Morgunblaðið - 13.02.1997, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 13.02.1997, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI FIMMTUDAGUR 13. FEBRÚAR 1997 B 5 Bogin leitnilína með tilliti til aflabragða og viðskiptakjara Þær niðurstöður um framleiðslu- getu sem fram voru settar í Fjármál- um á fimmtudegi voru dregnar af einföldum forsendum og reikning- um. Möguleg framleiðsla er áætluð með því að gera ráð fyrir því að árleg aukning þennan áratuginn geti verið sú sama og hún var á árunum 1971 til 1996, og svarar til um 3,3% hagvaxtar á ári eða rúmlega 2% á ári á mann. Þannig fæst að núverandi landsframleiðsla sem er áætluð um 520 ma.kr. árið 1997 gæti e.t.v. verið 4-5% hærri (sjá neðstu myndina vinstra megin) eða 540 til 550 ma.kr. Sú skýra hugsun að geta íslendinga til að auka tekjur og framleiðslu núna sé ekki lakari þessi árin en hún var árin 1971 til 1996 að jafnaði er ekki sett fram til einföldunar heldur liggur hún til grundvallar í lífsvið- horfi höfundar þessara orða. í reikningum Más er byggt á þeirri forsendu að geta íslendinga til að auka framleiðslu (hagvöxtur) fari sífellt minnkandi eftir því sem árin og áratugimir líða. Hann ritar: „Leitni sem gerir ráð fyrir að vaxt- argeta þjóðarbúsins sé minni nú en hún var t.d. um miðjan áttunda ára- tuginn fellur í raun mun betur að gögnum en aðferð Sigurðar. Til við- bótar því að taka tillit tii möguleik- ans á boginni leitni má færa rök að því að einnig eigi að taka tillit til breytinga í afla og jafnvel við- skiptakjara, þar sem möguleg fram- leiðsla breytist þegar þessir þættir breytast." Og Már telur ekki að mögulegur hagvöxtur geti verið sá sami á tímum aflatakmarkana und- anfarins áratugar og árin sem út- færsla landhelginnar færði okkur mikla aflaaukningu. Stoðirnar undir íslensku atvinnulífi aldrei styrkari Með forsendunni um að hagvöxt- ur muni sífellt fara minnkandi („kvaðratísk leitni og leiðrétt fyrir afla og viðskiptakjörum) tekst Má loks að sýna fram á að þessi misser- in ríkir umframeftirspurn en ekki eftirspurnar- eða hagvaxtarslaki (1,7% og 3,1% af VLF árin 1996 og 1997, sjá neðstu mynd til hægri). íslenski þjóðarbúskapurinn hefur breyst í grundvailaratriðum síðustu tíu til tólf árin. Mikilvægast er að frjálsræði hefur verið aukið á öllum sviðum viðskipta, jafnt innanlands sem við útlönd. Fjármálaviðskipti hafa verið gefín frjáls og viðskipti á verðbréfamarkaði, sem ekki hóf- ust fyrr en um miðjan síðasta ára- tug, eru nú snar þáttur í grósku atvinnuiífsins sem er meiri nú (en ekki minni) en um margra ára skeið. í fyrsta skipti í marga áratugi ríkir nú stöðugleiki í efnahagsmálum svo að fyrirtækjum hefur reynst kleift að gera áætlanir fram í tímann um meiri sókn en dæmi eru um hér á landi. íslensk sjávarútvegsfyrirtæki starfa nú í öllum heimsálfum (nema e.t.v. í Ástralíu) og hátæknifyrir- tæki sem byggja á þjónustu við sjáv- arútveg selja framleiðslu sína til flestra landa þaðan sem sjósókn er stunduð. Stoðimar undir íslensku efnahagslífi hafa aldrei í sögunni verið styrkari en nú. Liðlega 3% hagvöxtur á ári ætti að geta gengið Gerbreyting hefur orðið í atvinnu- háttum á íslandi á síðustu árum en því fer fjarri að áhrif þeirrar umbylt- ingar í átt til fijálsræðis hafi fjarað út. Tvær meginskýringar á meiri hagvexti síðustu þijú ár en áður (3,7% að meðaltali árin 1994 til 1996) eru stöðugleikinn síðan árið 1991 og áhrif fiskveiðistjórnunar með framseljanlegum veiðiheimild- um. Sú bylgja framleiðniaukningar sem skapaðist á fyrri hluta áratug- arins vegna þessara tveggja þátta er alls ekki gengin yfir, enn er mik- il hagræðing og tekjuaukning í vændum í sjávarútvegi. Þessu öllu til viðbótar njóta ís- lendingar auðvitað jákvæðrar þró- unar á alþjóðlegum vettvangi: Tölvu- og upplýsingabyltingin, tæknibreyt- ingar í samgöngum og fjarskiptum, þreföldun á fijálsum markaðsbúskap í heiminum eftir að