Morgunblaðið - 23.10.1996, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 23.10.1996, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Ávarp kirkjumálaráðherra á kirkjuþingi Auka þarf sjálf- stæði og ábyrgð þj óðkirkj unnar KIRKJUMÁLARÁÐHERRA, Þor- steinn Pálsson, ávarpaði kirkjuþing í gær og sagði m.a. að framundan væri stefnumótun á vegum kirkj- unnar sem hefði það meginmarkmið að auka sjálfstæði hennar og ábyrgð. Hann sagði ennfremur að draga mætti lærdóm af erfiðleikum kirkjunnar undanfarin misseri þar sem varpað hafi verið ljósi á ýmis- legt sem betur mætti fara. Einkum eru það þrír þættir sem Þorsteinn Pálsson telur að hafa beri að markmiði af hálfu ríkisvaldsins við stefnumótun kirkjunnar; að setja löggjöf um skipulag og starfshætti kirkjunnar, að varðveita þjóðkirkju- skipulagið og að varðveita lýðræðis- leg grundvallarviðhorf innan kirkj- unnar. I ávarpi sínu gerði ráðherra fjár- mál kirkjunnar að umtalsefni. „í heild held ég að kirkjan hafi góð fjárráð og ástæðulaust er að velta fyrir sér að þau séu óhófleg heldur veita þau kirkjunni og einstökum sóknum hennar eðlilegt svigrúm tii að takast á við sín verkefni." Ráðherra telur augljóst að koma þurfi á markvissari fjármálastjórn og að einfalda þurfi sjóðakerfi kirkj- unnar. Þegar rætt er um heildarframlög til þjóðkirkjunnar á að mati Þor- steins ekki að taka kirkjugarðsgjöld- in með. „Þau eru sjálfstætt við- fangsefni og á ekki að tengja þjóð- kirkjunni eins og oft hefur verið gert.“ Áfangaskýrsla starfshóps um fjármál kirkjunnar liggur fyrir og sagði Þorsteinn tillögu starfshópsins Til sýnis og sölu m.a. eigna: Sumarhús siglingamannsins Nýlegt timburhús, hæð og portbyggt ris. Vönduð viðarklæðning. Grunnflötur um 40 fm. Góð viðbygging um 50 fm með 3ja m vegg- hæð. Eignarland 6000 fm á vinsælum stað á Vatnsleysuströnd. Upp- sátur fyrir bát í fjöru. Myndir á skrifstofunni. Sólrík suðuríbúð - tilboð óskast Glæsileg 2ja herb. íbúð á 3ju hæð um 60 fm á útsýnisstað við Háa- leitisbraut. Stór stofa. Sólsvalir. Sérhiti, parket. Sameign í ágætu lagi. Stór lóð. Vinsæll staður. Fjársterkir kaupendur óska m.a. eftir: Einbýlishúsum og á einni hæð 110-150 fm. Góð raðhús koma til greina. Margs konar eignaskipti. Miklar og góðar greiðslur fyrir rétta eign. ALMENNA GóWa'tn^ríheTítúð FASTEIGNASALAN ÓSkahSerst1meððbHsbk°úr9ÍnnÍ’ LAUGAVEG118 S. 5521150 - 552 1370 Nokkur frábær fyrirtæki 1. Hársnyrtistofa. Mikil viðskipti, góð staðsetning. Selst vegna brottflutnings eiganda. Gott verð ef samið er strax. 2. Vel þekkt gjafavöruverslun í Kringlunni. Eigin innflutningur. Frábær sölutimi framundan. 3. Heildverslun með innflutning á hárvörum, hár skrauti, hárburstum o.fl. Lítil þægileg heildverslun með fallegar vörur. Verðhugmynd 2,5 millj. 4. Heildverslun með innflutning og þjónustu á sérhæfðum efnavörum til plastiðnaðar, vél- og tækjaiðnaðar, bátaiönaðar o.fl. Hagstætt verö. 5. Söluturn við einn stærsta framhaldsskóla landsins og verið að byggja annan jafnstóran við hliðina. Miklir möguleikar. Mikil samlokusala. íbúðarblokkir á bakvið. Mikil velta. Verð aðeins 5 milljónir. 