Morgunblaðið - 03.11.1996, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 03.11.1996, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. NÓVEMBER 1996 23 Fyrsta íslenska sérleyf iskedjan er í burðarlidnum, Pizza 67, og fyrsti staðurinn var opnaður á Ráðhú- storginu í Kaupmannahöfn um síð- ustu helgi. skemmri tíma en Danimir ætla. Þó þeir Gísli og Einar geti nýtt sér eigin sérþekkingu hafa þeir þurft að kaupa lögfræði- og endurskoðun- arþjónustu og áttu í fyrstu ekki orð yfir þeim töxtum, sem þar gilda. „Það opnaði nýjar víddir," segir Gísli og er greinilega ekki enn búinn að ná sér. „Það er fjarri því að við hefð- um getað ráðið okkur lögfræðing til að sjá um okkar mál hér. Hér tíðk- ast það nefnilega að þeir verðleggi þjónustu sína, til dæmis við samn- ingagerð, eftir þeim verðmætum, sem þeir telja að vinna þeirra skapi. Fundur með lögfræðingi, nokkur símtöl hans og reikningurinn er kom- inn í rúmlega 500 þúsund danskar. Endurskoðandi tekur um 70 þúsund íslenskar fyrir að senda reikningana áfram.“ En þeir Einar og Gísli eru sammála um að kannski ættu ís- lenskir lögmenn og aðrir að vinna fyrir færri, en þá betur og taka held- ur meira fyrir það. Á íslandi sé of algengt að menn spari sér kannski tíu þúsund fyrir að láta lesa yfir fyr- ir sig samning, sem kostar svo sjötíu þúsund þegar allt er komið í steik. í veganesti frá íslenska pizzu- staðarekstrinum höfðu þeir Gísli og Einar víðtæka undirbúningsvinnu, til dæmis staðla að pizzunum og mat- seðlana, en undanfarna mánuði hafa þeir síðan látið vinna að því að staðla útlit staðanna. íslensku staðimir hafa ekki verið staðlaðir í útliti hing- að til, en verða það líklega þegar fram í sækir. Sá sem hyggur á stofn- un Pizza 67 staðar fær allt sem til þarf, veggfóður, lampa og annað til innréttinga, auk matseðla og pizzu- staðlanna. Þó veitingastaðurinn Pizza 67 á Ráðhústorginu, fyrsti staðurinn er- lendis, sé í eigu hlutafélagsins Pizza 67 Danmark A/S er ekki ætlunin að reka staði, heldur selja sérleyfin. Eftir opnun fyrsta staðarins er ætl- unin að einbeita sér að sölu sérleyf- anna. Átta til tiu aðilar hafa þegar viðrað áhuga sinn og um helgina var skrifað undir samninga við íslend- inga, sem vildu tryggja sér svæði í Noregi, Gautaborg og Suður-Svíþjóð. Allt eru þetta aðilar, sem hafa reynslu af fyrirtækjarekstri. Ef verð- ur af opnun staða í Noregi og Sví- þjóð er ætlunin að fylgja því eftir með opnun sænsks og norsks dóttur- fyrirtækis. Einar undirstrikar að það sé sér- leyfissalan, sem sé megintilgangur fyrirtækisins, ekki veitingarekstur- inn sem slíkur, þó ekki sé útilokað að þeir opni einn stað í hveiju landi til að koma keðjunni á framfæri eða eigi hluta í stöðunum. Sérleyfissala er að sögn Gísla þróað viðskiptaform, sem tíðkast æ víðar, ekki aðeins í veitingarekstri, heldur einnig í búða- rekstri, bílaleigu og þvottahúsa- rekstri svo eitthvað sé nefnt. Sérleyfisgjaldið er sex prósent af heildarveltunni. Gísli segir fimm milljónir íslenskra króna ekki óhóf- lega áætlaða mánaðarveltu pizza- staðar, sem þýði 300 þúsund krónur til eignarhaldsfyrirtækisins íslenska. „Það er ekki slæm fjárfesting, því það þarf fasteign upp á 20-30 millj- ónir til að skila 300 þúsundum í leigu- tekjur. En gjaldið er beggja hagur, því á móti fær sá sem kaupir sérleyf- ið aðstoð, sem getur hæglega sparað honum meira heldur en þau sex pró- sent sem gjaldið er. Hann fær ódýr tæki, tilbúið hráefni og sambönd við birgja, aðstoð við uppsetningu og bankaviðskipti og þrautreyndan mat- seðil, svo eitthvað sé nefnt. Ef illa gengur getum við og birgjar eins og gosfyrirtækin gripið inn í strax, gef- ið ráð, auglýst í nágrenninu og fleira í þeim dúr.“ Einar segir íslendinga taka heim keðjur, en honum sé ekki kunnugt um að til íslands renni neinar sérleyf- istekjur, svo fyrstu tekjurnar af Pizza 67 verði væntanlega um leið fyrstu íslensku sérleyfistekjumar. „Þetta er útflutningur, sem íslend- ingar ættu að huga að. Það eru margir að gera góða hluti í tölvu- bransanum og ættu þá að huga að sérleyfismöguleikum. Lönd eins og Lúxemborg og Danmörk era ekki rík að hráefnum, en hafa látið til sín taka í útflutningi hugvits. íslending- ar ættu að hafa þetta í huga.