Morgunblaðið - 13.02.1997, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 13.02.1997, Blaðsíða 6
6 B FIMMTUDAGUR 13. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ H FIMM GÓÐAR ÁSTÆÐUR TIL AÐ HALDA NÆSTA AÐALFUND í HÁSKÓLABÍÓI • 5 góðir salir sem geta hentaó þínum fundi. Þú velur sal eftir stæró fundarins. • Allir salir eru sérhannaóir meö róóstefnur og fundi í huga. • Gólfhalli í sölum er góöur svo ab allir sjói vel ó sviöiö. • Allir salir eru búnir vönduðum tækjabúnaöi til róöstefnuhalds. Fullkomnasti vídeóvarpi landsins varpar stórri og skýrri mynd ó stór sýningartjöld. • Starfsfólk Hóskólabíós getur séö um allar veitingar fyrir aóalfundi og róöstefnur. Ráðgjöf Bókhald Skattskil Skipholti 50b__sími 561 0244/898 0244__fax5ól 0240 Öll bókhalds- og framtalsþjónusta af bestu gerð ■ Framtöl einstaklinga ■ Ársreikningar ■ Vsk-skýrslur og fyrirtækja og ráðgjöf og uppgjör RBS _____________________Gunnar Haraldsson hagfræðingur Fallegar og vandaðar gjafavörur á frábæru verði Listhúsinu (gegnt Hótel Esju), simi 568 3750. VIÐSKIPTI FRÁ undirritun samninga Tæknivals hf. og Rafmagnsveitu Reykjavíkur um Kompakt-tölvukerfið, f.v. eru Rúnar Sigurðs- son, framkvæmdastjóri Tæknivals hf., Aðalsteinn Guðjohnsen, rafmagnsstjóri, og Kenneth Jacobsson, yfirmaður hugbúnaðar- sviðs EllipsData í Svíþjóð. Rafmagnsveita Reykjavíkur með nýtt upplýsingakerfi NÝTT viðskipta- og upplýsingakerfi verður tekið í notkun hjá Rafmagns- veitu Reykjavíkur í lok þessa árs. Kerfið mun stórbæta möguleika fyr- irtækisins til markvissari og fjöl- breyttari þjónustu við viðskiptavini sína, segir í frétt. Það er af gerðinni Kompakt, fram- leitt af EllipsData í Svíþjóð, en er sett upp og lagað að starfsemi Raf- magnsveitu Reykjavíkur af Tæknivali hf., sem er umboðsaðili sænska fram- leiðandans hér á landi. Kerfið er byggt á nýjustu tölvutækni sem gefur mun meiri möguleika til þróunar en áður hefur þekkst, en auk þess var viðhald á eldri búnaði orðið mjög dýrt. 75 þúsund mælitæki Hinum nýja hugbúnaði er ætlað að geyma allar nauðsynlegar upplýs- ingar um viðskiptavini fyrirtækisins, þ.e. orkukaup og viðskiptasögu hvers og eins, orkumæla og önnur mæli- tæki sem tengjast orkuviðskiptunum, sögu þeirra og eftirlit með þeim. Einnig verða í kerfínu upplýsingar um raflagnir í húsum og hvemig þau tengjast dreifíkerfí fyrirtækisins, upplýsingar um heimtaugar, stofn- lagnir o.fl. Um 140 þúsund íbúar eru á orkuveitusvæði Rafmagnsveitu Reykjavíkur og uppsett mælitæki á svæðinu eru um 75 þúsund talsins. Viðskipta- og upplýsingakerfið mun tengjast bókhaldi Rafmagns- veitu Reykjavíkur beint og upp- færast öll viðskipti dagsins í bókhald- inu að kvöldi. Kerfíð opnar nýja möguleika á að auka samskipti fyrirtækisins og við- skiptavina þess. Þannig verður hægt að svara spumingum um heildarvið- skipti hvers notanda og einnig að veita upplýsingar um sögu orkunotk- unar hans, um gjöld þau sem hann hefur greitt o.fl. Einnig býður kerfíð upp á möguleika á upplýsingamiðlun í gegnum tölvubúnað eða síma. Þannig munu viðskiptavinir geta hringt til Rafmagnsveitu Reykjavik- ur og fengið upplýsingar um við- skipti sín, t.d. um stöðu orkunotkun- ar eða væntanlega upphæð reikn- ings, með sama hætti og þegar hringt er í bankalínur í dag. Þá munu við- skiptavinir geta slegið inn eigin mælaálestur. í framtíðinni verður hægt að fá fjölbreyttar upplýsingar í gegnum alnetið. Viðskiptagögn Rafmagnsveitu Reykjavíkur flytjast i nýja hugbúnað- arkerfíð en þar verður haldið utan um upplýsingarnar í Oracle-gagna- gmnni og þangað sækir kerfíð upp- lýsingar. Þetta mun auðvelda mjög sölu- og markaðsstarfsemi Raf- magnaveitu Reykjavíkur. Um fimm- tíu starfsmenn fyrirtækisins munu nota viðskipta- og upplýsingakerfíð við vinnu, en kerfíð verður með full- komlega myndrænum notendaskil- um, segir ennfremur í fréttinni. Kostnaður 30 milljónir Heildarkostnaður við kaup á hug- búnaðinum, uppsetningu hans, þýð- ingu og aðlögun að tölvukerfí Raf- magnsveitu Reykjavíkur, ásamt námskeiðum fyrir starfsmenn, er um 30 milljónir króna. Gert er ráð fyrir að nýja viðskipta- og upplýsingakerf- ið verði tekið í notkun i árslok 1997, segir ennfremur. Has(kvæm lausafiárávöxtun Peningamarkaðsreikningur sparísjóðanna Hávaxtareikningur nýjung i avöxtun fjar fyrir fyrirtæki og emstaklmga Hair vextir periingamarkaðar Örvggi sveféianleiki snarireiknings n SIftRISJŒ)URINN -fyrir þig og þína

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.