6. Dagsöluturn. Matsala í hádeginu. Griilhella og djúp- steikingarpottur. Aðeins opið virka daga. Miklir möguleikar til söluaukningar. Selst vegna veikinda eiganda. 7. Sólbaðstofa á mjög góðum stað í borginni. Nýir 10 mín. bekkir. Fullkomið tölvukerfi. Góð aðstaða, lág húsaleiga. Áhv. lán 6,1 milljón. Heildarverð aðeins 8,6 milljónir. Upplýsingar aðeins á skrifstofunni. F.YRIRTÆKIASALAN SUÐURVE R I SÍMAR581 2040 OG 581 4755, REYNIR ÞORGRÍMSSON. Morgunblaðið/Kristinn KIRKJUMÁLARÁÐHERRA ávarpaði kirkjuþing í gær. um sameiningu sóknargjalda og kirkjugarðsgjalda vera óraunhæfa. Frumvarp vonandi afgreitt í vor í svari við fyrirspurn til ráðherra kom fram að frumvarp ti! laga um stöðu, stjóm og starfshætti kirkjunn- ar, verður lagt fram á Alþingi í vet- ur og vonast kirkjumálaráðherra til að það fái afgreiðslu næsta vor. Frumvarpið var kynnt á Alþingi í fyrra í upphaflegri mynd en var ekki lagt fram, þar sem ráðherra fannst umræða í þjóðfélaginu um stöðu kirkjunnar vera of neikvæð auk þess sem hann taldi að ýmislegt í drögunum mætti betur fara. Skipuð var nefnd til að fjalla um frumvarpsdrögin og hefur hún ný- lega skilað tillögum sínum. Kirkjumálaráðherra tók undir þá tillögu nefndarinnar að sameina frumvörp um kirkjuleg málefni sem lögð verða fyrir Alþingi í vetur og sú hugmynd að prestar fái æviráðn- ingu að loknum eins árs reynslutíma fannst kirkjumálaráðherra allrar athygli verð en útfærslur þyrfti þó að kanna nánar. Borgarráð Ríkið greiði til almennings- samgangna BORGARRÁÐ hefur samþykkt að beina þeim tilmælum til samgöngu- ráðherra að hann beiti sér fyrir sérstökum ríkisframlögum til al- menningssamgangna í þéttbýli með hliðsjón af almennum mælikvörðum varðandi þörf fyrir slíka þjónustu, enda hafi sveitarfélögin engar lög- boðnar skyldur að rækja í þeim efrtum. Borgin fái úr jöfnunarsjóði Borgarráð skorar einnig á félags- málaráðherra að beita sér fyrir að lög um tekjustofna sveitarfélaga verði breytt þannig að borgin komi einnig til álita uni framlög úr Jöfn- unarsjóði sveitarfélaga eins og önn- ur sveitarfélög, sem látið hafa í ljós áskorun eða óskir um framlög til jöfnunar á kostnað við rekstur al- menningssamgangna úr sjóðinum á sama hátt og stuðlað er að bættum samgöngum rheð framlögum til sveitarfélaga vegna snjómoksturs. Jafnframt er skorað á félags- málaráðherra að hann beiti sér fyr- ir því að Jöfnunarsjóður sveitarfé- laga fái aukið flármagn til þjónustu- framlaga. -----♦-------- Sláturfélag Suðurlands Lambakjöt til Evrópu SLÁTURHÚS Sláturfélags Suður- lands á Selfossi hefur fengið heim- ild til að flytja út sláturafurðir til landa Evrópusambandsins. Þijú önnur sláturhús höfðu áður fengið sams konar leyfi. Að sögn Jóns Gunnars Jónsson- ar, framleiðslustjóra Sláturfélags Suðurlands, hefur á undanförnum tveimur árum verið unnið að undir- búningi og hafa átt sér stað endur- bætur á húsakynnum og tækjabún- aði á Selfossi og voru kröfur Evr- ópusambandsins hafðar til hliðsjón- ar. Eftirlitsmaður ESB tók húsið út í lok ágúst og var