Morgunblaðið - 23.01.1997, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 23.01.1997, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Samskip hyggjast stofna Flutningamiðstöð Vestfjarða Samstarfsaðíla leitað til landfhitninga ísafirði - Á næstu misserum hyggja Samskip hf. á stofnun flutningamiðstöðvar á Vestfjörð- um með aðalstöðvar á ísafirði. Að sögn Gunnars Jónssonar, um- boðsaðila Samskipa á ísafirði, verður hér um að ræða svipaða flutningamiðstöð og Samskip hafa sett upp víðsvegar um land og verður um að ræða flutninga bæði með bílum og skipum. Gunnar segir að þarfir þeirra sem kaupa flutning séu þess eðlis að skipaferðir einar og sér dugi ekki. „Ef menn ætla sér að vera í þessum flutningabransa þá verða þeir að geta boðið fjöl- breytta kosti hvað varðar t.d. tíðni ferða og kostnað." Samskip leitar nú að sam- starfsaðila um landflutningana og mun hafa átt í viðræðum við nokkra aðila hér vestra um það mál. Áætlað er að Flutningamið- stöð Vestfjarða á ísafirði verði til húsa í svokölluðum Sultartanga sem er húseign Norðurtangans við Sundahöfn en Djúpbáturinn hf. er þar einnig til húsa á efri hæðð. Skipaafgreiðsla Gunnars Jóns- sonar, sem hefur verið með af- greiðsluumboð fyrir Samskip hf., verður ekki hluti af hinu nýja flutn- ingafyrirtæki en mun halda áfram sinni eigin starfsemi sem verið hefur m.a. við móttöku erlendra skipa á íslandi, brettasmíði og ann- að er fellur að starfseminni. Morgunblaðið/Sig. Jóns. Skautasvell við Selfoss Selfossi - Skautasvell hafa mynd- ast víða í nágrenni Selfoss að undanfömu, á tjörnum og túnum þar sem vatn hefur safnast fyrir í lægðum. Á túnunum í Laugar- dælum og á golfvellinum við Svarfhól má finna stór og renni- slétt svell, þar sem vatnið hefur frosið í kyrru veðri. Daði, Helga og Lena skemmtu sér vel og skautuðu á rennisléttu svelli á Laugardælatúnunum. Hótel ísafjörður Andblær liðinna tíma ísafirði - Menningarmiðstöðin Edin- borg, Litli Leikklúbburinn, Hótel Ísa- fjörður og Byggðasafn Vestfjarða hafa ákveðið að efna til þorrablóts á Hótel ísafirði laugardaginn 8. febr- úar nk. Á þorrablótinu verða flutt fjölbreytt skemmtiatriði, tónlist, rím- ur og fleira auk þess sem stiginn verður léttur dans við undirleik harmoniku-hljómsveitar. í frétt frá Hótel ísafirði segir að þorra verði blótað í þjóðlegum stíl með trogi á borðum, fullu af há- karli, harðfiski, súrmat, sviðum og fleira góðgæti sem tilheyrir þessum árstíma. Miðasala og upplýsingar um þorrablótið fást á Hótel Isafirði. Sama dag munu Vesturferðir á ísafirði efna til „smakkferðar" um ísafjarðarbæ og nágrenni. Farið verður i söfnin í Ósvör og Neðsta- kaupstað og í hákarls- og harðfisk- verkun þar sem smakkaður verður vestfirskur þorramatur. Námskeið fyrir atvinnulausa haldin á Þingeyri Ekki hægt að ætlast til þess að við förum að keyra til Flateyrar ísafirði - í desember sl. var að und- irlagi félagsmálastjóra ísafjarðar- bæjar sett á stofn nefnd atvinnu- lausra á Þingeyri. Að sögn Valdísar B. Kristjánsdóttur, eins nefndar- manna, stendur nefndin fyrir opnu húsi einu sinni í viku þar sem fólk kemur saman til skrafs og ráða- gerða. „Við erum búin að vera á fullu við að setja á laggimar tölvunám- skeið fyrir atvinnulausa sem byijaði 20. janúar. Það eru tveir 13 manna hópar í gangi go verður til að byija með kenndur vélbúnaður tölvunnar og ritvinnsluforritið Word. Við höf- um einnig sett upp aðstöðu fyrir fólk sem hefur áhuga á smíðum og