar lík- ama, við viljum fá að ráða hvort við viljum eiga börn og fá að ráða hvort líf barnsins, getnaðurinn fái að lifa eða ekki. Þessi kvennasið- fræði S. Lillýar stendur gegn kristi- legu siðferðisgildi, fjölskyldunni, hjónabandinu og sambúð karls og konu, en Páll post. 1. Kor. 7-4 seg- ir: Ekki hefur konan vald yfir sínum tíkama heldur maðurinn, sömuleiðis hefur maðurinn ekki vald yfir sínum líkama heldur konan. Þannig bygg- ist kristilegt siðgæði í sambúð karls og konu, að þau komi til móts við hvort annað með gagnkvæmri virð- ingu og tillitssemi, en ekki á sið- fræðinni: Ég er: Ég. í sambandi við fóstureyðingar; ef um skyndikynni er að ræða þá tekur konan áhættu ef hún vill ekki ganga með afkvæmi sitt. Ég vil ekki að mínir skattpen- ingar séu notaðir í þeim tilgangi, nema líf konunnar sé í hættu vegna þungunarinnar. íslensk kvennasiðfræði til Kína Það er mín skoðun að kvenrétt- indasamtökin Ég er: Ég hafi undir- tökin og þeim hafa verið hæg heimatökin því ríkisstjórnir hingað til hafa með fjárframlögum sínum smjaðrað og dekrað við þær, greitt milljónir kr. úr vösum almennings til að styrkja þær á kvennaráðstefn- ur, meira að segja þá hefur það gerst að ráðherrar hafa elt þær á kvennaráðstefnur til Norðurlanda til að splæsa á þær víni og mat. Ég álít að það hafi verið kænska kínverskra stjórnvalda að bjóða í opinbera heimsókn fulltrúa kvenna- siðfræði á íslandi, en bæði ríkin eiga það sameiginlegt að greiða það af skattpeningum þegna sinna að deyða óborið líf í móðurkviði. Þó að Kínverjar geti framið sinn þjóð- ernisglæp með valdi þá er fóstur- eyðingin í reynd sú sama. Fr. Ingi- björg Sólrún Gísladóttir borgar- stjóri Reykjavíkur var einnig á vin- sældarlista Kínveija, boðin litlu seinna í opinbera heimsókn til Kína, en valin borgarstjóraefni af vinstri- sinnum. Kvennasiðfræði borgar- stjóra Reykjavíkur er að sjálfsögðu: Ég er: Ég og ég minnist þess, þeg- ar Ingibjörg Sólrún var ritstjóri málgagns þeirra, tímaritsins Veru, þá birtist mynd af feitlaginni konu með svuntu og konan var: Guð (Biblíunnar). Það er mín skoðun að kvennaguðfræði sé guðlast. Sneypuför Ég er sammála þeim greinarhöf- undi í DV 1995 sem nefndi ferð felenskra kvenna sneipuför til Kína. Ég minnist þess að í byijun heim- sóknarinnar las ég í Mbl. viðtal við forseta V.F. þar sem Kínveijum var hrósað m.a. fyrir gestrisnina. For- seti V.F. sat meðal æðstu stjórn- valda Kína, gekk fram hjá kínversk- um heiðursvörðum, en á meðan var ráðstefnukonum mismunað, konur frá Tíbet ofsóttar, og þurfti stór hluti ráðstefnukvenna að hafast við úti í hellirigningu. Þar að auki var þeim meinaður aðgangur að ráð- stefnusalnum og bandarískum ráð- herra, fylgdarkonu Hillary R. Clint- on var einnig meinaður aðgangur þar sem forsetafrúin var að halda ræðu sína. Fjórða grein stjórnarskrár Ég var undrandi hvernig Alþingi tók á málefnum homma og lesbía. Það er að mínu mati ekki við hæfi að kynhegðun homma og lesbía sé sett á sama bekk og hjónaband - sambúð karls og konu. Ég vil taka það fram að fráfarandi forseti ís- lands, Vigdís Finnbogadóttir, er að mínu mati ekki kjörin kona í emb- ættið samkvæmt 4. gr. stjórnar- skrár, heldur maður. En í framboði til Alþingis samkv. 