Morgunblaðið - 03.11.1996, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 03.11.1996, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 3. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Peningar þrengja að ímyndunaraflimi Mika Kaurísmaki er, ásamt bróður sínum Aki, sennilega einn frægasti kvikmyndagerð- armaður Finna. Mika er kominn á Kvik- myndahátíð í Reykjavík með nýja mynd ásamt unnustu sinni, Piu Tikka, sem einnig sýnir eina mynd hér. Þröstur Helgason hitti þau að máli í kaldri borginni. Morgunblaðið/Ragnar Axelsson PIA Tikka og Mika Kaurismaki eru sammála um að það geti verið kvikmyndagerðarmönnum hollt að hafa lítið fjármagn á milli handanna. HANN GETUR verið þungur tónn- inn í Finnum. Myndin sem dregin var upp af þeim í kvikmynd leikstjór- ans Jim Jarmusch, Night on Earth, var eftirminnileg og hefur áreiðan- lega litað ímynd þeirra vestan hafs og austan. Þar tekur leigubílstjóri í Helsinki þrjár fyllibyttur upp í bílinn á kaldri nóttu. Bytturnar þijár taka að reka raunir sínar fyrir leigubíl- stjóranum og úr verður eins konar metingur um það hver hefur lent í mestu ógöngunum; bytturnar segj- ast eiga í drykkjuvandamálum, kvennavandamálum og fjölskyldu- vandamálum og með hverri frásögn- inni verður tilveran svartari. Leigu- bílstjórinn hlustar harmrænn á svip- inn án þess þó að bregða mikið við ósköpin sem dunið hafa yfir aum- ingja mennina. Það kemur nefnilega í Ijós þegar bytturnar þrjár hafa rif- ið úr sér hjartað hver á fætur ann- arri að líf hans sjálfs er ein ijúkandi rúst; saga hans er finnskur blús eins og hann gerist sárastur. Jarmusch er góður vinur og sam- starfsmaður Mika sem rifjar þessa sögu upp með mér hlæjandi. „Af þeim fimm sögum um leigubílstjóra sem Jarmusch segir í Night on Earth þykir honum vænst um þessa. Hann hefur oft komið til Finnlands og sennilega er þetta sú mynd sem hann hefur af þjóðinni - og hún er nokkuð sönn. Þessi Finnlandsblús er ekki einleikinn." Utangarðsmenn Myndin sem við fáum af Finnum í þínum myndum og bróður þíns, Aki, er ekki ósvipuð? „Nei, það er rétt. Þetta er ekki sú mynd sem ferðamálayfirvöld í Finnlandi vilja að við gefum af þjóð- inni en hún er engu að síður sönn. Hún er ekkert síður sönn en fegurð vatnanna." Þú ert ekkert gefinn fyrir að fegra lífið í myndum þínum og segir helst sögur af utangarðsfólki? „Já, það er rétta leiðin til að lýsa heiminum, að horfa á hann frá sjón- arhóli þess sem stendur fyrir utan. Þannig getur maður frekar nálgast sannleikann um samfélagið sem maður er að fjalla um. Nýjasta myndin mín, Condition Red, sem sýnd er á hátíðinni hér í Reykjavík flallar um utangarðsfólk og það var aðallega vegna þess sem ég hreifst af handritinu og samþykkti að leik- stýra henni. Hún er bandarísk fram- Ieiðsla með ensku tali.