Morgunblaðið - 23.01.1997, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 23.01.1997, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR 1997 13 Morgunblaðið/Hólmfríður Stokkið fram af bökkunum Grímsey. Morgunblaðið. ÞEGÁR snjór er mikili I Grímsey eins og nú er vinsæll leikur hjá stálpuðum börnum að stökkva og renna sér í bökkunum án snjó- þotu eða sleða. Þeim er þó ekki alveg sama í hvaða bakka þau leika sér, en svæðið austur af höfninni er einna best. Foreldr- arnir eru misjafnlega hrifnir af þessari iðju barnanna en eiga það þó flestir sameiginlegt að hafa á sínum æskuárum stundað þessi stökk eða annað álika glannalegt og þótt gaman. AKUREYRI Óvenjuleg uppákoma á árshátíð vélsleðamanna í Sjallanum Arshátíðarnefnd fékk Jenkins vodka að gjöf VÉLSLEÐAMENN héldu sína árlegu árshátíð í Sjallanum á Akureyri um síðustu helgi, í tengslum við sýninguna Vetrar- sport ’97 og þykir kannski ekki í frásögur færandi. Eftir að há- tíðin hófst gekk aðili í salnum upp á svið og færði árshátíðar- nefndinni fallegan pakka fyrir vel unnin störf. Gerði flöskuna upptæka á staðnum Er pakkinn var opnaður brá mörgum í brún en þá kom í þ’ós vodkaflaska sem bar nafnið Jenkins. Það er einmitt sama tegund og gerð var upptæk í stóra smyglmálinu sem kom upp í Reykjavík fyrir skömmu og reyndar teygði anga sína til Akureyrar. Einn þeirra sem sæti áttu í árshátíðarnefndinni var Þorsteinn Pétursson, eftir- litsmaður veitingahúsa á Akur- eyri. „Þegar ég sá hvers kyns var gerði ég flöskuna upptæka og sendi strax upp á lögreglustöð. Auk þess að vera í árshátíðar- nefndinni var ég líka veislustjóri á hátíðinni og þessi aðili sem gaf flöskuna hefur kannski ekki áttað sig á því að ég kæmi nærri framkvæmdinni. Mér þykir lík- legt að þessi flaska sé hluti af smyglinu sem upp komst um daginn, það hefur a.m.k. ekki verið fluttur inn neinn Jenkins vodki til sölu í vínbúðum hér.“ Þorsteinn sagði að mönnum hefði ekki þótt þessi uppákoma neitt sérstaklega skemmtileg og ekki haft neitt við það að athuga að flaskan væri gerð upptæk. Hann sagði að öðru leyti hefði árshátíðin farið vel fram og ver- ið menningarleg og fjölsótt. Daníel Snorrason, lögreglu- fulltrúi hjá rannsóknardeild lög- reglunnar á Akureyri, sagði ekki ljóst hvort þessi uppákoma ætti eftir að hafa einhvern eftir- máia en málið væri í skoðun. Morgunblaðið/Kristján LÖGREGLAN á Akureyri hefur gert upptækt töluvert magn af Jenkins vodka, sömu tegundar og árshátíðarnefnd vélsleðamanna fékk að gjöf um helgina. Endurskipulagning á rekstri Ólafsfjarðarbæjar Tæknifræðingi sagt upp störfum Ólafsfjörður. Morgunblaðið. Á FUNDI bæjarstjórnar Ólafs- fjarðar, sem haldinn var síðdegis í gær, var tillaga fulltrúa meiri- hlutans í bæjarráði Ólafsfjarðar, um að segja tæknifræðingi bæjar- ins upp störfum, samþykkt með fjórum atkvæðum meirihlutans gegn þremur atkvæðum fulltrúa minnihlutans. Fulltrúar meirihlutans í bæjar- ráði, Þorsteinn Ásgeirsson og Jón- ína Óskarsdóttir, lögðu á fundi bæjarráðs fyrr í vikunni fram til- lögu um að segja bæjartæknifræð- ingi upp störfum hjá Ólafsfjarð- arbæ. „Bæjarráð Ólafsljarðar leggur til við bæjarstjórn Ólafs- fjarðar, að tæknifræðingi verði sagt upp störfum frá og með 1. febrúar 1997. Uppsögnin er til komin vegna samdráttar í fram- kvæmdum í bæjarfélaginu og liður í endurskipulagningu í rekstri bæjarfélagsins," segir í tillögu sem lögð var fram á fundi bæjarstjórn- ar í gær. Nokkrar umræður urðu um þessa tillögu á fundi bæjarstjórnar og skoðanir skiptar, en tillagan var samþykkt með atkvæðum meirihlutans. 