Morgunblaðið - 01.12.1996, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 01.12.1996, Blaðsíða 34
34 E SUNNUDAGUR 1. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Sigrióur Stefáns- dóttir, fram- kvæmdastjóri Holl- vinasamtaka Há- skólans, býóur vin- um og vandamönn- um i jólaboró aó sænskum sió FYRSTU hugsuninni um jólin skaut upp í október, þeg- ar ég keypti mér stóra krukku af sinnepi. Það er ómissandi á jólaborðið mitt, hvort heldur er með sænsku jólaskink- unni eða hangikjötinu," segir Sig- ríður Stefánsdóttir, framkvæmda- stjóri Hollvinasamtaka Háskólans. Hún bjó í Svíþjóð í mörg ár og jólasiðirnir bera nokkurn keim af því, svo og þeirri ánægju sem hússins frú hefur af því að hafa margt fólk í kringum sig. Á aðfangadagsmorgun er borð- stofuborðið hlaðið mat úr ýmsum áttum og gestum og gangandi boðið að líta inn fram eftir degi. Margir eru á ferð, að Ijúka síðustu útréttingunum, skila af sér pökk- um eða á leið í kirkjugarðinn. „Ég byrjaði á þessu fyrir nokkrum árum og það hefur fjölgað jafnt og þétt í hópnum, síðast hafa lík- lega komið um þrjátíu manns. Dóttir mín var hins vegar að hræða mig með því að kona sem hún þekkir og hefur haft svona jólaborð í mörg ár væri að gefast upp því að fjöldinn sem leit inn væri kominn upp í 150 manns," segir Sigríður. Þegar síðustu gestirnir eru farnir hefur fjölskyldan ekki lyst á þungum mat. Sigríður segist því stefna að því að hafa fondue á aðfangadagskvöld að þessu sinni. í Svíþjóð hafi þau oft haft nauta- og elgskjöt í fondue, en nú ætli hún að verða sér úti um hreindýra- kjöt með nautinu. Með þessu verða bornar fram bakaðar kart- öflur, 6-7 ídýfur, brauð og salat. Danskar og úr dós Sigríður segist afar sátt við þetta fyrirkomulag, það sé til marks um þá stefnu sína að standa ekki á öndinni yfir matar- standi. „Ég stend ekki yfir pottun- um á aðventunni enda hefur sjaldnast gefist tími til þess fyrr en fáeinum dögum fyrir jól. Ég baka engar smákökur, ég er þeirr- ar skoðunar að þær eigi að vera danskar og úr dós. Á lúsíudaginn, 13. desember, baka ég stundum saffranbrauð, svokallaða lusse- katter og rétt fyrir jól baka ég eina köku, sírópstertu, sem er nauð- synlegur hluti jólahaldsins." Sigríður segir að vegna tíma- skorts á aðventunni sé lítið um jólaföndur sem hún hafi þó mjög gaman af. Tæpast hafi gefist ráð- rúm til að komast í jólaskap fyrr en síðustu dagana fyrir jól. Lykill- inn að því hafi oftar en ekki verið heimsókn í jóladeildina í Magasin de Nord í Kaupmannahöfn á leið heim til íslands. Þar kaupir hún sér ýmislegt smálegt, þar á meðal jólabréfsefni. Sitt lítið af hverju Á jólaborðinu kennir sænskra, danskra og franskra áhrifa auk hangikjötsins. Þar tróna sænsk jólaskinka, léttreykt og léttsöltuð, sem hefur fengist hér á landi síð- ustu ár. Með henni er borið fram rauðkál sem soðið er með sykri, ediki og negulnöglum, en lyktina af því og hangikjötinu segir Sigríð- ur hina einu sönnu jólalykt. Hún kemur í húsið á Þorláksmessu þegar hvort tveggja er soðið. Sigríður segist alltaf hafa verið hrifin af síld og hún gerir 5-6 síld- arrétti, marineraða og kryddsíld eftir dönskum uppskriftum sem fengnar eru úr blöðum móður hennar. Þá