Morgunblaðið - 23.10.1996, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 23.10.1996, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Fiskveiðistj órnun - horft til framtíðar ENN á ný loga eldar illdeilna um kvótakerfið á Alþingi og á síðum ijolmiðla. Óréttlætið, sem verið hefur samf- ara þessari aðferð við fiskveiðistjórnun, eykst ár frá ári og er nú orð- ið svo magnað að æ fleiri leyfa sér að láta í ljós efasemdir. Efa- semdir, sem eru byggð- ar á þeirri sýn og þeim sannindamerkjum, sem verða æ sýnilegri allt í kringum okkur, eins og t.d. landsflótti frá áður blómlegum útgerðar- stöðum, stéttaskipting í formi launamisréttis, sem hefur stóraukist í tíð kvótans og fyrirlitleg framkoma í garð sjómanna og fisk- vinnslufólks, sem verður æ algeng- ari. Því miður er einhverra hluta vegna komin inní umræðuna gervi- krafa um að taka upp auðlindagjald af kvótaúthlutun. Þessi hugmynd er á algjörum villigötum. Eina sann- gjarna leiðin til að koma á siíku gjaldi er að tekin verði upp uppboð á úthlutuðum kvóta á t.d. ljogurra mánaða fresti þar sem allir sem vildu gætu boðið þá upphæð sem þeir treystu sér til að borga á kg og mættu kaupa sem svarar einu full- fermi af hverri tegund. Síðan mætti veiða meðan úthlutaður kvóti entist, sem hemill, félli niður sá fiskur, sem keyptur var en ekki veiddist á því uppboðstímabili. Með þessari aðferð sætu allir landsmenn víð sama borð, hvað varðar réttinn tii auðlindarinnar og ekki þyrfti að þrátta um haghvæmustu útgerð- arhættina; þeir kæmu af sjálfu sér. Kvótakerfið íslenska, sem er sennilega versta stjórnkerfi við botnlæg- ar fiskveiðar sem til er, er alls ekki eina leiðin sem nothæf er til slíkr- ar stýringar. Við ís- lendingar erum svo heppnir að hafa síðastl- iðna tvo áratugi notast við svæðalokanir. Árangur svæðalokana sem beitt var í skrap- dagakerfinu, kom berlega í ljós í upphafi kvótakerfisins í hinum mikla þorskafla. En um leið varð ljós galli kvótakerfisins, sem felst í fijálsri sókn. Einstakir fiskstofnar þoldu engan veginn sókn þess stóra flota, sem við áttum. Kvótakerfið olli hruni, ekki bara á þorsksstofninum, þar sem fimm ára uppbyggingu var eytt á þremur árum, heldur einnig á karfa- og grálúðu stofnunum. Ný fiskveiðistjórnun Fyrir fimm árum voru teknar upp stórfelldar svæðalokanir á þekktum smáþorskssvæðum á Vestfjarðamið- um. Lokanirnar voru látnar standa allt árið í stað viku og viku í senn. Árangurinn lét ekki á sér standa; strax ári seinna varð vart aukinnar þorskgengdar víða og tveimur árum seinna var þorskgengd orðin til Eina sanngjarna leið veiðileyfagjalds, segir —f------r*------------ Olafur Orn Jónsson, er uppboð á kvótanum. vandræða. Fyrir rúmum tveimur árum var sömu aðferð beitt við grunnkarfamiðin vestur af landinu. Það hefur vakið furðu á þeim svæðum í kringum fjöllin (Reykja- neshrygginn) að svæði, sem fyrir nokkrum árum síðan voru steinhætt að gefa af sér físk, eru nú farin að skila ágætis veiði. Ég tel að með því að beita seiðaskiljum við rækju- veiði og smáfiskaskiljum við veiðar á botnfisktegundum, svo og svæða- lokunum á smáfiskasvæðum og þekktum hrygningarsvæðum yfir hrygningartímann og nýta þannig uppsafnaða þekkingu okkar á mið- unum, munum við geta náð að beita flota okkar með eðlilegum takmörk- unum strax í dag án þess að ógna stofnunum. Þessi veiðistýring er svo byltingarkennd að líkja má henni við að skipta úr hirðingjalífi yfir í bú- skap. Með því að taka upp fiskveiði- stjórnun með þessum hætti væru íslendingar í raun að setja á stofn stærsta fiskeldi í heimi og setja sig í forsæti