farið ítarlega yfir öll atriði. „Leyfið sem við vorum að fá er staðfesting á að sláturhúsið hefur heimild til útflutnings á lambakjöti og unnum vörum úr lambakjöti til landa Evrópusambandsins,“ sagði hann. Leyfið tók gildi mánudaginn 21. október sl. Hefur Sláturfélagið í hyggju að heíja útflutning á dilka- kjöti innan fárra daga og hafa fyrir- spurnir borist frá fyrirtækjum um hugsanleg viðskipti. ------♦ ♦■♦---- Kringlukast í fjóra daga ÞRETTÁNDA Kringlukast Kringl- unnar hefst í dag miðvikudg og stendur til laugardagsins 26. októ- ber. Á meðan Kringlukast stendur bjóða verslanir, þjónustufyrirtæki og veitingastaðir Kringlunnar nýjar vörur og þjónustu á tilboðsverði eða með 20-50% afslætti. í svokölluðum Stóra afslætti bjóða fjórar verslanir jafn marga veglega hluti á 50-60% afslætti þannig að afslátturinn nemur tug- um þúsunda króna. Fjórum sinnum á dag meðan á Kringlukasti stendur er einn heppinn þátttakandi dreginn út sem fær kost á að kaupa viðkom- andi hlut á Stóra afslætti ef hann gefur sig fram innan fimm mín- útna. í Stóra afslætti eru Heims- kringlan með Hotpoint þvottavél, Byggt og búið með Elcold frysti- kistu, Sportkringlan með útivistar- pakka og Japis með 28“ Tantung stereo sjónvarp. Umhverfisáhrif vegagerðar á Fljóts- dalshéraði könnuð SKIPULAG ríkisins er að athuga frummat á umhverfisáhrifum fyrir- hugaðrar lagningar hringvegar frá Skógarhlíð að Urriðavatiii á Fljóts- dalshéraði í Norður-Múlasýslu. Veg- urinn er í um 2,5 kílómetra fjarlægð frá Fellabæ og er um að ræða 8,5 kíiómetra langan kafla eða 5,8 kíló- metra endurbyggingu og þijá nýja vegkafla. Nýju vegkaflarnir liggja um Ær- læk, við Bót og hjá Urriðavatni og eru samtals 2,7 kílómetrar. Fylgja þeir að mestu leyti núverandi vegi, nema á 1,5 kílómetra kafla um Ærlæk þar sem vegurinn fer yfir gróið mólendi, mýrarsund og klappa- rása. Samkvæmt frummatsskýrslu lúta helstu áhrif framkvæmdanna að efnistöku og áhrifum á gróður og jarðveg. Fyllingar verða sérstak- lega miklar við Ærlæk þar sem veg- urinn mun liggja þvert á klettaása. Er talið í frummati að bætt lega vegarins og uppbygging muni hafa aukið umferðaröryggi í för með sér. Samkvæmt frétt frá Skipulagi rík- isins gefast almenningi fimm vikur til þess að kynna sér framkvæmdina og leggja fram athugasemdir, sem verða að hafa borist 25. nóvember 1996. Frummatsskýrslan hefur legið frammi frá 18. nóvember hjá Skipu- lagi ríkisins, í Þjóðarbókhlöðunni og á hreppsskrifstofu Fellahrepps og hjá oddvita Tunguhrepps. ít FASTEIGNA M MARKAÐURINN ehf % ÓÐINSGÖTU 4. SÍMAR 551-1540. 552-1700, FAX 562-0540 Laugavegur 81 Vorum að fá til sölu gott verslunarhúsnæði á fjölförnu horni á góðum stað við Laugaveg. Húsnæðið er samtals 248,5 fm að gólffleti og skiptist í góða verslunarhæð með lageraðstöðu í kjallara þar sem bæði er innangengt og aðkoma að utan. Gott skrifstofuherbergi á 2. hæð fylgir. Allar frekari upplýsingar á skrifstofu okkar. '^==í FASTEIGNAMARKAÐURINN ehf jÓÐINSGÖTU 4. SÍMAR 551-1540, 552-1700, FAX 562-0540=

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.