Morgunblaðið - 23.10.1996, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 23.10.1996, Blaðsíða 52
UYUNDAI HÁTÆKNI TIL FRAMFARA M Tæknival SKEIFUNNI 17 SlMI 550-4000 ■ FAX 550-4001 MORGUNBLAÐID, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.IS / AKUREYRI: KA UPVANGSSTRÆTI l MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 1996 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Morgunblaðið/Kristinn JÓN Baldvin Hannibalsson tilkynnti þá ákvörðun sína að láta af formennsku í Alþýðuflokknum á fréttamannafundi í gær. Framhaldsskólar o g sérskólar 6.000 taka samræmt könnunarpróf í dag SAMRÆMD könnunarpróf verða haldin í fyrsta sinn í öllum fram- haldsskólum og flestum sérskólum landsins í dag. Um það bil sex þús- und framhaldsskóla- og sérskóla- nemendur munu taka prófið sem fer fram á sama tíma um allt land. Meginmarkmiðið er að kanna kunnáttu nemenda í ensku almennt í framhaldsskólum og er þetta í fyrsta skipti sem samræmt könnun- arpróf er lagt fyrir í framhaldsskóla. Nemendur munu fá einkunnir fyr- ir frammistöðu sína en einungis til upplýsingar. Markmiðið er að afla upplýsinga um enskukunnáttu fram- haldsskólanema eftir skólagerðum og námsbrautum. „Það hefur ekki verið ætlast til þess að nemendur væru undirbúnir sérstaklega fyrir prófið, því við vilj- um taka stöðuna eins og hún er en það hafa verið sendar upplýsingar til enskukennara í framhaldsskólum um uppbyggingu prófsins og áhersl- ur,“ segir Einar Guðmundsson, deildarstjóri prófa- og matsdeildar Rannsóknarstofnunar uppeldis- og menntamála, sem stendur að próf- inu. OL-lið komið í 3. sæti ÍSLENSKA liðið á Ólympíumótinu í brids er nú í 3. sæti í sínum riðli þegar 12 umferðum er lokið af 35 í undankeppni. Keppt er í tveimur riðl- - •'“áhi og komast 4 efstu þjóðimar í hvorum riðli í úrslitakeppni. íslendingarnir fengu 83 stig af 100 mögulegum í gær. Þeir unnu Máritan- íu 25-0 í 9. umferð, gerðu jafntefli, 15-15, við Tyrki í 10. umferð, unnu Sviss 21-9 í 11. umferð og Júgó- slaviu 22-8 í 12. umferð. í dag spila íslendingar við Tæland, Grikkland, Tævan og Portúgal. íslendingar hafa 236 stig í 3. sæti en ítalir leiða riðilinn með 268 stig. Næstir koma ísraelar með 245,5. í hinum riðlinum eru Frakkar efstir með 256 stig. Pólverjar hafa 241 stig, Spánveijar 237 og S-Afríkubúar 233. ■ íslendingar/36 Formannsskipti í Alþýðuflokknum á flokksþingi í nóvember Jón Baldvin ákveður að láta af formennsku JÓN Baldvin Hannibalsson hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér sem formaður Alþýðuflokksins á flokks- þinginu, sem hefst 8. nóvember. Sighvatur Björgvinsson alþingis- maður sagðist í samtali við Morgun- blaðið í gær hafa ákveðið að bjóða sig fram til formanns fyrir hvatn- ingarorð Jóns Baldvins. Jón Baldvin hefur gegnt for- mennsku í Alþýðuflokknum í 12 ár. Hann sagðist á fréttamannafundi í gær hafa tilkynnt samstarfsmönn- um sínum í þingflokki og fram- kvæmdastjórn flokksins þessa per- sónulegu ákvörðun sína og sagðist hafa gert upp sinn hug um það, að hann ætlaði ekki að sækjast eft- ir því að sitja á Alþingi á næsta kjörtímabili. Sighvatur tilkynnir framboð - Guð- mundur Arni og Rannveig íhuga mál- in næstu daga Jón Baldvin sagðist telja að það yrði farsælast fyrir Alþýðuflokkinn ef Sighvatur Björgvinsson gæfi kost á sér til formanns. Þá teldi hann það flokknum fyrir bestu að Rannveig Guðmundsdóttir héldi áfram starfi formanns þingflokks- ins, Guðmundur Árni Stefánsson héldi áfram sem varaformaður og Össur Skarphéðinsson gæfi kost á sér til formennsku framkvæmda- stjórnar Alþýðuflokksins. Guðmundur Árni segir vel koma til greina að hann bjóði sig fram til formanns. „Ég mun meta það á næstu dögum hvort ég gef kost á mér til formennsku í flokknum. Það