fiskveiðiþjóða. Kostirnir við þessa fiskveiðistjórnun, aðrir en að þagga niður í þeim sem sífellt stagl- ast á því að kvótakerfið sé eina færa leiðin í fiskveiðistjómun, eru þeir helstir að þetta kerfi er sjálf- Ólafur Örn Jónsson bært og þarf ekki á sífelldum laga- breytingum af hendi stjórnvalda að halda. Eins gerir þetta kerfi öllum jafn hátt undir höfði hvort sem menn vilja gera út á smærri skipum á sín heimamið eða vera með verksmiðju- skip sem þurfa mikinn og jafnan afla og geta sótt úti í ystu höf. Hvernig er hægt að úthluta einum aðila einhveijum veiðirétti í eigu þjóðarinnar um leið og einhver ann- ar er sviftur öllum möguleikum á að eignast slíkan rétt, þó sá síðar- nefndi hafi gert sjómennsku að ævi- starfi? Væri ekki eins hægt að setja kvóta á lögfræði, skósmíði, hjúkrun, fasteignasölu, veitingarekstur? Þannig að eftir þijátíu ár þurfi nýir lögfræðingar að borga fjölskyld- um fyrrum lögfræðinga u.þ.b. 30 millur fyrir leyfi til að stunda lög- fræðistörf. Bullið og óréttlætið sem felst í kvótakerfinu er slíkt, að ekk- ert getur komið til greina annað en að leggja það niður og taka upp sjálf- bært kerfi, sem takmarkast af þeim skipafjölda sem fyrir er, á hæfilegri sókn. Ömurlegt er hlutskipti sjálfstæð- isflokksins að vera orðinn helsti vörð- ur þessa kerfis, sem setur slíkar tak- markanir á athafnafrelsi einstakl- ingsins. Maður fýllist viðbjóði við til- hugsunina að vera búinn að greiða þessum mönnum atkvæði sitt í rúma tvo áratugi með það að markmiði að hér komist á fijáls samkeppni á sem flestum sviðum þar sem hæfileikar koma í stað heimsku. Fáfræðin og mannfyrirlitningin sem felst í kvóta- kerfinu getur engan veginn verið samboðin stærsta stjórnmálaflokki landsins og skora ég á forsvarsmenn hans að slíta sig frá þeim hags- munapoturum, sem ætla að nota sér stöðu flokksins til að slá skjaldborg um kerfi sem tryggir þeim og afkom- endum þeirra öruggan, óverðskuldað- an aðgang að sameiginlegum auð- lindum þjóðarinnar. Forystumenn flokksins verða að líta á kvótakerfið í heild og meta hvort það samræmist virkilega grundvallarstefnu og hug- myndafræði flokksins. Virðingar- verðara er að viðurkenna mistök sín og breyta um stefnu, í stað þess að brölta áfram með kerfí sem byggir á fáfræði og heimsku og hleður utan á sig vandamálum og óréttlæti. Mannkynssaga _ var mitt uppá- haldsfag í skóla. Ég dáði hana ekki bara fyrir hvað hún er skemmtileg heldur ekki síður fyrir þann lærdóm, sem af henni má draga. Þar sem mannkynssaga hefur verið skyldu- fag í skólum um langt árabil spyr maður hvort lærdómur sögunnar hafi ekki náð innfyrir heilabörk þeirra alþingismanna, sem greitt hafa kvótakerfinu atkvæði sitt. Ein- hveijar mestu ógnir, sem maðurinn hefur mátt þola í gegnum aldirnar, hafa stafað af borgarastyijöldum, sem sprottið hafa af óréttlátri kúgun einnar stéttar á annarri. Yfirstéttar sem í skjóli óréttlátra laga, hafa sölsað undir sig auðlindir þjóða sér og afkomendum sínum til einkanota og barist af óbilgirni fyrir óbreyttu ástandi. Fyrri tíma valdhafar og yfir- stéttir höfðu ekki sömu menntun og aðstöðu til að rannsaka og bera sam- an afleiðingar slíks óréttlætis og við höfum í dag. Þess vegna hafa alþing- ismenn og aðrir ráðamenn íslensku þjóðarinnar enga afsökun fyrir því að halda í horfinu því fiskveiðistjórn- unarkerfi sem böðlast hefur verið með í áratug og skapað hefur hér skarpar línur stéttaskiptingar og launamisræmis. Á sama tíma og ólg- ur og missætti tröllríða öðrum þjóð- um nær og fjær höfum við verið þeirrar gæfu aðnjótandi að hér hefur ríkt friður og