þess háttar og höfum opið tvisvar í viku. Einnig er í bígerð ýmislegt annað sem ekki hefur verið endan- lega ákveðið og get ég nefnt í því sambandi fyrirhugað vélavarða- námskeið og fiskvinnslunámskeið." Valdís var innt álits á gagnrýnis- röddum sem hafa beinst að Þingeyr- ingum vegna trega þeirra til að sækja vinnu t.d. á Flateyri þar sem skortur hefur verið á starfsfólki. „Það er ekki hægt að ætlast til að við förum að keyra til Flateyrar, fólk sem er með börn hér á leik- skóla þarf að fara fyrr af stað og kemur seinna heim. Fólk er heldur ekki hrifíð af að keyra t.d. Gemlu- fallsheiðina þar sem nýlega varð alvarlegt slys eins og flestir vita, og Hvilftarströndina út á Flateyri sem er þekkt snjóflóðasvæði." Val- dís sagði að hún vissi til að ein- hveijir Þingeyringar væru komnir í vinnu á Suðureyri en taldi upp á að einhveijir þeirra væru þar að staðaldri. „Bæði Freyja á Suður- eyri og Bakki í Bolungarvík hafa auglýst eftir fólki hérna en ég veit ekki til þess að Flateyringar hafi auglýst." Afrekskonan Sunna Gestsdóttir styrkt Skagaströnd - Landsliðskonunni Sunnu Gestsdóttur úr USAH var afhent 200 þúsund króna peninga- gjöf frá Skagstrendingi hf. í lok síðasta ár. Peningana fékk Sunna sem viðurkenningu fyrir frábæran árangur í ftjálsum íþróttum á liðn- um árum og til stuðnings við frek- ari æfingar og keppni á næstunni. Sunna er landsliðskona í sprett- hlaupum og langstökki og hefur nú verið valin í „Sydney 2000“ hópinn sem er hópur ungra efnilegra íþróttamanna og kvenna sem líkleg þykja til afreka á Ólympíuleikunum í Sydney árið 2000. Hún hélt nú í bytjun janúar til Bandaríkjanna í skóla en þar mun hún jafnframt stunda æfingar og keppni. Óskar Þórðarson, framkvæmda- stjóri Skagstrendings hf., afhenti Sunnu styrkinn og sagði hann að með árangri sínum og skemmtilegri framgöngu væri hún fyrirmynd barna og unglinga, ekki síst í heimahéraði sínu og hefði hvatt þau til dáða. Valdimar Guðmannsson, formað- ur USAH, þakkaði Skagstrendingi hf. góðan stuðning fyrr og nú við uppbyggingu íþrótta- og æskulýðs- starfs í héraðinu. Morgunblaðið/Magnús B. Jónsson LÁRUS Ægir Guðmundsson, stjórnarformaður Skagstrendings hf., Valdimar Guðmannsson, formaður USAH, Sunna Gestsdótt- ir og Óskar Þórðarson, framkvæmdastjóri. Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Hláturinn lengir lífíð Blönduósi. - Hross á íslandi hafa fulla ástæðu til að brosa. Ástæð- una má rekja til þess að markað- ur fyrir íslenskt hrossakjöt í Jap- an hefur hrunið vegna matareitr- unar þar eigi alls fyrir löngu og fá fleiri hross að lifa fyrir bragð- ið. Ekki er þó ógætilegt að ætla að stóðeigendur og ef til vill fleiri fengju sömu andlitsdrætti og þetta húnvetnska hross ef and- fætlingar okkar í Japan opnuðu markað sinn fyrir hrossakjöt. ísafjarðarflugvöllur Upplýst um flug á Alneti ísafirði - Beintengd vefsíða með nýjustu upplýsingum um flug Flugleiða og Flugfélags Norðurlands til Isafjarðar er komin á Alnet. Á vefsíðunni eru upplýsingar um komu- og brottfaratíma og endurnýjast þær á þriggja mínútna fresti. Ef ófært er til ísafjarðar er greint frá því hvenær flug skuli athugað næst. Þá er á vefsíð- unni aðgangur að nýjustu veð- urspá sem og að upplýsingum um flug til og frá Keflavíkur- flugvelli. Umsjónarmenn vef- síðunnar eru Gunnar Atli Jóns- son og Björgvin Arnar Björg- vinsson. Netfangið er: http://www.ismakk.is/flugleidir/
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.