eru kjötbollur á jólaborðinu og mikið af þeim. „Þær eru nán- ast borðaðar út úr höndunum á manni og sífellt verið að narta í GRÓFT heimabakað brauð, samkvæmt brauðgerðarheimspeki Sigrfðar. KARRÍSÍLD með kapers og kartöflusalat. þær, svo að gera verður fjöldann allan af kjötbollum. Mér hefur hins vegar alltaf leiðst að búa þær til og þóttist því hafa himin höndum tekið, þegar ég eignaðist kjöt- bolluskeið, sem er lík ísskeið. Nú gengur kjötbollugerðin eins og á færibandi og maður verður ekki einu sinni óhreinn á höndunum." Kartöflur í ýmsum útgáfum eru á jólaborðinu og svo steinseljusal- at, sem Sigríður segir einstaklega ferskt og gott, og passa vel með öllu mögulegu, þar á meðal síld. Gróft heimabakað brauð er á jólaborðinu og steiktar litlar pyls- ur, sem í Svíþjóð kallast prinsa- og prinsessupylsur. Hér á landi fást þær undir heitinu kokkteil- pylsur. ídýfur eru einnig á borðum og Sigríður gerir lifrarkæfu ef tími gefst til. Og að síðustu má nefna franskan ost, sem nefnist Höfuð munksins og er mikið tilhlökkunar- efni að gæða sér á. Hann er bor- inn fram á sérhönnuðu ostabretti, girolle, sem sker ostinn svo hann líkist helst blómkáli. Steinseljusalat 2-3 knippi af steinselju ________1 rauðlaukur_______ _____safi úr einni sítrónu_ lítið glas of kapers Klippið steinseljuna smátt niður, „AÐ BAKA brauð og búa til kjötboll- ur er á margan hátt svipuð athöfn og hvorugt má gera í flýti. Vel get- ur verið að það sé hægt að „skella" í formköku eða tertu en það er ekki hægt að skella í brauð eða kjötbollur. Það krefst nefnilega ákveðins hugarástands sem maður þarf að ganga inn í og jafnast þá við andlega meðferð af bestu gerð. í raun er það guðlast að nota áhöld úr gerviefnum við deiggerð, ílátið á að vera úr leir og sleifin úr tré en nauðsyn brýtur auövitað lög hér eins og annars staðar." Sú sem hór mælir heitir Sigríður Stefáns- dóttir. „Deiggerð á að taka a.m.k. fjórar Hugarfarió skiptir öllu * máli vid brauóbakstur og kjötbollugeró klukkustundir, svona brúttó. Maður byrjar á því að stilla góðri skál á eldhúsborðið og setja í hana volgan vökva og ger. Langur fram- kvæmdatími þýðir lítið ger og betra brauð. Þegar gerið er uppleyst mó bæta meiri vökva, mjólk, und- anrennu, mysu, súrmjólk eða vatni við. Næst þegar við eigum leið inn í eldhús má setja svolítið salt og eitthvað af mjöli — hveiti, heil- ennþá sterkari hjá þeim sem brugga vín, það sé alveg á við að fæða barn. Svo ólöglegar athafnir, þ.e. bruggun, eru hins vegar ekki til umræðu hér. Milli þess sem við hugsum, tölum og brauógerðar vinnum verkin okkar, skjótumst við fram í eldhús og bætum í deigið: Eggjum, rifn- um ostafgöngum, jurtakryddi, smjöri, sýrðum rjóma, hvít- hveiti, rúg eða klíði — og hræra mark, hefast, og veita manni þessa lauk, sólblómakjörnum, o.s.frv., allt saman. Nú er Ifklega rétt að fara sælutilfinningu að vera að skapa eftir skapi og smekk. Þegar upp er að hafa rakt stykki yfir skálinni á eitthvað og gæða það lífsanda. staðið erum við í góðu andlegu jafn- milli ferða. Deigið fer að sýna lífs- Mér er sagt að þessi tilfinning sé vægi, búin að fá gott yfirlit yfir hvað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.