sátt. Þessum frið og þessari sátt má ekki kasta á glæ til að fullnægja kröfum vanþroska manna, sem telja sína eigin fégræðgi og valdasýki þentugustu leiðina til framfara fyrir þessa Iitlu þjóð. Höfundur er skipstjóri og fornmður Skipstjóra- og stýrimannafélagsins Ægis. Réttindi sjúklinga betur tryggð Á UNDANFÖRNUM árum hefur orðið mikil þróun í heiminum á sviði mannréttinda. Mikil áhersla er lögð á að tryggja betur grund- vallarmannréttindi og réttindi borgaranna gagnvart ríkisvaldinu og hafa þessi réttindi verið skýrð rýmra en áður. Hér á landi sér þessa stað á ýmsum sviðum, svo sem í stjórnsýslulögum, lög- um um kerfisbundna skráningu persónuupp- lýsinga (tölvulög) og fleiri sviðum sem öll miða að því að tryggja persónu- frelsi, mannréttindi og mannhelgi. Mikilvægur hluti af mannréttind- um eru réttindi þeirra sem þurfa á heilbrigðisþjónustu að halda. Brýnt er að skýrt sé kveðið á um hvaða réttinda þeir njóta og að þeir hafi tryggingu fyrir því að ekki sé geng- ið á þau, enda eiga sjúklingar oft erfitt með að gæta eigin hagsmuna þegar veikindi steðja að. Reynir þar oft á starfsfólk heilbrigðisstofnana sem hefur axlað þetta hlutverk með mikilli prýði. Til þess að tryggja enn betur réttindi sjúklinga var nefnd falið að hefja vinnu að samningu frumvarps um þetta málefni. Nefnd- in var skipuð fulltrúum landlæknis, Læknafélags íslands, Félags ís- lenskra hjúkrunarfræðinga, Sam- taka heilbrigðisstétta, Neytenda- samtakanna og heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins og vann nefndin mjög vel að gerð þessa frumvarps. Kallaði nefndin til sín fjölmarga aðila úr heilbrigðiskerfinu og fulltrúa 45 sjúklingahópa og að- standenda sjúklinga til að fá ábend- ingar um þau vandamál sem þeir stæðu andspænis og atriði sem þeir teldu mikilvægt að tek- ið yrði á í frumvarpinu. Markmiðið með samningu frumvarpsins var að auka og tryggja réttindi sjúklinga og kveða skýrt á um þau í lagatexta, þannig að á þeim leiki enginn vafi fyrir sjúklinga, að- standendur þeirra né starfsfólk heilbrigðis- þjónustunnar. Frumvarp til laga um réttindi sjúklinga var lagt fram á Alþingi síð- astliðinn vetur og hefur hlotið mikla umræðu og umfjöllun fjölmargra umsagnaraðila. Viðbrögð hafa yfír- leitt verið jákvæð og flestir umsagna- raðilar telja mikilvægt að meginregl- ur í þessu efni verði lögfestar. Ýmsar efnislegar athugasemdir hafa komið fram og er starfsfólk ráðuneytisins nú að vinna úr þeim og mun endur- skoðað frumvarp verða lagt fyrir Alþingi í haust. Nokkurs misskilnings hefur gætt í umfjölluninni um þetta mikilvæga mál. Því hefur verið haldið fram að með frumvarpinu sé verið að for- gangsraðag'þannig að aldraðir séu settir aftar í forgangsröðun, en það er alvarlegur misskilningur. í frum- varpinu er kveðið á um að m.a. eigi að taka tillit til aldurs sjúklinga við meðferð og aðhlynningu. Mikið hef- ur áunnist í þeim efnum hvað varðar aldraða og heldur uppbygging á aðstöðu fyrir þá áfram af fulium krafti. Þessu ákvæði er fyrst og fremst ætlað að tryggja að allir fái þjónustu og aðbúnað sem hæfi aldri þeirra ekki síst börn og unglingar. Við núverandi aðstæður fullnægjum við ekki nægilega vel ýmsum aldurs- bundnum þörfum þeirra. Þeim verð- ur ekki fullnægt nema með nýrri Markmiðið er, segir Ingibjörg Pálmadótt- ir, að auka og tryggja réttindi sjúklinga. aðstöðu sem er sérhönnuð með þarf- ir þeirra fyrir augum. Þá hefur sú staðreynd sem orðuð er í frumvarp- inu, að heilbrigðisþjónustan býr við fjárhagsramma innan hvers árs ver- ið misskilin sem ný þrenging á þjón- ustu við sjúklinga. Þessi