hafa margir skorað á mig að gera það,“ sagði hann. Rannveig Guðmundsdóttir segist enga ákvörðun hafa tekið um hvort hún gefur kost á sér til formennsku í Alþýðuflokknum og segist ætla að velta þessum málum fyrir sér næstu daga. Össur Skarphéðinsson segir afar ólíklegt að hann muni bjóða sig fram til formennsku í Alþýðuflokknum. ■ Nýr formaður/4 Morgunblaðið/Golli Halldór Ásgrímsson á aðalfundi Sambands íslenzkra sparisjóða íslendingar búi sig undir áform um Evrópumynt HALLDÓR Ásgrímsson utanríkisráðherra hvetur fjármálastofnanir til að efna til umræðu um hags- muni og viðbrögð Islendinga við áformum um sameiginlega mynt Evrópusambandsríkja, sem taka á upp árið 1999. í ræðu, sem ráðherrann hélt um Efnahags- og myntbandalag Evrópu (EMU), á aðalfundi Sambands íslenzkra sparisjóða í síðustu viku sagði hann að íslendingar yrðu að fylgjast vel með þróun myntbandalagsins. T „Enda þótt ísland sé ekki aðili að Evrópusam- bandinu og taki þar af leiðandi ekki beinan þátt i umræddri þróun er ljóst að hún mun hafa veru- leg áhrif á það umhverfi sem við hrærumst í á sviði efnahags- og peningamála. Það er því nauð- synlegt fyrir okkur íslendinga að kynna okkur í tíma áformin um myntsamrunann í Evrópu og búa okkur af kostgæfni undir þau áform,“ sagði Hall- dór. Utanríkisráðherra sagði erfitt að segja til um hver áhrif myntsamrunans yrðu hér á landi. Það færi raunar eftir því hvaða kjör byðust þeim lönd- um ESB og EFTA, sem stæðu utan myntbanda- lagsins. Hann minnti á að Island hefði haft frum- kvæði að því fyrr á árinu að efnahagsnefnd EFTA kannaði ýtarlega áhrif EMU á efnahags- og við- skiptaumhverfi EFTA-ríkjanna. Halldór sagði að áhrif EMU hér á landi gætu að sumu leyti orðið jákvæð vegna aukinna um- svifa í evrópsku efnahagslífi. Hins vegar kynni myntsamruninn að auka óstöðugleika í gengismál- um í þeim löndum, sem stæðu utan EMU. Breyting á EES eða tvíhliða samningur Ráðherra sagði að áformin um sameiginlega mynt væru ekki hluti EES-samningsins, en þó mætti ætla að EMU kæmi til með að hafa áhrif á Evrópska efnahagssvæðið. „Ekki er ljóst hvort eða á hvern hátt EFTA-ríkjunum býðst að tengj- ast þessari myntþróun, en ef slík ákvörðun verður tekin verður það væntanlega að gerast með sér- stökum tvíhliða samningum eða með breytingu á EES-samningnum,“ sagði Halldór. Hann sagðist gera ráð fyrir að sameiginleg mynt yrði að veruleika. „Við íslendingar getum ekki horft framhjá þessum þætti í samstarfi Evr- ópuríkja, enda þótt við tökum ekki beinan þátt í atburðarásinni. Það er að mínu mati brýnt að við höldum áfram að fylgjast grannt með framvindu þessa máls í Evrópu og ekki síður huga að þeim kostum sem lönd utan myntsamrunans standa frammi fyrir," sagði Halldór. „Þróunin í Evrópu mun hafa mikil áhrif á okkar hag, hvaða skoðun sem menn hafa á tengslum okkar við Evrópusam- bandið. Við verðum að vera á varðbergi í því skyni að geta tekið skjótar ákvarðanir sem við teljum þjóna bezt hagsmunum landsins í bráð og lengd.“ | Tveir vinir o g annar með hjálm ÞESSIR ungu hjólreiðamenn hugsa vel um hjólin sín og voru að þvo þau þegar ljósmyndarinn rakst á þá í gær. Annar þeirra er til fyrirmyndar, með hjálm á koll- inum og við öllu búinn, en hinn hefur greinilega gleymt hjálmin- um heima í þetta sinn. -----» ♦ ♦---- Leiksýningar á þriðja tug TUTTUGU og sjö leiksýningar standa fólki til boða á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Tuttugu og fimm sýn- ingar eru á fjölunum syðra og tvær • á Akureyri. Ellefu verk eru sýnd í stóru leikhús- unum tveimur í Reykjavík, fjögur í Loftkastalanum og fjöldi leikhópa sýnir í ýmsum húsakynnum eða ferð- ast með sýningar sínar. ■ 27 Ieiksýningar/18

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.