Morgunblaðið - 13.02.1997, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 13.02.1997, Blaðsíða 4
4 B FIMMTUDAGUR 13. FEBRÚAR 1997 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Hagvöxtur í umheimin um og möguleikar íslendinga Fjármál á fimmtudegi Mikil hækkun hefur orðið á gengi hlutabréfa hér og í útlöndum frá ársbyrjun 1997. Hækkunin lýsir bjartsýni fjárfesta og góðum horfum á næstu árum, að mati Sigurðar B. Stefánssonar og að íslendingar muni ekki sættast á síminnkandi hagvöxt. 12. mán. meðaltal Gengi doilars hefur hækkað mikið gagn- vart þýsku marki frá síðustu áramótum 1,9 1,8 1,7 1,6 1,5 1,4 1,3 ' 1990'1991 '1992'1993'1994'1995'1996' „Einfaldur hagvaxtarslaki 1971-1977... Hlutfall af VLF 15% -------- 10---------- 5---------- 71 75 0 -5 -10 -15 iuIlÍ h '95 '80 '85 '90 ... og hlutabréfaverð í flestum kauphöllum veraldar hefur líka hækkað mikið frá áramótum Breyting til 6. febrúar ■1 m n Ssp Skuldabréf, 3 til 5 ár Frá1.janúar1997 Síðustu 12 mánuðir Bandaríkin 0,86% 3,16% Japan 0,84% 5,38% Þýskaland Bretland 1,38% 2,03% 7,59% 7,43% Skuldabréf, 7 til 10 ár Frá1.janúar1997 1,19% 1,68% 2,83% 3,40% Síðustu 12 mánuðir 1,61% 8,73% 10,11% 10,16% Hlutabréf Frá1.janúar1997 4,4% -9,2% 7,8% 3,8% Síðustu 12 mánuðir 23,2% -14,5% 27,9% 17,9% Heimild: Financial Tlmes MIKIL hreyfmg hefur ver- ið á gengi verðbréfa og helstu gjaldmiðla hér heima og á alþjóðlegum markaði á fyrstu vikum ársins 1997. Gengi hlutabréfa hefur víða hækkað án afláts, ávöxtun skuldabréfa hefur verið ágæt og ioks hefur gengi Bandaríkjadollara hækkað gagnvart bæði þýsku marki og japönsku jeni um 8% frá áramótum. Á fímmtudag í síðustu viku tilkynnti Friðrik Soph- usson fjármálaráðherra að næsti fjórtán mánuðina yrðu innleystii fjölmargir flokkar spariskírteina ríkissjóðs alls að andvirði 23 ma.kr. Tilkynningin leiddi í fyrstu til mik- illa viðskipta og um 20 til 30 punkta lækkunar á markaðsvöxtum (hús- bréf lækkuðu t.d. í fyrstu úr 5,68 í um 5,40%) en í gærmorgun hafði sú lækkun gengið að nokkru til baka. Mikil hækkun á gengi Bandaríkjadollara Snúum okkur fyrst að mikilli hækkun á gengi Bandaríkjadollara. Efsta myndin til vinstri sýnir að var vendipunktur á doliaramarkaði í apríl 1995. Síðan þá hefur gengi dollarans hækkað um 50% gagnvart jeni og um 20% gagnvart þýsku marki. Gengið núna er 124 jen í dollara og um 1,68 mörk. Þessi mikli viðsnúningur á gengi dollarans endurspeglar líklega best mikinn mun á þróun efnahagsmála í Banda- ríkjunum, og svo í Evrópu og Jap- an. í Bandaríkjunum stendur þjóð- arbúskapur í miklum blóma og er á sjötta ári í uppsveiflu sem gæti stað- ið enn í þrjú til fimm ár. Fram- leiðslugeta er nokkurn veginn full- nýtt en þó ekki talin hætta á auk- inni verðbólgu í bráð eða þörf á hærri vöxtum. í Japan veldur vonbrigðum hve efnahagsbati gengur hægt. Næst- efsta myndin í vinstri dálk lýsir ástandinu. Hæsta gildi Nikkei 225 hlutabréfavísitölunnar í Tókíó varð um 39.000 á árinu 1989 í lok upp- gangsskeiðsins á síðasta áratug. Á aðeins tólf mánuðum lækkaði gengi hlutabréfa um nærri heiming (í um 20.000). Síðan hefur gengið á ýmsu en gildi Nikkei 225 er aðeins um 18,200 nú eftir níu prósenta lækkun síðasta mánuðinn og 14,5% lækkun síðustu tólf mánuðina (sjá neðstu línur í töflunni efst til hægri). Á fjármálamarkaði er óttast að hagur Japana vænkist ekki í bráð. Þess vegna hafa japanskir fjárfestar og