Morgunblaðið - 23.10.1996, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 23.10.1996, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 1996 19 LISTIR Nefið sem týndist Ljóð og litríkar konur MYNDLIST Gallcrí Fold MÁLVERK Kjartan Guðjónsson. Gallerí Fold: Opið kl. 10-18 virka daga, kl. 10-17 laugard. og kl. 14-17 sunnud. til 27. okt.; aðgangur ókeypis. ÞAÐ hefur iöngum verið vitað, að orka og athafnasemi hefur næsta lít- ið með aldur að gera; fjölmörg dæmi úr listasögunni sýna að skapandi listamenn eru oft þá fyrst að komast almennilega í gang, þegar aðrir eru famir að hugsa til kyrrlátra kvöld- stunda eftirlaunaáranna. Af tveimur sýningum með rúm- lega árs millibili er ljóst að Kjartan Guðjónsson fyllir fyrri flokkinn. Vor- ið 1995 sýndi hann rúmlega fimmtíu málverk á stórri sýningu í Hafnar- borg í Hafnarfirði, og nú er hann mættur aftur með rúmlega tuttugu oh'umálverk og nokkurn fjölda teikn- inga, þannig að hann heldur sig klár- lega vel að verki. Kjartan hefur gefið sýningunni yfirskriftina „Konan og ljóðið“, sem er í góðu samræmi við þau viðfangs- efni sem hann er að fást við. I mál- verkunum er konan í fyrirrúmi, oft- ast nakin, sterkleg og munúðarfull í senn, en þó fyrst og fremst sem formrænn vettvangur átaka lita og áferðar; sem fyrr notar listamaðurinn ríkulegt litaspjald og leggur mikla vinnu í að nýta það sem best í hverju verki fyrir sig. Vinnsla litanna minnir um sumt á ákafa expressjónista fyrr á öldinni, þar sem staðlitir viku fyrir átaka- meiri hræringum. Þannig er tæpast nokkurn tíma hægt að tala um heila litfleti í þessum málverkum, heldur dansa litatónarnir fram og aftur inn- an sama flatarins. Þetta sést t.d. vel í blússu konunnar í „Má ég ekki mamma“ (nr. 1), sem og í líkömum kvennanna í „Ljúfur svefn“ (nr. 4) og „Á mjúkum beði“ (nr. 7); jafnvel skuggarnir í „Vökumaður" (nr. 6) titra af fjölbpeyttum blæbrigðum lit- anna. Hér er að finna ýmis atriði mynd- byggingar sem listamaðurinn hefur beitt áður, eins og að sýna mynd inni í mynd og að tvískipta fletinum milli ólíkra efnisþátta; þetta gengur yfirleitt vel upp, þó það kunni á stundum að virka ofgert, t.d. í „Kona fiskimannsins" (nr. 9). Líkt og áður ríkir mikil litagleði í verkunum, sem einnig byggjast á léttri formskrift módelteikningarinn- ar. Heildarsvipurinn er nokkru dekkri en oft áður, og bláir undirtónar eru ríkjandi í flestum verkanna, eins og myndefni þeirra eigi ættir að rekja til draumaheima og skáidskapar fremur en raunveruleikans. Það er einmitt eðlilegt að svo sé og þá eink- um með tilvísun til Ijóðlistarinnar. Auk málverkanna eru hér fleiri verk Kjartans; framan við sýningar- salinn hafa verið settar upp skreyting- ar hans við ljóð Jóns úr Vör. Þessar myndir sýna vel sterka og létta teikn- ingu listamannsins, sem nýtur sín hér mun betur en í málverkunum þar sem litauðgin ber hana oft ofurliði. Þessar teikningar hefur hann unnið á síðustu þremur áruin, og má þar sjá þá þróun ímynda og myndbyggingar, sem á sér stað áður en lokaniðurstaða fæst; til dæmis um þetta má benda á skreyt- ingar undir yfirskriftinni „Hríslan“ og „Kistan bíður þín“. Kjartan, er sem fyrr heill í sinni list og trúr þeim viðfangsefnum sem hann er að fást við; á meðan svo er mun sköþunargleðin halda áfram að vera leiðarljósið í listinni, og er það vel: Eiríkur Þorláksson. GRÁGLETTNI ræður ríkjum í óperu Dmitri Shostakovitsj, „Nefinu“, sem sýnd er í Amster- dam fram undir mánaðarlok. Hún segir frá Ploton Kuzmitsj Kovaljov, sem tekst að týna nef- inu og var fyrsta óperan sem Shostakovitsj samdi, aðeins tví- tugur. Tónskáldið rússneska hóf að semja óperuna í kjölfar þess hversu frábærar viðtökur 1. sinfónía hans hlaut en hana samdi Shostakovitsj aðeins nítján ára. Var „Nefið“ frumsýnt í Malíj- leikhúsinu í Leníngrad árið 1930, þegar frjálsræði var einna mest á Sovéttímanum en það gerði Shostakovitsj kleift að semja óáreittur mörg af sérkennileg- ustu og framúrstefnulegustu verkum sínum. Er „Nefið“, sem byggt er á sögu Gogols, ágætt dæmi um þau verk, gróf árás á skrifræðið í Sovétríkjunum, sem er m.a. lýst þegar Kovaljov hyggst lýsa eftir nefi sínu í dagblaði en fær ekki vegna þess að svo furðuleg auglýsing muni ergja lesendurna. Leikstjóri sýningarinnar í Amsterdam er David Pountney, en hún er sett upp í Hollensku óperunni í Amsterdam Muziek- theater. í dómi í The Sunday Times fær uppsetningin blend- inn dóm, leikdómarinn telur hana vaxa verkinu að nokkru leyti yfir höfuð og að ekki tak- ist fyllilega að koma hinni sér- kennilegu rússnesku kímnigáfu til skila. Söngur og tónlistar- flutningur sé hins vegar allur til fyrirmyndar og þessi upp- setning hafi þrátt fyrir allt sann- fært sig um að verkið standist fyllilega tímans tönn. 'STÓRKOSTLEGUR SPARNAÐUR frábæru verði Notaðir bílaleigubílar af árgerð 1996 til sölu á Bílarnir eru allir í fyrsta flokks ástandi og þeim hefur aðeins verið ekið u.þ.b. 20.000 km. Þeir hafa fengið 15.000 km Verð miðað við beina sölu: þjónustuskoðun hjá b&l og Hyundai Accent U 4 dyra eiga eftir rúmlega tvö ár í 820^000^lcr. verksmiðjuábyrgð. Kaupendum Hyundai Accent LSI 5 dyra, vökvastýri bjóðast lánskjör til allt að 5 880.000 kr. NOTAÐIR BÍLAR SUÐURLANDSBRAUT 12, SlMI: 568 1200 beint 581 4060 OKEYPIS VETRARDEKK K A U P B Æ T I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.