kalda stríðinu lauk, sívaxandi heimsviðskipti, og þannig mætti lengi telja. Og þá hef- ur ekki einu sinni verið minnst á ónýttar orkulindir íslendinga en vegna tækniframfara og aukinnar áherslu á mengunarvarnir í umheim- inum verða þær sífellt dýrmætari eftir því sem tíminn líður. Af þessum ástæðum öllum og mörgum fleiri er ekki ástæða til þess leggja bogna leitnilínu til grundvallar við mat á möguleikum Islendinga nú eða til framtíðar. Við þurfum ekki að sætta okkur við að geta okkar til að auka framleiðslu og tekjur fari þverrandi með árun- um. Liðlega 3% hagvöxtur á ári til jafnaðar ætti vel að geta gengið upp. Höfundur er framkvæmdastjóri VÍB - Verðbréfamarkaðs íslands- banka hf. ímark fundar ÍMARK heldur hádegisverðarfund fimmtudaginn 13. febrúar undiryfir- skriftinni Stóriðja - ferðamannaiðn- aður: Eru þessar atvinnugreinar samræmanlegar? Umræður um fyrirhuguð álver og aðra stóriðju og sambýlið við ferða- þjónustu hafa verið miklar í fjölmiðl- um að undanfömu. Meðal þess sem fjallað verður um er: • Hvernig á að markaðssetja ís- land? • Núverandi ferðamálastefna og framtíðarsýn. • Styður stóriðjan ferðaiðnaðinn? • Hver er ímynd íslands nú - hvern- ig á hún að vera? DAGBOK • Hvers vegna ætti „eitt lítið álver til viðbótar" að breyta ímynd íslands sem ferðamannalands? Ræðumenn: Magnús Oddsson, ferðamálastjóri, Garðar Ingvarsson, framkvæmdastjóri markaðsskrif- stofu iðnaðarráðuneytisins og Lands- virkjunar, Gunnar Steinn Pálsson, framkvæmdastjóri GSP-almanna- tengsla. Fundarstaður er Hótel Saga, Ársalur fímmtudaginn 13. febrúar kl. 12.00 til 13.30. Nýtt fyrirtæki á rafeindasviði FYRIRTÆKIÐ Quorum, dótturfýr- irtæki Applied Electronics sem er þriðji stærsti rafeindavöruframleið- andi heims, er nú að hefja starfsemi sína hér á landi. Applied Electronics hefur starfað með mörgum þekktum rafeindavörufyrirtækjum og fram- leitt vörur og íhluti undir þeirra merkjum. Quorum annast sölu og markaðs- setningu á vörum sem Applied Electronics framleiðir undir eigin merkjum. Þau tæki sem nú stendur til að kynna eru m.a. viðvörunar- kerfi fyrir heimili, bifreiðir og fólk, þrívíðir sjónvarpsskermar, gervi- hnattasímtæki ásamt áskrift að lægri símaþjónustu. Fyrirtækið mun kynna og selja vörur sínar fyrstu 6-7 mánuðina með sérstökum hætti, en síðan verða þær seldar í póstverslun Quorum Dircct. Fulltrúar fyrirtækisins halda kynningarfund í dag, fimmtudag, kl. 18 í Drangey, Stakkahlíð 17, í Reykjavík. fjro p Power Objects Auðveldasta leiðin til að þróa fyrsta flokks upplýsingakerfi á mettíma. Nú á sérstöku kynningarverði: TM Professional Edition: Skólaútgáfa 14.995.- Uppfærsluútgáfa 17.395.- Access, Visual Basic, Paradox, Delphi, FoxPro, dBase, o.fl. Fulltverð: 36.415.- öll verð eru með vsk. ÞW • •4 Computer World PC Magazine Infoworld MacWeek Oracle Power Objects 2.0 hefur allt sem þú þarft til að búa til fullkomin upplýsingakerfi fyrir hvers kyns umhverfi, eins og miðlara-biðlara og fyrir intranet umhverfi. Það hefur að geyma öfluga gagnagrunnssamþáttun ásamt öllum almennum stöðlun eins og BASIC, ODBC, OLE, ActiveX™ og Netscape™ samhæfðum "plugins", sem leyfír þér að vinna með alla þínar upplýsingar, gera endurnýtanlega hluti og upplýsingakerfi á einfaldan og auðveldan hátt með "drag and drop". Nánari upplýsingar veita viðurkenndir Oracle endursöluaðilar. Sjá nánar á heimasíðu okkar http://www.oracle.is/endursalar TEYMI » Tæknival ORACL6' Upphaf nýrra tíma í upplýsingatækni SkeHunni 17 Reykjavíkurvegi 64 108 Reykjavík 220 Hafnarfiröi Slmi 5SO 4000 Slml 550 4020 Netfang: Netfang: mottakaOtaeknival is fjofdurOtaeknivalh 2.0 Windows 3.1 Windows 95 Windows NT ’Éjd ilaciil Power Madnlosh Macintosh 680x0 Personal Oracle Lite Crystal Reports 5.0 Professional Edition Netscape . Compatible Plusin ASCIl, Excel, Paradox, dBase Fox Pro & SQL Server 6

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.