ákvæði hafa verið miskilin á þann hátt að með þeim sé verið að draga úr rétti sjúklinga. Það er alls ekki tilgangur frumvarpsins og því hef ég ákveðið að breyta nokkrum ákvæðum þess áður en það verður lagt fyrir Al- þingi að nýju í haust, þannig að ekki sé hætta á misskilningi og mis- túlkun. Með þessu frumvarpi er tekið á mörgum mikilvægum þáttum sem tímabært er að lögfesta. Þar á með- al á að tryggja að sjúklingar fái upplýsingar um sjúkdóm, meðferð og batahorfur. Lögð er áhersla á rétt hans til ákvarðanatöku um með- ferð. Einnig eru ákvæði um kæru og kvartanaleiðir sjúklinga, auk ákvæða sem tryggja eiga gæði og samfelldari þjónustu. Ég tei nauðsynlegt að þetta mikil- væga mál fái itarlega umræðu á Alþingi og ekki síður meðal almenn- ings. Frumvarp til laga um réttindi sjúklinga er framfaraspor og vænti ég þess að góð samstaða náist um að lögfesta í vetur þau grundvallar- réttindi sem frumvarpið kveður á um að sjúklingar í okkar þjóðfélagi eigi að njóta. Höfundur er heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra. Ingibjörg Pálmadóttir Lagnasýning í Perlunni 25., 26. og 27. október NÚ ÞEGAR fyrir dyrum stendur þessi glæsilega' sýning þar sem flestir helstu hags- munaaðilar við hús- byggingar á íslandi eiga sína fulltrúa er ekki úr vegi að velta fyrir sér tilgangi lagna- félagsins. Lagnafélag íslands er hugsað sem vett- vangur áhugaaðila og hagsmunaaðila um lagnir. Það hefur skap- að vettvang þar sem menn geta viðrað skoð- anir sínar á þverfagleg- um grunni, leikmaður- inn, hönnuðurinn, iðnaðarmaðurinn, embættismaðurinn, eftirlitsmaðurinn og svo mætti lengi telja, allir koma að umræðum hjá lagnafélaginu. Sýningin er hápunktur, segir Guðmundur Þór- oddsson, 10 ára afmæl- is Lagnafélags Islands. Þessi mikla breidd félagsmanna gerir umræður innan lagnafélagsins miklu markvissari en þegar hver tuð- ar í sínu horni. Það að fá skoðanir allra upp í málunum er ómetanlegt. Sú viðleitni að draga lagnakerfi húsa inn í fagiega umfjöllun og að viðurkenna þau sem eitt af megin tæknisviðum húsbygginga var einn- ig löngu tímabært. Sannleikurinn er sá að í öllum nágrannalöndum okkar hefur inni- loft, upphitun, lagnakerfi, þ.e. vís- indi okkar lagnamanna verið eitt af áherslusviðum í rannsóknum opin- berra stofnana og tækniháskóla. Það er í raun og veru undarlegt hversu seint við tókum við okkur hér á landi þar sem okkar óblíða veðurfar og sér- stöku aðstæður með hitaveitum og mjúku basísku köldu vatni skapa mikla sérstöðu hjá okkur og fyllilega ástæða til að stunda kröftugar rannsóknir og markvissa fræðslu og þjálfun á lagnamál- um hér á landi. Sýning sú sem fram- undan er í Perlunni 25. til 27. okt. er viðleitni til að færa lagnakerfi og lagnamenn nær ai- menningi, til að kynna nýjungar þær, sem komið hafa á síðustu árum, fyrir jafnt almenningi og lagna- mönnum. Á sýningunni verða jafnframt opinberar stofnanir og fyrirtæki sem kynna starfsemi sína og kröfur er gerðar eru til nýbygginga. Nú á þeim merku tímamótum þegar Lagnafélag íslands nær tíu ára aldri er þessi sýning skemmtilegur há- punktur afmælisársins. Við þessi tímamót verða einnig afhentar viðurkenningar fyrir lofs- verð lagnaverk 1995 en það að verð- launa lagnaverk sem skara fram úr er einnig mjög mikils virði því við verðum að koma lagnakerfunum til þeirrar virðingar sem þeim ber og það er best gert með því að vekja athygli á því besta sem gert er. Höfundur er vélaverkfræðingur, formadur Lagnafélags Islands og vatnsveitustjóri í Iicykjnvík. Guðmundur Þóroddsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.