kollegar þeirra í öðrum löndum selt verðbréf í Japan (og þar með jen) og flutt fjármuni sína í betri ávöxt- un, einkum til Bandaríkjanna en einnig til Evrópu. Ónóg tiltrú á evró veikir Evrópumyntir Margir óttast að nýja Evrópu- myntin evró verði ekki eins sterkur gjaldmiðill og þýska markið hefur verið síðustu áratugi, a.m.k. ekki fyrst í stað. Ónóg tiltrú á evró hef- ur minnkað vægi Evrópumynta í verðbréfasöfnum efasemdarmanna eftir því sem líður nær upphafsdegi sameiginlega myntkerfisins eftir tæplega 100 vikur. Enginn veit enn- þá hvort vantrú þeirra reynist á rökum reist en hún hefur sín áhrif á gjaldeyrisviðskipti nú og ýtir und- ir hækkun á gengi Bandaríkjadoll- ara. í yfírlýsingu í lok leiðtogafund- ar sjöveldanna í Berlín um síðustu helgi var látið nægja að lýsa þeirri skoðun að gengisbreytingin síðan í apríl 1995 væri orðin nægjanleg til að leiðrétta fyrra mísvægi, þ.e. afar hátt gengi jensins og nokkuð hátt gengi marks en lágt gengi dollarans (e. major misalignments in exc- hange markets have been corrected). Lítið gerðist á gjaldeyris- markaði um helgina eða á mánudag en á þriðjudag hélt hækkun á gengi dollarans síðan áfram eins og ekk- ert hefði í skorist. Dollaramyndin neðan við töfluna sýnir að gengi dollarans er raunar alls ekki hátt nú ef litið er aftur til síðasta áratugar. Þrátt fyrir mikla hækkun gagnvart jeni og marki hefur dollaragengið lækkað lítillega gagnvart Kanadadollara og mexík- anska pesó en þær myntir skipta miklu máli í utanríkisviðskiptum Bandaríkjamanna. Meðalgengi doll- arans gagnvart viðskiptamyntunum er því aðeins liðlega 10% hærra en það var að jafnaði á árinu 1995. Á mælikvarða kaupmáttaijafnaðar (e. purchasing power parity, þ.e. það gengi dollara sem gerir sömu körfu af matvælum í mismunandi löndum jafndýra) er gengi dollarans enn lágt gagnvart bæði jeni og marki. Hlutabréf hækkuðu um 4 til 8% í mörgum löndum í janúar í svipinn er líklegt að gengi doil- arans geti enn haldið áfram að hækka. Horfur eru afar góðar í efnahagsmálum Bandaríkjamanna á næstu þremur til fímm árum en Þjóðverjar, Frakkar og fleiri Mið- Evrópuþjóðir, svo að ekki sé talað um Japani, virðast eiga nokkuð í land uns flugið næst á nýjan leik. Til langs tíma litið er það þó styrk- ur Japana og Þjóðverja að sparnað- ur þeirra er hlutfallslega mun hærri en Bandaríkjamanna. Spamaður sem er ónógur til að fjármagna inn- lenda fjárfestingu leiðir til viðskipta- halla sem er einmitt veikleiki í þjóð- arbúskap í Bandaríkjunum (og ís- lendinga). Hlutabréfaverð í Bandaríkjunum hefur nú hækkað um yfír 23% síð- ustu tólf mánuðina og þótt víða hafi einnig verið mikil hækkun á hlutabréfamarkaði (t.d. 28% í Þýskalandi, 18% í Bretlandi og yfir 60% á íslandi) leikur ekki vafi á því að Bandaríkjamarkaður er nú burðarásinn í alþjóðlegum hluta- bréfaviðskiptum. Verðmæti hluta- bréfa á markaði þar nemur um 44% af heimsmarkaði og þegar þar geng- ur jafnvel og síðustu árin eykst bjartsýni fjárfesta og hefur jafnvel áhrif víðar. Næstneðsta myndin vinstra meg- in sýnir meðalverðbólgu í öllum ríkj- um heims árin 1984 til 2001 (áætl- un frá 1997) og mikla lækkun allan þennan áratug. Fleiri og fleiri ríki hafa rutt burt höftum í viðskiptum, jafnt innanlands sem við útlönd. Fyrst var óttast að mikil aukning í eftirspurn og þar með vaxandi verð- bólga kynni að hljótast af stórauk- inni eftirspurn með meira fijálsræði í