“ Hingað til era það íslendingar sem hafa sýnt áhuga á opnun Pizza 67 staða og þeir Gísli og Einar era stundum spurðir af hveiju þeir skipti bara við Islendinga. Gísli segir það í sjálfu sér ekkert keppikefli að stað- imir verði reknir af Islendingum, en það hafi bara æxlast svona, enda þekki íslendingar staðina að heiman. „íslendingar hafa forgang, en við höfum líka hugsað okkur að hafa samband við þá sem reka pizzustaði til dæmis í Kaupmannahöfn og bjóða þeim að skipta yfír í okkar hug- mynd. Eigendum staðanna býðst af- sláttarkerfi, sem felur í sér að þeir kaupa ekki bara gosið ódýrar, heldur fá þeir ávísanir upp á spamaðinn á þriggja mánaða fresti og sjá því svart á hvítu hvað þeir spara. Ég held að það skipti Danina máli.“ Erlendum keðjum hefur gengið misvel að festa sig í sessi í Dan- mörku og í nágrannalöndunum. Ein- ar álítur að hluti af skýringunni sé að keðjurnar, sem séu flestar banda- rískar, séu fullþróaðar þar. „Við er- um að þróa okkar hugmyndir hér á staðnum, tökum mið af aðstæðum og getum verið snöggir að taka ákvarðanir, meðan bandarísku keðj- urnar eru ósveigjanlegar og stjóm- endur þeirra langt í burtu. Helsti keppinautur okkar hér er fyrirtæki, sem á einn pizzustað hér en fjórtán í Noregi. Það fyrirtæki rekur alla staðina sjálft og er því þungt í vöf- um. Þannig urðu þeir nýlega að loka stað hér og eiga því aðeins einn eft- ir.“ Ekki bara vinna heldur gaman Einar hefur búið í Danmörku síðan í vor en Gísli farið á milli, þó hann hafi nýlega flutt lögheimili sitt til Danmerkur til að uppfylla öll forms- atriði fyrirtækisins þar. Þeir tóku strax á Ieigu litla íbúð í Boltens Gárd í hjarta Kaupmannahafnar, steinsnar frá Kóngsins nýja torgi og hafa þar bæði skrifstofu og híbýli sín, þar sem þeir leggja dýnur á gólfin, þegar þeir skjóta skjólshúsi yfir vini og vandamenn. Og sem þeir sitja þarna geislar af þeim áhuginn og vinnugleðin, enda segjast þeir ekki líta á þetta sem vinnu heldur gaman, jafnvel þó þeir þurfi að vinna 24 tíma sólarhrings. Einar segist hafa lært meira á fjór- um mánuðum heldur en í fjögurra ára háskólanámi og Gísli hefur feng- ið tækifæri til að spreyta sig á fjöl- breyttari lagastörfum en hann átti kost á sem venjulegur íslenskur lög- fræðingur. Hann er þó enn í tveimur störfum á íslenska vísu, því hann hefur ekki sleppt_ hendinni af lög- mannsstörfum á íslandi. í framtíð- inni gætu þau þó orðið að víkja, ef keðjureksturinn vindur upp á sig. Meðan á undirbúningi stóð þurfti að halda hjólunum gangandi heima við, en þegar og ef keðjan grípur um sig er ljóst að reksturinn verður mestur erlendis, þó sérleyfistekjurnar renni eftir sem áður til íslands. íbúðin er ekki stór á íslenskan mælikvarða og hluthafafénu hefur greinilega ekki verið eytt i pijál, heldur eru innviðir aðeins hinir nauð- synlegustu á danskan mælikvarða, ekki með íslenskum stórkarlastæl. Vísast hafa þeir félagar séð meira hvor af öðram undanfarna mánuði en gerist í bestu hjónaböndum, en þeir eru ekkert á því að þeir séu orðnir þreyttir hvor á öðrum. Einar segir kíminn að hann losni líka að- eins við Gísla stöku sinnum, þegar hann fari til íslands. Sá granur læð- ist að spyijandanum að ef pizzudæm- ið gengur nú upp, pizzurnar ná að höfða til bragðlauka Dana og fleiri þjóða og reksturinn kemst á fast þá eigi þeir Gísli og Einar síðar meir eftir að hugsa með söknuði til hins ákafa undirbúningstíma í litlu íbúð- inni í Boltens Gárd, þegar ævintýrið var aðeins á fyrsta versi... Tilboðsverð í növember: 2.700.- fi'á 1. n Jón Múli Ámason, einhver vinsælasti útvarpsmaður þjóðar- innar, hefur skráð endumninningar sínar. Þetta er bókin um það sem barfyrir augu og eyru þjóðsagnaþularins þegar hljóðneminn heyrði ekki til. Hér má lesa baeði kímilegar og dularfullar útvarpssögur frá liðinni tíð, ævintýri af tónlistar- mönnum, sögur úr síldinni, minningar um Áma frá Múla og Rönku í Brennu og þeirra samferðafólk og frásagnir af því þegar enn var slegist um pólitík. Jón Múli Ámason kanri þá dýrmætu list að gæða frásögnina leiftrandi húmor og hjartahlýju - enginn unnandi góðra endurminningabóka ætti að láta þetta verk framhjá sér fara. f æ st í n «x3s stu bókabúd O G M E N N I N G IVl A

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.