“ Þetta var ekki dýr mynd í fram- leiðslu frekar en flestar fyrri mynda þinna? „Ég vil helst gera myndir sem kosta ekki mjög mikla peninga. Pen- ingar hefta sköpunargleðina, þeir þrengja að ímyndunaraflinu, skerða frelsi manns sem leikstjóra. Peninga- leysið neyðir mann til að hugsa, fmna leiðir til að bjarga hlutunum á sem ódýrastan hátt. Maður er einhvern veginn nær hjarta kvikmyndagerðar- innar þegar maður gerir þessar ódýr- ari myndir. Þegar peningarnir eru orðnir miklir ráða framleiðendurnir líka öllu. Leikstjórinn verður bara hluti af tækniliðinu sem er að fram- kvæma það sem framleiðendurnir vilja og hafa keypt þá til að fram- leiða, hann ræður jafnvel engu um listræna útkomu myndarinnar. Þann- ig er þetta oftast í Ilollywood." Hvað finnst þér um Hoilywood myndir? „Margar þeirra eru góðar; ég hef aldrei kunnað að meta þessar sléttu og felldu myndir þaðan, vil frekar hafa þær grófar á yfirborðinu, ekki hreinar og fínar heldur svolítið sóðalegar. Ég þoli heldur ekki þess- ar tæknimyndir sem tröllríða Holly- wood; ég vona að þeir fari að snúa sér að því að segja sögu aftur. Þess má geta að næsta myndin mín heitir einmitt Hollywood with out a Map og fjallar um utangarðs- mann í draumasmiðjunni. Þetta er grínmynd sem hæðist svolítið að þessu fyrirbæri sem Hollywood er. Þetta er staður sem ég myndi ekki vilja vinna á.“ Finni í Brasilíu Mynd Piu sem sýnd verður á kvikmyndahátíðinni heitir Dætur Yemenja og fjallar um finnska stúlku sem fer til Rio de Janiero að leita systur sinnar. „Myndin fjall- ar fyrst og fremst um menningar- lega árekstra", segir Pia en þetta er fyrsta myndin sem hún gerir í fullri lengd. Hvers vegna Brasilía? „Mér þótti það henta þemanu sem ég vildi fást við og svo búum við líka í Brasilíu og höfum gert í sjö ár. Það lá því eiginlega beint við að gera myndina þar. Við eigum mikið af góðum vinum þarna úr kvikmyndageiranum og því var auð- velt að fá gott fólk til samstarfs. Myndin er gerð fyrir mjög litla pen- inga en það var hann Mika sem framleiddi hana; hann er harður framleiðandi og þetta hefði senni- lega aldrei gengið upp ef hann hefði ekki haldið um taumana." Ertu sammála því að miklir pen- ingar spilli jafnvel myndum? „Já, það getur skilað sér í ein- hveiju góðu að þurfa að takast á við þau vandamál sem lítið fjármagn hefur í för með sér. Lítið fjármagn er kvikmyndum yfirleitt hollt." Storma- samt sam- band KVIKMYNPIR Rcgnboginn „SALE GOSSE" ★ ★ Vi HIN tilfinningaheita og átakamikla mynd franska leikstjórans Claude Mourieras, „Sale Gosse“, byggist mjög á áköfum og ástríðu- fullum leik tveggja ungra leikara, Anouk Grinberg og Axel Lingée. Myndin er um vægast sagt stormasamt samband ungrar móður og 11 ára gamals sonar hennar en hann er á góðri leið með að verða að alvar- legu andfélagslegu vandamáli. Faðirinn spilar stóra rullu einnig þótt hann komi aldrei fram í myndinni. Hann lét sig hverfa strax eftir getnaðinn en strákurinn lætur sig dreyma um hann sem göfugan prins í eyðimörkinni handan við hafið og bíður eftir að hann snúi aftur. í millitíðinni er hann óalandi og ófeij- andi jafnt í skólanum sem á heimili. Anouk og Axel sýna bæði stórgóðan leik. Hún sem ráðvillt en skapmikil móðir er reyn- ir sífellt að beita rökræðu á drenginn eftir að komið hefur til átaka milli þeirra. Hann sem þijóskur og ósveigjanlegur drengur sem rígheldur í