Morgunblaðið - 13.02.1997, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 13.02.1997, Blaðsíða 8
VIÐSKIFTIAMNNULÍF FIMMTUDAGUR 13. FEBRÚAR 1997 EES-vinnumiðlunin á íslandi komin í gang Alls eru um 6þúsimd störf þegaríboði Morgunblaðið/Þorkell MIKIÐ að fólki hefur leitað til Klðru B. Gunnlaugsdóttur, Evr- óráðgjafa, allt frá stofnun EES-vinnumiðlunarinnar. Fólk aðstoðað við atvinnuleit í 18 ríkjum Evrópu VINNUMIÐLUN Reykjavíkur hef- ur frá því í október á síðasta ári starfrækt EES-vinnumiðlun að Engjateigi 11. EES-vinnumiðlun- inni er ætlað að aðstoða atvinnu- leitendur við að finna störf erlend- is og atvinnurekendur að fínna starfsfólk víða að úr Evrópu en alls taka 18 Evrópulönd þátt í EES-vinnumiðluninni. Henni er einnig ætlað að veita aðstoð í upp- lýsingaleit um atvinnumöguleika, lífskjör og vinnuskilyrði hjá ríkjum innan evrópska efnahagssvæðis- ins. Störfin fyrir fagmenntaða Að sögn Klöru B. Gunnlaugs- dóttur, Evróráðgjafa á íslandi, eru um sex þúsund störf í boði á EUR- ES, „European Employment Services", samskiptanetinu um þessar mundir. „Flest störfín eru fyrir fólk með fagmenntun og er sérstaklega mikil spum eftir starfsfólki í heilbrigðisgreinum og tölvugeiranum. Það er minna fram- boð á vinnu fyrir ófaglært starfs- fólk víðast hvar í Evrópu. Þegar hafa nokkrir íslenskir vinnuveit- endur leitað til okkar og hafa það í flestum tilvikum verið um ófag- lærð störf að ræða en við búumst við auknum viðbrögðum eftir því sem þessi þjónusta verður kynnt betur.“ Bæði framtíðar- og skammtímastörf Evrópusambandið setti EURES Miklar sviptingar hafa verið í ávöxt- unarkröfu langtímaverðbréfa það sem af er þessu ári og ný og at- hyglisverð viðhorf skapast á verð- bréfamarkaði vegna ákvörðunar fjármálaráðherra um að fækka flokkum spariskírteina úr 46 flokk- um í 9 á næstu 12-14 mánuðum. Markmiðið með þessum breyting- um er að gera markaðinn virkari og öll viðskipti á honum gagn- særri. Þeir 9 flokkar sem eftir verða eru svonefndir markflokkar og ætlunin er að upp verði tekin á þeim öflug viðskiptavakt, þannig að öll viðskipti með bréfin verði einföld og fljótleg. Segja má með talsverðum rétti að jafn markverð- ar breytingar hafi ekki orðið á þessum markaði frá því ríkisstjórn- in boðaði aðgerðir sínar til að lækka vexti haustið 1993, en þá lækkuðu vextir langtímaverðbréfa um tvö prósentustig. Verðbréfamiðlarar segja þessar breytingar löngu tímabærar og til mikilla bóta. Þær verði tvímæla- laust til þess að auðvelda öll við- skipti og gera markaðinn virkari en hann hafi verið til þessa, enda hafi fjöldi spariskírteinaflokka og lítil viðskipti með marga þeirra tor- veldað vaxtamyndun og gert mark- aðinn ruglingslegri en ella. Breyt- ingin muni þegar til langs tíma sé litið líklega stuðla að því að vextir geti lækkað, þar sem markaðurinn muni dýpka og verða aðgengilegri samskiptanetið upp til að auðvelda fólki að nýta sér fijálsan atvinnu- og búseturétt innan EES-svæðis- ins. „Við aðstoðum þá sem áhuga hafa á að starfa erlendis hvort sem um er að ræða störf í skamman eða langan tíma. Oft er um störf að ræða sem geta hentað náms- mönnum yfir sumartímann eða þá fyrir fólk sem einungis hefur áhuga á að starfa tímabundið í öðru landi. Aðrir eru að leita sér að framtíðarstarfi í öðru landi en vilja ekki flytja til annarra landa án þess að vera búnir að tryggja sér örugga vinnu og húsnæði. Við hjálpum þeim að leita á EURES netinu hvort einhver störf sem þar eru í boði henti þeim. Ef viðkom- andi finnur eitthvað við hæfi þá fyrir erlenda fjárfesta, en með dýpt markaðar er átt við hvað hægt er að selja mikið magn verðbréfa án þess að hreyfa verð. Litlir flokkar hafi til þessa gert það að