25 milljónir í framkvæmdir Önnur umræða um fjárhags- áætlun bæjarsjóðs Ólafsfjarðar var á fundinum i gær. Samkvæmt henni er gert ráð fyrir að heildar- tekjur bæjarins og stofnana hans verði um 213 milljónir króna. Til reksturs málaflokka fara 154 milljónir eða 72,43% af tekjum. Um 25 milljónum króna verður varið til framkvæmda, bæði í gjaldfærðum og eignfærðum fjár- festingum. Þá er gert ráð fyrir að greiða niður lán um 24,5 milljónir króna. Tveir ökumenn grunaðir um ölvun við akstur Annar 16 ára á stolnum bíl LÖGREGLAN á Akureyri handtók 16 ára pilt á stolnum bíl um kl. 22 í fyrrakvöld. Áður hafði lögreglan fengið spurnir af ferðum piltsins sem einnig var grunaður um ölv- un. Við eftirgrennslan fannst bíll- Heimshugleiðsla SAMVERA verður í Deiglunni í Kaupvangsstræti í dag, fimmtudag. Ætlunin er að sameina hugi fólks öðru fólki víða um heim á sama tíma, frá kl. 17.30 til 17.35. Fólk af ólíku þjóðerni og fjölbreyttrar trúar sem á þá ósk heitasta að jörð- inni berist heilun og ljós mun sam- eina hugi sína. Umsjón annast Michael Willcocks, en nánari upp- lýsingar má fá á alnetinu; http://w.w.w. gaiamind.com. inn syðst í Þórunnarstræti en þar sem pilturinn stöðvaði ekki bílinn hóf lögreglan eftirför norður Þór- unnarstræti og suður Glerárgötu. Þar missti pilturinn fljótelga vald á bílnum og var handtekinn. Fyrr um kvöldið var ungur öku- maður tekinn fyrir að keyra á annan bíl á gatnamótum Aðal- strætis og Drottningarbrautar og stinga af frá vettvangi. Lögreglan fann manninn heima hjá sér nokkru síðar og við yfirheyrslu viðurkenndi hann verknaðinn og að hafa ekið undir áhrifum áfeng- is. Daníel Snorrason, lögreglufull- trúi á rannsóknardeild lögreglunn- ar, vildi beina því til ökumanna að læsa bílum sínum eða í það minnsta taka lyklana úr bílunum þegar þeir eru yfirgefnir. Til leigu Verslunarhúsnæði í nýju húsi í miðbæ Akureyrar. Stærð 60 fm. Upplýsingar í síma 462 6368. Snjóflóða- námskeið STARFSFÓLK skíðasvæða á Ak- ureyri, Dalvík og Húsavík sat námskeið í Skíðastöðum í Hlíðar- fjalli þar sein fjallað var um mat á si\jóflóðum. Vegna ófærðar komust starfsmenn skíðasvæðis- ins í Ólafsfirði ekki á námskeiðið. Leifur Örn Svavarsson yfir- kennari hjá Björgunarskóla Landsbjargar og Slysavarnafé- lags íslands var leiðbeinandi á námskeiðinu. Fyrirlestrar voru haldnir um morguninn þar sem m.a. var fjallað um við hvaða aðstæður hætta er á snjóflóðum og hvernig best er að standa að björgun. Eftir hádegi voru verk- legar æfingar en á þessari mynd eru þátttakendur að skoða snjóa- lög m.a. með tilliti til snjóflóða- hættu. Héraðsdómur Norðurlands eystra Þriggja mán- aða fangelsi fyrir innbrot og þjófnað RÚMLEGA þrítugur karlmaður hefur í Héraðsdómi Norðurlands eystra verið dæmdur í 6 mánaða fangelsi, þar af í 3 mánuði skilorðs- bundið fyrir innbrot og þjófnað. Með athæfi sínu braut maðurinn skilorð. Kona um fertugt sem var í slagtogi með honum hlaut tveggja mánaða skilorðsbundinn dóm. Þeim er einnig gert að greiða sakarkostnað og útlagðan kostnað ríkissjóðs vegna réttargæslu og flugfars. Utanborðsmótor, golfsett og tölva Var manninum gefið að sök að hafa stolið utanborðsmótor, einnig farsíma, radarvara og útvarps- og segulbandstæki úr bifreið í félagi við annan mann. Þá var ákærðu gefið að sök að hafa í júlí í fyrra brotist inn í golfskálann á Skeggjabrekkudal í Ólafsfirði og stolið þremur golfsettum og síðar inn í golfskála Hamars í Svarfað- ardal og stolið tölvu með fylgihlut- um og prentara. Þýfið falið í ræsi og skógarlundi Þýfi úr golfskálunum var komið fyrir í ræsi í Hörgárdal og skógar- lundi norðan Akureyrar í því augnamiði að koma því í verð síð- ar. Tölvan og fylgihlutir fundust áður en fólkið hafði komið að nýju og vitjað þeirra. Konan játaði beina aðild að inn- brotinu í golfskálann í Svarfaðar- dal en neitaði að hafa vitað um fyrirætlan félaga síns við golfskál- ann í Ólafsfirði. Morgunblaðið/Kristján Messur LAUFÁSPRESTAKALL: Kirkjuskólinn byijar aftur næstkomandi laugardag, 25. janúar kl. 11 í Svalbarðs- kirkju og kl. 13.30 í Greni- víkurkirkju. Guðsþjónusta verður í Grenivíkurkirkju á sunnudag, 26. janúar kl. 14. Fermingarbörn mæti kl. 11. Kyrrðar- og fyrirbænastund í Svalbarðskirkju á sunnu- dagskvöld kl. 21.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.