33. gr. stjórnar- skrár, eru þau nefnd: Karl eða kona. í sambandi við þessa athugasemd þá upphófust þau sérkennilegheit árið 1980 að konan væri aðeins maður í starfsheiti. í kirkjulegri innsetningarathöfn í Dómkirkjunni þá sagði þáverandi biskup yfir ís- landi: Ja-á. Vigdís segist vera mað- ur, það er rétt sagði biskup: Vigdís er maður. í sjónvarpsviðtali nýlega á Stöð 2, sagði forseti V.F. m.a vera fullbókaður næsta ár-. í sam- bandi við samþykkt ríkisstjórnar- innar þá tel ég ekki rétt að fjár- streymi til fráfarandi forseta fái að halda áfram enda nýkjörinn forseti Islands að taka við. Það er mín skoðun að áhugamál fráfarandi for- seta V.F. eigi forseti sjálfur að kosta til, en ekki fólkið í landinu. ÁSDÍS ERLINGSDÓTTIR, húsmóðir í Garðabæ. Verslunarhúsnæði í miðbænum Til leigu 126 m2verslunarhúsngeöi á jarðhæð í nýbyggingu við Klapparstíg 35 (milli Laugavegs og Grettisgötu). Bílastæði í bílgeymslu fylgir. Áhugasamir sendi inn nöfn sín til afgreiðslu Mbl. merkt: "807". Ásdís Erlingsdóttir Heitir pottar úr tré líka fyrir þá sem hafa ekki jarðhita Viðarkyntir Öruggir Fallegir Vistvœnir # Hagkvœmir Örfáir pottar fyrirliggjandi, til afgreioslu strax ir tréoottar & sánur P 2ll t Box20H2l Reykjavík• F.872 1848• S,5528140 &897 8488 thor@islandia.is ■ http://www.islandia.is/igi/spa/ Goymlö auglýsinguna 19.780 lcr. ZtlricK Brottför aðfaranótt laugardaga Síðasta heimflug 24. ágúst Æ lll lcr„* Frankfurt Brottfórá laugaráögum Síðasta heimflug 31. ágúst 24.750 lcr. Berlín Brottför á laugaráögum Síðasta heimflug 31. ágúst 24.330 lcr. Köln Brottför aðfaranótt laugaráaga Síðasta heimflug 31. ágúst 24.370 lcr. Múnchen Brottför á sunnuáögum Síðasta heimflug 1. sept. 24.410 lcr.* *lnnifalið: Flug, innritunargjald og flugvallarskattar. Barnaafsláttur 5.000 kr., börn yngri en 2 árafáfrítt. ATLAS-korthafar, munið 4.000 kr. ferðaávísunina! Flogið vikulega í breiðþotu: London Brottförá þriðjudagskvöldum Síðasta heimflug 20. sept. & FLUGFEL4GIÐ AllAHW Sam vinnuíerlip'-L uuilsýu Royk|«fk: Austurstrati 12 • S. 569 1010» Slmbrét 552 7796 og 5691095 Telex 2241 • Innanlandsferðir S. 5691070 Hðtel Sðgu við Hagatorg • S. 562 2277 • Slmbrél 562 2460 Halmrljörður: Bajarhrauni 14 • S. 565 1155 • Slmbrél 565 5355 Q PíTlAS Kellavfk: Hafnargðtu 35 • S. 421 3400 • Slmbrét 421 3490 Akranet: Brelðargötu 1 • S. 431 3386 • Símbréf 431 1195 x&SS&’ EUFX3CARD Akureytl: RéðhústOfgi 1 • S. 462 7200 • Slmbtéf 461 1035 Veitmannaeyjan Vestmannabraut 38 • S 481 1271 • Slmbrél 481 2792 Einnig umboðsmenn um land allt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.