verkum að ekki hafi verið hægt að selja mikið magn án þess að hreyfa verð. Erlendir fjárfestar hafi sýnt áhuga á að koma hingað, enda kjörin hagstæð en skipulag mark- aðarins hafi orðið til þess að minnka áhuga þeirra. Með einföld- un markaðarins aukist möguleikar á fjárfestingum þeirra og lækkun ávöxtunarkröfu vegna meiri eftir- spurnar. I tilkynningu Lánasýslunnar vegna endurskipulagningar spari- skírteinaútgáfunnar er á það bent að vaxtakjör hér á landi séu ennþá afar hagstæð fjármagnseigendum og langt umfram verðtryggða vexti á heimsmarkaði. Til samanburðar er tekið nýlegt útboð Bandaríkja- stjórnar á tíu ára verðtryggðum spariskírteinum, en þar var meðal- ávöxtunin 3,45% umfram verð- lagshækkanir. Er vitnað til þess að í útboði íslenska ríkisins á óverðtryggðum bréfum í Banda- ríkjunum árið 1994 hafi íslenska ríkið þurft að borga 0,5 prósentu- getur hann fyllt út umsóknareyðu- blað hjá okkur og við komum því áleiðis til viðkomandi tengils er- lendis. Eins getur umsækjandi leit- að beint til viðkomandi fyrirtækis sem auglýsir eftir mannskap og sótt um. Við skráum samt ekki fólk niður líkt og gert er á flestum ráðningarmiðlunum heldur verður fólk að koma við hjá okkur og kanna hvort einhver störf eru í boði sem henta því. Ef svo er ekki þá verður fólk að reyna aftur,“ segir Klara. Gífurleg aðsókn Hún segir að aðsóknin hafi ver- ið gífurleg allt frá opnuninni í októ- ber og greinilegt sé að þörf hafi verið fyrir þjónustu af þessu tagi. Torgið stiga hærri vexti heldur en banda- ríska ríkið og megi því gera ráð fyrir að vextir verðtryggðra spari- skírteina geti lækkað hér á landi í um 4% úr 5,7% eða um 1,7 pró- sentustig. Miklar sveiflur urðu á vöxtum 20 ára spariskírteina í kjölfar ákvörðunar fjármálaráðherra og lækkaði ávöxtunarkrafa bréfanna um 22 punkta á föstudaginn var. Miklu meiri breytingar urðu þó inn- an dagsins og lækkaði ávöxtunar- krafan um rúma 40 punkta þegar mest var, en hækkaði aftur er á daginn leið. Þessar lækkanir komu til viðbótar 25 punkta lækkun sem hafði orðið á þessum bréfum í jan- úar í kjölfar þess að Ijóst varð að spariskírteini til svo langs tíma yrðu ekki í boði í næstu útboðum hjá Lánasýslu ríkisins. Bendir margt til að þessi spariskírteini muni ekki að óbreyttu verða til sölu næstu misserin. Þeirri skoðun er haldið fram að ástæðulaust sé að binda jafn háa ávöxtun og þessa til svo langs tíma, á sama tíma og ríkissjóður geti selt spari- skírteini til meira en helmingi styttri tíma við litlu hærri ávöxtun. Ennfremur er á það bent að miklar Nýr fram- kvæmdas- tjóri hjá Kerfi hf. ■ BJÖRN Ásgrímsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri hjá Kerfí hf. frá 1. febrúar sl. Meðal þess sem Kerfí hf. þróar og selur er „Seacape", nýr alhliða hug- búnaður fyrir físk- vinnslu og sjávar- útveg, og verður það m.a. í verka- hring Björns að markaðssetja þessa íslensku framtíðarlausn er- lendis. Björn er iðnaðarverkfræðingur frá Tækniháskólanum í Lingköping í Svíþjóð. Hann hefur um árabil unnið hjá Umbúðamiðstöðinni hf., og bar ábyrgð á markaðsmálum og inn- kaupum fyrirtækisins síðustu misser- in. Björn er kvæntur Sóleyju Ólafs- dóttur hjúkrunarfræðingi og eiga þau þijú böm. Nýir starfs- menn Verð- bréfastofunnar VERÐBRÉFASTOFAN hf. hefur nýlega ráðið tvo nýja starfsmenn sem komnir eru til starfa hjá fyrir- tækinu. Þessir að- ilar eru báðir reyndir verðbréf- amiðlarar með nokkurra ára starfsreynslu að baki á þessu sviði. ■ Þorbjörn Sig- urðsson löggiltur verðbréfamiðlari, fæddur 1946. Forstöðumaður úti- bús Þjónustumiðstöðvar ríkisverð- breytingar séu framundan á fjár- málamörkuðum erlendis, til dæmis með væntanlegri tilkomu hins sameiginlega evrópska