goðsögn er hann og móðir hans hafa búið til úr hinum fjarlæga föður. Dreng- urinn verður æ innhverfari og stirðari í sam- búð og það er leikaranum Axel að þakka að áhorfandinn hefur þrátt fyrir allt nokkra samúð með honum. Streitan milli mæðgin- anna knýr söguna áfram og magnast þegar móðirin kemur með karlmenn heim í íbúðina og stefnir mjög í óefni. Hér fyrirfinnst ekki vottur af tilfinninga- vellu að amen'skum sið. Mourieras, sem er gestur á Kvikmyndahátíð Reykjavíkur, fjallar um draumkennda veröld drengsins og ást og erfíðleika móðurinnar af sama innsæi og skilningi og móðirin í myndinni tekur á vandamálum sonarins og bjargar að líkindum framtíð hans. Arnaldur Indriðason Rcgnboginn KRÁKUR ★ ★ Vi AÐALPERSÓNAN í þessari pólsku mynd er Wrona (Karolina Ostrozn), níu ára telpa sem býr með einstæðri móðir sinni. Hún er ákaflega af- skiptalaus um alla hagi dótturinnar, sem er skýr og lífsglöð en skortur á athygli verður til þess að hún rænir þriggja ára stúlku- barni, er með það á flækingi daglangt og lifír sig þá inní móðurhlutverkið. Ekki margflókið efni en segir svona nokk- urnveginn það sem segja þarf. Krákur er neyðaróp á ást, athygli og umhyggju og þar sem hana er ekki að finna í grámyglulegu hversdagslífinu þá flýr Wrona á náðir sinnar draumaveraldar og líður vel um sinn. Höfnun- artilfinningin er efst í huga hennar í öllum samskiptum við móðurina, þrýstilokinn Iífs- flótti og heimasmíðaður kærleikur frá hendi barnsins. Slík leit getur hæglega endað með ósköpum einsog dæmin sanna. Þetta hrá- slagalega efni er lengi að ná tökum á áhorf- andanum, það er fyrst og fremst fyrir af- burðaleik Karolinu litlu að hún nær því marki, einkum þegar síga fer á seinni helminginn. Karolina er sannkallað náttúrubam í leiklist- inni og oft unun að fylgjast með þessu litla, frekjulega andliti sem segir allt. Leikstjórinn og handritshöfundurinn, Do- rota Kedzierzawska, byggir Krákuna á eigin reynslu, hún á dóttur og sjálfsagt hefur sam- viskan oft kvalið Dorotu, sem sögð er vera stórvirk á sínu sviði. Hún nær fínum tökum á ungu leikkonunum, sem aðeins eru níu og þriggja ára. Þær eru tvímælalaust áhuga- verðasti hluti myndarinn- ar. Dorota hefði að ósekju mátt gefa lífinu örlítinn lit, hér er allt ösku- grátt, fráhrindandi og ógnvekjandi sem í útrýmingarbúðum. Tónlistin sama marki brennd. Eini sólargeislinn í þessum grátóna táradal er yngismærin Karolina og það geisl- ar af henni. Regnboginn DÆTUR YEMENJA ★ ★ FINNAR em sérstæðir kvikmynda- gerðarmenn með þá Kaurismakibræður í fararbroddi, persónurnar, umhverfíð og ekki síst andrúmsloftið gjarnan nokkuð undarlegt. Þessi einkenni hafa vakið alheims athygli á finnskri kvikmyndagerð, sem reyndar hefur jafnan verið í nokkrum blóma. Dætur Yemenja er fyrsta verk Piu Tikka sem leikstjóri, hún er fyrrverandi auglýsinga- gerðarmaður, það sést og skilar sér - á köflum Sini er ung, finnsk kona sem heldur til Brasilíu að heimsækja systur sína. Þegar komið er suður á bóginn er systirin hinsveg- ar gjörsamlega gufuð upp, hvarf að heiman fyrir einhveijum mánuðum. Sér