viðskiptum. Annað kom á daginn. Gróin iðnríki tóku að fjárfesta í nýiðnaðarríkjunum. Aukin fram- leiðsla þeirra hefur síðan leitt til verðlækkunar á ýmis konar tækjum og tólum, tölvubúnaði og margvís- legum neysluvörum. Aukin sam- keppni brást ekki. Þannig hefur kostnaður við upp- lýsingavinnslu svo og við fjarskipti og samgöngur lækkað mjög hratt með aukinni samkeppni á alþjóðleg- um markaði. í Bandaríkjunum jókst sala á hátæknibúnaði um 25% árið 1996 og á árinu 1997 er einnig vænst mikillar aukningar í fjárfest- ingu fyrirtækja í slíkum búnaði. Tæknibyltingin og greiður aðgang- ur að hlutafé og lánsfé á lágum vöxtum hefur leitt til þess að ný fyrirtæki spretta upp eins og gorkúl- ur. Fjármálamarkaður er hvergi virkari og sveigjanlegri en í Banda- ríkjunum og þess vegna berast áhrifin af lágri verðbólgu og gríðar- legum framförum á hátæknisviðinu hraðar um hagkerfið þar en víðast annars staðar. Hagnaður fyrirtækja hefur verið að aukast sem hlutfall af landsframleiðslu allt frá því um miðjan síðasta áratug (sjá næstn- eðstu myndina hægra megin) og spáð er að hlutfallið hækki enn á árinu 1997. Þrátt fyrir nærri 25% hækkun hlutabréfaverðs síðustu tólf mánuðina nægir hagnaðaraukning- in á milli ára nokkurn veginn til að halda hlutfallslegu verði hlutabréfa í horfinu. Það ríkir því enn bjartsýni í hlutabréfaviðskiptum í Bandaríkj- unum. „ Hækkun hlutabréfaverðs á íslandi um 8,5% frá áramótum Á íslandi nemur meðalhækkun á gengi hlutabréfa frá janúarbyijun um 8,5% en þess má geta að verðið hækkaði um 25% árið 1994, 33% árið 1995 og um 60% árið 1996. Mörgum þykir nóg um og víst er að gengi hlutabréfa í mörgum ís- lenskum fyrirtækjum virðist hátt. Tölur úm hagnað af rekstri á árinu 1996 eru nú teknar að birtast og á næstu vikum verður ljóst hvort þær reynast almennt ofan við eða neðan við væntingar fjárfesta. Spár um hagnað skráðra fyrirtækja á árun- um 1997 og 1998 verða einnig ná- kvæmari eftir að endanlegar tölur um hagnað ársins 1996 hafa verið kynntar. Hækkandi verð á hlutabréfum ber þess vott að fleiri áhugasamir kaup- endur hlutabréfa eru á ferðinni held- ur en seljendur rétt eins og endra- nær þegar verð fer hækkandi til að jafna framboð og eftirspurn. Ekki er heldur vafi á því að tekjur af hlutabréfum, þ.e. greiddur arður í hlutfalli við markaðsvirði þeirra, eru lægri en tekjur af skuldabréfum (árlegir vextir, greiddir eða lagðir við höfuðstól). Fjárfestar kaupa því hlutabréf, hér á íslandi eins og víð- ast hvar í viðskiptalöndum okkar núna, vegna þess að þeir hafa trú á því að verðið muni hækka í fram- tíðinni og ávöxun kemur þá fram á formi eignaaukningar og söluhagn- aðar. Hækkandi hlutabréfaverð er líka almennt talið meðal framvís- andi hagvísa og það segir sína sögu þegar verðið fer hækkandi í næstum öllum löndum (nema í Japan). í viðskiptablaði Morgunblaðsins í síðustu viku birtist áhugaverð grein eftir Má Guðmundsson, aðalhag- fræðing Seðlabanka íslands, „Er umtalsverður eftirspumarslaki í ís- lenska hagkerfinu?" Greinina ritar Már vegna þess að hann er ósáttur við sjónarmið sem fram komu í Fjár- málum á fímmtudegi þann 19. des- ember sl. og 23. janúar sl. Þau voru á þá leið að framleiðsla íslendinga á mann núna gæti vafalaust verið töluvert meiri en hún er ef miðað er við getu okkar til að auka tekjurn- ar síðasta aldarfjórðunginn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.