gjaldmið- ils, og ríkissjóðir erlendis leggi meðal annars af þeirri ástæðu áherslu á að selja verðbréf til styttri tíma en lengri. Munurinn á ávöxtun spariskír- teina til 8 ára annars vegar og til 20 ára hins vegar var í útboði í desember 0,20 prósentustig eða 20 punktar, en eftir vaxtalækkan- irnar undanfarið munar tæpum 60 punktum. Þó hefur ávöxtunar- krafan þokast upp á við síðustu þrjá dagana og var í gær 5,10%. Sama gildir um húsbréfakröfuna sem hefur farið hækkandi aftur eftir nokkrar lækkanir og var í gær 5,60% aðeins 5 punktum lægri en hún var áður en þetta lækkunar- ferli hófst. Margir eru þeirrar skoðunar að ríkissjóður hafi togað vextina aftur upp með miklu framboði á spari- skírteinum í framhaldi af síðasta skiptikjaraútboði í janúar. Þar voru 5 og 8 ára spariskírteini í boði á skiptikjörum fyrir hvern sem kaupa vildi við ávöxtunarkröfunni 5,74% og 5,69%. í fyrradag hafði ríkis- bréfa í Kringlunni frá árinu 1990 til 1993. Frá árinu 1993 sölustjóri og ráðgjafi hjá Þjónustumiðstöð rík- isverðbréfa á Hverfisgötu 6. ■ Auður Finnbogadóttir er fædd árið 1967. Útskrifaðist með B.S. gráðu í viðskiptafræðum University of Colorado at Bo- ulder árið 1992. Starfaði hjá Lána- sýslu ríkisins frá 1993 til miðs árs 1994. HjáFéfangi við gerð kaup- leigusamninga og sem sölustjóri Munalána frá júní 1994 til mars 1995. Starfaði hjá Kaupþingi hf. sem ráðgjafi og við fjárvörslu frá mars 1995 til janúar Nýritstýra Veru ■ UM sl. áramót tók Elísabet Þor- geirsdóttir við ritstjórn tímaritsins Veru af Sonju B. Jónsdóttur sem gegndi starfinu undanfarin tvö ár. Elísabet er fædd árið 1955 á ísafirði og varð stúdent frá Menntaskólanum á ísafírði 1975. Hún stundaði íslensku- námvið HÍ 1976 til 1977 ogleiklist- amám við Leiklist- arskóla íslands 1977 til 1979. Frá árinu 1981 hef- ur Elísabet starfað sem blaðamaður og ritstjóri. Hún var ritstjóri Sjó- mannablaðsins Víkings á árunum 1982 til 1984 og ritstjóri Neytenda- blaðsins frá 1987 til 1991. Sl. fimm ár hefur Elísabet verið blaðamaður hjá tímaritaútgáfunni Fróða hf. og var sl. ár ritstjórnarfulltrúi Mann- lífs. Elísabet hefur gefið út tvær ljóðabækur; Augað í fjallinu 1977 og Salt o g ijóma 1983. Hún skrif- aði ævisögu Bjarnfríðar Leósdóttur, í sannleika sagt, 1986 og ævisögu Sigríðar Rósu Kristinsdóttur, Þú gefstekki upp, Sigga! 1993. sjóði tekist að selja spariskírteini, einkum til átta ára, fyrir nær sex milljarða króna og var þá tilkynnt að spariskírteini yrðu eingöngu seld í skiptum fyrir þá flokka sem eru á gjalddaga nú í febrúar. Almennt telja menn að sú vaxta- lækkun á langtímaverðbréfum sem lengi hefur verið beðið eftir sé ekki enn komin fram og vextirnir eigi eftir að lækka þegar fram líð- ur. Hvenær nákvæmlega og hversu mikið það verður er hins vegar ómögulegt að segja til um. Verður fróðlegt að fylgjast rneð útkomu næsta skiptikjaraútboðs sem fyrirhugað er síðar í þessum mánuði í tengslum við fyrrgreinda endurskipulagningu spariskír- teinamarkaðarins, en þar er um að ræða innlausn sem nemurtæp- um sex milljörðum króna. Að því frátöldu verður eftirspurn ríkissjóðs eftir lánsfé innanlands hverfandi á árinu. Á sama tíma er ávöxtun á peningamarkaði mjög góð vegna lítilla verðlagshækkana og mjög hárra vaxta. Á sama tíma er lausafjárstaða bankana erfið, enda stærsti virðiaukaskattsgjald- dagi ársins í febrúar. Hlutabréfa- verð fer einnig hækkandi frá degi til dags. Þannig eiga fjárfestar marga góða kosti á að koma fé sínu fyrir, enda endurspeglar mikil og stöðug velta á Verðbréfaþingi undanfarið það Ijóslega. HJ Vextir á krossgötum? 3. J ■m i iv í tíá iO'< - /J : IB'Í M •jv| 6á 9< sMj : Oíi 9) ;fí

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.