Morgunblaðið - 01.12.1996, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 01.12.1996, Blaðsíða 16
16 E SUNNUDAGUR 1. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ JÓLASVEINARNIR hennar Kristjönu eru ögn undirfurðulegir á svip. EINFALDLEIKINN ræður ríkjum á heimili Kristjönu og Baltasars. \ I I í > Vestfirskir og katalónskir jólasióir einkenna jólahald listamannanna Baltasars og Kristjönu Samper KRISTJANA við gnægtaborðið, fullt af mat. JÓLIN á heimili listamannanna Kristjönu og Baltasars Sampers eru blanda af katalónskum og ís- lenskum jólasiðum, sem hafa verið sniðnir til með árunum. Jólin eru sá tími sem allt er í föstum skorð- um, eftir að það hefur verið lagað að aðstæðum, þau eru ekki tími nýjunga heldur þess þegar fjöl- skyldan nýtur þess besta sem til er í mat og drykk, samverunnar og jólahelginnar, því umbúðirnar mega ekki bera boðskapinn ofurliði. Þegar Kristjana hóf búskap seg- ist hún hafa átt í hinum mestu erfiðleikum með að finna jóla- skraut sem henni var að skapi. Þá tíðkaðist glitrandi gerviskraut frá Hong Kong en hún fann eftir mikla leit finnska og sænska jólasveina úr tré sem henni þótti meiri prýði að. En þeir eru löngu horfnir í kjaft scháfer-hundanna Uglu og Ylgjar, rétt eins og annað smáskraut og að minnsta kosti ein jólarjúpa. Listafólkið á heimilinu hefur búið til sitt eigið jólaskraut, þar sem einfaldleikinn ræður ríkjum. Undir- furðulegir jólasveinar úr leir hafa reynst „hundheldir", efniviðurinn í að- ventukransinn er sótt- ur í garðinn og ávaxta- körfuna, töfraveröldin „Betlehem" var búin til handa yngstu kynslóð- inni þegar hún bjó enn heima við, og sjálft jólatréð er aðeins skreytt með rauðum eplum og jólaseríu. „Það er svo ferskur og góður ilmur af eplurn," segir Kristjana. „Þetta er jólailmurinn minn og hefur verið frá þvf að ég var barn og við fengum epli á jólunum. Ég vil ekki hlaða skrauti á jólatré og því hef ég látið eplin nægja. Ég vissi hins vegar ekki hvað fyrsta barnabarninu þætti um svo fábrotið skraut og andaði léttar þegar þriggja ára hnokkinn lýsti því yfir að sér þætti tréð svo fallegt." Kristjana segist velja epli með sterkan stöngul og binda þau í tréð með rauðum borða. Hún hefur aldr- ei þurft að skipta um epli en upp úr áramót- um hefur fjölskyldan farið að borða eitt og eitt epli af trénu. Á þrettándanum er svo bök- uð eplakaka úr þeim sem eftir eru. Engar kökur Kristjana er mikill listakokkur og jólin eru sá tími þegar tjaldað er til því besta í mat og drykk. í upp- hafi aðventu er aðventukransinn útbúinn, skatan kæst og ratafía útbúin, en það er katalónskur snafs eða líkjör. í ratafíu er vodki með ávöxtum og kryddi, sem sett er í glerkrukku. Henni er komið fyrir í glugga þar sem sólin og máninn snerta vínið í 22 daga og nætur, hvorki degi lengur né degi skemur. Þá er það smakkað og sett á flöskur. Lítill tími gefst tii matargerðar fyrr en rétt fyrir jól. Það kemur ekki að sök, þar sem smáköku- bakstur og annað það sem gert er á aðventu er ekki hluti af jóla- undirbúningi Kristjönu og Baltas- ars. „Fyrstu búskaparárin bakaði ég smákökur eins og mamma gerði, en ég er löngu hætt því, þar sem þær voru sáralítið borðaðar • t:\X* - ' i, %\ '*y\ i - | ** - .; * 0 ■ : Wr' • - /\ i p ; /Wl' 1 j y t i '' Morgunblaðið/Kristinn EPLI skreyta jólatré og lifandi Ijósin prýða. VILLIGÆSALIFRARKÆFA með reyniberjum. Á hverju hausti etur Kristjana kappi við fuglana um hver verður fyrri til að ná berjum af reynitrénu í garðinum. um jólin. Það hefur komið fyrir að ekki hluti af jólamatnum. Hvers við bökum piparkökuhús, jafnvel vegna að borða kökur þegar svo heilu þorpin, en kökur eru annars margt annað gott stendur til boða?“ segir Kristjana. Hins vegar halda þau við þeim sið Katalóníumanna að borða svo- kallað turron á jólum, en það er dísætur massi úr möndlum, hun- angi og eggjum, sem Kristjana segir smakkast vel með kampavíni. Fyrir jól baka Kristjana og systir hennar laufabrauð ásamt fjölskyld- um, sem hafa stækkað mjög. Að loknum bakstri er slegið upp mik- illi veislu með jólaglóð og góðum mat. „Við vorum ekki aldar upp við laufabrauðsbakstur en okkur þótti þetta skemmtilegur siður og gerð- um hann að okkar. Þá eru sumir í fjölskyldunni svo sólgnir í laufa- brauðið að það liggur við að ég verði að fela það fram að jólum." Rjúpa með katalónsku fvafi Kristjana er ættuð af Vestfjörð- um og alin upp við skötuát á Þor- láksmessu. Skatan er að sjálf- sögðu heimakæst og stundum boðið upp á heimakryddað ákavíti. Hluti fjölskyldunnar kemur í heim- sókn og borðar skötu á hádegi. „Þá hefjast jólin í mínum huga. Skatan er alls ekki sísta máltíðin yfir hátíðarnar því þá hitti ég fjöl- skylduna. Ég reyni að Ijúka undir- búningi jólanna fyrir skötuveisluna og njóta samverunnar. Að henni lokinni förum við saman í bæinn og það er jafnframt eina sameigin- lega bæjarferðin okkar, enda felst jólaundirbúningurinn ekki í búða- rápi. Ég vil helst eiga rólegan að- fangadag en það tekst nú ekki allt- af.“ Vel er gert við hundana um jól- in, rétt eins og mannfólkið, þeir fá jólabað daginn fyrir Þorláksmessu og innyflin úr rjúpunum lenda yfir- leitt á þeirra diski. Hestarnir fara heldur ekki varhluta af krásunum, því á jóladag er farið með epli í hesthúsin. Á Spáni fara menn í bæinn á aðfangadagskvöld, hittast, syngja og borða en hátíðin gengur ekki í garð fyrr en á miðnætti við jóla- messu. Jólahaldið hjá Baltasar og Kristjönu er hins vegar hefðbundið íslenskt, með klukknahljóm og út- varpsmessu. Katalónskra áhrifa gætir þó í matreiðslu rjúpnanna, þau fá sér sérrí út á möndlugraut- inn í staðinn fyrir berjasaft og á miðnætti fara þau í kaþólska messu. Á jóladag er hlaðborð, þar sem gætir áhrifa landanna tveggja. Á meðal þess sem þar er að finna má nefna hangikjöt, reyktan og grafinn lax, bakkalá-bollur, emp- anadillas, fylltar deigkökur, sem Kristjana segir sérlega gott að narta í, edikslegin rjúpnalæri, kata- lónskar pylsur, jambon, sem er þurrkað svínakjöt, paté, ostaböku og katalónskan sauða- og geita- ost, sem þykir ómissandi á jóla- borðið. i ; 1 I ; ! I I ! 1 f I 1 i ' I I í I 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.