til fulltingis ræður Sini heimavanan mann til að hjálpa sér við leitina og verður þeldökkur leigubíl- stjóri fyrir valinu. Átakalítil mynd um ólíka og afar fjarlæga heima, á köflum áhugaverð en lognast útaf þess á milli í sólarbrækjunni. Tikka hefur gaman af að velta upp ólíkum hliðum á mannlífinu, hinum skrautlega og kærulausa Suður:Ameríkubúa gagnvart norrænni böl- sýni. Á sín augnablik, einkum í leik og töku. Sæbjörn Valdimarsson Rcgnboginn ÞRÁÐUR ANTONÍU ★ ★ ★ HOLLENSKA myndin Þráður Antoníu er ein af kunnari kvikmyndum þessarar hátíð- ar, enda vann hún til Óskarsverðlauna í ár sem besta erlenda myndin í harðri sam- keppni við verk sem litu sigurstranglegar út. Aðalsöguhetjan, Antonía (Willeke Van Am- melrooy), vaknar einn góðan veðurdag, með það á tilfinningunni að jarðvistinni sé að ljúka. Lítur yfir farinn veg, hefur gönguna er hún kemur til baka i sveitaþorpið í Hol- landi þar sem hún ólst upp. Þetta er í lok síðari heimsstyijaldár. Með henni er ung dóttir, en Antonia er að taka við býlinu sem hún erfir eftir móðir sína, sem liggur banaleg- una. Býlið hennar Antoníu verður fljótlega athvarf utangarðsmanna og einfeldninga, allir sem eiga erfítt uppdráttar fá skjól hjá Antoníu og myndast þar fljótlega stórfjöl- skylda furðufugla. Dóttir hennar er lesbía en eignast engu að síður stúlku, sem seinna fæðir enn eitt meybarnið - sem er sögumað- ur myndarinnar. Jarðbundin mynd og skemmtileg. Karlpen- ingurinn er í aukahlutverkum og ekki frítt við að nokkurs karlfyrirlitningar gæti - ef menn vilja taka þann pól í hæðina. Hér er það kvenfólkið sem er ofaná, þær fáu karla- kindur sem koma við sögu eru kjánar, of- beldismenn eða talhlýðnar gufur. Þráður Antoníu sýnir stoltar og sjálfstæðar konur sem telja sig hafa takmörkuð not af „sterk- ara kyninu“. Góðir til púlsvinnu og undaneld- is. í upphafí kemur fram að faðir Antoníu var hið mesta dusilmenni og ástæða til að ætla að myndin sé byggð á eigin reynslu leikstjórans og handritshöfundarins, Marleen Gorris. Samúðin er sterk með þeim sem eru minnimáttar á einn eða annan hátt. Yfir vötnunum svífur kvenleg gamansemi og ráð- snilld. Þráður Antoníu er á margan hátt heill- andi og óvenjuleg. Þökk sé frábærum leik í aðalhlutverkinu og vel gerðu handriti, mor- andi í forvitnilegum persónum og dramatísk- um, oft skoplegum, uppákomum. Sæbjörn Valdimarsson Stjömi Aldingarðurinn Eden ★ ★ igjotm Kristín Lafranzdóttir ★ ★ Ameríka ★ ★ ★ ★ Krákur ★ ★ 'h Áhugamaður ★ ★ ★ Kyrrstaða ★ 'h Ástin er kaldari en dauðinn ★ ★ 'h Litla systir ★ ★ Brimbrot ★ ★ ★ 'h Nanette og Boni ★ ★ Chabert ofursti ★ ★ ★ Vi Neyðarástand ★ ★ 'h Daður ★ ★ Núll á Kelvin ★ ★ ★ Dauður ★ ★ 'h „Sale Gosse“ ★ ★ 'h Dætur Yemnju ★ ★ Stjörnufangarinn ★ ★ ★ Einstirni ★ ★ ★ 'h Sumarsæla ★ ★ 'h Fortölur og fullvissa ★ ★ ★ Tálbeitan ★ ★ ★ Heima er verst ★ ★ 'h Tryggð ★ ★ Hringrás tímans ★ ★ Tvær ástfangnar stúlkur ★ ★ Hvíta blaðran ★ ★ ★ 'h Þráður Antóníu ★ ★ ★ Kansas ★ ★ Örlög ★ ★ Kolya ★ ★ ★ yiKWiPAHATF ^ÆVlKi, 24.október - 3.nóvember 1996.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.